Morgunblaðið - 22.03.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 33
UNDANFARIN misseri hefur orð-
ið umhverfisvakning með þjóðinni
sem ber að fagna. Hart hefur verið
deilt um stóriðju, ekki
síst Kárahnjúkavirkj-
un. Fyrir dyrum
standa kosningar um
stækkun álversins í
Straumsvík. Það er
eðlilegt að skiptar
skoðanir séu um svo
stór mál. Hafnfirð-
ingar standa frammi fyrir vali og eiga
að fá að greiða atkvæði í friði. Fram-
tíðarlandið hefur hafið auglýsinga-
herferð gegn stóriðju og ekkert er út
á það að setja. En hér skal gagnrýnt
að samtökin beita börnum í áróðri sín-
um. Það er siðferðilega rangt.
Hvaða skoðun sem menn hafa á
stóriðju hljóta allir sanngjarnir menn
að vera sammála um að halda börnum
utan þeirra deilna. Börnum hefur
aldrei verið beitt fyrir pólitískan vagn
og fráleitt að byrja á því nú. Því er
skorað á hið ágæta fólk í Framtíð-
arlandinu að láta af því að láta börn
koma fram í auglýsingum. Það brýtur
í bága við siðareglur Samtaka ís-
lenskra auglýsingastofa, SÍA. „Í aug-
lýsingum skal ekki misnota hina eðli-
legu trúgirni barna né reynsluskort
yngri kynslóðarinnar.“ Umboðs-
maður barna hlýtur að taka málið
upp. Það er nóg að hinir fullorðnu
deili þótt börnum sé ekki att á for-
aðið. Meirihluti þjóðarinnar styður
stækkun í Straumsvík samkvæmt
nýjustu skoðanakönnun Gallup. Það
er enginn handhafi sannleikans,
hvorki stuðningsmenn stóriðju né
andstæðingar. Verka- og iðnaðarfólk
í Straumsvík eru foreldrar rétt eins
og félagar í Framtíðarlandinu. Fær-
um ekki deilur um þjóðmál inn á leik-
völl barna.
Deilur um stóriðju
ekki á leikvöll barna
Eftir Hall Hallsson:
Höfundur er fréttamaður.
Á MEÐAN fatlaðir þurfa að kom-
ast að heiman og í endurhæfingu á
Grensásdeild Landspítalans og heim
aftur, deila ríki og Reykjavíkurborg
um það hver eigi að sjá um aksturinn
og hver eigi að borga brúsann. Á
meðan þurfa sjúklingar
að reiða sig á ættingja
og vini eða bera sjálfir
stóran kostnað af leigu-
bílum.
Samkvæmt upplýs-
ingum frá Þjónustu-
miðstöðvum í Reykja-
vík er unnið eftir
eftirfarandi reglum
varðandi ferðaþjónustu
fatlaðra:
Ferðaþjónusta fatl-
aðra er ætluð til afnota
fyrir þá íbúa Reykja-
víkur sem eru:
a. Hjólastólanotendur.
b. Blindir og geta eigi notað önnur
farartæki.
c. Ófærir um að nota almennings-
vagnaþjónustu vegna annarrar, lang-
varandi fötlunar og hafa ekki aðgang
að eigin farartæki.
Ferðir til vinnu, skóla, lækninga og
hæfingar ganga fyrir öðrum ferðum.
Því miður eru margir fatlaðir í end-
urhæfingu á göngudeild, algjörlega
háðir því að einhverjir keyri þá á
staðinn á morgnana og aftur heim á
miðjum degi, auk allra annarra er-
inda sem þeir þurfa að sinna. Fyrir
fatlaðan borgarbúa, sem þarf í end-
urhæfingu á Grensásdeild Landspít-
alans, getur staðan orðið sú að við-
komandi komist alls ekki einhverja
daga. Ef viðkomandi byggi hins veg-
ar fyrir utan borg-
armörkin þyrfti hann
ekki að hafa áhyggjur af
þessu þar sem á flestum
stöðum ríkir sam-
komulag um að sveitar-
félagið greiði þjón-
ustuna.
Hversu lengi þessi
deila hefur staðið veit
ég ekki en hins vegar
veit ég að hún bitnar á
fólki í erfiðum að-
stæðum.
Þeir sem eiga rétt á
þjónustunni eru með
staðfestingu á því frá félagsráðgjafa
og vottorð frá lækni. Þetta snýst því
ekki um það hvort fólk eigi rétt á
þjónustunni heldur hver eigi að
borga!
Persónuleg reynsla mín segir mér
að það séu mörg fórnarlömb í deilu
ríkis og Reykjavíkurborgar sem hafa
þurft að bíða eftir að þessir aðilar axli
ábyrgð í málinu. Þetta ætti að vera
einfalt mál þar sem samkomulag er
um að fólk í ákveðnum aðstæðum eigi
rétt á og þurfi þjónustu sem þessa.
Það er skömm að því að þetta mál
skuli vera í þessum farvegi.
Sjálfsvirðing fólks sem missir allt í
einu getuna til að bjarga sér sjálft er
mjög mikilvægur þáttur í endurhæf-
ingu þess. Hluti af því að verða aftur
sjálfstæður eftir alvarleg veikindi eða
slys er að þurfa ekki að vera upp á
aðra kominn með alla hluti. Að þurfa
að reiða sig á tíma annarra og greið-
vikni til að komast á milli staða hefur
auðvitað áhrif á sjálfstæði fólks og er
yfirleitt nóg fyrir það að takast á við
breyttar aðstæður og vinnu við að ná
árangri í bata. Oft á tíðum er um erf-
iða þrautagöngu að ræða sem tekur
langan tíma og krefst ómældrar
þrautseigju.
Með þessum skrifum vil ég skora á
þá aðila sem hlut eiga að máli að
koma þessu í heila höfn!
Er akstursþjónusta fyrir fatlaða
borgarbúa bara orðin tóm?
Helga Þórðardóttir skrifar um
ferðaþjónustu fatlaðra » Fatlaðir í endurhæf-ingu á Grensásdeild
fá ekki akstursþjónustu.
Ríki og Reykjavík-
urborg koma sér ekki
saman um hver á að
borga brúsann!
Helga Þórðardóttir
Höfundur er félagsráðgjafi.
VARLA líður sá dagur að ekki sé
fullyrt í viðtölum og blaðagreinum
að íslensk orkufyr-
irtæki sjái stóriðjufyr-
irtækjum fyrir raforku
á útsöluverði, gjafverði
eða einhverju álíka.
Iðulega er fullyrt að
verðið hér sé með allra
lægsta móti í alþjóð-
legum samanburði og
loks er því gjarnan
haldið fram að íslensk-
ur almenningur, fyr-
irtæki og stofnanir,
niðurgreiði þetta
meinta ódýra rafmagn
til stóriðju með hærra
raforkuverði en ella.
Áhugi á taprekstri trúlegur?
Miðað við þann fjölda fólks sem
þátt tekur í þessum málflutningi
mætti kannski draga þá ályktun að
fólk trúi því í alvöru að íslensk orku-
fyrirtæki hafi áhuga á að leggja út í
miklar fjárfestingar og stofna til
umfangsmikils rekstrar til þess að
selja raforku með tapi. En auðvitað
stenst slík ályktun ekki skoðun. Eða
hvers vegna ættu íslensk orkufyr-
irtæki að hafa áhuga á því? Hver
ætti ávinningurinn að vera og fyrir
hvern?
Hver sem ástæðan er fyrir slíkum
málflutningi er ljóst að honum er
haldið uppi með vísan til þess trún-
aðar sem ríkir í samningum um raf-
orkuverð til stóriðju. Um þá stöðu
er margt að segja og vissulega kem-
ur þar við sögu að orkufyrirtækin
eru í eigu opinberra aðila og því af
margra hálfu ríkari áhersla á
gegnsæi í öllum rekstri en ella.
Engu að síður eru þessi fyrirtæki
rekin í samkeppni, innbyrðis jafnt
sem við erlenda aðila, í tilfelli raf-
orkusölu til stóriðju. Í kjölfar ný-
legra breytinga á raforkulögum er
staðan jafnframt þannig að mörg ís-
lensk fyrirtæki hafa gert samninga
um raforkuverð og um þá ríkir trún-
aður, líkt og gildir auðvitað um
fjöldann allan af samningum fyr-
irtækja í milli. Varðandi stóriðjuna
þá hefur komið fram að hinir er-
lendu raforkukaupendur leggja
áherslu á trúnað um umsamið raf-
orkuverð. Einnig hefur komið fram
að af hálfu til dæmis Landsvirkj-
unar var þessi stefna um trúnað
mótuð með einróma samþykki á
vettvangi stjórnar fyrirtækisins um
miðjan síðasta áratug, þar sem slík
stefna var best talin
þjóna hagsmunum fyr-
irtækisins í samninga-
viðræðum við erlenda
raforkukaupendur.
Sama fyrirtæki hefur
hins vegar birt nið-
urstöður arðsemisút-
reikninga vegna Kára-
hnjúkavirkjunar sem
sameiginleg nefnd eig-
enda vann með sjálf-
stæðum hætti, en arð-
semin er auðvitað það
sem mestu máli skipt-
ir. Varla þarf þó að
taka fram að trúnaðurinn nær ekki
til fulltrúa eigenda orkufyrirtækj-
anna.
Orkuverð til stóriðju í með-
allagi hérlendis
Þrátt fyrir trúnaðinn hafa þó
ýmsar upplýsingar komið fram um
þá samninga sem gerðir hafa verið
milli íslenskra orkufyrirtækja og er-
lendra stóriðjufyrirtækja. Meðal
annars hefur komið fram að verðið á
raforku til stóriðju er í meðallagi
hátt hérlendis í alþjóðlegum sam-
anburði. Er þá byggt á niðurstöðum
óháðra alþjóðlegra ráðgjafarfyr-
irtækja. Ennfremur hefur komið
fram að samningar við álfyrirtæki
eru með ýmsum hætti tengdir þróun
heimsmarkaðsverðs á áli og raforku.
Einhverjir kunna að gagnrýna
þessa niðurstöðu um raforkuverð
sem er í meðallagi hátt á heimsvísu.
Þarna er hins vegar einfaldlega um
að ræða samninga í viðskiptum. Hér
á landi er launakostnaður til dæmis
hár og flutningsleiðir langar með
hvoru tveggja hráefni og afurðir.
Aðalatriðið er að samningarnir sem
um ræðir eru eðli málsins sam-
kvæmt sameiginleg niðurstaða raf-
orkusala og raforkukaupenda um
arðbær viðskipti og verðmæta-
sköpun.
Lægra almennt raforkuverð
vegna stóriðju
Loks ber að geta þess að þótt raf-
orkuverð til almennra notenda sé
ekki hátt hér á landi, þá er að sjálf-
sögðu eðlilegt að langstærstu við-
skiptavinir orkufyrirtækjanna, sem
gert hafa langtímasamninga um föst
kaup á tilteknu magni raforku,
greiði lægra verð en langtum
smærri og breytilegri viðskiptavin-
ir. Ef ég opna litla matvöruverslun
þá geng ég varla inn í sama verð hjá
birgjum og stærstu verslanakeðj-
urnar njóta. Þetta á þó ennþá frekar
við um raforku en flesta aðra vöru,
þar sem raforka hefur þá sérstöðu
að hún er ekki geymd á lager.
Framleiða þarf raforkuna samtímis
nýtingu hennar, umframframleiðsla
fer einfaldlega til spillis og jað-
arkostnaður við mögulega viðbót-
areftirspurn á álagstímum er þess
vegna hlutfallslega mjög hár. Stórir
samningar um sölu á raforku til
stóriðju hafa hins vegar í gegnum
tíðina meðal annars gert íslenskum
orkufyrirtækjum kleift að reisa
virkjanir og flutningsvirki með hag-
kvæmari hætti en ella og þannig má
færa rök fyrir því að raforkusala til
stóriðju hafi beinlínis haft áhrif til
lækkunar á raforkuverði til al-
mennra notenda.
Arðbær viðskipti
og verðmætasköpun
Fyrir sumt fólk er eflaust mikil
stemning fólgin í því að fjalla um
meint útsölurafmagn til „erlendra
auðhringa“, um meintar nið-
urgreiðslur almennings á öllu sam-
an, um „virkjanafíkn“ og um „ál-
brjálæði“. En slíkur málflutningur
stenst auðvitað enga skoðun. Þegar
samningar nást um sölu á raforku til
stóriðju, þá gerist það á grundvelli
þess að um sé að ræða arðbær við-
skipti fyrir báða aðila (og raunar í
leiðinni verðmætasköpun til hags-
bóta fyrir landsmenn alla) en jafn-
framt í trausti þess að áhrif á nátt-
úrufar viðkomandi virkjanasvæða
verði metin ásættanleg af þar til
bærum aðilum.
Um raforkuverð til stóriðju
Gústaf Adolf Skúlason skrifar
um raforkuverð »Mörg íslensk fyr-irtæki hafa gert
samninga um raf-
orkuverð og um þá ríkir
trúnaður…
Gústaf Adolf Skúlason
Höfundur er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samorku, samtaka
orku- og veitufyrirtækja.
Í FRÉTTUM í gær sagði talsmaður Alcan að fyrirtækið
væri í kosningabaráttu og beitti sömu aðferðum og stjórn-
málaflokkar. Tilefnið er upplýsingasöfnun og skráning
starfsmanna fyrirtækisins á afstöðu Hafnfirðinga til stækk-
unar álversins. Fram kom að starfsmenn Alcan hringja í
Hafnfirðinga, fá fram afstöðu þeirra til stækkunar og skrá
hana niður. Hvað á þetta að þýða? Eitt er að þetta milljarða-
fyrirtæki ausi fé í gjafir til Hafnfirðinga og í auglýsinga-
herferð, en eigum við að láta það óátalið að erlendir auðhringir safni upp-
lýsingum um skoðanir landsmanna. Þetta minnir mig helst á
persónunjósnir bandaríska sendiráðsins og íslenskra stjórnvalda fyrr á ár-
um á óæskilegum skoðunum Íslendinga.
Í hvaða stöðu eru starfsmenn settir gagnvart vinnuveitanda sínum? Vita
vinir, ættingjar og nágrannar starfsmanna að skoðanaskipti þeirra við
starfsmanninn eru færð í gagnagrunn fyrirtækisins? Hvernig ætlar fyr-
irtækið að nota þessar viðkvæmu persónuupplýsingar? Verða þær notaðar
þegar menn sækja um störf hjá Alcan, eða þegar Alcan sækir næst um
meiri stækkun?
Það verður fróðlegt að heyra niðurstöðu Persónuverndar, sem hefur
málið til skoðunar?
Er Alcan stjórnmálaflokkur?
Eftir Ástu R. Jóhannesdóttur:
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Á DÖGUNUM lauk starfshópur Hafnarfjarðarbæjar og Alcan við tillögur
að deiliskipulagi sem lagðar verða til grundvallar í kosningum um stækkun
álversins í Straumsvík 31. mars nk. Á blaðamannafundi sem bæjarstjóri hélt í
kjölfarið og í fjölmiðlum þann dag sem vitnað var í, sendi bæjarstjóri Hafn-
arfjarðar út villandi skilaboð sem ekki hafa enn verið leið-
rétt. Fullyrðingin um að nær engin mengunaraukning verði
við stækkun álbræðslunnar í Straumsvík er einfaldlega ekki
rétt og það er ábyrgðarlaust að halda slíku fram. Ef við Hafn-
firðingar veljum stærstu álbræðslu í Evrópu í garðinn okkar
næstu 50–60 árin þá mun mengunin aukast töluvert miðað
við þá mengun sem við búum við í dag. Rétt er að öll meng-
unargildi nema brennisteinsmengun munu tvö– til þrefaldast
við stækkun. Línumannvirkin sem flokkast líka sem mengun
(sjónmengun) verða þau umfangsmestu sem við höfum séð á Íslandi, enda
mun álbræðslan ein og sér þurfa meira rafmagn en Reykjavík öll með öllum
sínum íbúðum, fyrirtækjum og stofnunum.
Samtök atvinnulífsins héldu fund um stækkunina og var öllu tjaldað til um
hversu arðbær og frábær stækkunin væri í alla staði fyrir Hafnfirðinga og ís-
lenskt atvinnulíf. Þennan sama dag og fundurinn var haldinn birtu Samein-
uðu þjóðirnar (UN) skýrslu sína um loftslagsbreytingar á jörðinni okkar og
kemur þar skýrt fram að losun gróðurhúsalofttegunda hefur ótvírætt áhrif á
veðurfarsbreytingar í heiminum. Bæjarstjórinn gerði í fjölmiðlum lítið úr
þessu alvarlega alheimsvandamáli og veifaði gömlum og gauðslitnum rökum
álbræðslusinna um að á Íslandi verði að framleiða ál af því að hér sé orkan
svo hrein. Þessi rök er margbúið að hrekja enda hrein vatnsorka í boði í tug-
um annarra landa í heiminum, m.a. í Brasilíu og Venesúela.
Sól í Straumi, þverpólitísk samtök gegn stækkun álbræðslunnar hafa verið
starfandi síðan í október 2006. Hópurinn hefur unnið að því að upplýsa íbúa
Hafnarfjarðar um hina hlið málsins, en það gerir það enginn annar í Hafn-
arfirði. Sól í Straumi heldur út öflugri heimasíðu www.solistraumi.org þar
sem við söfnum efni sem er fræðandi og upplýsandi fyrir fólk sem vill kynna
sér málið.
Framundan er mjög ójöfn kosningabarátta: lítill hópur fólks með bjarta
framtíðarsýn og hugsjón að leiðarljósi í sjálfboðavinnu annars vegar og hins
vegar Alcan, kanadískt fyrirtæki og gaf Straumsvík af sér um 4 milljarða í
hagnað á síðasta ári og vill hefta eðlilega framtíðarþróun Hafnarfjarðar um
ókomna framtíð.
Næst álverksmiðjunni í Straumsvík er að byggjast upp líflegt hverfi í
hrauninu, nálægðin við hraunið, hafið og náttúruperlur er ómetanleg. Mér
finnst harla ólíklegt að hérna geti þrifist blómleg íbúðabyggð í nokkurra
metra fjarlægð frá stærstu álbræðslu Evrópu ef af stækkun verður, þar verð-
ur t.d. losun á brennisteinsdíoxíð 9,3 tonn á sólarhring! Ég vona að allir Hafn-
firðingar kynni sér málið og láti ekki slá ryki í augun á sér vegna loforða um
peninga. Það er ekki allt falt í þessum heimi. Eðlileg framtíðarþróun í Hafn-
arfirði sem og börnin okkar sem erfa landið eiga betra skilið en að við látum
stjórnast af peningagræðgi.
Hafnarfjörður og framtíðin
Eftir Svölu Heiðberg:
Höfundur er mannfræðingur og meðlimur í Sól í Straumi.