Morgunblaðið - 22.03.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 37
✝ Sigrún Stef-ánsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 23.
ágúst 1926. Hún lést
á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi eftir stutt
veikindi 15. mars sl.
Foreldrar Sigrúnar
voru Þórunn Anna
Lýðsdóttir, kennari,
f. 1.12. 1895, d. 1.3.
1984, og Stefán Jó-
hannsson, skip-
stjóri, f. 1.10. 1899,
d. 21.11. 1996. Sig-
rún var elst fimm systkina. Þau
eru: Hólmfríður, hjúkrunarfræð-
ingur, Ólafur, rafvirki, Stefanía
Rannveig, lífeindafræðingur, og
Jóhanna, húsmóðir. Sigrún ólst
upp á Kirkjubóli í Miðneshreppi
og síðar á Sunnuhvoli í Sand-
gerði. Hún gekk í Sandgerð-
isskóla og Flensborgarskóla. Sig-
rún veiktist ung af berklaveiki og
dvaldi um áraraðir á Vífils-
stöðum.
Hinn 5. janúar 1954 giftist Sig-
rún Garðari Halldórssyni, pípu-
lagningameistara, f. 1928. Börn
Sigrúnar og Garðars eru: 1) Unn-
ur, sjúkraliði, f. 1953. Dóttir Unn-
ar og Þórðar Kristjánssonar er
Hildur Dröfn, f. 1973, sambýlis-
maður Friðrik Steingrímsson.
Maki Unnar er Örn Þór Þor-
björnsson. Börn þeirra: a) Stefán
Þór, f. 1977, sam-
býliskona Ingibjörg
Sveinsdóttir, b)
Ágústa Margrét, f.
1978, sambýlis-
maður Guðlaugur
Birgisson, dóttir
þeirra er Vigdís, f.
2006, c) Atli, f. 1989.
2) Gylfi, hestatamn-
ingamaður í Sví-
þjóð, f. 1955. Börn
hans og Önnu Ein-
arsdóttur, fyrrver-
andi eiginkonu, eru:
a) Sigrún, f. 1979,
sambýlismaður Halldór Örn Rún-
arsson, b) Silja, f. 1982, sonur
hennar Gylfi Maron Halldórsson,
c) Garðar Óli, f. 1988, d) Gunn-
hild, f. 1988. 3) Hólmfríður, hjúkr-
unarfræðingur og ljósmóðir, f.
1962.
Sigrún og Garðar hófu búskap í
Hafnarfirði þar sem þau bjuggu
alla tíð. Sigrún var í fyrstu heima-
vinnandi en starfaði síðar að
mestu við saumaskap, fyrst í
Verksmiðjunni Magna í Hafn-
arfirði og síðar gegndi hún starfi
forstöðukonu saumastofu Ís-
lensku óperunnar til starfsloka.
Hún tók einnig þátt í bún-
ingasaumi fyrir íslenskar kvik-
myndir.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 22. mars kl. 13.
Elsku besta amma mín, ég trúi
varla að ég sé að skrifa þessi kveðju-
orð til þín því það er svo óskiljanlegt
að þú sért farin og að við sjáum þig
aldrei aftur í þessu lífi. Þó að 80 ár sé
hár aldur fannst mér þú samt aldrei
vera gömul og mér fannst bara ein-
hvern veginn eins og þú yrðir hjá
okkur þar til við öll hin yrðum gömul.
Þess vegna hélt ég, þegar mamma
hringdi í mig og sagði að þú hefðir
veikst, að þú myndir jafna þig strax,
enda varstu vön að jafna þig fljótt og
barst það ekki með þér að vera búin
að ganga í gegnum svo margt. Þú
varst alltaf svo glæsileg, fín og flott
og að tala við þig var eins og að tala
við jafnöldru. Þú hafðir áhuga á því
sem var að gerast í tísku- og menn-
ingarheiminum og við gátum spjallað
um svo margt sem við höfðum báðar
áhuga á.
Ég er svo fegin að þegar ég flutti í
Hafnarfjörðinn til að fara í Iðnskól-
ann hitti ég þig miklu oftar en áður.
Það var svo gott að koma í heimsókn
til ykkar afa, stundum kom ég í há-
deginu, þá borðuðum við saman og
toppurinn var þegar þú bauðst í kjöt-
súpu. Svo fórum við stundum á kaffi-
hús eða á einhverjar sýningar. Svo
flutti ég aftur austur og hitti þig því
miður sjaldnar. Sem betur fer er
stutt síðan ég var í bænum síðast og
hitti þig nokkrum sinnum og þú hittir
hana Vigdísi litlu. Það er svo skrítið
til þess að hugsa að hún eigi ekki eftir
að hitta þig og kynnast þér en hún á
eftir að heyra mikið um þig því minn-
ingarnar um þig munu lifa í okkur öll-
um sem söknum þín svo sárt. Mínar
fyrstu minningar um þig eru að sjálf-
sögðu úr óperunni, mér fannst svo
ótrúlega gaman að koma þangað þeg-
ar þú varst að sauma alla þessa glæsi-
legu búninga. Mér fannst starfið þitt
sem saumakona í óperunni svo mik-
ilvægt og flott og var montin af því að
eiga ömmu sem gat saumað svona
flotta og fína búninga. Það hefur ef-
laust haft áhrif á áhuga minn á öllu
sem tengist tísku og glamúr. Það var
í fyrra þegar ég var í hönnunarnám-
inu á Ítalíu sem ég notaði óperu sem
þema í einu af verkefnum mínum og
hringdi í þig til að fá upplýsingar um
persónur í óperum og þú hjálpaðir
mér mikið. Þú vissir svo mikið um
tísku. Það var svo gaman þegar við
skoðuðum saman gömlu tísku- og
sníðablöðin frá Þórunni langömmu.
Þau eru svo flott með fallegum kjól-
um og fleiru og þú sagðir mér hvað af
þessu þú hefðir saumað og handa
hverjum. Við ætluðum að setja þessi
blöð í möppur svo þau myndu geym-
ast betur enda algjörir gullmolar. Ég
hugsaði svo oft um það að næst þegar
ég kæmi í bæinn myndi ég kaupa
möppur og koma til þín og við mynd-
um í rólegheitunum raða blöðunum í
og spjalla um hvern kjól. Ég sé eftir
að hafa ekki verið búin að því fyrir
löngu en ég hélt bara að við hefðum
svo mikinn tíma til að gera þetta og
svo margt annað sem mig langaði að
gera með þér.
Ég er svo þakklát fyrir allt sem ég
fékk að gera með þér og minning-
arnar eru margar og ljúfar, þú varst
einstök kona, svo góð, glæsileg og
ofsalega skemmtileg. Það var aldrei
asi á þér og þú sýndir manni alltaf
áhuga. Ég þakka þér fyrir allt sem
við áttum saman, elsku amma mín.
Góði Guð, viltu veita afa og öllum
þeim sem elskuðu og dáðu hana
ömmu stuðning í sorg þeirra og sökn-
uði.
Hafðu það gott, elsku amma mín,
og bless í bili.
Þín,
Ágústa Margrét.
Það eru forréttindi að alast upp ná-
lægt ömmu sinni og afa. Að geta verið
hjá þeim yfir helgi þegar foreldrarnir
eru uppteknir eða leitað í skjól þeirra
þegar eitthvað bjátar á. Það eru for-
rétindi að geta hlaupið heim til
ömmu, sagt henni frá skóladeginum
og jafnvel sýnt henni afrakstur dags-
ins.
Því miður nutum við systkinin ekki
þessara forréttinda sökum þess að
við ólumst upp í Noregi. Þótt ekki séu
mörg ár síðan voru samskipti milli
landa ekki ýkja mikil miðað við í dag.
Það var dýrt að hringja og því ríkti
mikil spenna þegar amma og afi
hringdu og við fengum að tala við
þau. Þá tókum við tímann hvert á
öðru til að vera viss um að allir fengju
að tala jafn lengi við þau.
Sumarið ’89 fengum við Sigrún að
fara í heimsókn til Íslands. Þvílík
gleði sem það var að fá að vera með
ömmu og afa í margar vikur og minn-
ingarnar frá því sumri eru okkur
ógleymanlegar. Þau fóru með okkur í
sumarbústað, skráðu okkur á íþrótta-
námskeið og fóru með okkur í heim-
sókn til ættingja og vina. Afi fór með
okkur í sund á næstum hverjum degi
og við komum alltaf við í ísbúðinni á
leiðinni heim. Amma fór með okkur í
Íslensku óperuna þar sem hún vann
sem saumakona. Amma saumaði þar
búninga í mörg ár af sinni alkunnu
saumasnilld og naut þar mikilla vin-
sælda jafnt hjá starfsfólki sem söngv-
urunum sem komu þar við.
Sumarið ’95 fluttum við til Íslands
og bjuggum fyrstu þrjú árin úti á
landi. Þegar við fórum í bæinn gist-
um við alltaf hjá ömmu og afa á
Mávahrauni. Amma fór með okkur á
óperusýningar og söngleiki, rölti með
okkur um Kringluna og laumaði oftar
en ekki pening að okkur svo við gæt-
um keypt okkur eitthvað sem okkur
langaði í. Við fluttum loks til Reykja-
víkur sumarið ’98 og þá tengdumst
við ömmu og afa loks á þann hátt sem
við höfðum lengi þráð. Matarboðin
annan hvern sunnudag urðu að föst-
um lið. Garðar bað ömmu oft um að
hafa fiskibollur í matinn því fiskiboll-
urnar hennar voru hans uppáhald.
Amma var þeim gæðum gædd að
vera einstaklega léttlynd, jákvæð,
skilningsrík og raunsæ kona. Hún
var áhugasöm um það sem við vorum
að gera og var hægt að ræða við hana
um allt milli himins og jarðar, þar á
meðal tísku. Amma datt aldrei úr
tísku.
Elsku amma, það voru forréttindi
okkar að eiga ömmu eins og þig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Saknaðarkveðjur,
Sigrún, Silja, Garðar
og Gunnhild.
Ég minnist Sigrúnar (Súu eins og
hún var ávallt kölluð) móðursystur
minnar sem skemmtilegrar konu.
Hún var alltaf jákvæð og hafði ein-
staklega gaman af að hitta fólk. Hún
gat spjallað við hvern sem var, hvort
sem var í strætó, kaffihúsi eða annars
staðar. Hún var alltaf að lenda í æv-
intýrum og það var alltaf jafn gaman
að hlusta á hana segja frá, þó ekki
væri nema um strætóferð milli Hafn-
arfjarðar og Reykjavíkur. Súa var af-
bragðs saumakona og vann á sauma-
stofum eftir að börnin komust á legg.
En það var ekki fyrr en hún hóf störf
á saumastofu Íslensku óperunnar að
hún naut sín til fulls. Á þessum upp-
hafsárum Óperunnar var margt
spennandi að gerast, starfsfólkið var
sem ein fjölskylda og það var eftir-
sóknarvert að heyra Súu segja frá líf-
inu í Óperunni, alltaf eitthvað ævin-
týralegt að gerast. Óperan var
hennar líf og yndi og samstarfsfólkið
eins og hennar önnur fjölskylda. Sem
ung stúlka fékk Súa berkla og dvaldi
hún á Vífilsstöðum hátt í 10 ár. Um
tíma var henni vart hugað líf en þá
komu ný lyf til sögunnar og náði Súa
heilsu aftur að mestu, lungun voru þó
ávallt viðkvæm. Aldrei kvartaði hún
þótt hún væri sárlasin, það átti ekki
við hana að liggja í rúminu, hún varð
að vera í samskiptum við fólk. Það á
eftir að verða mikill söknuður að Súu
í fjölskylduboðum og heimsóknum.
Ég sakna hennar nú þegar.
Þórunn.
Ég kynntist Súu fyrst á Víflils-
staðahæli, en hún vann þar í litlu búð-
inni og var hvers manns hugljúfi.
Garðar og hún voru þá að draga sig
saman og áttu hugljúfar stundir í
hrauninu ekki fjarri hælinu. Við gift-
umst um svipað leyti og þar sem
mennirnir okkar þekktust vel mynd-
uðust sterk vinatengsl milli okkar
allra.
Garðar og Súa fóru t.d. einu sinni
með okkur vestur í Dali í nokkra
daga, en þaðan er ég ættuð. Við Súa
fórum á hestum, í sérstaklega góðu
veðri, norður á Laxárdalsheiði. Ekki
voru nú hestarnir neinir gæðingar,
en stemningin milli okkar Súu var
hins vegar afar góð. Við áðum við
Hólkotsá og áttum langt og gott sam-
tal um börnin okkar, lífið og til-
veruna. Þetta var alveg sérstakt
ferðalag og kynni okkar urðu enn
nánari á eftir.
Súa var gædd miklum næmleika í
mannlegum samskiptum og virtist
finna á sér hvar og hvenær hennar
var þörf. Súa leit gjarnan inn til fólks,
en hún var einmitt að koma úr slíkri
heimsókn þegar hún leit inn hjá okk-
ur síðast. Ekki datt mér í hug að það
yrði í síðasta sinn sem ég sæi hana.
Þegar ég missti manninn minn
sýndi hún mér mikla hluttekningu og
heimsótti mig oft og mörgum sinnum
út á Álftanes. Það var gott að tala við
hana, því hún var bæði hlý og skiln-
ingsrík. Hún var vinum sínum góð,
bæði í sorg og gleði.
Súa var svo heppin þegar hún fór
að vinna aftur, eftir að barnauppeld-
inu lauk, að hún fékk vinnu við
saumaskap hjá Íslensku óperunni, en
hún var bæði listræn og handlagin.
Óperan, vinnan og ekki síst samver-
an við fólkið sem vann þar var henni
mikils virði. Stundum, þegar hún
fékk frímiða, bauð hún mér með sér,
það var gaman.
Gunni minn steig sín fyrstu spor á
óperusviðinu hér heima og talar oft
um hve gott og notalegt það hafi ver-
ið að hafa Súu í húsinu, enda hafði
hann þekkt hana alla ævi.
Þegar ég bjó í Noregi heimsótti
hún mig nokkra daga, en hún var þá
að koma frá Gylfa syni sínum. Við
þræddum listasöfnin og kaffihúsin í
Osló. Ég naut þess fram í fingurgóma
að fá hana í heimsókn. Við ræddum
um allt milli himins og jarðar og mik-
ið var hún hrifin af málaranum Edv-
ard Munch og fórum við því tvær
ferðir á safnið hans. Það dró ský fyrir
sólu þegar hún fór frá Noregi og
leiddist mér fyrstu dagana eftir að
hún fór.
Nú er hún hins vegar farin frá okk-
ur öllum, en óhætt er að segja að hún
naut lífsins fram á síðustu stundu og
mun ég alltaf sakna vináttu þinnar.
Við Gunnar vottum Garðari, Unni,
Hólmfríði, Gylfa og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Viktoría Skúladóttir.
Ég kveð nú með söknuði og nokkr-
um fátæklegum orðum elskulega og
góða vinkonu mína Sigrúnu Stefáns-
dóttur.
Við kynntumst snemma á níunda
áratugnum, ég var nýskriðin úr
hönnunarnámi og fékk það verkefni
að hanna búningana fyrir La Trav-
iata hjá Íslensku óperunni og Sigrún
stjórnaði saumastofu Óperunnar.
Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég
hitti Sigrúnu var hversu glæsileg hún
var og hvað hún hafði fallegar hend-
ur, svona hefðarkonuhendur, og öf-
undaði ég hana alltaf af þeim. Við
nánari kynni varð mér fljótt ljóst að
hún vissi allt, kunni allt og gat allt,
hvað sem maður bað hana um, það
framkvæmdi Sigrún og virtist ekki
hafa mikið fyrir því. Mér fannst hún
líka svo skemmtileg, hún hafði
lúmskan húmor og þó svo að það hafi
verið töluverður aldursmunur á okk-
ur, sem ég held að við höfum hvorug
fundið fyrir, gátum við spjallað, hleg-
ið og þagað saman endalaust.
Ég lærði margt af Sigrúnu enda
var hún ótrúlega flink kona, hvort
sem um var að ræða hið verklega eða
í mannlegum samskiptum. Hún hafði
gaman af lífinu og kunni að taka því
ekki of hátíðlega, var alltaf blátt
áfram.
Veru Sigrúnar í þessari jarðvist er
nú lokið, og taka við hjá henni störf á
æðri stöðum þar sem ég efast ekki
um að hennar hæfileikar séu vel
metnir. Ég er Sigrúnu þakklát fyrir
okkar góðu kynni og samstarf og fyr-
ir allt það sem hún kenndi mér. Fjöl-
skyldu Sigrúnar votta ég innilega
samúð mína.
Hulda Kristín Magnúsdóttir.
Einn traustasti karakter sem ég
hef hitt á lífsleiðinni er Sigrún Stef-
ánsdóttir, saumakona úr Hafnarfirði.
Sigrún kom til starfa hjá Íslensku
óperunni u.þ.b. 2 árum eftir að æv-
intýrið um óperuna hófst. Sigrún var
traustur hlekkur í þeirri vinakeðju
sem myndaðist strax fyrstu árin og
vildi veg óperunnar sem glæsilegast-
an og gaf hún sig 100% til að svo
mætti verða. Sigrún var hluti af for-
ystunni frumbýlingsárin, og hvatti
ætíð þreytta forystu til dáða, en latti
aldrei.
Sigrún var yfirmaður í orðsins
bestu merkingu. Hún var allt í öllu á
saumastofunni og réð þar ríkjum, var
vandvirk, útsjónarsöm, klók, spar-
söm og bar hag óperunnar alltaf fyrir
brjósti. Fast á eftir fylgdi umhyggja
hennar fyrir sviðslistamönnunum.
Hvernig útlitið var á þeim, hvernig
þeir tóku sig út á sviðinu. Hún gladd-
ist innilega ef búningahönnuði tókst
að ná fram glæsileik söngvara og
brúkaði hiklaust munn, á sinn hljóð-
láta hátt, við hvern þann sem henni
fannst bregðast. En það voru ekki að-
eins hönnuðir sem áttu í vök að verj-
ast. Ef listamennirnir, kór- eða ein-
söngvarar, brugðust að því er henni
fannst og létu útlit lönd og leið, fyrir
græðgi í jólasteikina, skyndibitann
eða sælgætið, hvein allhressilega í
henni.
Ég man að þegar ég undirbjó mig
fyrir hlutverk Hoffmans í Þjóðleik-
húsinu 1988; fór í leikfimi kl. 6 á
hverjum morgni, át ekki eins og
skepna og náði af mér svo og svo
mörgum kílóum, gladdi ég Sigrúnu
ósegjanlega og varð að hennar mati
„glæsilegur“ aftur!! Gleði hennar var
einlæg og smitandi. En svo komu jól-
in og græðgin og karakterleysið og
þurfti að bæta stykki í buxur og bol.
Hún lá ekki á áliti sínu frekar en fyrri
daginn, gaf mér „gúmoren“ og komst
aldrei yfir „ístöðuleysið“ í einum
manni! „Hvernig er þetta hægt … ég
meina’ða,“ sagði hún gjarnan!
Þetta var hluti af því hver Sigrún
var. Hún bar hag óperunnar og okkar
allra fyrir brjósti og gekk okkur í
móður stað. Við elskuðum og virtum
Sigrúnu, enda rofnaði sambandið
aldrei, þótt leiðir skildu. Hún hringdi
oft og bauð í nýja ýsu, íslenskar kar-
föflur og hamsatólg í hádeginu, eða
bara í kaffisopa eftir vinnu.
Uppskriftina að manneskjunni
Sigrúnu uppgötvuðum við kollegar
hennar við óperuna eftir því sem árin
liðu. Við urðum vitni að einlægri,
hæglátri virðingu og væntumþykju
fjölskyldu hennar þar sem hún, börn-
in hennar, barnabörnin og eiginmað-
urinn áttu hauk hvert í annars horni,
gagnkvæma ást, skjól og umhyggju
óskipta.
Við vottum fjölskyldu Sigrúnar
samúð og samhryggjumst þeim en á
sama tíma þökkum við Garðari og
börnum þeirra fyrir að hafa fengið að
kynnast þessari gæfukonu, eiga hana
fyrir trúnaðarvin, ráðgjafa og starfs-
félaga sem við gátum alltaf og skil-
yrðislaust treyst.
Þessar línur eru ritaðar fyrir hönd
okkar starfsfélaga hennar í óperunni,
sem virtum hana, dáðum og nú, sár-
lega söknum. Ólöf Kolbrún og Hulda
Kristín, nánustu samstarfsmenn Sig-
rúnar, eru báðar staddar á erlendri
grundu og biðja fyrir kveðjur til fjöl-
skyldunnar.
Við þökkum öll fyrir samferðina,
fyrir forréttindin að hafa kynnst og
notið óskertrar vináttu einstakrar
konu.
Garðar Cortes,
frv. óperustjóri.
Sigrún Stefánsdóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐNÝ BENEDIKTSDÓTTIR
frá Garði,
Aðaldal,
lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur föstudaginn 16. mars.
Jarðsett verður frá Neskirkju í Aðaldal föstudaginn
23. mars kl. 15.00.
Benedikt Skarphéðinsson, Ingveldur Haraldsdóttir,
Halldór Skarphéðinsson,
Guðmundur Skarphéðinsson, Enrice Ernst,
Valdimar Hólm Skarphéðinsson,
Guðný Valborg Benediktsdóttir, Ingi Sölvi Arnarson,
Guðrún Matthildur Benediktsdóttir, Ívar Örn Árnason,
Héðinn Valdimarsson,
Baldvin Bragi Ingason.