Morgunblaðið - 22.03.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 22.03.2007, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Stef-ánsdóttir fædd- ist á Akureyri 14. maí 1961. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 13. mars síð- astliðinn. Foreldrar Sigríð- ar eru Stefán Stef- ánsson, fv. bæj- arverkfræðingur, f. 29. febrúar 1932, og Jóhanna Stef- ánsdóttir, f. 14. mars 1934. Systkini Sigríðar eru: 1) Stefán, f. 17. apr- íl 1963, maki Þórhalla Laufey Guðmundsdóttir, f. 17. nóvember 1964. Börn þeirra eru Stefán Baldvin, f. 18. október 1994, Una Magnea, f. 28. október 1998. Fyr- ir átti Þórhalla Hörð Míó Ólafs- son, f. 1. september 1986. 2) Dav- íð, f. 17. september 1964. Dóttir hans og Kristjönu Blöndal er Ragnheiður, f. 31. desember 1996. 3) Þóra Ragnheiður, f. 2. júní 1967. Sigríður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1981 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1992. Hún fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 16. febrúar 1996. Sigríður ólst upp í foreldra- húsum í Barðstúni á Akureyri. Hún var alla tíð virk í félagslífi. Áður en hún vann við lögfræði gegndi hún margvíslegum störf- um, m.a. í hótel- og veitingaþjón- ustu, skógrækt og versl- unarstörfum. Sigríður starfaði sem nefnd- arritari á Alþingi 1992, vegna EES-samningsins og lögfestingar hans. Á árunum 1993–1996 gegndi hún stöðu deildarlögfræðings við saksókn og mál- flutning við emb- ætti Lögreglustjór- ans í Reykjavík. Árin 1996–1999 var hún lögmaður á Lögfræðistofunni Ármúla 13 a í Reykjavík. Á ár- unum 1999–2005 starfaði hún í um- hverfisráðuneytinu á skrifstofu nátt- úruverndar og lífs- gæða, fyrst sem deildarsérfræð- ingur og síðar sem deildarstjóri matvæladeildar. Frá 2005 gegndi Sigríður stöðu lögfræðings hjá landbúnaðarráðuneytinu þar til hún lést. Sigríður hóf sambúð með Ís- leifi Arnarsyni, vinnslustjóra HB Granda hf., í mars 1994. Þau gift- ust 28. júlí 2005. Ísleifur fæddist 14. febrúar 1960. Foreldrar hans eru Örn Friðgeirsson skipstjóri, f. 24. apríl 1931, d. 30. ágúst 2006, og Hallbera Ísleifsdóttir, f. 13. maí 1934. Börn Hallberu og Arnar eru: 1) Lilja hjúkr- unarfræðingur, f. 26. maí 1958, maki Hróbjartur Óskarsson, f. 16. febrúar 1953. Þeirra börn a) Örn, f. 21. mars 1978, maki Ragnheið- ur Inga Davíðsdóttir, f. 26. nóv- ember 1979. b) Ari, f. 8. febrúar 1983. 2) Elsa framkvæmdastjóri, f. 30. desember 1961, hennar son- ur Þorgeir Jónsson, f. 5. apríl 1993. 3) Erlingur Örn, f. 23. júlí 1969, hans dóttir Urður Unn- ardóttir, f. 20. júní 2004. Útför Sigríðar verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin kl. 15. Sigríður frænka mín hefur kvatt þennan heim langt fyrir aldur fram. Við frænkurnar áttum það sameigin- legt að vera báðar skírðar í höfuðið á ömmu okkar Sigríði Sigurðardóttur. Frænka mín fæddist þegar ég var sex ára gömul og mér fannst það skrýtið þá að önnur stelpa skyldi fá að heita nafninu hennar ömmu – og meira að segja heita bara Sigríður eins og amma. Það var ekki laust við smá af- brýðissemi þegar amma talaði um nöfnu sína á Akureyri. Þegar ég kynntist svo Sigríði var ekki hægt að vera afbrýðissöm út í hana. Hún var svo geislandi persónuleiki. Kjarkmik- il, dugleg og alltaf stutt í þetta skemmtilega bros. Hún var elst af systkinum sínum og hafði góðar gæt- ur á þeim. Það var augljóst að henni þótti innilega vænt um fjölskylduna sína. Það var alltaf gott að hitta Siggu, heyra hana segja á fallegri syngjandi norðlensku “sæl frænka mín en gaman að sjá þig. Sigríður var búin að heyja langa baráttu við ill- vígan sjúkdóm og varð að lokum að lúta í lægra haldi. Jafnvel þessi sterka baráttukona gat ekki sigrað að þessu sinni. Mínar minningar um Sigríði tengjast allar því góða sem hver manneskja ætti að eiga. Hlýleg rödd, umhyggja fyrir öðrum, bros sem gladdi og traust faðmlag. Þetta allt átti Sigríður og meira til. Elsku Jó- hanna mín og Stefán, Ísleifur, Stefán, Þórhalla, Davíð og Þóra. Ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar mína innilegustu samúð. Minningin um góða stúlku lifir. Harpa Sigríður. Æskuminningar mínar frá 9 ára aldri eru litaðar minningum af Sigríði eða Siggu eins og hún var alltaf köll- uð. Árið 1970 festu foreldrar mínir kaup á lóð á Eyrarlandsvegi 25 á Ak- ureyri fyrir ofan Barðstún 1 en þar bjó Sigga, jafnaldra mér. Við Sigga höfðum alla tíð mikinn samgang þótt vinahópurinn væri annar eða þar til foreldrar mínir fluttu suður, þá skildi leiðir í mörg ár. Ég held að Sigga hafi fæðst með einstaka eiginleika, með ótæmandi viskubrunn en sem 9 ára stelpa vissi hún allt, var með skýringar á öllu og svör á reiðum höndum. Orðfæri henn- ar var fullorðinslegt, virðulegt, og hún lagði sérstakar áherslur á atkvæðin. Hún hafði til að bera mikinn myndug- leika, bein í baki og tignarleg. Hún vakti athygli, var lagleg með sitt síða hvíta hár og hafbláu augu. Ég leit upp til hennar frá okkar fyrstu kynnum. Á þessum tíma var mikið um útileiki og Sigga stjórnaði okkur krökkunum af skörungsskap. Sigga fann alltaf upp á einhverju að gera, framkvæmdagleð- in, uppátækin voru ótakmörkuð. Það þýddi lítið að fá Siggu í mömmó eða að teikna og klippa út dúkkulísur. Sigga fór nokkrum sinnum með mér í búðarleik, bara fyrir mig en með þeim skilyrðum að hún væri afgreiðslukon- an. Hún gat ekki dulið leiðindin, fannst þetta smábarnalegt. Þannig var Sigga, mörgum árum á undan jafnöldrum sínum. Sumarið sem við vorum 12 ára vor- um við báðar að passa börn. Dag eftir dag fórum við sama rúntinn með kerrurnar, út að sundlaug þar sem hangið var góða stund og síðan í Lystigarðinn þar sem börnin fengu að hreyfa sig. Á þessum ferðum okkar fræddi Sigga mig um lífið, leyndar- dóma þess og lagði mér lífsreglurnar. Fræðslan var hjúpuð dulúð og dramatík. Mér fannst hún svakalega vitur. Ég minnist menntaskólaáranna þegar við Sigga hlupum út, á sama tíma, um leið og skólabjallan hringdi og mættum svo auðvitað alltof seint í skólann vegna kjaftagangs. Sigga hafði alltaf tíma til að spjalla, gefa góð ráð, stutt var í brosið hjá henni, hlát- urinn, glettnina og húmorinn. Sigga var félagslynd og mikið partíljón, hrókur alls fagnaðar. Hún hafði at- hyglina, hreif alla með sér með út- geislun sinni og einstakri frásagnal- ist. Einfalda, hversdagslega hluti gerði Sigga að stórkostlegu gríni eða háalvarlegu drama og stundum var erfitt að greina þar á milli. Sigga var leikkona af lífi og sál. Hún kryddaði tilveruna og gaf lífinu lit. Við Sigga hlógum mikið að minn- ingunni þegar við hittumst í Köben, eitthvað um tvítugt, hún að koma þangað í fyrsta sinn en ég búin að dvelja þar oft hjá systur minni. Þá naut ég þess að sýna henni alla króka og kima stórborgarinnar og flaggaði óspart dönskukunnáttunni og gerði mig verulega stóra. Þá fannst Siggu ég vera flott. Sigga var mörgum mikið, var vina- mörg, átti kærleiksríka og samhenta fjölskyldu, ástríkan eiginmann og yndislega tengdafjölskyldu. Hennar verður sárt saknað. Ég og fjölskylda mín sendum fjölskyldu og öllum þeim sem eiga um sárt að binda okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Siggu. Valgerður Hjartardóttir. Það er komið að leiðarlokum. Það er erfitt að sætta sig við fráfall Sigríð- ar Stefánsdóttur, stúlkunnar á Barð- stúninu á Akureyri. Stúlkunnar ljós- hærðu, stóru og sterku sem hefur verið vinkona okkar frá því við vorum litlar. Í minningunni var Sigga allaf stærri en við hinar og við áttum okkur á því núna að útgeislun hennar og lífs- orka var svo sterk að manni fannst að hún gæti allt og mundi sigra allt. Glaðværð er eitt það fyrsta sem kem- ur upp í hugann þegar hugsað er til hennar og hún litaði svo sannarlega líf okkar. Hún var uppátækjasöm, hug- myndarík og skemmtileg með af- brigðum. Í henni bjó þó líka alvöru- gefin manneskja sem gat setið heilu næturnar við að leysa lífsgátuna. Við töluðum um þetta líf og önnur, fram- tíð og fortíð, og í henni bjó heilmikil dulúð og lífsspeki. Hún var ekki sú sem bar tilfinningalíf sitt á torg fyrir aðra en traustari vinur var vandfund- inn. Sú staðreynd að vinkona okkar Sigga Stefáns hefur gengið sína lífs- ins leið á helmingi skemmri tíma en við vildum er nokkuð sem við verðum að sætta okkur við. Hún réð ekki sínu skapadægri og ef nokkur mannlegur máttur hefði getað breytt einhverju þar um þá hefði það verið gert. Því Sigríður átti svo marga góða að; eig- inmann, foreldra, systkini og ástvini sem allir hefðu lagst á eitt við að breyta örlögum hennar. Við vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð. Að leiðarlokum þökkum við Siggu fyrir allt það sem hún gaf okkur, þá dýr- mætu stund sem við fengum að vera henni samferða. Blessuð sé minning hennar. Margrét Jónsdóttir, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, Fanney Hauks- dóttir, Jóhanna Baldvinsdóttir og Hugrún Magnúsdóttir. Skondin tilviljun réð því að við Sig- ríður Stefánsdóttir urðum vinkonur þegar við vorum samtíða í lagadeild Háskóla Íslands. Segja má að við höf- um kynnst í gegnum auglýsingu. Leigumarkaðurinn í Reykjavík var þröngur og námslán hrukku tæplega til framfærslu, þá sem nú. Sigríður hafði hins vegar íbúð á leigu en vant- aði samleigjanda og ég var á höttun- um eftir húsnæði. Auglýsing á minn- istöflu í Lögbergi leiddi okkur því saman. „Þú þekkir mig á síðum ljós- um fléttum,“ sagði hún þegar við mæltum okkur mót í síma. Og víst er að af síða ljósa hárinu mátti þekkja Sigríði langar leiðir. En það var líka margt annað sem varð til þess að hún skar sig úr í hópi. Það geislaði af henni bæði lífskraftur og stolt en ekki síst hlýja. Þótt ólíkar værum, eða kannski vegna þess, reyndist okkur létt að deila saman íbúð og líka bæði gleði og sorg. Við vorum samferða stóran hluta laganámsins. Á ýmsu gekk í náminu sem varð til að styrkja vináttu okkar. Hún sýndi þá sem oft- ar að það var gott að eiga hana að vini. Lífsskoðanir okkar voru á ýmsan hátt ólíkar án þess að það skyggði á vinátt- una. Ég man ekki til þess að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða vegna ágreinings í pólitík eða á öðrum sviðum þar sem viðhorf okkar voru mjög ólík. Hún var rómantísk í eðli sínu og mikið náttúrubarn. Ég held að henni hafi liðið best úti í náttúrunni og hún gat lýst með hástemmdum hætti lengri eða styttri ferðalögum um landið. Blikið í augum varð sterkara og norðlenski hreimurinn líka. Hún hafði líka dálæti á ljóðum og hafði mun rómantískari smekk en ég. Einu sinni tókst mér að gera henni grikk með því að skrökva að henni sögu um Jónas Hallgrímsson, eitt uppáhalds- skálda hennar. Þegar ég sá hve henni var brugðið leiðrétti ég málið strax og reyndi ekki aftur að afhelga minningu skáldsins. Og víst er að Jónas mun alltaf minna mig á Siggu. Á álagstím- um var stundum sungið á Tómasar- haganum, ekki síst þegar spennan rétt fyrir próf náði hámarki. Það er ágæt leið til að losa um taugaspennu en svo hafði Sigga líka mjög fallega og bjarta rödd. Nú andar suðrið var hennar val en Maístjarnan fylgdi mér inn í próf. Þetta hafði eflaust sín áhrif þá en núna eru þessar stundir kær- komin minning um samstöðu og vin- áttu. Kannski hafa fleiri en ég stund- um kallað hana Sigríði Eyjafjarðarsól eftir þjóðsagnapersónu sem lýst er svo að hún hafi verið allra kvenna fríðust og eins dyggðug og hún var fríð. Svo hástemmdar lýsingar eiga ef til vill betur heima í þjóðsögum en raunveruleikanum en samt er vafa- laust að Sigríði hæfði vel þetta við- urnefni. Þótt leiðir okkar hafi smám saman skilið eftir að námi lauk var samt alltaf eins og við hefðum rétt skroppið í burtu stutta stund, þegar fundum okkar bar saman. Hún er ein eftirminnilegasta og litríkasta mann- eskja sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, með stórt hjarta og hlýjan faðm. Minning hennar mun lifa lengi þótt viðdvölin hér hafi verið allt of stutt. Fjölskyldu Sigríðar sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Kæra vinkona. Mig langar til að þakka þér fyrir samferðina með eftirfarandi línum: Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Ísleifi, foreldrum, systkinum, systk- inabörnum, vinum og öðrum vanda- mönnum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir (Inga Lóa). Sigríður Stefánsdóttir er látin. Sig- ríður Eyjafjarðarsól. Blessuð sé minning hennar. Vinskapur okkar Siggu hófst þegar við vorum báðar á öðru ári í lagadeildinni. Ár 1985. Ég hafði auðvitað tekið eftir þessari áhugaverðu norðanstúlku, hún hafði verið ári á eftir mér í Menntaskólan- um á Akureyri, en við höfðum ekki fyrr haft tækifæri til að kynnast. Við Sigga vorum sumsé í hópi laganema sem hafði tekið að sér að halda nor- rænum gestum okkar selskap í nokkra daga. Hvorug okkar var í fé- lagslífinu í deildinni annars. En þarna naut geislandi kraftur hinnar glæsi- legu norðlensku snótar sín til fulls. Í félagi við okkur var meðal annarra Vala, og lengi voru í minnum hafðar aðfarir valkyrjanna sem þeystu á ald- inni skodabifreið þeirrar síðarnefndu milli skógræktarmanna og trésmiðja, til að safna efni í bálköst sem í febr- úarkalsanum var hlaðinn og tendrað- ur út við Gróttu. Þar voru síðla nætur lesnar íslenskar draugasögur í danskri þýðingu fyrir gestina og framdir magnaðir seiðir á saklausum skandinavískum laganemum. Við gát- um allt á þessum árum. Vinskapur okkar, og fleiri samtíða stúlkna úr lagadeildinni sem áttu það sameigin- legt að vera eða finnast þær að minnsta kosti vera eldri en tvævetur, hefur staðið síðan. Heimili foreldra Siggu í Barðstúninu stóð líka opið og iðulega naut ég gestrisni þeirra og elsku. Við Sigga áttum eftir að ferðast saman innan lands og utan, reka upp fé á afrétt Tungnamanna, gista ferða- félagsskála í Lónsöræfum og margt margt fleira, allt í félagsskap skemmtilegs fólks þar sem Sigga fór á kostum, oftar en ekki fremst í flokki. Hún átti marga að vinum og óvenju- lega mikið að gefa fólki. Persónu- töfrar, glæst útlit, kraftmikið og sér- stætt orðfæri og allt fas Siggu var þannig að eftir var tekið hvar sem hún fór. Hún var óhrædd, stolt og kraft- mikil. Engan hef ég séð hrífa jafn- marga. Mest og fallegast allra heillaði hún þó Ísleif mann sinn og í honum fann hún félaga sinn og lífsförunaut sem sterkur hefur staðið við hlið hennar. Fjölskylda hennar og vinir hafa styrkt hana og hlúð að henni í veikindunum síðustu misseri, eins og hinum fyrri fyrir tæpum áratug. Ís- leifi, Jóhönnu og Stefáni eldri, Davíð, Stefáni og Höllu, Diddu, börnum þeirra og öðrum vandamönnum send- um við Óli okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sif Konráðsdóttir. Sigríður Stefánsdóttir hefur verið numin brott úr þessu jarðlífi, alltof ung, alltof snemma. Illvígur sjúkdóm- ur hefur lagt að velli norðlensku val- kyrjuna sem ég kynntist í æsku. Sigga Stefáns geislaði ætíð af lífskrafti og dugnaði, alltaf bar hún sig vel, uppgjöf var ekki hennar stíll. Það var ekki ein- ungis ljósa hárið og beina bakið, held- ur allt hennar fas sem geislaði af orku og hugmyndaauðgi og hreif okkur samferðamennina – stelpur og stráka, konur og karla. Hún var fæddur leið- togi, ákveðin og staðföst en ætíð já- kvæð og hvetjandi. Sigga Stefáns kenndi mér margt og það var mér mikill heiður að fá að kynnast henni. Hún kenndi mér meðal annars að virkja frumkraftinn og tengjast nátt- úrunni. Fáum hefur tekist betur að standa föstum fótum á móður jörð án þess að hefta hugarflug og frelsi and- ans. Því fylgir að vera manneskja að gefa og þiggja og Sigga gaf án efa meira en hún þáði. Hún gaf mér trú á sjálfa mig og sköpunarkraftinn og þor til að finna minn eigin takt. Sigga var sjálf óhrædd við að feta ótroðnar slóð- ir og fylgja frumlegum hugmyndum eftir. Hún þorði að vera öðruvísi, hún þorði að vera hún sjálf, heiðarleg fram í fingurgóma, líka gagnvart sjálfri sér og sínu hjarta. Nú er komið að kveðju- stund allt of snemma, sár söknuður- inn nístir en minningarnar ylja og þær munu lifa um ókomin ár. Sigga hefur nú haldið á vit nýrra verkefna á æðri tilverustigum, ég vil því kveðja og þakka fyrir mig. Vertu sæl mín kæra og takk fyrir allt sem þú gafst mér. Ástvinum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur, megi algóður guð veita þeim styrk. Gerður Róbertsdóttir. Ekki hélt ég að ég myndi skrifa minningargrein um Siggu mína árið 2007. Lífið er endalaust þar til annað kemur í ljós. Það er erfitt að skilja að þessi fallega og sterka manneskja sé frá okkur tekin. Börnin mín kalla hana „víkingakonuna“, það er ákaf- lega passandi. Sigga með sitt þykka, síða, ljósa hár, reisn og gleði, var sannur og tryggur víkingur. Sigga var mín besta vinkona, frá því að kynnt- umst sem litlar stelpur í ballettskól- anum á Akureyri og alltaf síðan. Þótt leiðir okkar hafi skilið tímabundið héldum við alltaf sambandi, hittumst reglulega og eignuðumst saman fleiri góða vini og kunningja. Þegar minn- ingarnar nú renna í gegnum mynda- vél lífsins er Sigga með á stórum hluta þeirra. Stundir í eldhúsinu og neðri hæðinni í Barðstúninu, strákapör, ristað brauð og te, reykelsi, eitt og annað vínglas, samtöl um lífið og ást- ina, framtíðina. Menntaskólaárin, úti- legur, reiðtúrar og ferðalög innan lands og utan, Sjallinn, Lystigarður- inn, vináttan, trúnaðurinn, öxl að gráta við. Sigga var stoðin og styttan mín. Stundum fékk ég að vera öxlin hennar líka en ekki oft fyrr en í seinni tíð þegar við fengum nýjar og alvar- legri ástæður til að styðja og halda hvor um aðra. Árin mín á Selfossi eru full af minningum um Siggu. Við fund- um okkur alltaf tilefni til að hittast, borða góðan mat og skemmta okkur saman í góðra vina hópi. Humar var í miklu uppáhaldi, svo ekki sé minnst á Grand Marnier-bökuðu öndina frá bú- garðinum hans Stebba. Sérstaklega ógleymanleg. Ferðirnar yfir Hellis- heiði voru ófáar og stundum skraut- legar. Fátt lét hún standa sér í vegi að lifa lífinu á líðandi stund og drífa okk- ur hin með. Smám saman myndaðist í kringum okkur vinkonuhópurinn sem hefur haldið saman síðan þá og alltaf hittist þegar ég kem heim til Íslands. Sigga var alltaf tilbúin að skipuleggja endurfundi, afmæli og ekki síst brúð- kaup. Án hennar hefði mitt eigið ekki Sigríður Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.