Morgunblaðið - 22.03.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 43
Áratuga vináttu lýk-
ur ekki við andlát góðs
vinar. Hún festist enn
betur í sessi í minning-
unni. Á unglingsárum
mínum var Torfi fyrirmynd mín. Þá
skiptu örfá ár miklu máli. Sundkapp-
inn, söngvarinn, hrókur alls fagnaðar,
alltaf miðdepill, hvar sem hann var og
ekki síst góður drengur, sem hafði
tíma til að tala okkur yngri strákana.
Það var mér því mikið gleðiefni, að
Torfi var einn þeirra, sem tóku á móti
mér, þegar ég gerðist félagi í frímúr-
arastúkunni Eddu. Þá var enginn ald-
ursmunur lengur og við bundumst
fljótt þeim vináttuböndum, sem möl-
ur og ryð fá ekki grandað. Það að eiga
samleið með vini eins og honum,
hvort sem er í gleði eða alvöru er
ómetanlegt og bý ég að því, eins og
örugglega margir aðrir. Við urðum
svo samferða yfir í stúkuna Glitni,
þegar hún var stofnuð og störfuðum
þar lengi saman í stjórn og vorum
alltaf sem einn maður.
Við Sigurveig áttum ógleymanleg-
ar ánægjustundir með Önnu og
Torfa. Sérstaklega minnist ég Lund-
únaferðar, einstaklega góðrar ferðar,
þar sem við fórum meðal annars á
austurrískan veitingastað, sem við
höfðum oft heimsótt hvort í sínu lagi
og átt skemmtileg kvöld með hljóm-
list og söng. Þegar við Torfi gengum
inn tók eigandinn um höfuð sér og
sagði: Þið báðir, það er of mikið! Og
þar skemmtum við okkur við hljóm-
list og söng og sátum með eigend-
unum og starfsfólkinu í góðu yfirlæti
eftir lokun fram undir morgun.
Margt fleira mætti minnast á, en ég
læt hér staðar numið. Hljómlistin
tengdi okkur vel saman. Hann kenndi
mér mikið í djass- og dægurlögum
gulláranna.
Lífið er ekki bara dans á rósum og
vissulega skiptust á skin og skúrir í
lífi Torfa, eins og flestra annarra.
Hann tók öllu mótlæti af æðruleysi og
einstakri aðlögunarhæfni og hafði
samt góðan tíma til að sinna öðrum,
sem áttu einnig erfiða tíma. Þar tala
ég af reynslu og er honum óendan-
lega þakklátur fyrir þann andlega
stuðning, sem hann veitti mér. Hann
gat alltaf miðlað og í myrkrinu fundið
skímu, sem varð að ljósi í meðförum
hans.
Við Sigurveig færum Önnu, börn-
unum og fjölskyldunni allri innileg-
ustu samúðarkveðju okkar. Missir
fjölskyldunnar er mikill, en ég veit að
í banka minninganna er mikil inni-
stæða. Það verður lengi lifað á vöxt-
unum af þeirri innistæðu, ég veit að
þar hefur hann lagt inn eingöngu
gleði og ánægju. Ég sé hann fyrir
mér inni í Framtíðarlandinu syngja
fyrir okkur Aińt Misbehaviń við und-
irleik Fats Waller. Það gera engir
betur.
Pálmar Ólason.
Dökkur skuggi á daginn fellur
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur,
kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
komið skarð í hópinn góða.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem fellum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta,
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(H.A.)
Minn góði vinur Torfi Tómasson er
allur. Torfi lést á Landspítalanum
eftir langa og stranga baráttu við ill-
Torfi B. Tómasson
✝ Torfi BjarniTómasson fædd-
ist í Reykjavík 20.
maí 1935. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 6.
mars síðastliðinn.
Útför Torfa fór
fram frá Hallgríms-
kirkju 14. mars sl.
vígan sjúkdóm þriðju-
daginn 6. mars sl.
Torfi mætti erfiðum
örlögum sínum með
þeirri reisn sem ein-
ungis mikill innri
styrkur getur veitt.
Aldrei heyrðist hann
kvarta, þótt líðanin
væri ekki alltaf góð, en
það er mikið lagt á einn
mann, bæði andlega og
líkamlega, að þurfa að
fara árum saman í
nýrnaskilju og það oft í
viku hverri. Ég er þess
fullviss að Torfi kveður þennan heim
með góðri samvisku þess manns, sem
veit að hann hefur gengið veginn til
góðs.
Kynni okkar Torfa hófust þegar
við fluttum ásamt fjölskyldum okkar í
Kópavoginn um miðjan sjöunda ára-
tug síðustu aldar.Við þekktumst ekk-
ert fyrir þann tíma, en það æxlaðist
þannig til að lóðir húsa okkar lágu
saman.
Upphafið að kynnunum var, að
Ingunn, yngri dóttir mín, hreinlega
valt ofan á blettinn til Önnu og Torfa.
Henni var strax tekið opnum örmum
og átti hún lengi sitt annað heimili
á Hlíðarveginum hjá þeim hjónum
enda varð mikill vinskapur á milli
heimasætunnar Siggu Maju og Ingu
og er enn.
Anna hans Torfa og Anna mín, sem
lést um aldur fram fyrir mörgum ár-
um, urðu miklar og góðar vinkonur.
Þær leiddu okkur Torfa saman til
ævilangrar vináttu, sem aldrei bar
skugga á.
Þetta voru ár ungrar hamingju og
uppbygginga, bæði fjölskyldna og
búa. Vinnutíminn var oft langur á
þeim árum, en Torfi kunni að for-
gangsraða og gaf sér oftar en ekki
tíma til þess að skreppa á skíði eða í
sund og þá nutu börnin mín góðs af og
fengu að fljóta með.
Við fórum árum saman reglulega í
leikhús, höfðum fasta miða. Eftir sýn-
ingar var farið heim í kaffi til skiptis
og málin rædd. Og þegar Kristín kom
til sögunnar héldu leikhúsferðirnar
áfram með óbreyttum hætti allt
þangað til Torfi gat ekki lengur geng-
ið að því vísu að hafa heilsu til þess að
fara í leikhús á fyrirfram tilteknum
dögum.
En nú hefur Torfi stigið af vagn-
inum og vegferðin á enda runnin. Við
fáum ekki lengur að njóta hans ljúfa
bross, hans hlýja viðmóts né heyra
hans dillandi hlátur.
Megi hann hvíla í friði.
Við Kristín sendum Önnu, Siggu
Maju og Tomma, tengdabörnum og
barnabörnum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Werner Rasmusson.
Við sátum eitt vorkvöld fyrir tæpu
ári síðan og Torfi sagði okkur frá því
hvernig var að vera 9 ára nýbúi í New
York, hvernig var að vera mállaus í
skólanum og hvernig hann kynntist
gyðingastelpu sem varð besta vin-
kona hans og hjálpaði honum að að-
lagast á nýjum slóðum. Á þessum ár-
um var það ekki algengt að fólk
ferðaðist til útlanda eða byggi þar og
þegar heim var komið 3 árum seinna
var Torfi auðvitað frekar töff – kunni
ensku, átti föt í nýjustu tísku og ýmsa
hluti sem ekki fengust á Íslandi.
Hann sagði svo skemmtilega frá og
það var unun að hlusta. En á þessari
stundu áttaði ég mig líka á að þarna
var hann byrjaður að undirbúa okkur
– þessu vildi hann koma áfram áður
en hann kveddi.
Það eru 20 ár síðan leiðir okkar
Tomma lágu saman, þá var ég bara 16
ára smástelpa en það leið ekki langur
tími þar til Torfi var farinn að kynna
mig sem „vonandi tilvonandi“ tengda-
dóttur sína. Torfi og Anna höfðu
seinna orð á því að það hefði verið
gott að kynnast tengdabörnunum
sínum svona ungum – þá hefðu þau
haft tækifæri á að ala þau svolítið upp
og að því bý ég svo sannarlega. Torfi
hafði hæfileika til að draga fram það
besta í fólki sem hann umgekkst.
Hann kunni að leiðbeina og kenna.
Hann kunni að hrósa. Hann kunni að
treysta. Hann kunni að mæta fólki í
mismunandi aðstæðum og hann
kunni að tala við fólk. Hvernig hann
horfði á lífið með endalausri jákvæðni
á að vera okkur sem eftir sitjum fyr-
irmynd.
Torfi var sögumaður, hann hafði
unun af því að segja frá og miðla fróð-
leik til allra í kringum sig. Hann var
geysilega fróður og vel lesinn en líka
svolítill dellukarl. Þegar hann fékk
áhuga á einhverju voru hlutirnir
teknir með trompi, upplýsinga leitað,
bækur lesnar o.s.fv. Sem dæmi má
nefna að flestir karlar á fimmtugs-
aldri sögðu pass þegar tölvutæknin
fór að ryðja sér til rúms. En Torfi
týndist fyrir framan tölvuna í nokkur
ár, varð allra manna færastur á tölvur
og hélt sér alltaf við á því sviði. Ekki
held ég að hann hafi farið á mörg
tölvunámskeið heldur las hann sér til
og prófaði sig áfram sjálfur þar til
hlutirnir gengu upp.
Sumarbústaðurinn var staðurinn
hans Torfa og þangað var reynt að
komast við hvert tækifæri. Þar var
Torfi á síðustu 2 áratugum búinn að
rækta heilmikinn skóg. Það var gert
af alúð og þekkingu. Þar þekkti hann
hverja plöntu og hvern blett. Hann
leiddi afabörnin sín um skógarstígana
sem hann hafði klippt, sýndi þeim
leynistaði og oft var farið upp á fjall.
Sumarbústaðurinn var griðastaður
fyrir alla í fjölskyldunni. Þar voru
ekki gerðar neinar kröfur. Þeir sem
voru þreyttir fengu að hvíla sig, þeir
sem voru tilbúnir til vinnu fengu
hvatningu og hrós. Það var Torfa og
Önnu mikilvægt að öllum liði sem
best í bústaðnum.
Torfi afi var sá allra besti. Rakel 13
ára, álíka klár og sæt og afi sinn –
Torfi litli, 8 ára, söngvari og dellu-
karl eins og afi sinn. Auðvitað er þetta
allt í genunum var hann vanur að
segja. Krakkar sem áttu afa sem
sýndi þeim endalausan kærleik og
umhyggju. Hann mætti þeim eftir
þeirra þörfum og á þeirra forsendum
og var svo óendanlega stoltur af öllu
sem þau gerðu. Þau eru rík af minn-
ingum um frábæran afa en þeim mun
sárari er söknuðurinn. Torfi afi og
Torfi litli voru í haust búnir að horfa
nokkuð oft saman á myndina „Sing-
ing in the rain“. Tónlistin var sameig-
inlegt áhugamál þeirra og nú vantaði
Torfa litla söngtextana. Þeir voru
búnir að leita á netinu en fundu ekk-
ert. Í millitíðinni varð Torfi afi lasinn
og þurfti að leggjast inn á spítalann
en meðan hann var þar hafði hann
uppi á handriti með öllum íslensku
textunum. Og nú tók sá litli til við að
æfa svo hann gæti sungið fyrir afa
sinn. Þetta er eitt af ótal dæmum um
hvernig Torfi afi hugsaði um krakk-
ana sína. Honum þótti slæmt að
missa af fermingunni hennar Rakelar
en hann verður með í hugum okkar.
Fermingarversið fundu þau saman
nokkrum dögum áður en hann
kvaddi.
Sælir eru hjartahreinir,
því þeir munu Guð sjá.
(Matt. 5:8.)
Ég kveð þig, kæri Torfi, með virð-
ingu og þakklæti.
Karen Bjarnhéðinsdóttir.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá,
en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.
En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl,
þó deilt sé um, hvort hótelið sjálft muni græða.
En við, sem ferðumst, eigum ei annars völ.
Það er ekki um fleiri gististaði að ræða.
(Tómas Guðmundsson)
Fyrr eða síðar bankar alvara lífsins
upp á hjá okkur öllum, án fyrirvara.
Við erum ekki spurð hvernig standi á
hjá okkur og eigum þá ekki annarra
kosta völ en að takast á við það sem á
okkur er lagt. Hjá Torfa var bankað
fast og oft en með hjálp eiginkonu
sinnar og barna tókst hann á við veik-
indi sín með miklu æðruleysi og ótrú-
legum styrk, sérstaklega síðustu ævi-
dagana.
Það vita það ekki margir að Torfi
var örlagavaldur í lífi okkar hjóna, á
sínum tíma, er hann bauð leynigesti í
gleðskap á heimili foreldra sinna.
Þessi leynigestur var Garðar og höf-
um við gengið lífsins veg saman síð-
an. Ekki man ég hvort við þökkuðum
Torfa nokkru sinni fyrir framtakið,
enda langt um liðið, 53 ár.
Minningarnar um Torfa, með
Önnu sér við hlið, eru margar og góð-
ar. Hann var hrókur alls fagnaðar,
drengur góður með ljúfa nærveru og
naut þess að blanda geði við fólk.
Börnin elskuðu hann og hann gaf
þeim tíma og talaði við þau um lífið og
tilveruna, söng og púslaði með þeim
og sýndi þeim ómælda þolinmæði.
Í dag finnum við fyrir sorg og
söknuði en jafnframt þakklæti fyrir
að hafa þekkt þennan góða dreng.
Það fylgir því víst að fá að eldast að
ástvinir og samferðamenn deyja.
Torfi sætti sig við að kveðja lífið,
elskaður af eiginkonu sinni, börnum
sínum og fjölskyldum þeirra, systur
sinni og aldraðri tengdamóður, sem
hann sinnti af mikilli alúð og virðingu
alla tíð.
Kæra fjölskylda, við hjónin send-
um ykkur öllum innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum algóðan Guð að
umvefja ykkur kærleika og styrk.
Guðlaug og Garðar.
Elsku Torfi okkar er látinn. Við
vissum í hvað stefndi en þegar kallið
kemur er það svo sárt að sjá á eftir
ástvini. Torfi, Anna, Sigga Maja og
Tommi hafa verið órjúfanlegur part-
ur af mínu lífi síðan ég man eftir mér.
Við Sigga Maja kynntumst þegar ég
var um 3ja ára. Í kjölfarið tengdust
þessar fjölskyldur miklum vináttu-
böndum sem aldrei hefur borið
skugga á. Það var mikill samgangur á
milli heimilanna og við systkinin allt-
af velkomin til þeirra þrátt fyrir að
vera mörg.
Minningarnar eru margar og allar
tengjast þær lífsgleðinni sem ein-
kenndi Torfa, alltaf stutt í hláturinn.
Hjá þeim átti ég mitt annað heimili til
margra ára og ég var tekinn með
hvert sem þau fóru og það þótti okk-
ur krökkunum sjálfsagt, hvort sem
það var í sund, skíði eða ferðalög. Oft-
ast var ég með í ferð og var eins og
eitt af börnunum þeirra.
Svo skemmtilega vildi til að við
Sigga Maja eignuðumst börn með 4
daga millibili. Hún eignaðist Önnu
Marý og ég eignaðist Kristján Wer-
ner og þau voru bæði fyrstu barna-
börn foreldra okkar. Sonur minn
kallaði Önnu og Torfa líka ömmu og
afa eins og Anna Marsý.
Það er mér ómetanlegt að hafa
kynnst Torfa og haft hann í lífi mínu
öll þessi ár. Hann kallaði mig aldrei
annað en Ingu litlu. Hann var ein-
staklega góður maður og skipar sér-
stakan sess í lífi þeirra sem tengdust
honum
Í veikindum sínum hefur hann ver-
ið æðrulaus og einstakur. Þegar ég
kvaddi hann í síðasta sinn sagði hann
við mig: Inga litla, ekki gráta, ég er
að fara á betri stað. Þar hitti ég líka
hana mömmu þína, Maríu ömmu og
Tómas afa.
Torfi var sáttur við guð og menn
og tilbúinn að fara í hinstu ferðina.
Elsku Anna, Sigga Maja, Ari,
Anna Marsý, Jens Pétur, Tommi,
Kaja, Rakel, Torfi og Ásthildur,
missirinn er mikill en núna líður
Torfa vel og við geymum allar dýr-
mætu minningarnar um hann í hjört-
um okkar.
Ingunn Wernersdóttir.
Tólf ára gömul fluttist stúlka með
fjölskyldu sinni í Kópavoginn. Settist
að á efri hæðinni á Hlíðarvegi 16. Þar
með lauk nokkrum óvissutíma í til-
veru hennar. Hún hafði þurft að taka
sig upp ásamt mörgum öðrum að
næturlagi í janúarmánuði tæpum
tveimur árum áður. Hverfa frá heim-
ili sínu, öryggi sínu og baklandi í
skugga náttúruhamfara í Vest-
mannaeyjum. Það var ekki svo létt
ungri stúlku. Hefur haft áhrif á líf og
lífssýn alla tíð síðan.
Á Hlíðarvegi 13, handan götunnar
þar sem stúlkan þessi settist að,
bjuggu Torfi og Anna ásamt Siggu
Maju og Tomma. Stúlkurnar eru
jafnaldrar og þeim varð fljótt til vina.
Sem hafði þá og hefur í dag mikla og
djúpa þýðingu í lífi beggja. Þar með
varð heimilið á 13 og öll fjölskyldan
hluti af tilverunni. Og hefur verið alla
tíð síðan.
Það var alltaf gott að stökkva yfir
götuna og koma inn í hlýtt og nota-
legt heimili Torfa og Önnu. Þar fann
maður sig velkominn. Þar var látið í
té ljúfmennska, atlæti og íhlutun.
Ljúfmennska sem einkenndi Torfa
alla tíð. Atlæti sem var gott að njóta.
Íhlutun sem varð þekkileg og nota-
leg. Þetta allt leiddi af sér öryggi og
varð hluti af nýju baklandi. Gott og
ómetanlegt.
Torfi var duglegur að fara með
krakkana sína á skíði. Og það var allt-
af sjálfsagt að maður fengi að koma
með. Oftast var komið við í búðinni á
Hlíðarveginum. Keypt gos og kex til
að taka með. Þá fékk maður kók í
gleri í fyrsta sinn. Torfi var þolin-
móður og áhugasamur. Kenndi
manni að renna sér og fara í plóg.
Gladdist yfir árangri manns. Hvatti
til dáða. Hann var með heildsölu og
seldi íþróttavörur. Þar fékk maður að
versla það sem þurfti. Og fleira til
eins og bláa hjólabrettið okkar bróð-
ur míns sem fór ófáar ferðir niður
Lindarhvamminn. Grunur leikur á að
veittur afsláttur hafi oft verið í hærri
kantinum.
Og þó árin hafi liðið og fjarlægðin
orðið einhver hafa þau Torfi og Anna
verið í huganum og í grenndinni. Allt-
af jafn hlý, áhugasöm og hvetjandi.
Gildir þar einu hvort rætt var um
fjölskylduna, viðfangsefnin, starf eða
leik. Torfa einkenndi alla tíð þetta
ljúfa og glaðværa fas. Hvort sem
maður hitti hann á tyllidögum eða
átti erindi í heildsöluna. Þetta fas og
einstakt æðruleysi einkenndi hann
þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin.
Við áttum saman stund á spítalanum
ekki alls fyrir löngu. Þá var enn látin í
té þessi einstaka ljúfmennska.
Nú er Torfi fallinn frá. Það er sárt
og ótímabært. Það sem var er orðið
minning. Minning sem einkennist af
ljúfri og notalegri birtu sem fylgir
okkur öllum sem þekktum hann inn í
framtíðina. Blessuð sé minning Torfa
Tómassonar.
Sigríður Heiðrún Guðjónsdóttir
(Sigga á 16.)
Ég varð þess strax var þegar ég
kom til keppni á mitt fyrsta sundmót
árið 1963 að Torfi B. Tómasson var
einn af þeim sem ná vel til allra, hlát-
ur hans og öryggi var það sem fékk
hvern til að hlusta og hlýða, ásamt
því sem gott var að leita til hans í
vanda.
Torfa þekkti ég aðeins innan sund-
íþróttarinnar, oftast í Sundhöllinni
þar sem ég var við keppni, ég að-
komumaðurinn á svæðinu, var
óþekktur og vissi lítið um það um-
hverfi sem þarna var. Því var gott að
leita ráða og hann var til staðar.
Hann var á bakkanum og stjórnaði
með mörgum góðum aðilum. Hann
þekkti þetta allt og hann þekkti alla,
ásamt því að allir þekktu hann og
virtu. Það var því eðlilegt að margir
leituðu ráða hjá honum og honum var
treyst til margra góða verka, s.s. for-
mennsku innan sundíþróttarinnar,
bæði á sviði félagsins sem hann starf-
aði fyrir og Sundsambandsins. Hann
kom til okkar hér á Ísafirði og hvatti
okkur áfram, leiðbeindi og aðstoðaði
á allan hátt. Þegar ég hætti keppni
um árið 1968 og en var þó viðloðandi
þjálfun í nokkur ár þar á eftir, þá var
Torfi til staðar. Hann var einnig til
staðar mörgum árum síðar þegar ég
aðstoðaði lítillega við þjálfum hér
vestra.
Síðast hittumst við fyrir rúmi ári á
göngum Landspítala, hann í sínum
veikindum og ég í mínum. Við höfð-
um ekki mikinn tíma til spjalls en við
vorum vinir að spjalla saman.
Ég vildi þakka Torfa fyrir gott
samstarf, hann var okkur vinur og
leiðtogi, stundum var hann í hlut-
verki sálfræðingsins við að hug-
hreysta og hvetja. Ég á góðar minn-
ingar um Torfa B. Tómasson og votta
aðstandendum hans samúð mína.
Fylkir Ágústsson, Vestra –
sundmaður frá Ísafirði
Fleiri minningargreinar
um Torfa B. Tómasson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.