Morgunblaðið - 22.03.2007, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hilmar Eybergfæddist á Ak-
ureyri 1. febrúar
1925. Hann lést á
Garðvangi í Garði
15. mars síðastlið-
inn. Foreldrar
hans voru Guðrún
Magnúsdóttir og
Halldór Eiríksson.
Systkini Hilmars
eru María, Sverrir,
Brynja, látin,
Björn, látinn, og
Jón, látinn.
Hinn 31. desem-
átti Ingimundur einn son. 3)
Steinunn, f. 19 mars 1951, gift
Lloyd Hayes, hún á tvö börn og
tvö fósturbörn. 4) Jón, f. 30
september 1952, d. 19 mars
1960. 5) Anna María, f. 28. mars
1955, gift Ara Hauki Arasyni og
eiga þau tvö börn. 6) Erla Jóna,
f. 6. september 1964, gift Sigfúsi
Þ. Gunnarssyni og eiga þau tvo
syni. Barnabarnabörnin eru 15.
Hilmar og Ólöf hófu búskap í
Keflavík, bjuggu á Akureyri um
tíma en fluttu aftur til Keflavík-
ur.
Hilmar starfaði við iðn sína
alla sína tíð og síðast hjá Rafiðn.
Útför Hilmars fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag klukkan
13.
ber 1969 kvæntist
Hilmar Ólöfu Jóns-
dóttur, sem lést 4.
nóvember 2004.
Börn þeirra eru 1)
Helgi Magnús, f. 7.
júlí 1948, kvæntur
Sesselju Hann-
esdóttur, þau eiga
þrjú börn, fyrir átti
Helgi einn son. 2)
Ingimundur, f. 15.
febrúar 1950,
kvæntur Ernu Guð-
jónsdóttur, þau eiga
þrjú börn, en fyrir
Elsku pabbi. Nú er kallið komið
og sárt er að kveðja. Þú barðist til
síðasta dags en þú kvaddir okkur
öll sáttur og við vitum að nú ertu
komin til mömmu sem þú hefur
saknað mjög mikið. En pabbi, við
kveðjum þig og þú ert í minningu
og hjörtum okkar allra og nú hef-
urðu fengið hvíldina. Við þökkum
þér fyrir góðu stundirnar og ást-
úðina sem er okkur gott veganesti í
okkar eigin lífsgöngu.
Ó, þá náð að eiga Jesú
einkavin í hverri þraut.
Ó, þá heill að halla mega
höfði sínu’í Drottins skaut.
Hvílíkt fár á þinni braut,
ef þú blindur vilt ei varpa
von og sorg í Drottins skaut.
(Matthías Joch.)
Við viljum þakka læknum og öllu
starfsfólki Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja einnig starfsfólki á
Garðvangi fyrir fórnfúst starf, alúð
stuðning og hlýju.
Hvíl þú í friði.
Börnin.
Elsku afi minn.
Ég get ekki annað en brosað
þegar ég hugsa um þig því þú varst
svo stríðinn og alltaf svo kátur. Það
var ekki svo sjaldan þegar maður
var að fara í skóna sína að það var
búið að setja súkkulaði í þá eða
eitthvað annað. Svona varst þú,
alltaf að stríða. Og svo þegar þú
fórst á rúntinn með mig og settir
höndina fyrir augun á þér og sagð-
ist geta keyrt blindandi og ég trúði
því, en þú varst náttúrlega að plata
mig því þú kíktir á milli. Svo þegar
þú byrjaðir að blikka vissi maður
að þú værir að fara að stríða mér
eða ömmu. Ég mun sakna þín en
ég veit að þið amma munuð vaka
yfir mér og passa. Góða ferð elsku
afi.
Helga María.
Elsku afi, nú ertu kominn til
ömmu sem mun taka vel á móti
þér. Það var gaman að koma til þín
og spila við þig ólsen ólsen, við gát-
um gert það aftur og aftur. Það var
líka svo gaman því þú áttir alltaf
svo mikið nammi, en þú sagðir: Það
á bara að taka einn mola í einu. Þú
varst alltaf svo góður við okkur og
vonum við nú að þér líði vel elsku
afi og að lokum kemur bæn sem þú
kenndir okkur:
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt
hafðu þar sess og sæti
signaði Jesú mæti.
Sofðu vært elsku afi.
Gunnar og Ágúst Þór.
Elsku afi minn
Þinn tími er kominn og nú ert þú
farinn frá okkur, þú varst búinn að
vera mikið veikur og loksins fékkst
þú þína hvíld.
Ég trúi því ekki enn að þú sért
farinn. Það er sárt að hugsa til
þess að þú sért dáinn en ég get
huggað mig við það að núna líður
þér betur.
Ég hefði viljað breyta mörgu ef
ég gæti. Ég hefði viljað heimsækja
þig oftar og faðma þig að mér og
kyssa.
Því miður er okkar tími saman
liðinn.
Ég á margar minningar um okk-
ur saman sem ég á ekki eftir að
gleyma á meðan að ég lifi. Þú varst
eini afinn sem ég hef átt. Og stóðst
þig vel í því hlutverki.
Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa
mér og skutla mér það sem ég
þurfti að fara.
Manstu þegar ég var að passa
kindurnar og ég festi bílinn minn
úti á túni í brjáluðum snjóbyl, ég
hljóp heim til þín og þú komst með
einhverjum manni á pallbíl til að
losa mig.
Þú varst mikill dýravinur og átt-
ir hesta, kindur og hænur. Ég hef
örugglega fengið dýrasýkina frá
þér. Það var alltaf gaman að fara
með þér og pabba í réttirnar þegar
ég var lítil. Það var alltaf gaman að
fara út á strönd í mat eftir rétt-
irnar. Það var lítið ævintýri.
Ég kom oft út í kindahús að
hjálpa þér og pabba og alltaf vildir
þú að ég passaði upp á fötin mín og
skó. Að ég myndi ekki skíta mig út.
Það var alltaf gaman að koma út í
kindahús. Það var næstum eins og
annað heimilið mitt.
Manstu þegar þið voruð með
hesta á beit á túninu og einn slapp
og ég, þú og pabbi vorum að reyna
að ná honum, ég hljóp og hljóp og
náði honum og hélt í skeggið á
honum og teymdi hann til baka. Og
þú varst svo ánægður með mig.
Varst dálítið hissa að ég hefði get-
að náð honum svona og hrósaðir
mér fyrir. Ég gleymi því aldrei,
þetta litla hrós bræddi hjartað
mitt.
Það var alltaf gaman þegar þú
komst í heimsókn. Þú varst bara að
rúnta og kíktir í kaffi og spjall hjá
mömmu. Þú varst dálítið stríðinn
og þér fannst alveg svakalega gam-
an að segja við mig þegar þú komst
að nú værir þú kominn í sveitina til
okkar, því ég þrætti alltaf við þig
að garður væri ekki sveit.
Sterkasta minningin mín um þig
og ömmu er á Birkiteig 1, þar eigið
þið heima og munuð vera þar í
mínum huga. Ég sé þig þar liggj-
andi í brúna sófanum, horfandi á
nágranna með bros á vör þegar ég
labba inn um dyrnar og amma í
eldhúsinu með sígarettu og kaffi-
bollann.
Ég vil þakka þér, afi minn, fyrir
að hafa verið til og verið svona
yndislegur eins og þú varst. Mér
þykir alveg óendanlega vænt um
þig og ég á eftir að sakna þín rosa-
lega.
Það er mjög erfitt að þurfa að
kveðja þig en sá tími er kominn.
Núna ertu kominn til ömmu og
Jóns sonar ykkar, nú líður þér bet-
ur og þarft ekki að berjast við
veikindin lengur. Ég elska þig, afi
minn, megi guð og englarnir vaka
yfir þér og leiðbeina þér á þínu
nýja ferðalagi. Skilaðu kveðju til
ömmu og Jóns. Ykkar verður sárt
saknað.
Kveðja,
Auður Eyberg.
Hilmar Eyberg
Elsku mamma mín,
í dag, 22. mars 2007,
hefðir þú orðið níræð að aldri og
vildi ég minnast þín með nokkrum
orðum. Fjölskyldan var þér allt og
að geta glatt alla með gjöfum var
þitt líf og yndi. Segja má að þið
pabbi hafið gefið allt ykkar og meira
til og því var lítill afgangurinn til að
viðhalda húsinu eða að ferðast. En
aldrei kvartaðir þú yfir t.d. aðstöð-
unni í eldhúsinu þar sem þú vannst
Helga Jónína
Sigurðardóttir
✝ Helga JónínaSigurðardóttir
fæddist á Vatns-
enda í Ólafsfirði 22.
mars 1917. Hún lést
á sjúkradeild dval-
arheimilisins Horn-
brekku í Ólafsfirði
14. september 2005.
Útför hennar var
gerð frá Ólafsfjarð-
arkirkju 24. sept-
ember 2005.
öll þín störf, alltaf
með fullt hús af gest-
um. Á þessum tímum
þótti það sjálfsagt að
bæjarstjórinn tæki
alla þá sem til bæj-
arins komu á hans
vegum heim til sín í
mat og kaffi og ekki
var nú fyrirvarinn oft
langur til undirbún-
ings, bara mætt með
fólkið: Þá reyndi mik-
ið á húsmóðurina og
hennar einu laun fyrir
voru ánægjan að taka
á móti gestum, en margt af þessu
fólki hélt sambandi við ykkur alla
tíð síðan. Þú varst hetja í mínum
augum, mamma mín.
Ég ræddi stundum allan gesta-
ganginn við þig og spurði hvort þú
hefðir ekki verið þreytt á öllu þessu,
en þú sagðir bara, jú, kannski
stundum, en þetta var flestallt svo
gott og skemmtilegt fólk. Á ung-
lingsárum mínum þótti mér oft
þreytandi allur þessi gestagangur,
því alltaf vorum við látin borða með
gestunum og eins að heilsa öllum og
notaði ég það stundum að banka á
útidyrahurðina ef ég þurfti að tala
við þig og nennti þá ekki að heilsa
öllum inni í stofu. Mamma, frá ykk-
ur pabba eru núna komnir 82 af-
komendur og allir á lífi og vitað er
um fimm á leiðinni. Þið áttuð miklu
barnaláni að fagna og alltaf kom all-
ur hópurinn til ykkar á aðfanga-
dagskvöld eftir matinn og þú með
hlaðborð að venju. Mamma mín, ég
þakka þér alla kjólana sem þú
saumaðir handa okkur systrum,
alltaf tvo fyrir hver jól og að fá allt-
af heitt kakó og soðið brauð í rúmið
á aðfangadagsmorgun eftir svefn-
lausa nótt var æðislegt en alltaf lás-
um við jólabækur langt fram á
morgun. Ég og mitt fólk þökkum
þér fyrir allt sem þú og pabbi gerð-
uð fyrir okkur og oft er vitnað í þig
ef eitthvað hefði betur mátt fara við
matargerð, en þú varst frábær í
henni. Elsku mamma, hjartans
þakkir fyrir allt og til hamingju með
afmælið, ég veit að þið pabbi vakið
yfir okkur öllum.
Þín dóttir,
Ingibjörg Ásgrímsdóttir.
FRÉTTIR
FÉLAG tónlistarskólakennara og
Félag leikskólakennara í Kenn-
arasambandi Íslands standa fyrir
málþingi í Súlnasal á Hótel Sögu
föstudaginn 23. mars nk. kl. 9–16.
Vegna mikillar þátttöku var mál-
þingið flutt úr Sunnusal í Súlnasal-
inn. Málþingið ber yfirskriftina:
„Tónlistarnám barna á aldrinum
eins til sex ára – markmið og tæki-
færi – snertifletir tónlistarskóla og
leikskóla“.
Aðalfyrirlesari á málþinginu
verður dr. Regina Pauls, há-
skólaprófessor frá Þýskalandi. Er-
indi sitt nefnir hún: „Tónlistarupp-
eldi og sköpun eða skapandi
hugsun sem þáttur í uppeldi og
menntun leikskólabarna“. Einnig
fjallar hún um samvinnu tónlistar-
skóla og leikskóla.
Á málþinginu verða kynntar nið-
urstöður könnunar um fyrir-
komulag tónlistarkennslu í leik-
skólum landsins sem gerð hefur
verið í tengslum við málþingið og
verður tónlistarstarf í tveimur leik-
skólum kynnt sérstaklega. Einnig
verða flutt erindi m.a. um gerð
námsefnis í tónlist og einstaka
möguleika tónlistar til að örva
þroskaferli ungra barna.
Málþing um
tónlistarnám
barna yngri
en sex ára
FÉLAG íslenskra kennara í ný-
sköpunar- og frumkvöðlamennt
(FÍKNF) stendur á morgun, föstu-
daginn 23. mars, kl. 13–15 fyrir
málþingi í Kennaraháskóla Íslands
við Stakkahlíð. Málþingið ber heit-
ið: „Sköpunarmáttur skólanna“.
Á málþinginu hyggst félagið
fara yfir stöðuna á sviði nýsköp-
unar- og frumkvöðlamenntar á öll-
um skólastigum og ræða framtíð-
arstefnu menntunar á þessum
sviðum. Málþingið ætti að vera
áhugavert fyrir þá sem láta sig
menntamál einhverju varða, segir
í fréttatilkynningu. Ætlunin er að
styrkja tengslanet áhugasamra að-
ila um nýsköpunar og frum-
kvöðlamennt og ýta undir frekari
þróun.
Á málþinginu munu fyrirles-
arar, skólafólk, fræðimenn og aðr-
ir sem látið hafa málaflokkinn sig
varða segja frá verkefnum sínum
og reynslu. Í kjölfar fyrirlestranna
verða umræður þar sem farið
verður yfir stöðu nýsköpunar- og
frumkvöðlamenntar og framtíð-
arhorfur.
Málþing um
sköpunarmátt
skólanna
VEGNA fréttar frá fulltrúum úr
Átakshópi öryrkja vilja „Baráttu-
samtök eldri borgara og öryrkja –
flokki allra aldurshópa“ taka sér-
staklega fram að Framboð þeirra
til Alþingis stendur óhaggað.
„Aldrei hefur verið meiri nauð-
syn en nú að bæta kjör þessara
hópa. Baráttusamtökin munu vinna
af heilindum að bættum kjörum
eldra fólks og öryrkja. Þau eru
flokkur allra aldurshópa, enda gera
hvorki slys né óvæntir sjúkdómar
boð á undan sér. Því er nauðsyn á
öflugri heilbrigðisþjónustu og líf-
eyri sem veiti örugga afkomu. Fólk
er misheilsugott og getur ekki allt
unnið til 67 ára aldurs,“ segir í til-
kynningu frá hópnum, en undir
hana ritar Arndís H. Björnsdóttir,
formaður.
Heimasíða framboðsins er
www.betrikjor.net og er þar hægt
að skrá sig sem félaga. Einnig má
skrá sig á skraning@internet.is.
Segja fram-
boðið standa
óhaggað
GEIR Helgesen, fræðimaður við
Norrænu Asíustofnunina (NIAS)
flytur erindi á vegum Asíuvers
Íslands og Alþjóðamálastofnunar
í Odda 201 í dag, fimmtudaginn
22. mars kl. 12. Helgesen ræðir
um þróunina í Norður-Kóreu
undir ríkjandi harðstjórn.
Einnig fjallar hann um stöðuna
í samningaviðræðum stórveld-
anna við stjórnvöld í Norður-
Kóreu, svokallaðar sex hliða við-
ræður. Dr. Geir Helgesen er
fræðimaður við Norrænu Asíu-
stofnunina (NIAS). Hann er sér-
fræðingur í málefnum Kóreu-
ríkjanna og Kína.
Allir eru velkomnir á fyrirlest-
urinn sem verður fluttur á ensku.
Erindi um
þróunina
í N-Kóreu
Leiðrétting við grein
frá 19. mars sl.
KOMIÐ hefur í ljós að formaður
FEB í Reykjavík hefur aldrei unnið
hjá TR. Biðst ég innilegrar afsök-
unar á mínum mistökum.
Haukur Þorvaldsson.
LEIÐRÉTT
ALÞJÓÐADAGUR gegn kynþáttamisrétti var haldinn hátíðlegur í Smára-
lindinni í gær. Þó að tilefni dagsins væri alvarlegt og brýnt var kátt á
hjalla. Fjölbreyttur hópur barna og fullorðinna komu saman til að
skemmta sér undir slagorðinu „Við erum öll eins inn við beinið“ af þessu
tilefni. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69
mótmælenda sem myrtir voru 21. mars 1960 er þeir mótmæltu aðskiln-
aðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. Dagurinn er hluti af Evrópuviku
gegn kynþáttamisrétti sem miðar að því að uppræta mismunun, fordóma
og þjóðernishyggju í álfunni. Meðal þess sem boðið var upp á var andlits-
málun, krakkarnir fengu afhenta boli með slagorði dagsins og keppendur í
X-Factor tóku lagið.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Allir eru eins inn við beinið