Morgunblaðið - 22.03.2007, Síða 50
Ég var brjálaður
yfir þessu öllu!
Almenningur hefur
verið blekktur … 55
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
VESTUR-ÍSLENSKI geimfarinn Bjarni
Tryggvason, breski tónlistarmaðurinn Howie B
og íslenski myndlistarmaðurinn Húbert Nói Jó-
hannesson koma allir við sögu á nýrri plötu, Mu-
sic for astronauts and cosmonauts, sem kom út í
Austurríki fyrir stuttu. „Þessi samvinna hófst
þegar Howie var staddur hér á landi fyrir um það
bil tíu árum. Hann heyrði tónlist sem ég hafði
gert og vildi í kjölfarið gera einhverja músík með
mér, sem var auðvitað svolítil upphefð fyrir mig,“
segir Húbert, sem hefur lengi fengist við tónlist
samhliða myndlistinni. „Um þessar mundir var
Bjarni Tryggvason að fara út í geim og það var
mikið af viðtölum við hann í blöðunum og í út-
varpi. Þar var hann meðal annars að greina frá
tímasetningum í geimferðum, til dæmis hvað það
tæki langan tíma að fara frá jörðinni út að spor-
baug, og hversu langur dagurinn væri í geimn-
um,“ segir Húbert sem heillaðist af þessum geim-
ferðum. „Mér reiknaðist til að einn sólarhringur í
geimnum, það sem við upplifum á 24 tímum, upp-
lifa geimfarar á 90 mínútum. Þeir fara sem sagt
einn hring í kringum jörðina á þeim tíma. Ég fékk
þá hugmynd að setja tónverk inn í þennan
ramma, og stakk þessu að Howie sem var mjög
hrifinn.“
Stolið í Japan
Vinnsla plötunnar tók langan tíma, eða um fjög-
ur ár, en þeim lauk svo í Gróðurhúsi Valgeirs Sig-
urðssonar árið 2002. Þótt platan sé fyrst að koma
út nú segir Húbert hana þegar hafa vakið athygli.
„Henni var til dæmis stolið í Japan. Þeir gerðu
DVD þar sem þeir klipptu myndefni við tónlistina.
Þetta var mjög vel gert, einhverjar geimmyndir
og svona, en þeir náðu samt ekki alveg tímasetn-
ingum. Þeir stálu þessu reyndar ekki meira en svo
að þeir gátu okkar sem höfunda, og ég tek nú ofan
fyrir því,“ segir Húbert sem náði sér í eintak, en
fólk á vegum Howie B stöðvaði síðar dreifingu á
umræddu efni.
Howie B er virtur tónlistarmaður og upp-
tökustjóri sem unnið hefur með listamönnum á
borð við Björk, U2 og Tricky. Húbert segir sam-
starfið við hann hafa verið gott. „Hann er ótrúlega
þægilegur maður, mjög skemmtilegur, hug-
myndaríkur og glaðvær,“ segir Húbert, og bætir
við að möguleiki sé á frekara samstarfi þeirra á
milli. „Við vorum í útgáfupartíi í Vín í síðustu
viku. Þar var drengur sem Howie kynntist í brúð-
kaupi hjá The Edge, gítarleikara U2. Sá drengur
var mjög hrifinn af þessu og klippti myndefni frá
NASA saman við,“ segir Húbert, en líkur eru á að
tónlistin muni því koma út á DVD. „Við vildum
reyndar líka vera með rússneskt myndefni en það
er bara svo dýrt.“
Platan kemur út í Bandaríkjunum í vor, en
óvíst er með útgáfu hér á landi. Húbert bendir
áhugasömum hins vegar á að einhver eintök eru
til í 12 tónum við Skólavörðustíg.
Morgunblaðið/Einar Falur
Listamaður Húbert heillaðist af geimferðum Bjarna Tryggvasonar fyrir áratug síðan og samdi um þær tónlist.
Tónlist fyrir geimfara
Fjölhæfur Howie B.
Geimfarinn Bjarni Tryggvason.
ur var í hljómsveitinni Quarashi.
Silvía Nótt frumflutti fyrsta
smáskífulagið af væntanlegri plötu
í janúar á þessu ári. Lagið,
„Thank u Baby“ situr nú í 13. sæti
Lagalistans og á dögunum fóru
fram tökur á myndbandi við lagið
í Mexíkó.
Leikstjórar myndbandsins eru
þeir Gaukur Úlfarsson og Börkur
Sigþórsson.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins kemur sápuóper-
uformið mikið við sögu í nýja
myndbandinu og var það ekki síst
þess vegna sem Mexíkó varð fyrir
valinu.
FYRSTA hljómplata Silvíu Nætur
kemur út hinn 1. apríl næstkom-
andi. Platan hefur verið í smíðum
í þónokkurn tíma en eins og fram
kom í Morgunblaðinu fyrir stuttu,
gerði söngkonan þriggja platna
samning við Reykjavík Records
sem kvað vera stærsti samningur
sem íslenskur tónlistarmaður hef-
ur gert við útgáfufyrirtæki hér á
landi.
Fjölmargir þungavigtarmenn
koma við sögu á nýju plötunni en
þar ber helst að nefna Warren Ry-
ker sem hefur unnið með stjörnum
á borð við Beyoncé og Michael
Jackson og Sölva Blöndal sem áð-
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þarf tvo til Gaukur Úlfarsson leik-
stýrir nýju myndbandi Silvíu Nætur
ásamt Berki Sigþórssyni.
Morgunblaðið/Eggert
Silvía Nótt Fór til Mexíkó til að taka upp myndband við „Thank u Baby“.
Nýtt myndband
með Silvíu Nótt
ÞAÐ þykir nú
varla stórfrétt
lengur þegar
Yoko Ono bregð-
ur sér hingað til
lands en þó
dvaldi Ono á
klakanum um
síðustu helgi í
þrjár nætur.
Það fór ekki
mikið fyrir listakonunni sem var
hér í þeim tilgangi að huga að list-
arverki sem mun rísa í Viðey en þar
hyggst Ono reka niður friðarsúluna
IMAGINE PEACE TOWER í minn-
ingu eiginmanns síns, John Lennon.
Vinnan við súluna gengur vel eftir
því sem fregnir herma og allt útlit
fyrir að verkið verði hið mynd-
arlegasta fullklárað.
Hugmyndina um súluna fékk Ono
fyrir um 40 árum en súlan mun í
raun vera bjartur ljósgeisli sem
teygir sig upp í himinhvolfið.
Orkuveita Reykjavíkur greiðir
kostnað vegna friðarsúlunnar sem
mun nema um 15 milljónum króna.
Yoko kemur og fer
Í NÝJASTA tölu-
blaði Séð og
heyrt er því hald-
ið fram að Sveinn
Rúnar Sigurðs-
son, höfundur
Evróvisjón-
framlags Íslend-
inga í ár, hafi
fengið Peter
Fenner til að
semja enskan texta við lagið þrátt
fyrir að munnlegt samkomulag við
Kristján Hreinsson, höfund ís-
lenska textans, lægi fyrir. Segir
blaðið að Kristján kunni Sveini að
vonum litlar þakkir fyrir enda hafi
hann þegar verið búinn að semja
enskan texta undir heitinu „To be
or not to be“.
Þegar Morgunblaðið leitaði til
Kristjáns í gærkvöldi vildi hann
hvorki játa né neita fullyrðingum
Séð og heyrt. „Ég vil láta hafa það
eitt eftir mér að ég vil ekki láta
hafa neitt eftir mér,“ sagði Krist-
ján, rímandi eins og skálda er von.
Kristján Hreinsson vill
hvorki játa né neita
Kristján Hreinsson
Yoko Ono