Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 57
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
SMOKIN' ACES kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.16.ára
THE BRIDGE TO TERABITHIA kl. 4 - 6 LEYFÐ
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ
300 kl. 5:30 - 8 - 9:15 - 10:30 B.i.16.ára
300 VIP kl. 8 - 10:30
BLOOD & CHOCOLATE kl. 8 - 10:30 B.i.12 .ára
MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ
/ ÁLFABAKKA / AKUREYRI
300 kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
BLOOD & CHOCOLATE kl. 10 B.i. 12 ára
MUSIC & LYRICS kl. 6 - 8 LEYFÐ
/ KEFLAVÍK
300 kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
THE LAST KING OF... kl. 10 B.i. 16 ára
NUMBER 23 kl. 8 B.i. 12 ára
STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM
eeee
V.J.V.
RÓMANTÍSK GAMANMYND SEM FÆR
ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI eeeH.J. - MBL
eee
L.I.B. - TOPP5.IS
eee
VJV, TOPP5.IS
eee
SV, MBL
eee
S.V. - MBL eeee
VJV, TOPP5.IS
eeee
L.I.B. - TOPP5.IS
STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Á ÍSLANDI
FRÁ HÖFUNDI
SIN CITY
eeee
FBL
eeee
KVIKMYNDIR.IS
eeeee
FILM.IS
FILM.IS
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Með miklum húmor og skemmtilegu
innsæi ... ...tekst þessari sýningu að
hlæja bæði að þeim sem eru með og
þeim sem mótmæla stóriðjuvæðingu
Íslands... notið tækifærið segi ég.
Martin Regal Mbl.
Má vel ráðleggja þeim sérstaklega að sjá
þessa sýningu sem ekki hafa lesið
bókina, þeim mun verða dillað.
Umgerðin er mögnuð og tónlistin
áhrifarík. Silja Aðalsteinsdóttir TMM.
Sýningin er allt í senn stórskemmtileg,
háalvarleg og hárbeitt. Ef þú ætlar bara
einu sinni í leikhús á þessu ári sjáðu þá
Draumalandið í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Þröstur Sverrisson
takk, takk, takk, Hafnarfjarðarleikhús!
Ómar Ragnarsson
… býsna áhrifamikil… á köflum dásam-
leg… einhver heillandi blær yfir þessari
leikmynd. Smellpassar inní tíðarandann.
Þorgerður E. Sigurðardóttir Víðsjá
Draumalandið – Tær snilld.
Sara Dögg Jónsdóttir
Uppselt í kvöld. Laus sæti föstudag og laugardag kl. 20.
Munið 2 fyrir 1 um helgina!
Strandgata 50, Hafnarfirði.
Miðasala í síma 555 2222 og á www.midi.is
LEIKSTJÓRAR og handritshöf-
undar Epískrar ræmu (Epic Movie),
þeir Jason Friedberg og Aaron Selt-
zer, eru úr hópi handritshöfunda
myndaraðar sem hófst með Skelfi-
legri ræmu (Scary Movie), en þær
eru nú orðnar allnokkrar. Mynd-
irnar tilheyra svokallaðri paródíu-
kvikmyndagrein en „ræmu“-
myndirnar ganga út á það að gera
grín að vinsælum formúlumyndum
sem hafa sett mark sitt á Holly-
wood-framleiðsluna undanfarin
misseri og hræra saman þráðum og
persónum úr ólíkum myndum. Hér
er þó vart hægt að tala um paródíu
þar sem „ræmu“-myndirnar ganga
fremur út á eftirlíkingu og eft-
irhermur en einhvers konar afhjúp-
andi en greinandi paródíu á hefðir
og venjur Hollywood-kvikmynda-
gerðar. Þannig felst skemmtigildi
myndanna fyrst í því að gera áhorf-
endum kleift að kannast við vísanir,
karaktera og þræði úr myndunum
sem þeir sáu nýlega – eða sáu jafn-
vel ekki, en kannast engu að síður
við úr auglýsingum og þeirri áber-
andi fjölmiðlaumfjöllun sem fylgir
Hollywood-myndum. Úrvinnslan er
því allajafna mistæk og vörðuð örfá-
um fyndnum eða frumlegum atrið-
um.
Í Epískri ræmu er stórmyndin
svokallaða tekin fyrir, þ.e. stóru og
fjármagnsfreku ævintýra- og form-
úlumyndirnar sem kvikmyndaverin
kosta öllu í og skella í kvikmynda-
húsin á tilteknum árstíðum, einkum
á sumrin og fyrir jólin í von um að
hitta á gullæð í aðsókn. Persónur og
söguþráður myndarinnar er kokkað
upp úr fyrirmyndum og plotttægjum
úr smellum nýliðinna vertíða, á borð
við Da Vinci-lykilinn, Nacho Libre,
Snakes on a Plane, Súperman snýr
aftur og myndanna um X-mennin.
Þá koma við sögu persónur og flétt-
ur úr myndunum um Harry Potter,
Sjóræningjar Karíbahafsins og Nar-
níu-ævintýrinu, en persónur mynd-
arinnar þvælast í gegnum dul-
arfullan skáp til landsins Gnarnia
þar sem þeim mætir skass mikið
sem hefur illvígan albínóa á sínum
snærum.
Epísk ræma gengur jafnvel
lengra en forverarnir úr „ræmu“-
röðinni í ófrumlegri eftiröpun á fyr-
irmyndunum, enda vantar í þessu
tilfelli fastmótaða kvikmyndagrein á
borð við hrollvekjuna til þess að
byggja grínið á. Gamanið fer því út
og suður í vísunum og eftirlíkingum
og eina haldreipið til að krydda her-
legheitin er úrgangs- og hrakfalla-
húmorinn sem gjarnan er gripið til í
hugmyndasnauðum Hollywood-
gamanmyndum sem þessum.
Ófrumleg eftiröpun
Kalli Myndin gerir stólpagrín af nokkrum þekktum stórmynum en með misjöfnum árangri þó.
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Laugarásbíó
og Regnboginn
Leikstjórn: Jason Friedberg og Aaron Sel-
zer. Aðalhlutverk: Kal Penn, Adam Camp-
bell, Jennifer Coolidge, Jayma Mays,
Faune Chambers og Crispin Glover.
Bandaríkin, 86 mín.
Epísk ræma (Epic Movie) – Heiða Jóhannsdóttir
EINS og áður hefur verið greint
frá er breska hljómsveitin Jethro
Tull væntanleg á klakann í haust í
þeim tilgangi að halda tónleika í
Laugardalshöllinni. Nú hefur verið
staðfest að sveitin heldur tvenna
tónleika, dagana 14. og 15. sept-
ember.
Jethro Tull var stofnuð árið 1968
og eru tveir af stofnmeðlimunum
enn að með sveitinni, forsprakkinn
Ian Anderson, sem syngur og leik-
ur á þverflautu og gítar, og gít-
arleikarinn Martin Barre. Sveitin
kom til landsins 1992 og hélt tón-
leika í íþróttahúsinu á Akranesi og
Ian Anderson kom hingað í fyrra
og söng og lék í Höllinni.
Jethro Tull
með tvenna
tónleika
Morgunblaðið/Kristinn
Klassískur Fullt hús var á tón-
leikum Ians Andersons í Laug-
ardalshöll í fyrra.
ÞEIR eru örugglega ekki margir
karlmennirnir sem myndu barma
sér yfir að þurfa að rugla saman
reytum við Angelinu Jolie. Nú hefur
ein af stórstjörnum Hollywood hins
vegar viðurkennt að það sé henni
alls ekki að skapi að nudda vörum
sínum við þrýstnar varir þokkagyðj-
unnar, sem er af mörgum talin vera
fegursta kona heims. Hver skyldi
það vera? Svarið er Matt Damon.
Damon og Jolie þurftu að gerast
nokkuð innileg fyrir ræmuna Góða
hirðinn (The Good Shepherd) og
hafði Matt bara alls ekkert gaman af
því.
„Við erum gamlir vinir svo þetta
var eins og að kyssa systur sína. Ég
er sennilega einn af fáum sem leiðist
að kyssa hana,“ sagði Matt við tíma-
ritið Reveal.
Neyddist til að
kyssa Jolie
Tilneyddur Það væru örugglega
margir til í að vera í sporum Matts
Damons á þessari mynd.