Morgunblaðið - 22.03.2007, Side 60
FIMMTUDAGUR 22. MARS 81. DAGUR ÁRSINS 2007
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Tollar að nýju á grænmeti
frá löndum utan ESB
Tollar verða lagðir að nýju á
grænmeti, sem flutt er inn frá lönd-
um utan Evrópusambandsins, í sam-
ræmi við samning Íslands og ESB.
Verðið á grænmetinu hækkar af
þessum sökum. »Forsíða
Tilkynningum stórfjölgar
Barnaverndarstofu bárust tæp-
lega 7.000 tilkynningar á síðasta ári,
nær helmingi fleiri en 2002. Stofan
hefur áhyggjur af því að barna-
verndarnefndir hafi e.t.v. ekki næg-
an mannskap. »Forsíða
Fórst í hörðum árekstri
Ökumaður jeppa lést í árekstri
við flutningabíl á Suðurlandsvegi
vestan við Kotströnd í Ölfusi. »2
Stór útrásarsamningur
Stór markaður hefur opnast fyrir
hugbúnaðarfyrirtækið OpenHand
með samningi við bandarískt fyr-
irtæki, CommuniGate. »Viðskipti
Á gleri yfir Miklagil
Vígð hefur verið glerbrú út yfir
bjargbrún í Miklagili í Bandaríkj-
unum – í 1.220 metra hæð. »16
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Mogginn og stjórnmálin
Staksteinar: Guðmundur J.
Forystugreinar: Fordómana burt |
Fjárfesting í Hekluskógum
UMRÆÐAN»
Hafnfirðingar kjósa
Akstursþjónusta orðin tóm?
Maríónettan og meistarinn
Dagur vatnsins – hver á vatnið?
Alþjóðlegir straumar í Kauphöllinni
Skoskur sjávarútvegur
„Úlfaldinn“ endurreisir Airbus
VIÐSKIPTI»
/
$
7 % -
*
8
!
" $
. . .6 . 6. .
.
.6
.
.
.6
. 6. . 6. .6
,
94 %
. .
. .
.6 6.6
.
6. :;<<=>?
%@A><?28%BC2:
9=2=:=:;<<=>?
:D2%9 9>E2=
2;>%9 9>E2=
%F2%9 9>E2=
%5?%%2" G>=29?
H=B=2%9@ HA2
%:>
A5>=
8A28?%5*%?@=<=
Heitast 7 °C | Kaldast 2 °C
S og SV 8–15 m/s
og rigning eða súld
vestantil, úrkomulítið
annars staðar fram-
eftir degi. Hvassari
vestantil síðdegis. »8
Fjörutíu hljóm-
sveitir koma fram á
tónlistarhátíðinni
Aldrei fór ég suður
sem hefst föstudag-
inn langa. »51
TÓNLIST»
Rokkhátíð
alþýðunnar
FÓLK»
Silvía Nótt tók upp
myndband í Mexíkó. »50
Hinn lokkaprúði Ei-
ríkur Hauksson er
aðsópsmikill á bæði
Tónlistanum og
Lagalistanum þessa
vikuna. »54
TÓNLIST»
Eiki Hauks
vinsæll
BÍÓ»
Gagnrýnandi gefur Epic
Movie eina stjörnu. »57
FÓLK»
Hver vill helst ekki kyssa
Angelinu Jolie? »57
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Kona lést í umferðarslysi
Suðurlandsvegur lokaður
Styrktarreikningur stofnaður
Lést í slysi við Reyðarfjörð
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
FJÖGUR steinasýni úr Steinsstaðafjalli og ná-
grenni Hrauns í Öxnadal sem Jónas Hallgrímsson
safnaði sumarið 1839 eru meðal gripa á sýningu
um skáldið og náttúrufræðinginn sem opnuð var á
Amtsbókasafninu á Akureyri í gær. Steinarnir
hafa ekki verið til sýnis hér áður, en þeir voru
fengnir að láni frá Kaupmannahöfn.
Hinn 16. nóvember í haust verða 200 ár liðin frá
fæðingu Jónasar Hallgrímssonar og er þess
minnst með margvíslegum hætti. Sýningin, sem
opnuð var í gær, er sú fyrsta af þremur sem gerðar
verða í tilefni afmælisins; önnur með áherslu á
náttúru Íslands og náttúrufræðinginn Jónas verð-
ur opnuð á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn 3.
ágúst og sú þriðja og síðasta verður í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í Reykjavík í október.
Á sýningunni eru, auk steinasýnanna, allmörg
eiginhandarrit Jónasar að ljóðum hans og ritsmíð-
um á sviði náttúrufræði og margvíslegar upplýs-
ingar af ýmsu tagi um ævi og störf þessa merka
manns.
Steinasýnin eru varðveitt ásamt fjölda annarra í
Jarðfræðisafni Kaupmannahafnarháskóla. Jónas
safnaði allmiklu safni steina og steingervinga á
ferðum sínum, líklega meira en 1.200 skv. því sem
fram kemur á sýningunni, og flestöll sýnin sendi
hann til Hafnar.
Í rannsóknarferðum sínum á árunum 1837–1842
fór Jónas mjög víða um landið. Hann hafði áhuga á
að koma á fót opinberu íslensku steinasafni í
Reykjavík. Af því safni eru nú til 18 steinasýni. | 20
Sýna steina Jónasar
Fjögur steinasýni sem Jónas Hallgrímsson safnaði í Öxnadal 1839 fengin að láni
frá Kaupmannahöfn og eru á sýningu um Jónas í Amtsbókasafninu á Akureyri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Úr Öxnadal Steinasýnin sem Jónas safnaði 1839
og fengin voru að láni frá Kaupmannahöfn.
Í HNOTSKURN
»Tvö hundruð ára fæðingarafmæli Jón-asar Hallgrímssonar er 16. nóvember í
haust. Sýningin á Amtsbókasafninu á Ak-
ureyri verður opin fram í maí.
»„Þorgerður! Jónas á bráðum afmæli;við verðum að fara að halda upp á það.“
Svona hófst samtal Halldórs Blöndal og
Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra fyrir þremur árum
og hún sagði frá við opnun sýningarinnar í
gær. Halldór er formaður nefndar ráð-
herra sem skipuleggur afmælishaldið.
„VIÐ kláruðum
þessa plötu fyrir
um þremur ár-
um. Um það
leyti spilaði ég
hana fyrir Bono
og The Edge.
Þeir voru mjög
hrifnir og Bono
sagði að hann
vildi hlusta á
þessa tónlist á
meðan hann væri á skíðum. The
Edge kvaðst hins vegar langa til
að búa til börn með þessa plötu í
spilaranum,“ segir breski tónlist-
armaðurinn og upptökustjórinn
Howie B. um nýútkomna plötu
sína og Húberts Nóa Jóhannes-
sonar, Music for astronauts and
cosmonauts. Howie hefur m.a.
unnið náið með U2.
„Þetta er tónlist til að vinna við,
það má eiginlega segja að þetta sé
elektrónísk klassísk tónlist,“ segir
Howie. Hann bætir við að sam-
starfið við Húbert Nóa hafi verið
gott. „Ég dýrka hann. Ég hugsa
að við munum vinna meira saman
í framtíðinni, ég vona það alla-
vega.“ | 50
U2 hlust-
ar á Hú-
bert Nóa
Howie B. segist
dýrka Íslendinginn
Húbert Nói
Jóhannesson
ÞAU ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur,
krakkarnir í Hagaskóla, heldur létu semja fyrir sig
handrit að söngleik eftir sínum hugmyndum og sáu
sjálf um að semja tónlistina. Álfrún Perla Baldursdóttir
og Halldór Eldjárn, sem taka bæði þátt í söngleiknum
Logandi hræddur sem sýndur verður öðru sinni í Haga-
skóla í kvöld, segja þessa miklu vinnu algerlega þess
virði.
Söngleikurinn fjallar um tólf manneskjur sem taka þátt í
raunveruleikaþætti í sjónvarpi og fara saman í drungalegt
hús þar sem er mikill draugagangur.
Að sögn Halldórs eru draugarnir mjög skemmtilegir,
dansa og syngja. Hann segist ekki frá því að alvöru-
draugagangur hafi farið af stað við uppsetningu söngleiks-
ins.
Um 80 nemendur úr skólanum taka þátt í sýningunni. | 22
Morgunblaðið/ÞÖK
Draugagangur í Hagaskóla
LOGANDI HRÆDD