Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 92. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Fá›u
viðurkenningu
við sjónvarpið!
AUSTEN OG ÚTLITIÐ
FRÍÐLEIKSDÝRKUNIN KOMIN ÚT YFIR GRÖF OG
DAUÐA. HÆFILEIKAR AUKAATRIÐI >> 39
EINS OG SAMNINGUR
VIÐ BARCELONA
KEILARINN
TEAM PERGAMON >> 45
ENGUM blöðum er um það að fletta að at-
kvæðagreiðsla íbúa um afmörkuð mál á
aukinn hljómgrunn. Í kosningu um framtíð
Reykjavíkurflugvallar árið 2001 var kosn-
ingaþátttakan 37,2%. Í íbúakosningu á Sel-
tjarnarnesi um skipulag á Hrólfsskálamel
2005 var 52% þátttaka. Í álverskosning-
unni um liðna helgi var kjörsókn 77%.
Margir eru þó þeirrar skoðunar að setja
þurfi skýrar reglur um íbúakosningar,
bæði um framkvæmdina og ekki síður
hverjir eigi þátttökurétt í þeim. Málsmeð-
ferð er undir hverju sveitarfélagi komin, að
sögn Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra í
Hafnarfirði. Róbert R. Spanó, prófessor
við lagadeild HÍ, telur að eðlilegt sé þegar
kosningar af þessu tagi eru haldnar sem
liður í ákvörðunum sveitarfélaga og stjórn-
valda, hvort sem þær eru fyrir landið allt
eða staðbundnar, að almennar reglur gildi,
m.a. um í hvaða tilvikum slíkar kosningar
eru haldnar og að tekin verði afstaða til
þess hvort þær eigi að vera ráðgefandi eða
bindandi.
Lúðvík og Gunnar Helgi Kristinsson,
prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og ráð-
gjafi Hafnarfjarðarbæjar í kosningunni,
vísa á bug efasemdum um að álverskosn-
ingin sé lagalega bindandi. Í 104. grein
sveitarstjórnarlaga segir að niðurstaða
slíkrar atkvæðagreiðslu sé ekki bindandi
fyrir sveitarstjórn nema hún hafi fyrirfram
ákveðið að svo skuli vera. Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar tilkynnti fyrirfram að nið-
urstaðan yrði bindandi. Úrskurði kjósenda
verður vart hrundið nema með nýrri kosn-
ingu að mati Gunnars Helga. Í þessu sam-
hengi er þó ástæða til að rifja upp afdrátt-
arlaust álit Páls Hreinssonar,
lagaprófessors við HÍ, þegar flugvallar-
kosningin stóð fyrir dyrum. Sú niðurstaða
gæti ekki orðið bindandi fyrir borgaryfir-
völd í framtíðinni því eftir hverjar kosn-
ingar beri sveitarstjórn skv. skipulags- og
byggingarlögum að taka sjálfstæða afstöðu
til þess hvort endurskoða eigi aðalskipulag.
Er nýr meirihluti þá hvorki bundinn við af-
stöðu fyrri meirihluta né kosningu íbúa. | 2
Þörf á
skýrum
reglum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
VIÐVARANDI skortur er á hjúkr-
unarfræðingum í störf á sjúkrahúsum
og er sá vandi sem það skapar leystur
með auknu álagi og aukavöktum hjá
þeim sem fyrir eru í starfi.
Þetta kom fram í samtali við Krist-
ínu Sigurðardóttur, hjúkrunardeild-
arstjóra á hjartadeild G á LSH, en í
gær kom út skýrsla hjá Félagi ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga þar sem
fram kemur að nær 600 hjúkrunar-
fræðinga vanti til starfa.
Kristín sagði að
sjúkrahúsin væru
undirmönnuð og
því þyrfti fólk að
vinna allt of mikið,
því sinna þyrfti
þeim verkefnum
sem fyrir hendi
væru. Sjúkling-
arnir þyrftu sína
umönnun. „Mér
finnst að yfir-
stjórn sjúkrahússins geri sér fulla
grein fyrir vandanum og geri það sem
hún getur. Ég held það sé ríkisstjórn-
in sem þarf að hjálpa okkur að reka
Landspítalann betur. Það þarf aukn-
ar fjárveitingar til sjúkrahúsanna,“
sagði Kristín. Hún benti á að framfar-
ir í læknisþjónustu og ný lyf hefðu
gert að verkum að hægt væri að
hjálpa miklu fleiri sem væru alvarlega
veikir og það kostaði meiri umönnun
og útgjöld. | 4
Viðvarandi skortur á
hjúkrunarfræðingum
Kristín
Sigurðardóttir
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
FATLAÐUR maður í hjólastól varð fyrir fólsku-
legri árás á Lækjartorgi á sunnudag þegar hann
var barinn og í þokkabót rændur sínu nauðsyn-
legasta öryggistæki, farsímanum.
Kristján Vignir Hjálmarsson notast við rafknú-
inn hjólastól og var akandi á leið heim til sín þeg-
ar ókunnugur maður vatt sér að honum og bað
hann að kaupa handa sér sígarettur. „Ég neitaði
því og sagðist ekki geta það en þá kýldi hann mig í
andlitið,“ segir Kristján. „Ég reyndi þá að aka í
burtu en hann hljóp mig uppi og stoppaði stólinn
hjá mér. Þegar hann gafst upp á að tala við mig
tók hann af mér símann og reyndi líka að drepa á
rafmagnsmótornum í hjólastólnum og taka af
mér veskið. Hann stakk af með símann en ég kall-
aði á aðstoð frá vegfaranda sem hringdi í lögregl-
una sem kom hálftíma síðar. Ég fékk að hringja
úr síma hjá öðrum vegfaranda til að láta vita af
um Lækjartorgið en hef aldrei lent í öðru eins.“
Kristján segir manninn hafa talað útlenskt mál
og þegar hann hafi mætt takmörkuðum skilningi
hjá Kristjáni hafi hann tryllst með fyrrgreindum
afleiðingum.
„Farsíminn er mitt helsta öryggistæki, t.d. ef
ég velti hjólastólnum, þá á ég mér hjálparvon ef
mér tekst að teygja mig í símann og hringja eftir
aðstoð.“
Þarf lífverði í miðbænum?
Kristján fékk strax annan farsíma lánaðan og
fær nýjan síma í dag að öllum líkindum. „Þetta
var alveg hrikalegt því ég var nýbúinn að setja
þúsund króna inneign á símann þegar honum var
stolið. Það er alls ekkert grín að lenda í svona lög-
uðu, enda hefði maður getað lent á spítala eftir
árásina. Þetta setti mig í afar mikið uppnám og
maður veltir því fyrir sér hvort maður þurfi líf-
verði til að geta ferðast um miðbæinn,“ segir
Kristján.
mér en lögreglan kallaði út mannskap til að leita
að ræningjanum en án árangurs.
Þetta atvik skelfdi mig mjög og ég hélt að mað-
urinn ætlaði að ganga frá mér. Ég á mjög oft leið
Barinn og rændur í hjólastól
Morgunblaðið/Kristinn
Öryggi Farsíminn er helsta öryggistæki Krist-
jáns Vignis, t.d. ef hann veltir hjólastólnum.
UMSKIPTI urðu í eigendahópi
Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) í
gær, en eftir viðskipti dagsins eru
feðgarnir Björgólfur Guðmundsson
og Björgólfur Thor Björgólfsson
ekki lengur í þeim hópi.
Feðgarnir áttu um helmingshlut í
eignarhaldsfélaginu Gretti á móti
Sundum ehf., sem eru í eigu Jóns
Kristjánssonar, Gunnþórunnar
Jónsdóttur og Gabríelu Jónsdóttur.
Grettir var næststærsti hluthafinn í
TM með 26,9% en Landsbankinn átti
þar að auki 8,47% í félaginu.
Nýtt félag, Kjarrhólmi ehf., tók
við öllum hlut Grettis og Landsbank-
ans í TM, en stærstu eigendur
Kjarrhólma eru Sund með 45% og
FL Group með 45%. Aðrir eigendur
eru Imon ehf. og Sólstafir ehf., hvort
félag með 5% hlut.
Greitt var fyrir hlutafé Lands-
bankans með peningum, en hlutur
Grettis í TM var greiddur með öllu
hlutafé Sunda í Gretti. Er Grettir
ehf. því nú stærsti hluthafinn í sjálf-
um sér, en er að mestu undir stjórn
Björgólfs Guðmundssonar. Alls
námu viðskipti með bréf TM 19,4
milljörðum króna og lækkaði gengi
bréfanna um 1,3% í 38,00. |4
Sviptingar
innan TM
PÁSKAKANÍNA á heima hjá páskamömmunni og
páskapabbanum sínum, eða í holu eða stóru búri eða
jafnvel uppi í stjörnunum. Þetta er mat barna á leik-
skólanum Austurborg sem urðu þess heiðurs aðnjót-
andi að hitta sjálfa páskakanínuna í eigin persónu á
dögunum. Páskakanínan kom færandi hendi og
skipti út máluðum hænueggjum fyrir lítil súkku-
laðiegg sem runnu ljúflega ofan í unga fólkið. | 18
Morgunblaðið/Ásdís
Á heima uppi í stjörnunum