Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g las einu sinni og skoðaði afskaplega fróðlega og skemmti- lega bók sem heitir How Buildings Learn – Hvernig byggingar læra – og er eftir Stewart nokkurn Brand. Eins og nafnið bendir til fjallar bókin um hús, og aðrar byggingar, og hvernig þau vaxa og þroskast með nýjum tímum, nýjum eigendum og nýjum þörfum. Húsin „læra“, líkt og fólk, með aldrinum, og breytast þannig – eins og við fólkið gerum – en eru samt áfram sömu húsin. Eins og við erum áfram sama fólkið þótt áhugamálin breytist, gildismatið breytist og hárið breyti um lit. Þetta viðhorf til húsa og ann- arra bygginga, að þau geti lært, vaxið og dafnað, er ekki bara ein- hver rómantísk hugmynd um „líf- ræn“ hús, heldur afskaplega praktísk afstaða sem getur sparað mikið af peningum því að hún fel- ur í sér að ekki þurfi að jafna hús við jörðu og byggja alveg ný ef starfsemin breytist heldur sé hægt að aðlaga það sem fyrir er breyttum tímum og þörfum. Þetta viðhorf hefur svo að auki þann kost að með þessum hætti er hægt að varðveita hina áþreifanlegu sögu sem mótar okkur mannfólkið. Þetta síðastnefnda atriði er líka afskaplega þungvægt. Það sem gerir varðveislu húsa og bygginga mikilvæga er ekki aðeins varð- veisla byggingasögulegra heim- ilda, heldur líka sá stóri þáttur sem hús eiga í að móta fólk og verða þannig snar þáttur í sjálfs- mynd þess. Kannski einmitt þess vegna er svo mikilvægt að átta sig á því að hús geta lært. Þá er hægt að fara bil beggja, varðveita sögu einstaklinga og menningar, og um leið svara þörfum nýrra og breyttra tíma. Ég skrifaði um daginn pistil um Akureyrarvöll („Grænt á Ak- ureyri“, sjá kga.blog.is) þar sem ég nefndi mikilvægi þess að fækka ekki meira grænu reitunum í bæn- um, og nefndi líka hvernig völl- urinn er hluti af sjálfsmynd – og ímynd – bæjarins. En kannski sleppti ég því að minnast á þung- vægasta þáttinn í mikilvægi þess að mannvirki á borð við Akureyr- arvöll séu ekki rifin í burtu rétt sisona, það er að segja minning- arnar sem tengja þessi mannvirki við líf fólks. Bernharð Haraldsson, fyrrver- andi skólameistari Verkmennta- skólans á Akureyri, minnti mig á þetta með skeyti sem hann sendi mér eftir að pistillinn birtist, þar sem hann meðal annars rifjaði upp spennandi tíma í kringum 1950: „Ég er alinn upp steinsnar frá íþróttavellinum, sem krakki var ég þar flesta eða alla daga og hafði gott af. Þetta var á árunum um 1950. 1948 voru OL í London, 1952 í Helsinki, ef ég man rétt. Við, guttarnir, fylgdumst vel með öllum íþróttaviðburðum, þekktum nöfn keppenda, áttum okkar uppá- haldsíþróttamenn. Við vorum líka áhugamenn um það, að völlurinn, sem þá var í byggingu, yrði klár- aður sem fyrst. Hvers vegna? Jú, ég man eftir löngum umræðum í hléum frá æfingum okkar, að ef bærinn kláraði nú völlinn gætum við auðveldlega haldið OL 1956! Draumur 10 ára gutta verður ekki alltaf að raunveruleika og OL voru fluttir til Ástralíu. Þannig fór það.“ Það leikur enginn vafi á því að Akureyrarvöllur getur lært ef hann fær að vera áfram og nóg væri hægt að gera við hann, stækka og bæta aðstöðuna á hon- um væri vilji fyrir hendi. Ekki hef ég séð neitt sem sýnir afdrátt- arlaust að nauðsynlegt sé að hann hverfi. Og ekki er þetta eini reit- urinn í bænum sem er „óbyggður“ – þvert á móti eru þar margir skallablettir sem væri beinlínis gustukaverk að leggja undir hús, til dæmis bílastæðahús. Eins og ég nefndi áðan er þetta ekki bara einhver rómantík. Ónei, með þessu er beinlínis hægt að spara stórfé því að það er áreið- anlega mun ódýrara að endurbæta Akureyrarvöll þar sem hann er heldur en að fara að byggja alveg nýjan völl, að ekki sé nú talað um velli, annars staðar í bænum. (En ef Þórsarar og KA-menn geta í nafni rótgróins fjandskapar ómögulega hugsað sér að samnýta völlinn legg ég til að Þórsarar fái að nota hann, þar sem hann liggur á mótum hefðbundinna Þórs- hverfa, það er að segja Þorpsins og Eyrarinnar). Í fyrri pistli um völlinn varð mér tíðrætt um upprætingu Ráð- hústorgsins og ferlegar afleiðingar hennar, en aftur á móti eru líka mörg dæmi á Akureyri um sögu- ríkar byggingar sem hafa fengið að lifa og læra. Glerárstíflan er ennþá til, en er nú að auki farin að virka eins og glæsileg göngu- brú yfir ána og orðin partur af gönguleið. Stöðvarhúsið er líka á sínum stað, að vísu allfjarri sinni upprunalegu mynd en engu að síð- ur samt við sig. Það var enda eng- in aðkallandi ástæða til að rífa þessi mannvirki burtu, heldur hægt að nota þau með litlum til- kostnaði, og varðveita um leið sög- una. Annað alveg nýtt dæmi er fyr- irhugaður flutningur veitingastað- arins Friðriks V. í gömlu böggla- geymsluna neðst í Gilinu. (Reyndar eru ný hlutverk KEA- húsanna í Gilinu líka virkilega fín dæmi um hvernig hús geta lært). Ég veit reyndar ekki af hverju ég tala um „gömlu bögglageymsl- una“, þetta hús var byggt 1907, eins og kom fram í frétt í Morg- unblaðinu í febrúar, og hefur síðan gegnt ýmsum hlutverkum, þannig að eins mætti tala um „gamla mjólkursamlagið“, eins og „gamlir KEA-menn“, eins og sagði í frétt- inni, kalla það gjarnan. En húsið mun hafa verið byggt sem slát- urhús. Þannig að þetta hefur svo sannarlega reynst fjölhæft hús. Og það er enn fært um að læra ný hlutverk. Höldum velli » „Jú, ég man eftir löngum umræðum í hléum fráæfingum okkar, að ef bærinn kláraði nú völlinn gætum við auðveldlega haldið OL 1956! Draumur 10 ára gutta verður ekki alltaf að raunveruleika og OL voru fluttir til Ástralíu. Þannig fór það.“ BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Í LOK Alþingis á dögunum spratt upp harðvítug deila um ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins, sem varð- aði eignarhald á náttúruauðlind- unum. Því máli lauk með jafn óvænt- um hætti og það hófst. Og allt datt í dúnalogn. Það má ekki gerast. Þetta mál þarf að vera á dagskrá svo enginn gleymi um hvað það snerist. Út á hvað það gekk. Hér var á ferðinni angi og afgang- ur af deilunni um kvótakerfið og þeirri stefnu stjórnvalda að leyfa kaup og sölu, frjálst framsal á óveidd- um fiskinum í sjónum. Stjórnvöld hafa gefið út veiðiheimildir, úthlutað kvótum, til útgerðarfyrirtækja sem hafa í framhaldinu litið svo á, að með því hafi skapast eignarréttur þeirra á fiskistofnunum í kringum landið. Framsal kvóta var mikið deiluefni í síðustu alþingiskosningum, sem varð aftur til þess að núverandi stjórn- arflokkar settu það inn í stjórnarsátt- mála sín í milli, að nýju ákvæði skyldi bætt við stjórnarskrána um að nytja- fiskistofnarnir væru sameign þjóð- arinnar. Það skyldi innsiglað í stjórn- arskránni. Það var skilið á þann eina veg að hér væri verið að koma til móts við þá hugsun að enginn annar gæti gert tilkall til þessarar sam- eignar. Þegar á reyndi náðist ekki sam- komulag um slíkt stjórnarskrár- ákvæði milli stjórnarflokkanna, fyrr en rétt í þinglok. Að kröfu Framsókn- arflokksins um að við þetta loforð yrði staðið var á síðustu stundu hnoð- aður saman texti að orðalagi um þetta ákvæði sem hleypti miklu íra- fári af stað. Hvers vegna? Vegna þess að text- inn var með þeim hætti að hann var hvorki fugl né fiskur og gekk þvert gegn tilgangi sínum. Skal það nú útskýrt. Tilgangur nýs stjórnarskrár- ákvæðis skal vera til að tryggja að nytjafiskistofnarnir og raunar aðrar náttúruauðlindir, skulu vera þjóð- areign, sem ekki megi selja eða afsala með varanlegum hætti. Þetta var hugsunin á bak við kröfuna um nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir þjóðarinnar. Um slíkan texta var samkomulag í svokallaðri auðlinda- nefnd og í undirnefnd stjórnarskrár- nefndar. Í þeim texta stendur: „Nátt- úruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign má ekki selja eða láta var- anlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila.“ Í texta frumvarpsins sem rík- isstjórnarflokkarnir lögðu fyrir var þetta orðalag fellt niður. Að vísu var tekið fram að náttúruauðlindirnar skulu vera þjóðareign en með þeim fyrirvara að jafnframt skuli gætt réttinda einstaklinga og lögaðila skv. 72 gr. Í þeirri grein er kveðið á um friðhelgi eignarréttarins. Í grein- argerð með frumvarpinu var það síð- an útskýrt með eftirfarandi hætti: „Með ákvæðinu er til dæmis ekki haggað við eignar- og afnotarétt- indum þeirra sem … stunda fisk- veiðar á grundvelli veiðiheimilda“. Það var mat stjórnlagafræðinga og sérfræðinga á þessu sviði að textinn sem boðið var upp á næði engan veg- inn yfir þann tilgang að tryggja ævarandi og óafturkallanlegt eign- arhald þjóðarinnar. Stjórnarand- staðan var þeirrar skoðunar. Þunga- vigtarmenn í Sjálfstæðisflokknum og samtök innan flokksins fullyrtu að frumvarpið væri í þykjustunni. Sú flókna umræða sem fram hefur farið hefur þó það einfalda innihald, sem snýst um það, hver eigi óveiddan fiskinn. Þjóðin eða útgerðin? Frum- varp ríkisstjórnarinnar hjó ekki á þann hnút. Textinn og orðalagið sagði ekki neitt nema í versta falli að skapa réttaróvissu og áframhaldandi pólitískt ósætti um það fyrirkomulag, sem nú er í gildi. Undirritaður efast í sjálfu sér ekki um að framsóknarmenn séu heilir í þeirri afstöðu sinni að innsigla sam- eign þjóðarinnar í stjórnarskrána. Það vill stjórnarandstaðan sömuleið- is. Eini dragbíturinn sökudólgurinn í málinu er Sjálfstæðisflokkurinn sem féllst því aðeins á framlagningu frum- varpsins að hann vissi sem var að frumvarpið skar ekki á neinn hnút. Frumvarpið hnekkti ekki meintum eignarrétti útgerðarinnar á fiski- stofnunum í hafinu. Flokkurinn gekk erinda sérhagsmunanna og þar ligg- ur hundurinn grafinn. Í stað sleggju- dóma hver í annars garð ættu menn að beina sjónum sínum að þeirri aug- ljósu staðreynd að það var Sjálfstæð- isflokkurinn sem eyðilagði málið með því að leggja til orðalag í textann sem var flækjufótur og öfugmæli. Það voru sérhagsmunirnir sem réðu för og komu í veg fyrir að það tækist að standa vörð um hagsmuni almenn- ings og þjóðarinnar. Að því leyti er málið ekki dautt, vegna þess að í komandi kosningum hlýtur að þurfa að takast á um það hvort hér skuli fara fyrir landi og þjóð stjórnmálaöfl sem eru hand- bendi sérhagsmuna og kvótahafa. Það dettur engum í hug að rústa atvinnuveg sjávarútvegs og fiskveiða. Útgerðin hefur áfram sinn nýting- arrétt samkvæmt lögum. Um það snýst heldur ekki þessi deila. Hún snýst um það hver eigi þessa nátt- úruauðlind: þjóðin eða útgerðin. Þó að það hafi mistekist að ná þessu máli fram blasir við öllum að hér er verið að takast á um almanna- hagsmuni annarsvegar og sérhags- muni hinsvegar. Í þetta skipti hafði útgerðin og Sjálfstæðisflokkurinn betur. Þetta er það sem þeir standa vörð um, ef þeir komast áfram til valda. Sérgæskuna. Er ekki kominn tími til að gefa þessum sérhagsmuna- postulum frí? Þjóðin eða útgerðin? Eftir Ellert B. Schram Höfundur er varaþingmaður. Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar Í Morgunblaðinu í gær dregur Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra fram mjög villandi mynd af þróun barnabóta. Staðreyndin er sú að þegar litið er yfir kjörtímabil þessarar ríkisstjórnar allt frá árinu 1995 hafa barnabætur verið skertar að meðaltali um rúman 1 milljarð á hverju ári á árunum 1995–2005 eða samtals um 10,5 milljarða. Verkalýðshreyfingin knúði síðan ríkisvaldið til að hækka barnabætur í tengslum við kjarasamninga og er það fyrst á yfirstandandi ári sem raunhækk- un verður á barnabótum eftir 11 ára skerðingartímabil. Í höndum þessarar ríkisstjórnar hafa barna- bætur breyst í láglaunabætur en á síðasta ári byrjuðu barnabætur að skerðast hjá einstæðum foreldrum við 77 þúsund krónur en verklýðs- hreyfingin knúði ríkisvaldið til að hækka þessa fjárhæð á þessu ári í 93 þúsund kr. sem er engu að síð- ur vel undir lágmarkslaunum. Framsetning ráðherrans er líka villandi þegar hann setur fram að barnabætur miðist nú við 18 ára aldur en ekki 16 ára aldur eins og áður var. Ráðherrann lætur vera að geta þess að það gildir aðeins um tekjutengdar barnabætur en ekki ótekjutengdar sem greiðast aðeins til 7 ára aldurs barna. Á árinu 1995 þegar þessi ríkisstjórn tók við voru ótekjutengdar barna- bætur greiddar til 16 ára aldurs barna. Jóhanna Sigurðardóttir Blekkingar fjár- málaráðherra Höfundur er alþingismaður. FORELDRAVERÐLAUN Heim- ilis og skóla – landssamtaka foreldra verða veitt þann 15. maí nk. í 12. sinn. Að auki verða veitt hvatning- arverðlaun til einstaklinga, skóla, sveitarfélaga og fyrirtækja ef tilefni þykir til. Með þessari verðlaunaaf- hendingu vill Heimili og skóli vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer í grunnskólum landsins og stuðla að öflugra samstarfi heimila og skóla, sveitarfélaga og fyr- irtækja. Þetta er í fyrsta skipti sem það stendur til að veita sveit- arfélögum og fyrirtækjum for- eldraverðlaun og er tilgangurinn með því að hvetja sveitarstjórn- armenn og stjórnendur fyrirtækja til að gefa starfsfólki sínu svigrúm til að sinna skólagöngu barna sinna. Heimili og skóli vill þannig hvetja alla til að vinna að fjölskylduvænni starfsmannastefnu og er það allra hagur ef vel tekst til. Heimili og skóli leita eftir ábend- ingum um þá einstaklinga, sveit- arfélög, fyrirtæki, félög eða skóla sem hafa stuðlað að árangursríkum leiðum við að efla samstarf foreldra og kennara og komið á jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla. Í ár verður sérstaklega horft til eft- irfarandi viðfangsefna:  Markviss, öflugs og skipulegs starf foreldraráðs eða foreldra- félags.  Þróunarverkefna sem taka til samstarfs heimila og skóla.  Nýbúafræðslu þar sem mark- visst er unnið með foreldrastarf.  Sveitarfélaga sem styðja mark- visst við foreldrasamtök og foreldra í sínu sveitarfélagi.  Fyrirtækja með fjölskyldu- væna starfsmannastefnu. Verkefnið sem tilnefnt er verður að hafa skýran tilgang, hafa fest rætur og sýnt fram á varanleika. Það er mikilvægt að foreldrar komi með einhverjum hætti að verkefninu. Sérstök dómnefnd mun velja verkefni til verðlauna sem uppfylla eitt eða fleiri af ofantöldum við- miðum og eru í samræmi við skil- yrðin sem fram hafa komið. Ég vil hvetja ykkur til að skoða skólasamfélagið ykkar sem og nær- samfélagið og tilnefna þá aðila til foreldraverðlauna árið 2007 sem þið teljið hafa lagt þessum málum lið og eflt samstarf heimila og skóla á ein- hvern hátt. Það er hægt að senda inn tilnefningar á rafrænan hátt með því að fara inn á heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is og fylla út eyðublað þar. Síðasti skiladagur tilnefninga er 4. apríl 2007. SJÖFN ÞÓRÐARDÓTTIR, verkefnastjóri og í stjórn Heimilis og skóla. Foreldraverðlaun 2007 Frá Sjöfn Þórðardóttur: BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.