Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónína VigdísKristjánsdóttir Schram fæddist á Vesturgötu 36 í Reykjavík 14. júní 1923. Hún lést í Reykjavík 28. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Lára Jónsdóttir Schram húsmóðir, f. 30.10. 1896, d. 8.3. 1985, og Kristján (Ellertsson) Schram skipstjóri, f. 11.10. 1895, d. 8.2 1984. Systir Vigdísar var Magðalena, f. 14.9. 1926, d. 13.1. 1973. Vigdís giftist 17. júní 1943 Ragnari Tómasi Árnasyni, stór- kaupmanni og síðar útvarpsþul, f. 13.3. 1917, d. 3.3. 1984. Foreldrar hans voru Kristrún Tómasdóttir Hallgrímsson, síðar Benediktsson píanóleikari, f. 7.6. 1878, d. 18.9. 1959, og Árni Benediktsson stór- kaupmaður, f. 3.12. 1887, d. 10.4. 1964. Börn Vigdísar og Ragnars eru: 1) Kristján Tómas læknir og prófessor, f. 15.11. 1943, maki Hrafnhildur Ágústsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 3.12. 1945, börn þeirra eru: a) Hólmfríður Hildur, f. 23.5. 1967, maki William G. Schmidt, börn þeirra eru Kristján Ragnar, f. 9.6. 1999, Magnús Þór, f. 16.11. 2000, Þór Alexander Gert, f. 14.11. 2005, b) Vigdís Vaka, 24.9. 1971, fyrri maki How- ard Boulton, f. 16.11. 1971, d. 11.9. 2001, sonur þeirra er Frederick 18.8. 1970, börn þeirra eru Ingi- mar Tómas, f. 13.11. 1992, og Kristrún, f. 23.3. 1995, c) Kristján Tómas, f. 6.12. 1978, og d) Selma Lára, f. 10.12. 1993. 4) Ásta Krist- rún námsráðgjafi, f. 25.8. 1952, maki Valgeir Guðjónsson tónlist- armaður, f. 23.1. 1952. Börn þeirra eru a) Árni Tómas, f. 9.5. 1977, b) Tómas, f. 17.12. 1987, d 17.12. 1987, c) Arnar Tómas, f. 10.5. 1989, og d) Vigdís Vala, f. 9.3. 1993. 5) Hallgrímur Tómas viðskiptafræðingur, f. 25.1. 1961, maki Anna Haraldsdóttir íþrótta- kennari, f. 2.9. 1959. Börn þeirra eru: a) Ragnar Tómas, f. 2.2. 1986, b) Haraldur Tómas, f. 24.8. 1990, og c) Erla Guðbjörg, f. 9.2. 1996. Vigdís ólst upp á Vesturgötu 36b og bjó þar með fjölskyldu sinni til ársins 1958. Þá flutti fjöl- skyldan að Jörva við Vesturlands- veg á Ártúnshöfða. Árið 1968 flutti fjölskyldan að Rauðalæk 29 þar sem Vigdís bjó til æviloka. Vigdís lauk prófi frá Versl- unarskóla Íslands árið 1940 og starfaði um þriggja ára skeið á Morgunblaðinu. Hún var lækna- ritari á Rannsóknastofu Háskól- ans frá árinu 1968 til ársins 1993. Hún stundaði mikið hesta- mennsku og hannyrðir og var kunn fyrir mikinn áhuga sinn á ættfræði og sögu. Hún var félagi í Thorvaldsensfélaginu og Grikk- landsvinafélaginu. Útför Vigdísar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Tómas, f. 25.1. 2001, síðari maki Gavin Burke, f. 2.10. 1972, dóttir Annika Mary, f. 7.12. 2006, c) Þór- unn Lára Kristjáns- dóttir, f. 14.2. 1973, maki Benjamin Zim- mermann, f. 26.12. 1973, dætur þeirra eru Ella Soffía, f. 27.11. 2001, Nína Lára, f. 13.4. 2004, og Sundy Soffía, f. 11.8. 2006, og d) Kristín Ásta, f. 12.11. 1982. 2) Lára Margrét hagfræð- ingur, f. 9.10. 1947. Börn Láru og Ólafs Grétars Guðmundssonar læknis eru: a) Anna Kristín, f. 26.3 1966, maki Hjörleifur Kvaran, f. 1951. Börn Önnu Kristínar og Sig- urðar Böðvarssonar eru Lísa Mar- grét, f. 3.7. 1987, Eysteinn, f. 14.12. 1990, og Bjarki, f. 13.1. 1997. b) Ingvi Steinar, f 24.3. 1973, maki Sigrún Guðný Mark- úsdóttir, f. 14.9. 1968, barn þeirra er Anika, f. 10.5. 2003. c) Atli Ragnar, f. 14.3. 1976, maki Elín Valgerður Margrétardóttir, f. 9.10. 1972. 3) Árni Tómas læknir, f. 19.1. 1950, maki Selma Guð- mundsdóttir píanóleikari, f. 26.10. 1950. Börn þeirra eru: a) Guð- mundur Tómas, f. 21.1. 1969, d. 27.11. 1994, sonur hans og Ólafar Sigríðar Valsdóttur er Guð- mundur Tómas, f. 27.4. 1995, b) Ragnar Tómas, f. 28.8. 1970, maki Sigríður Freyja Ingimarsdóttir, f. Miðvikudagurinn 28. mars var sól- bjartur og fagur, vorið handan við hornið. Við sjúkrabeðinn voru börn, tengdabörn og barnabörn. Kveðju- stundin nálgaðist óðfluga. Fallegir geislar gægðust inn um gluggann, fyrir utan sat þröstur á grein. Tákn- rænt. Einkennilega friðsæl stund. En samt svo erfið. Árin flugu hratt í gegnum hugann, viðburðarík ævi senn á enda runnin. Dugmikil og stolt kona hafði frá áramótum barist hetju- lega, þráði meiri tíma, hún skyldi og hún ætlaði. En baráttan tók sinn toll. Hún sættist loks við örlögin, viss um að finna frið og ástvini hinum megin. Í fjarlægð myndi hún fylgjast stolt með afkomendum sínum. Hvers vegna voru kveðjulokin svo ljúfsár? Árin höfðu flogið fram, ótal gleðistundir, en samt svo margt ógert. Úr þessu yrði engu breytt og engu bætt við. Kannski var það lexía fyrir framtíðina? Æðsta takmark mömmu var að koma börnum til manns. Hún kunni að ögra og hvetja til dáða: „Ef sverð þitt er stutt, gakktu þá feti framar.“ Ekki vert að hrósa um of, gæti slaknað á klónni og værukærðin færst yfir. En barna- börnin skyldu njóta ástar, hlýju og vinarþels í enn ríkari mæli. Hún var hafsjór af fróðleik um liðna tíma, óþreytandi að segja sögur. Ást og virðing fyrir þeim sem á undan gengu. Reykjavík á fyrri árum, Vest- urgatan og Vesturbærinn í ljóma skútuskipstjóra og sjómanna. Húsið á Eyrarbakka og tónlistin hans pabba. Stolt að vera borin og barnfæddur Reykvíkingur í marga ættliði. Og allt það góða skyldi hún kenna þeim sem á eftir kæmu. Hallgrímur Tómas Ragn- arsson, Anna Haraldsdóttir. Þegar ég minnist Vigdísar Schram tengdamóður minnar streyma fram fjölmargar jákvæðar minningar um kynni okkar og samveru á liðnum áratugum. Fyrsta fund okkar bar að á þann hátt, sem mér er alltaf minn- isstæður. Þá bjó fjölskyldan á Jörva á Ártúnshöfða en þangað höfðu þau Ragnar og Nenna ákveðið að flytja ásamt börnum og hrossum, árið 1958, eftir að hestahald var ekki lengur leyft inni í bænum. Árni Tómas, son- ur þeirra, og ég vorum byrjuð að draga okkur saman og hann hafði boðið mér í reiðtúr. Þegar við snerum heim í hlað aftur var Nenna þar fyrir og reyndi ég hvað ég gat að bera mig vel þegar ég brölti af baki, lítt vön hestum, og kynnti mig svo fyrir henni. Frá fyrstu tíð vakti hún virð- ingu mína og hrifningu fyrir glæsi- leika, fallegt fas og trausta skaphöfn. Hún hafði erft fríðleika Schramfjöl- skyldunnar í bland við svipmikið útlit móðurfólks síns, í báðar ættir komin af rótgrónum Vesturbæingum, ein- stöku sómafólki sem ég átti eftir að fá að kynnast í gegnum tíðina og læra mjög vel að meta. Þetta var einkum sjómannsfólk sem búið hafði í Vest- urbænum og á Seltjarnarnesi í marga ættliði, á bæjum eins og Miðseli, Ráðagerði, Gróttu og Hlíðarhúsum, en þó fyrst og fremst við Vesturgötu og Stýrimannastíg. Nenna var afar fjölskyldurækin kona, sem kom m.a. fram í einstaklega nánu og þéttu sam- bandi hennar við foreldra sína, þau Láru og Kristján Schram á Vestur- götu 36B, en í því fjölskylduhúsi bjuggu þau Ragnar og Nenna frá upphafi sambúðar sinnar þar til þau fluttust á Jörva, og þar fæddust þeim fjögur elstu börnin. Nenna kynntist Ragnari innan við tvítugt og má segja að hann hafi komið eins og riddari á hvítum hesti inn í líf hennar og sigrað hjarta hennar í einu vetfangi. Sagan af fyrstu kynnum þeirra og aðdrag- anda ævilangrar sambúðar var æv- intýri líkust. Frá því og svo mörgu fleiru, sem tengdist lífi þeirra og fjöl- skyldu, kunnu þau Nenna og Ragnar afar vel að segja í lifandi, litríkri frá- sögn. Fjölskylda Ragnars var ekki minna spennandi en hinar gamal- grónu reykvísku ættir Nennu. Ragn- ar átti ættir að rekja til Hússins á Eyrarbakka en einnig til presta og lækna frá Grenjaðarstað og Hólmum í Reyðarfirði, að ógleymdum sjó- mönnum og bændum sem voru föð- urfólk hans úr Arnarfirðinum. Þessi fjölskyldutengsl voru Nennu afar dýrmæt. Samband hennar við Krist- rúnu tengdamóður sína var kærleiks- ríkt og náið og bjó Kristrún inni á þröngt skipuðu heimili þeirra hjóna á Vesturgötu um nokkurra ára skeið og hélt þar bæði uppi hljóðfæraslætti og söng auk þess sem hún sat við útsaum á gullfallegum veggteppum. Kristrún var ein af fyrstu menntuðu píanóleik- urum landsins og afar listfeng kona. Fáir hafa haldið merki hennar og minningu meira á lofti en Nenna. Hún stuðlaði einnig að því að öll börn þeirra Ragnars eignuðust sitt hvert af veggteppum Kristrúnar og prýða þau nú stofur margra heimila. Sjálf lærði Nenna margt af tengdamóður sinni og var m.a. orðin mjög slyng við útsaum auk þess sem ég hygg að margar mataruppskriftir hennar hafi komið úr Húsinu á Eyrarbakka í gegnum tengdamömmu og var hún óspör á að miðla þeim. Hún kenndi mér m.a. að elda jólarjúpurnar með aðferð sem ég held enn í heiðri. Síðasta aðfangadagskvöld er mér eftirminnilegt fyrir þær sakir að þá var Nenna með okkur, sem búum nú á Vesturgötu 36B, glöð og kát, og átti vart orð til að lýsa því hvað rjúpurnar mínar hefðu heppnast vel. Þá var nú gaman að vera til. Eftir fráfall Ragnars árið 1984 hélt Nenna áfram búi á Rauðalæk 29. Þá kom það sér vel hversu vinmörg hún var og vinsæl því einvera átti lítt við hana, svo félagslynd sem hún var. Síðastliðið ár var viðburðaríkt, hún naut þess að fara í brúðkaupsferð til Írlands í brúðkaup Vigdísar nöfnu sinnar og sonardóttur. Um mitt sum- ar fór hún með okkur fjölskyldunni upp á Snæfellsjökul á vélsleða og nokkrum vikum síðar í Spánarferð með vinkonum sínum. En oft bregður sumri skjótt. Snemma í janúar veikt- ist Nenna illa og náði sér ekki á strik á ný þrátt fyrir bestu umönnun þeirra sem hana önnuðust og umhyggju barna, barnabarna og vina sem streymdu til hennar. Afi Bonni hefði orðið níræður 13. mars síðastliðinn. Nenna náði því að halda upp á daginn umvafin allri fjölskyldunni í veislu á heimili Hallgríms og Önnu. Það var dýrmæt stund. Ömmu Nennu verður sárt saknað en minning hennar lifir. Selma Guðmundsdóttir. Nenna tengdamóðir mín hefur nú kvatt okkur og lagt í sína síðustu för. Ég kynntist henni fyrir rúmum þrjá- tíu árum þegar ég kom í heimsókn á Rauðalækinn, nýbakaður heitmaður „draumadísar pabba síns“, Ástu Kristrúnar. Mér var tekið vel og með miklum höfðingsskap af þeim Nennu og Ragnari Tómasi og aldrei gleymist jólamáltíðin þegar tengdasonurinn verðandi bragðaði rjúpur í fyrsta sinn. „Er ekki sósan frábær?“ spurði Bonni með landsþekktri bassaröddu og sínu íbyggna brosi og leyndi sér ekki stolt- ið. Á Rauðalæknum kynntist ég sönn- um heimsborgurum sem ræktuðu samband sitt við liðna tíð, hefðir og arfleifð feðranna og mæðranna af mikilli alúð. Hér fóru saman góðar gáfur og listræn sýn á lífið. Tónlist skipaði veigamikinn sess á heimilinu og Bonni opnaði mér dyr í þann hjartfólgna fjársjóð sinn. Þrátt fyrir að mín eigin tónlist væri ekki á nótum Isis og Osiris var henni tekið af lifandi áhuga. Að því kom að ég stjórn- aði gerð hljómplötu með gömlum rev- íulögum. Þá var nú ekki komið að tóm- um kofunum á Rauðalæknum! Ég var leiddur inn í tíðarandann og sögur sagðar af leikurum og listamönnum og útvarpsfólki sem settu þennan hluta íslenskrar menningarsögu í alveg spánnýtt samhengi. Nenna Schram var skarpgreind kona, minnug svo af bar og frásagn- arsnjöll. Gamli Vesturbærinn, sem rætur hennar standa svo djúpt í, vakn- aði til lífsins í frásögnum svo skýrt fram settum að jaðraði við kvikmynd. Það sama gilti þegar bar á góma hina dramatísku fjölskyldusögu Ragnars Tómasar, langt aftur á 19. öldina. Hún Nenna var fræðimaður í eðli sínu og hefði með sínum góðu gáfum getað klifið akademísk standbjörg að vild, en tíðarandinn í kringum seinna stríð var slíkur að hún lét sér nægja versl- unarskólaprófið sitt. Hún var alla tíð sígrúskandi og margfróð um allar þær ættir sem að fjölskyldunni standa, ekki aðeins um nöfn og vensl, heldur líka um söguna, ævi og örlög fólksins á bak við nöfnin. Nenna var glæsileg kona, bæði í fasi og á velli, á þann hátt sem við tengjum stundum við hefðarfólk. Og það var það sem hún var: Hefðarfrú í öllum hugsanlegum merkingum orðsins. Staðföst á sínu og sjarmerandi húm- oristi í senn, hjálpsöm með afbrigðum og raungóð. Góð amma! Ég kveð tengdamóður mína með söknuði um leið og ég tileinka henni og Ragnari Tómasi á útfarardegi hennar lag sem ég hef nýverið samið við ljóðið „Sól stattu kyrr“ eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti. Ljóðið hefur alltaf ver- ið nátengt Nennu og Ragnari Tómasi og er í huga barna þeirra eins konar tákn fyrir ástarsól þeirra hjóna. Sól stattu kyrr! Þótt kalli þig sær til hvílu – ég elska þig heitar. Þú blindar mín augu, en þú ert mér svo kær og eins hvort þú skín, eða bæn minni neitar. Ég sæki þér nær, þótt þú færir þig fjær þótt þú fallir í djúpið mitt hjarta til geislanna leitar! Valgeir Guðjónsson. Elsku amma mín, ég vildi óska að ég gæti komið einu sinni enn í heim- sókn til þín á Rauðalækinn. Við gæt- um boðið öllum frændsystkinunum í mat og heyrt þig tala um ættarsögu okkar. Það væri nú gaman að heyra aftur sögur úr fjölskyldunni, kíkja í al- búmin þín og skoða gamlar myndir. Amma Nenna mundi öll nöfn fólks langt aftur í aldir og nöfn allra fjalla og dala á Íslandi. Hún var alltaf tilbúin að segja okkur skemmtilegar sögur og kenna okkur sögu lands og þjóðar. Þessar stundir okkar með ömmu Nennu eru ein helsta ástæða þess hve sterkt við systurnar erum tengdar Ís- landi þótt við höfum búið í Bandaríkj- unum frá fæðingu. Við systurnar höf- um farið til Íslands á hverju sumri. Amma tók alltaf á móti okkur í dyr- unum þegar við vorum litlar og sagði „dúllí dúll“ og lét eins og við værum bara að kíkja við úr Vesturbænum. Þegar við vorum með ömmu leið okk- ur alltaf vel og aldrei eins og við vær- um útlendingar í heimsókn á Íslandi. Amma var fjörug og skemmtileg. Hún kynnti okkur fyrir nýjum vinum, eldaði fyrir okkur kakósúpu í kvöld- mat og lánaði okkur fínu fötin sín þeg- ar við fórum út á kvöldskemmtanir. Hún var alltaf tilbúin til að keyra okk- ur hvert sem var. Hún keyrði okkur í reiðskólann hjá Rosemary, til Eyrar- bakka að skoða „Húsið“ sem langamma átti heima í, til Skálholts, til frænku okkar í sveitinni og þegar við vorum í Reykjavík keyrði hún okkur í bíó, á böll og í partí hjá vinum okkar. Hún kom meira að segja að sækja okkur þegar böllin voru búin klukkan þrjú á nóttunni. Amma Nenna kom líka oft í heim- sókn til okkar í New York og þegar við systurnar giftum okkur kom hún í öll brúðkaupin. Hún var líka alltaf tilbúin að koma í öll boð þar sem hún talaði hreykin um fjölskyldu sína. Í júní í fyrra kom hún í brúðkaup okkar Ga- vins á Írlandi, dansaði og var hrókur alls fagnaðar öllum til mikillar skemmtunar. Amma Nenna var dugleg kona, sjálfstæð og lét margt gott af sér leiða. Henni þótti vænt um okkur systurnar og lét okkur finna það. Í haust heklaði hún og saumaði út í gömlum stíl húfur fyrir tvær nýfæddar dætur okkar systra og eiga þær eftir að heyra margar skemmtilegar sögur um ömmu Nennu. Við systurnar eigum eftir að sakna elsku ömmu og finna til mikils tómleika þegar við komum til Íslands, sem verður aldrei aftur eins í okkar huga. Við vorum lánsamar að fá að kynnast svo vel þeirri frábæru konu, sem hún amma okkar var. Systur mínar, Hildur og Þórunn, verða fulltrúar okkar systra við útför ömmu, en því miður komumst við Kristín ekki. Vigdís Kristjánsdóttir Burke. Hún amma Nenna var alltaf mjög hress og málglöð og hafði alltaf eitt- hvað skemmtilegt til að segja frá. Hún sýndi okkur barnabörnunum alltaf mikla umhyggju og var mjög gjafmild og góð. Ég elskaði hana mjög mikið, og kunni að meta allt það sem hún gerði fyrir mig. Hún hafði verið hjá okkur fjölskyldunni á aðfangadags- kvöld. Hún var hress og kát og talaði mikið um skemmtilega hluti og hélt fjörinu uppi. Svo í byrjun janúar, þá hringdi hún sjálf í heimasímann hjá okkur, og enginn annar var heima en ég. Hún sagðist vera veik, og ég lét mömmu vita. Svo skömmu seinna var hún lögð inn á Landspítalann. Hún var víst mjög veik, en það bar hún alls ekki utan á sér. Hún leit mjög vel út miðað við veikindin. Í næstu heimsókn minni man ég að þegar ég kvaddi hana bað ég um að fá að vera í einrúmi með henni. Ég sagði við hana: „Vertu sterk amma mín, við treystum á þig. Ég veit alveg að þú getur þetta, ég elska þig.“ Hún gat ekki talað en það þurfti ekki, brosið hennar sagði allt sem þurfti. Svo var hún flutt á Grensás, í end- urhæfingu. Öll fjölskyldan var mjög dugleg að mæta þar, og Lára og Kiddi fylgdust mjög vel með í gegnum síma. Þetta gekk allt í haginn og hún leit mjög vel út. Ásta var mjög dugleg að hugsa um hana, um smáatriðin og stóru atriðin, og ég lít upp til hennar fyrir það. Ég var því miður ekki alveg nógu dugleg að heimsækja hana, og er ekki stolt af mér fyrir það. En hún vissi samt alltaf að mér þætti rosalega vænt um hana, og það finnst mér gott. Svo einhverju seinna fluttist hún á Grund, en náði ekki að vera mjög lengi þar. Ég var í miðjum skólatíma þegar ég frétti þetta. Að hún væri dáin. Hjartað í mér stoppaði og ég hljóp út, og hágrét. Svo kom Kiddi bróðir og sótti mig. Hann sagði mér að hún hefði dáið kvalalaust, hún hefði bara ekki vaknað um morguninn. Að þetta hefði verið fallegasti dauðdagi sem til væri. Og ég var sammála því og hætti að gráta. Ég fór upp á Grund, og sá hana þar. Svo friðsæla og fallega. Sólin skein á hana, og ég vissi að nú væri Guð að taka á móti henni. Sólin hætti ekki að skína þann dag, og ég vissi að það væri af því að Guð ljómaði af gleði að fá að sjá svona yndislega og full- komna manneskju koma til sín aftur, tilbúna að byrja nýtt líf uppi hjá hon- um. Ég kyssti hana á kinnina og fann til hlýju frá henni, og ég vissi að henni leið mjög vel þar sem hún var stödd. Ég vissi að hún væri komin á betri stað, og sæti nú á skýjunum og horfði brosandi niður á okkur, stolt í bragði. Ég mun aldrei gleyma hvað hún var góð, hress og virðuleg. Barngóð og hlýleg. Ég gæti ekki hugsað mér hana öðruvísi en hún var, hún var nánast fullkomnasta amma sem hægt er að hugsa sér. Ég mun aldrei gleyma þér elsku amma mín, ég elska þig og Guð geymi þig. Selma Lára Árnadóttir. Vigdís Kristjánsdóttir Schram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.