Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 22
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Sigrún Eldjárn barnabókahöfundurer handhafi Sögusteinsins, nýrrabarnabókaverðlauna IBBY ogGlitnis 2007, en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra af- henti verðlaunin við athöfn í Borg- arbókasafninu í Grófinni í gær, á al- þjóðadegi barnabókmennta. Sigrún er höfundur vel á fjórða tugs barnabóka. Hún er myndlistarmaður að mennt og ferill hennar hófst við mynd- skreytingar í bækur annarra. Hún söðlaði um, ákvað að spreyta sig sjálf á að skrifa og fyrsta bók hennar, Allt í plati, kom út árið 1980. Æ síðan hafa sögur hennar not- ið mikilla vinsælda meðal íslenskra barna. En hvaða bækur las Sigrún sjálf í æsku? „Ég las alls konar bækur; það var fjöl- breytt úrval: stelpubækur, Andrés önd á dönsku; en hann hefur haft djúpstæð áhrif á mig. Ég var mjög hrifin af bókunum um Óla Alxexander fíli-bomm-bomm-bomm eftir Anne-Cath. Vestly; ég var á réttum aldri þegar þær komu út. Ég las líka Enid Blyton, Ævintýrabækurnar sem allir krakkar gleyptu í sig. Lastu íslenskar barnabókmenntir, skáld- sögur, þjóðsögur og ævintýri? „Það var miklu minna úrval af íslensk- um barnabókmenntum. Ég las þó þjóðsög- ur og ævintýri – ekki mikið þó.“ Fannst þér það ekki skemmtilegt? Jú, sumt, en alls ekki allt. Það er óneitanlega samfélagslegur strengur í sögunum þínum, jafnvel sósíal- realismi; en samt sem áður eru þær sneisafullar af fantasíum og ævintýrum. Hvar sérð þú sjálfa þig milli þessara póla? „Mér finnst ég ekki vera mikill sósíal- realisti. Þegar ég var að byrja að skrifa mínar bækur, fyrir 26 árum, voru þannig bækur mjög ríkjandi. Ég var alveg búin að fá nóg af þeim. Ég held að í mínum sögum sé alltaf einhver fantasía og skrýtnar ver- ur. Það getur allt gerst í sögunum mínum, og ég vil ekkert endilega þurfa að útskýra hvernig hlutirnir gerast. Mér finnst gaman að láta ævintýralega hluti gerast.“ Hvort koma á undan hjá þér myndirnar eða sagan? „Ég kom inn í barnabókaheiminn sem myndlistarmaður og myndskreytti bækur eftir aðra. Fljótlega eftir að ég lauk námi í Myndlista- og handíðaskólanum fór ég að fá slík verkefni. En svo kom að því að mig langaði að ráða öllu sjálf og hætta að elt- ast við það sem aðrir skrifuðu. Ég samdi Allt í plati, og hélt að það yrði eina bókin mín. Það er ansi viðburðarík saga – mér fannst svo margt þurfa að komast fyrir í henni. En síðan þá hefur komið út alla vega ein bók á ári. Karakterarnir mínir verða mjög gjarnan fyrst til sem teikning. Þegar ég búin að búa til einhvern sem mér líst vel á fer ég að spá í hvað hann geti gert, og þá taka skrifin við. Ég held ég geti sagt að ég byrji á því að rissa, og svo að rissa og skrifa um leið. En það er svo sem engin regla á þessu, þetta fer kannski mest eftir því hvernig liggur á mér.“ Það er kannski viðkvæm spurning að séu dugl er forsen lesa. Þa menntan ekki sem fullorðin Hvað hreppa S „Það h mjög up starfi að teikna e er til fól ur er að það sé v miklu m áfram.“ Það er menntir biðja þig að svara því hvaða persónur þín- ar standi þér næst. „Bíddu nú við. Ég held ég geti alveg sagt að Málfríður, mamma hennar og Kuggur, sé það fólk sem ég hef sinnt lang- mest og yfir lengstan tíma. Ég held ég geti alveg sagt að þau standi mér næst, án þess að móðga hina mikið. Annars er ég frekar ánægð með allt þetta fólk mitt.“ Því er talsvert haldið á lofti að bóklestur minnki og sum börn hætti jafnvel alveg að lesa bækur. Hefur þú áhyggjur af því? „Nei, ekkert sérstaklega. Það eru helst krakkar sem eru að verða unglingar og unglingar sem eru farnir að lesa minna en þeir gerðu – þeir hafa svo margt annað að gera. En ég held að yngri krakkar lesi al- veg helling. Það er mikið agiterað fyrir bóklestri í skólum og ég held að foreldrar Fantasía og skr Sigrún Eldjárn er handhafi Sögusteinsins, barnabókav Uppörvandi Sigrún Eldjárn segir uppörvandi að hljóta Einari Sveinssyni stjórnarformanni Glitnis, eiginmanni Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra 22 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GEGN PLASTPOKUM Sagt er að margt af því, sem tilframfara hefur orðið síðustuáratugi, eigi uppruna sinn í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þar fæðist nýjar hugmyndir í ríkara mæli en annars staðar í heiminum. Nú er fólk í Kaliforníu, nánar til- tekið í San Francisco, að skera upp herör gegn plastpokum. Borgaryf- irvöld þar hafa bannað plastpoka í stórmörkuðum og helztu lyfjaverzl- unum. Bandarískt dagblað segir, að borgarbúar noti 181 milljón plast- poka á ári og Bandaríkjamenn allir um 100 milljarða plastpoka. Í heim- inum öllum er gert ráð fyrir að um 500 milljarðar plastpoka séu notað- ir. Samkvæmt því, sem fram kom í Morgunblaðinu í gær, drepa plast- pokar um 100 þúsund fugla á ári, hvali, seli eða skjaldbökur. Dýr fest- ast í þeim eða éta þá. Plastpokar eru 47% af rusli, sem fýkur burt af urð- unarsvæðum. Í San Francisco segja menn að ol- íusparnaður við plastpokafram- leiðslu geti numið meðaleyðslu 140 þúsund bíla. Allt er þetta mjög athyglisvert. Rökin gegn plastpokanotkun eru mjög sterk. Hvers vegna fylgjum við ekki í kjölfarið á íbúum San Franc- isco og bönnum plastpoka? Dag hvern fyllum við plastpoka af vörum og göngum út úr verzlunum með þessa poka, sem hafa meiri nei- kvæð áhrif á umhverfið en flest ann- að, sem við tökum okkur fyrir hend- ur frá degi til dags. Við ræðum um hinar stóru línur í umhverfisvernd, stórvirkjanir og mengandi áhrif stóriðju, eldsneytis- notkun farartækja, svo sem bíla og flugvéla. Nú eru umhverfisverndar- sinnar byrjaðir að benda á að lág- gjaldaflugfélögin, sem hafa gert fleirum kleift að ferðast, hafi með tíðum ferðum stóraukið mengun frá flugvélum. Við tökum hins vegar ekki eftir plastpokunum, sem við höldum á dag hvern. Það er orðið tímabært að hefja stórfelldan áróður fyrir því að hinn almenni borgari gæti umhverfis- verndarsjónarmiða í daglegu lífi sínu. Það hefur áreiðanlega náðst töluverður árangur í að flokka sorp. Fleiri og fleiri velta fyrir sér meng- andi áhrifum bílanna, stærð þeirra og gerð að öðru leyti. Svifryksum- ræðurnar, sem hafa blossað upp í vetur, sýna hve mikinn áhuga fólk hefur á þeirri mengun, sem að því snýr frá degi til dags. Og nú minna íbúar Kaliforníu okk- ur á plastpokana. Er ekki tímabært að kaupmenn íhugi þetta mál og leggi sitt af mörk- um til umhverfisverndar með því að ýta undir annars konar umbúða- notkun? Gamla fólkið, sem sést stöku sinn- um í matvöruverzlunum með töskur eða bandpoka, er nútímalegra í um- gengni við umhverfið en unga fólkið. ÞJÓNUSTA VIÐ BLINDA Hvernig verður best staðið að þvíað einstaklingar, sem eru blind- ir eða sjónskertir, njóti sín að verð- leikum og fái sömu tækifæri og aðrir? Í samtali í Morgunblaðinu í gær segir Halldór Sævar Guðbergsson, formað- ur Blindrafélagsins, frá hugmyndum um að setja hér á fót þekkingarmið- stöð til að þjóna blindum og sjón- skertum námsmönnum á öllum skóla- stigum. Fyrirmyndina hefur Halldór Sæv- ar frá Lúxemborg þar sem slík stöð er starfrækt. Þekkingarmiðstöðin sér til þess að hverjum og einum nem- anda, sem er blindur eða sjónskertur, sé veitt þjónusta í sínum skóla, allt upp í 20 tíma á viku. Þar vinna saman sálfræðingar, sjónþjálfar, umferlis- kennarar, kennarar og annað fagfólk. „Lykilsetning hjá þeim er að þau reyni að gera sig óþörf, að nemend- urnir verði það sjálfstæðir að tímun- um sé smátt og smátt fækkað,“ segir Halldór Sævar í samtalinu. Þessi hugmynd er ekki ný af nál- inni. Eins og fram kemur í máli Hall- dórs Sævars kom fram í skýrslu á vegum menntamálaráðuneytisins ár- ið 2004 að stofna ætti þekkingarmið- stöð hér á landi, en ekkert hefur gerst í málinu eftir það, auk þess sem blindradeild Álftamýrarskóla þar sem blind og sjónskert börn fengu menntun, var lögð niður það ár án þess að nokkuð kæmi í staðinn. „Það sem gerist er að fagþekkingin glutr- ast niður á mjög skömmum tíma,“ segir Halldór Sævar um afleiðingu þess að blindradeildin var lögð niður. Enginn vafi leikur á því að sé rétt staðið að hlutunum er hægt að tryggja það að blindir og sjónskertir sitji við sama borð og aðrir í mennta- málum. Að sama skapi getur það ver- ið dýrkeypt fyrir einstaklinga, sem ekki fá þessi tækifæri. Það sýna til dæmis frásagnir heyrnarlausra, sem fóru á mis við menntun í barnæsku og hafa goldið þess með einum eða öðr- um hætti síðan. Hugmyndin um þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta er góð. Reynslan frá Lúxemborg, þar sem búa um 450 þúsund manns, sýnir að hún er raunhæf og virkar í litlu sam- félagi. Ekki má heldur gleyma því að allur dráttur á þessum máli bitnar á þeim nemendum, sem fara á mis við þá þjónustu, sem innt yrði af hendi í þekkingarmiðstöðinni. Í samtalinu við Halldór Sævar kemur einnig fram að hann hafi í Lúxemborg heimsótt sex ára dreng, Má Gunnarsson, sem fluttur er þangað með fjölskyldu sinni til þess að geta notið þjónustu þekkingarmiðstöðvarinnar. Íslend- ingar geta ekki verið þekktir fyrir það að foreldrar fatlaðra barna flytji til útlanda vegna þess að viðunandi þjónustu er ekki að fá hér á landi. Ekki virðist vera ágreiningur um það hvort þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta eigi rétt á sér. Spurn- ingin er því aðeins hvenær hún verði stofnuð. Það má ekki dragast. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÁ því fyrsta bók Sigrúnar Eldjárn, Allt í plati, kom út árið 1980 hefur hún stöð- ugt komið á óvart með nýstárlegum myndlýsingum, frumlegum persónum og jafnvel áður óþekktu bókarbroti. Ferill Sigrúnar sem barnabókahöfundur og myndlistarmaður spannar meira en ald- arfjórðung og á þeim tíma hefur hún unnið sér sess á báðum sviðum. Framlag Sigrúnar til íslenskra barna- bókmennta liggur jafnt í hennar eigin textum og myndlýsingum við þá, sem og myndlýsingum við texta annarra höfunda. Bækur hennar, sem nálgast bráðum fjórða tuginn, um brjálaða vísindamenn, geimeðluegg og geðilla kirkjuverði, skilja eftir sig lifandi myndir sem börn kalla auðveldlega fram í huganum og börnin vísa jafnvel til Tímóteusar, Teits og gei- meðla sem raunverulegra persóna og fyr- irbæra. Sigrúnu hefur tekist vel að tengja íslenskar þjóðsögur og ævintýri við sí- fremst í og stafr hefur sk ekki fal breytile Sigrú nær sam milligön sitja við og aðrir um Sigr hugarflu Börnin rekki og ákvarða glata ba Af þe fleiri, te ugan við á Ísland hvatning verka í gilda, alþjóðlega sagnagerð og jafnvel vísindafantasíur og hrollvekjur. Hún hef- ur aldrei óttast að leita þangað sem aðrir ekki þora, í leit að nýjum landamærum og kynnt til sögunnar fyrirbrigði sem eiga sér ekki augljósa rót í raunveruleik- anum. Þó hafa hlutirnir einhvern veginn þróast þannig að raunveruleikinn nálgast smám saman hugmyndir Sigrúnar, á skjön við það sem almennt þekkist. Þegar Sigrún hafði áunnið sér sess meðal yngri lesenda með platsögum og drullumalli, beinagrindum og tímaflökk- urum, kynnti hún til sögunnar litla, feita bók fyrir aðeins eldri börn sem bar tit- ilinn Týndu augun. Í kjölfarið fylgdu tvær aðrar feitar og freistandi bækur sem tryggðu Sigrúnu endanlega sess í fremsta flokki íslenskra barnabókmennta- höfunda. Af þeim fjölmörgu bókum annarra höf- unda sem Sigrún hefur myndlýst standa Niðurstaða dómnefn Nýstárlegar myndlýsingar og frumlegar persónur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.