Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 25 UMRÆÐAN BeoSound 1 Risastór hljómur í nettum umbúðum. Hvernig hannar maður fyrirferðarlítið hljómtæki án þess að það komi niður á hljómnum? Með því að vinna sig afturábak. BeoSound 1 er geislaspilari og útvarp sem er innbyggt í öflugan hátalara og afraksturinn er hljómur sem kemur sannarlega á óvart. BeoSound 1 er fáanlegt í ýmsum litum sem hægt er að breyta eftir stíl herbergisins. BeoCenter 6 Breiðtjalds LCD tækið frá Bang & Olufsen, BeoCenter 6, er fáanlegt í 23” og 26” útgáfum. Sérstakt stafrænt inntak gerir þér kleift að nota BeoCenter 6 sem skjá fyrir tölvuna sem gæti þá skipað heiðursess hvar sem er, ekki síst með glæsilega hátalara frá B&O til beggja handa. Í hvert skipti sem kveikt er á tækinu aðlagar VisionClear tæknin myndina að ljósinu í herberginu. BeoCenter 6 er með innbyggt útvarp í 23“ útfærslunni. BeoCom 6000 BeoCom 6000 er þráðlaust símtæki sem einfaldar samskiptin á heimilinu. Síminn er einfaldur í notkun og hægt er að tengja allt að átta símtæki einni stjórnstöð. Stjórnstöðin sem hleður símann er glæsilega hönnuð úr burstuðu áli og fáanleg í tveimur útfærslum, til að hafa á borði eða festa á vegg. Nútímaklassík frá Bang & Olufsen         Síðumúla 21, Reykjavík. Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com www.bang-olufsen.com Guðbjörn Sigvaldason | 30. mars Tvískinnungur Vinstri grænna í umhverf- ismálum GETUR verið að Vinstri græn hafi aðra stefnu í umhverf- ismálum eftir því hvort þau eru í minnihluta- eða meirihluta- samstarfi? Í minnihluta krefjast þau að fyrirhugaðar framkvæmdir fari í umhverfismat en í meirihluta dugar huglægt mat fulltrúa þeirra. Meira: gudbjorns.blog.is/ Ómar G. Jónsson | 1. apríl Lífshlaup Þing- vallaurriðans MIKLAR umræður hafa farið fram í þjóð- félaginu á und- anförnum árum um hrun og uppbyggingu á Þingvallaurriðanum. Í þessum umræðum hafa komið fram fjölmörg sjónarmið manna varðandi verkefnið og þar inn á milli hreinar ranghugmyndir vegna vanþekkingar á aðstæðum. Meira: omargjonsson.blog.is EITTHVERT einkennilegasta háttalag hægrimanna, og reyndar fleiri pólitískra keppinauta Vinstri grænna, er afneitun. Þetta hátta- lag kemur mis- sterkt fram eftir atvikum. Þegar markaðsfrjáls- hyggjan er varin er því til dæmis gjarn- an slengt fram að annað sé forræð- ishyggja. Í ónefndu sveitarfélagi, sem ég þekki nokkuð til í, hefur það jafnvel heyrst að ekki mætti ræða með hvaða hætti skólastarf ætti að vera, það væri miðstýring og forræðishyggja. Það er ekki þannig! Annað tilbrigði við afneitun er þegar hægrimenn fullyrða að kyn- bundinn launamunur sé ekki til staðar. Seinast heyrði ég í morg- unþætti á Stöð 2 þar sem voru stjórnmálakonurnar Guðfríður Lilja frá Vinstri grænum og Sig- ríður Andersen frá Sjálfstæð- isflokki. Sigríður sagði að launa- munur kynjanna ætti ekki við rök að styðjast, hún vissi meira að segja um tölfræðing sem væri bara búinn að gefast upp á að reyna að sýna fram á hvernig við „sem viljum hemja einstaklings- framtakið“ hefðum rangt fyrir okkur. Fátækt – er ekki til! Þriðja tilbrigðið er síðan þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Stefán Ólafsson eru að ræða um hvort fátækt sé til á Íslandi, hvort Gini-stuðullinn segi þetta, eða gefi hitt til kynna. Hannes Hólmsteinn heldur fram að fátækt á Íslandi sé engu meiri í dag en fyrir tólf árum. Þessar fullyrð- ingar Hannesar eru móðgandi. En þær eru ekki endilega móðgandi fyrir mig. Þær eru móðgandi fyrir þá sem eru fátækir. Gini-stuðull eða VG-stuðull? Ögmundur Jónasson hefur ann- an háttinn á við að skoða hvort fá- tækt hefur aukist á undanförnum tólf árum. Í Morgunblaðinu hinn 23. febrúar setur hann fram annan stuðul sem má kalla Ögmund- arstuðulinn eða VG-stuðulinn. Hann er svona: Hvort er auðveldara nú eða fyr- ir tólf árum að vera: a) tekjulítill og húsnæðislaus, b) tekjulítill og heilsuveill, c) tekjulítill og með börn á framfæri? Niðurstaðan er að það er mun erfiðara nú. Það orsakast fyrst og fremst af því að ríkisstjórnin hef- ur vegið að öryggisneti velferð- arkerfisins með svo miklu offorsi að það hefur skaðast stórkostlega. Tekjulítið fólk getur ekki eignast húsnæði í dag því félagslega kerf- ið er ónýtt, barnabætur hafa stað- ið í stað, sjúklingagjöld hafa auk- ist mjög og svo mætti áfram telja. Margt fólk hefur því einfaldlega ekki efni á að hafa sómasamlegt þak yfir höfuðið, verða veikt eða ala upp börn sem hafa sömu möguleika til að þroskast og önn- ur börn. Þegar við leggjum mat á þjóðfé- lagið, á hina pólitísku umræðu, þá eigum við að gæta okkar á því að stimpla ekki endalaust, vísa á bug og benda út í loftið. Við eigum að sýna fólki þá virðingu að tala við það en ekki um það, og halda ekki fram að upplifanir þess séu lygi og tómt hjóm. Þeir sem upplifa að fyrirætlanir Vinstri grænna um betra skólastarf, að leiðrétta launamun kynjanna og útrýmingu fátæktar sé forsjárhyggja verða að eiga það við sig. Ég kýs að kalla það frelsi. Frelsi frá mennt- unarleysi, frelsi til jafnræðis og frelsi frá örbirgð. Hverjir eru þá postular frelsisins í íslenskum stjórnmálum? Vinstri græn. Frelsi frá fátækt, mennt- unarleysi og veikindum Gestur Svavarsson skrifar um efnahagsmál Höfundur er í þriðja sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Percy B. Stefánsson | 1. apríl Eru stjórnmálamenn í raunveruleika okkar, sínum eða engum? STJÓRNMÁL snúast um fólk. Mig og þig, venjulega Íslendinga sem lifum raunveru- leika dagsins í dag. Stjórnmál snúast um kærleika í verki, gagnkvæma virðingu, umbyrðarlyndi og skilning á grunnþörfum manneskjunnar. Í gamalli bók segir að „hinn vitri mað- ur deyi pínulítið á degi hverjum á meðan hann fer frá gömlum hugs- unum, leiðum fortíðar og vana og lærir að hugsa og lifa upp á nýtt“. Meira: percival.blog.is RÍKISSTJÓRN Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks hef- ur ekki staðið sig í málefnum aldr- aðra. Kjör þeirra hafa versnað á undanförnum árum, jafnvel í góðærinu og skattalækk- unum, sem orðið hafa, eru aldraðir einkum sá hópur sem hefur setið eft- ir. Lífeyrir hefur ekki fylgt almennri launaþróun og skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hafa einkum komið hinum tekju- háu til góða. Aldraðir fylla almennt ekki þann flokk. Á þessu þarf að verða breyting. Íslenskt samfélag hefur tekið miklum stakkaskiptum á und- anförnum áratugum. Tuttugasta öldin er öld stórstígustu framfara sem orðið hafa á Íslandi. Kyn- slóðin sem skaut traustum stoðum undir atvinnulífið, sem barðist fyr- ir bættum kjörum og félagslegum rétti, kynslóðin sem byggði upp velferðarkerfið sem við búum við í dag, það er kynslóðin sem nú fyllir flokk aldraðra. Þjóðinni ber skylda til að búa vel að brautryðjendum sínum og sjá til að aldraðir þurfi ekki að hafa áhyggjur af afkomu sinni og aðbúnaði. Það er það minnsta sem við getum gert. Á það hefur hins vegar skort og það er afar brýnt að á því verði breyting. Tækifærið til þess er í vor þegar gengið verður að kjörborðinu og það tækifæri má ekki láta ónotað. Á sama tíma og kaupmáttur hef- ur almennt aukist, bæði vegna kjarasamninga, skattalækkana og annarra atriða, hefur kaupmáttur lífeyrisgreiðslna ekki fylgt með. Lífeyrir hækkar ekki reglubundið eins og laun skv. kjarasamningum og skattalækkanir hafa ekki skilað sér til tekjulægstu hópanna, þ.m.t. þeirra sem eru á lífeyri hvers kon- ar. Persónuafslátturinn hefur langt í frá fylgt almennri verðlagsþróun frá því honum var komið á með staðgreiðslunni á níunda áratugn- um. En persónuafslátturinn í skattkerfinu er sá þáttur sem skiptir lágtekjufólk mestu máli, hann ræður því við hvaða tekju- mörk fólk byrjar að greiða tekju- skatt. Fyrir aldraða, sem flestir hverjir hafa eingöngu lífeyr- isgreiðslur til framfærslu, myndi hækkun persónuafsláttar hafa mik- il áhrif til að bæta kjör þeirra. Vel má hugsa sér að sérstakur per- sónuafsláttur bætist við þá sem eingöngu eru með lífeyrisgreiðslur, vilji menn koma í veg fyrir að allir, líka þeir tekjuhæstu, njóti hækk- unar persónuafsláttar. Hugmyndir um lægra skattþrep fyrir lífeyr- isgreiðslur koma einnig vel til álita. Meginatriðið er að það verð- ur að auka kaupmátt lífeyr- isgreiðslna, og það strax. En fleira en kaupmátturinn varðar aldraða sérstaklega. Upp- bygging þjónustu fyrir aldraða hefur því miður setið á hakanum um langt skeið. Stórbæta þarf heimahjúkrun og samþætta hana félagslegri heimaþjónustu sveitar- félaganna. Aukin og bætt hjúkrun og þjónusta á heimilum getur gert mörgum kleift að búa lengur heima og það eru vissulega margir sem það kjósa. Ennfremur þarf að taka á í uppbyggingu hjúkr- unarheimila, einkum á höfuðborg- arsvæðinu þar sem biðlistar eru langir. Þar þarf sérstaklega að horfa til þess að breyta fjölbýlum óskyldra í einbýli en einnig að tryggja að hjón séu ekki aðskilin þegar annað þarf á mikilli umönn- un að halda en hitt ekki. Því miður eru sífellt að berast fréttir um slíkt og það er samfélaginu til vansa. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki sinnt þessum málaflokki sem skyldi. Hún hefur verið of upp- tekin við álæðið og stóriðjustefn- una og að hlúa að fjármagnseig- endum og hátekjufólki. Í vor þarf að verða breyting. Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð leggur m.a. höfuðáherslu á samábyrgt velferð- arkerfi. Í því felst að við viljum nýta hinar almennu skatttekjur til að greiða fyrir grunnþjónustu vel- ferðarkerfisins og ýmist fella niður eða draga verulega úr þjón- ustugjöldum hvers konar á móti. Forsenda þess að það verði stefnu- breyting í málefnum aldraðra er að Vinstri græn viðhorf verði ráð- andi í næstu ríkisstjórn. Atkvæði greitt Vinstri grænum er verð- mætt atkvæði. Það er ávísun á allt annað líf. Stórbæta þarf kjör og aðstæður aldraðra Árni Þór Sigurðsson skrifar um áherslur VG í málefnum aldraðra Höfundur skipar 2. sæti VG í Reykjavík norður. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.