Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 29
ítölsku. Til þess að auka talfærni sína
og bæta sig í leiðsögustörfum vann
hann um tíma við umönnunarstörf á
sjúkrahúsi í Þýzkalandi og dvaldi um
tíma í Frakklandi og á Ítalíu. Hann
var að sjálfsögðu þegar góður ensk-
umaður eftir framhaldsnám í barna-
lækningum í Bandaríkjunum. Hon-
um dugðu ekki enska og danska, sem
ókunnir héldu að væri hans móður-
mál vegna ættarnafnsins. En Gunnar
var ekki danskur, þó að ætt hans væri
upprunnin í Danmörku. Hann hafði
kannað ættir sínar rækilega og skrif-
aði nýlega um þær í Lesbók Morg-
unblaðsins. Hann var Reykvíkingur í
húð og hár, borinn og barnfæddur í
Reykjavík eins og báðir foreldrar
hans. Við göntuðumst samt með það
okkar í milli að við værum báðir aldir
upp á danskan máta. Gunnari nægði
ekki að ljúka námi í Leiðsöguskólan-
um og afla sér meiri málakunnáttu.
Hann var sífellt að leita sér að meiri
söguþekkingu með þátttöku í alls
kyns námskeiðum og loks var hann
farinn að fást við fornleifafræði og
fornleifauppgröft.
Gunnar var auðvitað sjálfkjörinn
til að skipuleggja og stjórna árlegum
ferðalögum okkar bekkjarsystkina
hans og ferðalögum eldri lækna, inn-
anlands og utan. Þrátt fyrir veikindi,
sem Gunnar lét ekkert á bera en við
vissum af, stóð hann fyrir undirbún-
ingi að menningarferð eldri lækna,
sem ætlunin er að fara í vor. En hún
verður ekkert í samanburði við fyrri
ferðir þegar Gunnars nýtur ekki
lengur við. Það er til marks um sam-
viskusemi Gunnars að í einni slíkri
ferð tók hann sig út úr hópnum, sem
sat að kvöldverði, til að rifja upp
söguslóðir sem hann ætlaði að sýna
hópnum næsta dag. Það hafa engir
ferðalangar, hverrar þjóðar sem er,
verið sviknir af slíkum leiðsögumanni
og fararstjóra.
Á seinni árum hafa tengsl okkar
Gunnars og vinátta eflst. Hann var
jafnan hrókur alls fagnaðar í mán-
aðarlegum hádegisverði bekkjar-
systkinanna, þegar hann gat mætt
vegna anna við nám og störf eða
vegna annarra atvika. Það var alltaf
gott að hitta Gunnar, hann lagði gott
til allra með ljúfmennsku og góðu við-
móti. Fundir með honum og samvera
voru mannbætandi fyrir alla sem
nutu. Að Gunnari er hinn mesti
mannskaði.
Dætrum hans og fjölskyldum
þeirra votta ég innilega samúð.
Tómas Helgason.
Kallið er komið fyrir Gunnar Bier-
ing. Þegar Gunnar kom norður til
Hóla síðastliðið sumar lá honum á.
Hann ætlaði að hefja nám í fornleifa-
fræði og fékk að byrja á verknámi í
Hólarannsókninni. Stoltur fékk hann
líka í lok dvalarinnar að taka á móti
stórum hópi kvenna og segja þeim frá
uppgreftrinum.
Þetta gekk allt eins og í sögu.
Hann var nokkuð lúinn þegar hann
kom norður og hafði komið beint úr
ferð með hóp í útlöndum. Það var oft
kalsaveður og mikil vinna, svo honum
leið ekki alltof vel, en við gerðum
okkur ekki grein fyrir að hann væri
orðinn veikur.
Gunnar var mjög ákveðinn í því
sem hann vildi gera. Hann setti sér
markmið sem hann stefndi að og náði
þeim einu af öðru og lét ekkert trufla
sig á leið þangað. Eftir að hann varð
ekkjumaður hófst þessi nýi kafli í lífi
hans – nám og meira nám. Þar kom
fram í honum þessi barnslega ein-
lægni.
Gunnar var fyrst og fremst vinur
tengdaforeldra minna. Vinátta þeirra
og fleiri jafnaldra þeirra var náin.
Þau hittust öll reglulega við margs
konar tækifæri og hafa alltaf átt hlut-
deild í lífi og starfi fjölskyldna hver
annars. Slík vinátta er okkur yngra
fólkinu til eftirbreytni. Í fjölskyldu
minni finnst okkur það forréttindi að
hafa einnig átt vináttu Gunnars.
Við hjónin sendum einlægar sam-
úðarkveðjur til dætra hans og fjöl-
skyldna þeirra.
Málfríður Finnbogadóttir.
Fleiri minningargreinar
um Gunnar Hannes Biering bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA JÓNSDÓTTIR,
Víkurbraut 4,
Vík í Mýrdal,
andaðist á heimili sínu föstudaginn 23. mars.
Útför hefur farið fram.
Finnur S. Bjarnason,
Bjarni Jón Finnsson, Helga Ólafsdóttir,
Jón Ómar Finnsson, Lilja V. Björnsdóttir,
Hulda Finnsdóttir, Bárður Einarsson,
Rúnar Finnsson, Rannveig Einarsdóttir,
Anna Fía Finnsdóttir, Ársæll Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓHANNES INGIMAR HANNESSON
bóndi á Egg,
Hegranesi,
Skagafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks föstudaginn
30. mars.
Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 13. apríl kl. 13.00.
Jónína Sigurðardóttir,
Þórður Pálmar Jóhannesson, Sigurbjörg Valtýsdóttir,
Ingibjörg Jóhanna Jóhannesdóttir, Símon Edvald Traustason,
Pálína Sigríður Jóhannesdóttir, Bjarni Eyjólfur Guðleifsson,
Elín Gerður Jóhannesdóttir, Stefán Ævar Ívarsson,
Sigurður Jóhannesson, Annie Beraquit,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn,
HAFSTEINN MÁR SIGURÐSSON
fv. útgerðarmaður og skipstjóri,
Foldahrauni 40,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja föstu-
daginn 30. mars.
Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum laugardaginn 7. apríl kl. 10.30.
Ásta Sigurbjörnsdóttir,
Sigurður Þór Hafsteinsson, Auður Karlsdóttir,
Sædís Hafsteinsdóttir, Vilberg Kristinn Kjartansson,
Einar Oddberg Hafsteinsson, Rut Júlíusdóttir,
Unnur Dagmar Kristjánsdóttir,
Hafdís Ósk Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN ÁRNASON,
Austurströnd 12,
Seltjarnarnesi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 1. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Steinunn Friðriksdóttir,
Friðrik Helgi Jónsson, Guðný Ágústa Steinsdóttir,
Elín Guðrún Jónsdóttir, Thomas R. Lansdown,
Árni Frímann Jónsson, Guðný Ragna Jónsdóttir,
Ástríður Sigurrós Jónsd., Hjörtur Nielsen,
Jón Steinar Jónsson, Sólveig Erla Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GREIPUR KETILSSON,
lést á dvalarheimilinu Sólvöllum föstudaginn
23. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum starfsfólki Sólvalla góða umönnun.
Sigríður Greipsdóttir, G. Egill Sigurðsson,
Vigdís Greipsdóttir, Daníel Kristinsson,
Fjóla G. Ingþórsdóttir, Gunnar H. Reynarsson,
Ragnheiður Ósk Traustadóttir, Sigurður Greipur Traustason,
Kristinn Daníelsson, Berglind Daníelsdóttir,
Fjóla Daníelsdóttir, Axel Rúnar Guðmundsson
og barnabarnabörn.
✝
Ættfaðir okkar,
GRÍMUR GÍSLASON,
Garðabyggð 8,
Blönduósi,
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi laug-
ardaginn 31. mars.
Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju þriðjudaginn
10. apríl kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Orgelsjóð Blönduóskirkju, reikn. nr. 0307-18-930129, kt. 190334-2369.
Sigrún, Katrín, Sæunn, Gísli og fjölskyldur.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, stjúpsonur,
vinur okkar og bróðir,
BJARNI ÞÓRÐARSON
frá Hellissandi,
sem lést laugardaginn 31. mars, verður jarðsung-
inn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 7. apríl
kl. 14.00.
Jarðsett verður á Ingjaldshóli.
Hrefna Bjarnadóttir, Shaun Oliver,
Eggert Bjarnason, Helen Billington,
Katla Bjarnadóttir, Sigmundur Heiðar Árnason,
Bjarney Vigdís, Tanja, Svava, Matthías, Dádi,
Kristófer, Anton, Alyssa og Aletta,
Sigurlaug Sigurjónsdóttir,
Svava Eggertsdóttir, Lúðvík Kemp
og systkini hins látna.
✝
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
SVALA KRISTÍN ÓSKARSDÓTTIR,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Egils-
stöðum, fimmtudaginn 29. mars verður jarðsungin
frá Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 4. apríl og hefst
athöfnin kl 14.00.
Jón Sigfússon,
Sigfús Jónsson, Dagný Sylvía Sævarsdóttir,
Guðný Á. Jónsdóttir, Vignir Guðmundsson,
Eygló Þ. Jónsdóttir, Ben Shields
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORVALDUR LÚÐVÍKSSON
hæstaréttarlögmaður,
fyrrv. gjaldheimtustjóri,
Bólstaðarhlíð 15,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn
2. apríl.
Útför verður auglýst síðar.
Hervör Lilja Þorvaldsdóttir,
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir,
Lúðvík Þorvaldsson, Jóhanna Gunnarsdóttir,
Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ragnheiður Einarsdóttir,
Þórhallur Haukur Þorvaldsson, Kristín Rut Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar , tengdafaðir
og afi,
VALDIMAR BJÖRNSSON
skipstjóri,
Sóltúni,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 28. mars.
Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni miðvikudag-
inn 4. apríl kl. 15.00.
Steinunn Guðmundsdóttir,
Marta Guðríður Valdimarsdóttir,
Anna Steinunn Valdimarsdóttir,
Björn Valdimarsson, Sigríður Líba Ásgeirsdóttir,
Guðmunda Valdimarsdóttir, Hafsteinn Viðar Árnason,
Ásta Valdimarsdóttir, Kristján Gunnar Valdimarsson
og barnabörn.