Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 11
FRÉTTIR
-hágæðaheimilistæki
Miele ryksugur
á einstöku tilboðsverði
Miele S381 Tango Plus ryksuga
með 1800W mótor
Verð áður kr. 24.600
Tilboð:
Kr. 15.990
Fáanlegir fylgihlutir t.d.:
Hebafilter sem hreinsar loftið af
ofnæmisvaldandi efnum.
Kolafilter sem hreinsar óæskilega lykt.
Hentar vel fyrri þá sem eru með gæludýr.
Parketbursti úr hrosshárum sem skilar
parketinu glansandi.
Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með
stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er innbyggt í vélina.
Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur Miele heimilistækin
í einni glæsilegustu heimilistækjaverslun landsins.
AFSLÁTTUR
35%
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
VERNDUN og aðhlynning mann-
réttinda er afar mikilvægt málefni
innan utanríkisráðuneytis Íslands og í
hjarta utanríkisstefnu landsins, sagði
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráð-
herra m.a. við upphaf alþjóðlegrar
ráðstefnu um mannréttindasamninga
Sameinuðu þjóðanna í Norræna hús-
inu í gær. Hún fór um víðan völl í er-
indi sínu og sagði ljóst að Ísland
mundi halda áfram að stuðla að og
auka virðingu fyrir mannréttindum.
Valgerður kom m.a. inn á að 30.
mars sl. hefði verið skrifað undir nýj-
an alþjóðasamning SÞ um réttindi
fatlaðra og valfrjálsa bókun hans og
kvaðst hún vona að það yrði til að
auka réttindi fatlaðra.
Ekki hægt að segja að
okkur hafi orðið ágengt
Ráðherrann gerði stöðu kvenna og
barna einnig að umtalsefni sínu og
benti á að meira en sextíu milljón kon-
ur hefðu „horfið“ vegna fóstureyðinga
á kvenkyns fóstrum og morða á ný-
fæddum stúlkubörnum.
„Ísland leggur þunga áherslu á út-
rýmingu ofbeldis gegn konum og
upprætingu ofbeldis sem beinist gegn
börnum. Frásagnir af grimmdarleg-
um og niðurlægjandi refsingum, van-
rækslu, mansali, kynferðislegri mis-
notkun, manndrápum og öðrum
tegundum ofbeldis gagnvart börnum
hafa lengi verið þekktar, en alvarleiki
þessa víðtæka vandamáls hefur að-
eins nýlega verið
afhjúpaður – og
enn er margt hul-
ið,“ sagði Valgerð-
ur en jafnframt að
ofbeldi gegn kon-
um væri fyrir-
staða fyrir jafn-
rétti og þróun, og
það ætti aldrei að
líða eða réttlæta.
„Á meðan of-
beldi gegn konum og börnum heldur
áfram er ekki hægt að segja að okkur
hafi orðið ágengt á leiðinni til jafn-
réttis, þróunar og friðar.“
Valgerður sagði að af milljónum
flóttafólks víðs vegar um heiminn
væru um 80% konur og börn, og því
fólki sem væri á flótta yrði að finna
varanlega lausn. „Ísland hefur í mörg
ár tekið á móti flóttafólki og í febrúar
á þessu ári ákváðum við að Ísland
mundi stefna að því að taka reglulega
á móti flóttafólki hingað til lands.“
Verður það m.a. gert í samstarfi við
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna og Rauða kross Íslands.
Mikilvægi þess að vernda mann-
réttindi undirstrikað
Valgerður fór einnig yfir stöðu Ís-
lands í stríðinu gegn hryðjuverkum
sem hún sagði eitt erfiðasta mál okk-
ar tíma, þ.e. alþjóðasamfélagsins.
„Ísland undirstrikar mikilvægi
þess að vernda mannréttindi í
tengslum við stríðið gegn hryðjuverk-
um. Sú barátta verður að fara fram
með fullri virðingu fyrir alþjóðalög-
um, mannréttindum og lögmætisregl-
unni.“ Hún sagði einnig að hornsteinn
íslensku utanríkisstefnunnar væri að
stuðla að og auka virðingu fyrir
mannréttindum.
Stöðu kvenna
og barna verð-
ur að bæta
Valgerður
Sverrisdóttir
Mikilvægt að auka
virðingu fyrir
mannréttindum
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Í TILEFNI þess að nýlega voru lið-
in 40 ár frá því mannréttindasamn-
ingar Sameinuðu þjóðanna voru
samþykktir efndu Mannréttinda-
skrifstofa Íslands og Mannréttinda-
stofnun Háskóla Íslands til alþjóð-
legrar ráðstefnu í Norræna húsinu í
gær. Á henni voru til skoðunar áhrif
mannréttindasamninganna tveggja,
sem eru annars vegar samningur um
borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi
og hins vegar alþjóðasamningur um
efnahagsleg, félagsleg og menning-
arleg réttindi.
Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-
ráðherra setti ráðstefnuna. Fran-
çoise Hampson, prófessor við laga-
deild Essexháskóla og sérfræðingur
í undirnefnd Mannréttindaráðs SÞ,
fjallaði um gagnsemi SÞ við fram-
kvæmd alþjóðlegra mannréttinda-
skuldbindinga. Elisabeth Palm, sér-
fræðingur í Mannréttindanefnd SÞ
og fyrrum dómari við Mannréttinda-
dómstól Evrópu, fjallaði um tengsl
alþjóðasamnings SÞ um borgaraleg
og stjórnmálaleg réttindi og Mann-
réttindasáttmála Evrópu. Eivind
Smith, prófessor við lagadeild Ósló-
arháskóla, velti upp þeirri spurningu
hvort lögfesting væri nauðsynleg til
að tryggja innleiðingu samninganna
í landsrétt.
Samningar ekki fullgiltir hér
á landi fyrr en árið 1979
Björg Thorarensen, lagaprófessor
við Háskóla Íslands, fjallaði um sam-
spil stjórnarskrárbundinna mann-
réttinda og réttinda sem tryggð eru í
samningum SÞ frá árinu 1966. Að-
spurð hvernig gengið hafi að innleiða
mannréttindasamningana hérlendis
segir Björg það hafa gengið fremur
hægt framan af, en samningarnir
voru ekki fullgiltir hérlendis fyrr en
1979 og í raun var Ísland seinast
Norðurlanda til þess að fullgilda
samningana.
Að sögn Bjargar er ekki að sjá að
samningarnir hafi nein áhrif hér-
lendis, t.d. í dómaframkvæmd, fyrr
en eftir 1995 þegar stjórnarskránni
var breytt og meginreglur bæði
mannréttindasáttmála Evrópu frá
árinu 1950 sem og mannréttinda-
samninganna tveggja voru festir í ís-
lensku stjórnarskrána. „Eftir þessa
stjórnarskrárbreytingu er fyrst fyr-
ir alvöru farið að vísa til samninga
SÞ fyrir dómstólum auk þess sem
dómar fara í auknum mæli að taka
mið af samningunum sökum þess að
þeir túlka ákvæði stjórnarskrárinn-
ar í samræmi við mannréttinda-
samninga SÞ.“
Spurð hvort eðlilegt sé að það taki
marga áratugi að innleiða alþjóðlega
samninga í lög hérlendis segir Björg
mikilvægt að skoða þetta sem lið í
mun stærri þróun. „Raunar voru al-
þjóðleg mannréttindaákvæði ekki
sérlega mikið til skoðunar í innan-
landsrétti ríkja fyrr en á 9. áratug
síðustu aldar þótt samningarnir hafi
verið til síðan 1966,“ segir Björg og
bendir sem dæmi á að Mannrétt-
indadómstóll Evrópu, sem fjallar um
kærur vegna brota á mannréttinda-
sáttmálanum, hafi ekki orðið virkur
fyrr en eftir 1980 þótt sáttmálinn
hafi verið í gildi síðan 1950.
Aðspurð hvernig Ísland standi sig
í dag m.t.t. framkvæmdar og innleið-
ingar samninganna í samanburði við
hin Norðurlöndin segist Björg telja
að íslenska réttarkerfið sé hvað virk-
ast á Norðurlöndunum að Finnlandi
undanskildu, sem hafi nýlega endur-
skoðað stjórnarskrá sína og í meg-
indráttum sett ákvæði samninganna
inn í hana.
Bendir Björg á að í Noregi hafi
samningarnir aðeins verið settir í al-
menn lög en ekki stjórnarskrána og
ekki að sjá að þeir hafi neitt sérstakt
vægi. Þannig sé t.d. sjaldan vísað til
þeirra í dómum þar í landi.
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé
mikilvægt að tengja ákvæði þessara
samninga beinlínis við stjórnar-
skrána, þannig að þetta sé skoðað í
því samhengi þegar verið er að skoða
einstök mál, en ekki að stjórnarskrá-
in sé eitt og alþjóðasamningar eitt-
hvað annað. Ef þeir eru í stórum
dráttum að fjalla um sömu atriði, þá
hlýtur að þurfa að tengja þetta sam-
an til að veita raunverulega vernd,
því stjórnarskráin gengur öllum öðr-
um lögum framar,“ segir Björg.
Höfðu engin
áhrif hér fyrr
en eftir 1995
Morgunblaðið/G.Rúnar
Vel sótt Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands, var meðal framsögumanna á fjölmennri al-
þjóðlegri ráðstefnu um mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í Norræna húsinu í gærdag.
Alþjóðleg ráðstefna um mannréttinda-
samninga SÞ haldin í Norræna húsinu