Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 35 Krossgáta Lárétt | 1 undir eins, 4 áhöldin, 7 fálætið, 8 sund- fuglinn, 9 spök, 11 þveng- ur, 13 báru, 14 sterk, 15 nokkuð köld, 17 kletta- snasar, 20 gera vitstola, 22 tungl, 23 ótti, 24 víður, 25 heyið. Lóðrétt | 1 daunn, 2 mannsnafn, 3 vitlaus, 4 naut, 5 ílát, 6 konu, 10 hefur í hyggju, 12 grjót, 13 smákorn, 15 býr til, 16 kvendýrum, 18 slægju- landið, 19 undirnar, 20 tryllir, 21 sárt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gæfulegur, 8 ruddi, 9 tudda, 10 nýi, 11 mærin, 13 lúrir, 15 árann, 18 sigur, 21 ætt, 22 mótað, 23 æskir, 24 hamslausa. Lóðrétt: 2 ældir, 3 uxinn, 4 eitil, 5 undur, 6 fróm, 7 saur, 12 inn, 14 úti, 15 álma, 16 aftra, 17 næðis, 18 stæla, 19 gikks, 20 rýra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Leiðin sem virðist auðveldari freistar þín ef til vill, en einhverra hluta vegna er hún fáfarnari! Hafðu í huga ást- arsambönd eiga ekki að vera svona snúin. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú getur treyst því að áhyggjuefni þín leysast farsællega. Hugsanir þínar ferðast á ljóshraða og ef svarið er að finna undir sólinni þá kemur það til þín. (21. maí - 20. júní)  Tcíburar Það er ómælda gleði að finna í heiminum, en hvar? Það er nóg að minnast hins liðna til að hleypa gleðinni aftur inn í líf þitt. Þú kannt vel að vera hamingjusöm. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það þarf stórátak til að brúa bilið sem hefur myndast milli vinnu þinnar og einkalífs. Gott frí hjálpar þér að komast að kjarnanum og sameina þessi tvö svið lífs þíns. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það getur verið gagnlegt að horfa á hlutina í heild í listsköpun, en stundum er betra að skoða eitt smáatriði vel. Þú skalt ýkja hlutina í dag og skoða hvernig sýn þín á þá breytist við það. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Nú þegar þér finnst þú hafa komist að niðurstöðu í málinu, áttar þú þig á að umhyggja fyrir sjálfum þér og öðrum skiptir mestu máli. Tilfinningar þínar eru sterkari og dýpri en þú taldir mögulegt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þetta er upplagður dagur til að gera eitthvað einstaklega skemmtilegt. Þú þarft samt að bretta upp ermarnar og vinna í mikilvægu sambandi. Ekki einblína á það sem skortir í lífinu heldur það sem þú hefur. Það er dásamlegur eiginleiki. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér líður eins og barni í æv- intýri, allt svo skringilegt í lífinu þínu um þessar mundir. Þú þarft að hleypa meiri birtu í líf þitt og þá sérðu allt hið góða sem er í kringum þig. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Láttu vaða láttu hugann reika um víðan völl. Gættu þess bara að enginn liggi í valnum. Þú ert of skyn(söm/samur) til að gleypa við öllu sem verður á vegi þín- um. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Freistandi tilboð í ástarmálum líkist eplinu í aldingarðinum Eden. Það er afar freistandi en þú ert enginn kjáni. Ekki taka bita! Þú verður að gefa ástinni frelsi til að hún komi aftur til þín. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ef þú ert föst heima fyrir þá dreymir þig um að ferðast til fjarlægra landa. Ef þú ert erlendis langar þig aftur heim. En þú ert nákvæmlega þar sem þú átt að vera. Hvað annað? (19. feb. - 20. mars) Fiskar Fólk verður iðulega frægt yfir nótt. Þín frægð er ekki alveg svona dramatísk, en allt í einu vilja allir fylgjast með þér. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Db3 e6 5. Bg5 h6 6. Bh4 Rbd7 7. e3 Be7 8. Rc3 0–0 9. Bd3 b6 10. cxd5 cxd5 11. 0–0 Bb7 12. Hfc1 a6 13. Ra4 b5 14. Rc5 Rxc5 15. dxc5 Re4 16. Bxe7 Dxe7 17. c6 Bc8 18. a4 bxa4 19. Hxa4 Rd6 20. Da3 Dc7 21. b4 Db6 Staðan kom upp í blindskák þeirra Boris Gelfands (2.733), hvítt, og Lo- ek Van Welys (2.683) á Amber mótinu sem fór fram fyrir skömmu í Mónakó. 22. b5! Rxb5 svartur hefði einnig tapað liði eftir 22. … Hd8 23. c7 Hd7 24. Hc6. 23. Bxb5 Dxb5 24. Hb4! De2 25. Hb2 og svartur gafst upp enda drottning hans að falla í valinn. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Íslandsmótið. Norður ♠Á98 ♥G9 ♦ÁK5 ♣KD1093 Vestur Austur ♠D1054 ♠G ♥743 ♥ÁKD52 ♦4 ♦G9632 ♣76542 ♣G8 Suður ♠K7632 ♥1086 ♦D1087 ♣Á Suður spilar 4♠ Fjórir spaðar fóru yfirleitt einn nið- ur, enda vandséð hvernig sagnhafi á að komast hjá því að gefa tvo slagi á tromp og tvo á hjarta – að því til- skildu, auðvitað, að út komi hjarta. Ásmundur Pálsson fékk út hjarta og austur tók þar tvo slagi. Ásmundur tapaði spilinu við borðið en vann það þegar hann kom heim um kvöldið! Hann fékk á sig þriðja hjartað sem var trompað í blindum. Spaðaásinn veiddi gosann „… og nú átti ég að fara heim á laufás, inn í borð á tígulás og prófa laufkóng.“ Þegar gosinn kemur sannast lauflegan og hægt er að henda þremur tíglum þar niður og trompa svo fimmta laufið. Síðan má spila smáu trompi frá K76 og enda- spila vestur, sem á eftir D105. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Vaknaðu var heiti á styrktartónleikum sem fram fóruá Nasa á sunnudag og m.a. Björk lagði lið. Hvaða samtök var verið að styrkja? 2 Ungur badmintonspilari varð þrefaldur Íslandsmeist-ari á Íslandsmótinu um helgina. Hver er hann? 3 Jón Hjaltalín Magnússon kemur við sögu í áformumum álgarð í Þorlákshöfn. Á hvaða sviði öðru var Jón þjóðþekktur á árum áður? 4 Hvað heitir hljómsveitin sem sigraði á Músíktil-raunum í ár? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Bjór bruggaður á Árskógsströnd er fluttur alla leið til ÁTVR í Reykjavík og aftur norður til Akureyrar. Hvað kallast þessi víð- förli bjór? Svar: Kaldi. 2. Íslenskur leikari og leikstjóri frum- sýndi fyrir helgi kandadíska söngleikinn Spin í Póllandi? Hver er leikstjórinn? Svar: Gunnar Helgason. 3. Afmælisþing var haldið til heiðurs Jóni Hnefli Aðalsteinssyni prófessor átt- ræðum. Hvert er sérsvið hans? Svar: Þjóðfræði. 4. Ásthildur Helgadóttir hefur samið við knattspyrnulið sitt í Svíþjóð um að leika áfram með liðinu. Hvaða lið er það? Svar: Malmö FF. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig MORGUNBLAÐINU barst í gær eft- irfarandi athugasemd: „Vegna ummæla Pálma Haraldsson- ar í fjölmiðlum í dag, 2. apríl 2007, vilja undirritaðir fyrrum hluthafar í Iceland Express benda á eftirfarandi: Kjarni þessa máls er sá að Pálmi Haraldsson á stóran persónulegan þátt í því hversu illa var komið fyrir Iceland Express þegar hann komst yfir félagið í október 2004. Sem stjórnarmaður í Flugleiðum hf. á árunum 2003 og 2004, þar af sem varaformaður stjórnar fram í júní 2004, tók Pálmi virkan þátt í að skipuleggja skaðlega undirverðlagningu Icelandair gagnvart Iceland Express. Þessi und- irboð leiddu til þess að Iceland Ex- press hafði aldrei þær tekjur sem þurfti til að ná endum saman. Sam- keppniseftirlitið hefur nú úrskurðað að undirboðin hafi verið alvarleg brot á samkeppnislögum og sektað Icelandair um 190 milljónir króna vegna þess. Pálmi Haraldsson ber fulla ábyrgð á lögbrotum Icelandair, ásamt öðrum stjórnarmönnum og forstjóra Flugleiða hf. Þessi lögbrot komu Iceland Ex- press á kaldan klaka og neyddu stofn- endur félagsins til að selja það á lágu verði. Kaupendur voru Pálmi Haralds- son og Jóhannes Kristinsson viðskipta- félagi hans. Þeir höfðu margsinnis á árunum 2003 og 2004, meðan þeir voru fimmtu stærstu hluthafar í Flugleiðum hf. og sátu í stjórn félagsins, falast eft- ir hlut í Iceland Express en verið hafn- að. Ummæli Pálma Haraldssonar um meinta vankunnáttu stjórnenda Ice- land Express og að þeir hafi verið á leið í fangelsi vegna stöðu fyrirtækisins eru vart svaraverð, en ber að skoða í þessu samhengi. Umfram allt skiptir hér máli að Pálmi og viðskiptafélagi hans höfðu mestu persónulegu hags- munina af því að almenningshlutafélag- ið Icelandair fórnaði 5 milljarða króna farþegatekjum árin 2003 og 2004, því þá gátu þeir eignast Iceland Express á lágu verði. Engir stjórnendur fyrirtækis í þess- ari stöðu hefðu getað ráðið við það of- urefli sem Icelandair beitti. Aðalsteinn Magnússon, Guðmundur Þór Guðmundsson, Ólafur Hauksson, Sigurður I. Halldórsson.“ Athugasemd vegna ummæla Pálma Haraldssonar FULLTRÚAR stofnenda Iceland Express hafa orðið uppvísir að lyg- um í fjölmiðlum landsins sl. daga. Ólafur Hauksson talsmaður hópsins hefur orðið að éta ofan í sig þá fullyrðingu sína að stofnendur félagsins hafi selt það á 15 milljónir til mín og Jóhannesar Kristinssonar, þegar staðreyndin var sú að stofnendur félagsins fengu á annað hundrað milljónir í sinn vasa fyrir stofnframlag sitt, sem var í kringum 8 millj- ónir. Stofnendur félagsins fengu því upphafshlutafé sitt ca. 17-falt til baka, eftir að ég og Jóhannes björguðum því frá gjaldþroti haustið 2004. Jafnframt komust stofnendurnir hjá þeirri skömm að þurfa að horfa framan í tugþúsundir Íslendinga og útskýra fyrir þeim að far- miðarnir, sem búið var að selja saklausu fólki, væru verðlausir og eng- in flug yrðu flogin. Almennt á maður ekki að standa í opinberu orðaskaki við slíka menn, sem verða uppvísir að hreinum ósannindum. Þar sem þessir að- ilar halda áfram í dag að senda mér tóninn í fjölmiðlum, verður vart orða bundist. Nú reynir hinn ,,snjalli“ almannatengslamaður, Ólafur Hauksson, að kasta málinu á dreif og segir að ég beri persónulega ábyrgð á því að þeir hafi misst félagið, þegar þeirra eigin vankunnátta var orsök þess. Þessir aðilar vilja gera lítið úr þeirri staðreynd að félagið hafi verið í vanskilum með vörsluskatta og með öllu gjaldþrota. Hversu léttvægt sem Ólafi Haukssyni kann að þykja að standa í vanskilum með op- inbert fé, er slíkt litið alvarlegum augum af hálfu dómstóla. Það sýnir hins vegar betur en margt hvernig þessir menn umgengust félagið að á sama tíma og vanskil á vörslufé hlóðust upp, stóð hluti þessara aðila í persónulegri skuld við félagið. Í frekari orðahnippingum á opinberum vettvangi mun ég ekki standa við þessa menn, enda takmörk fyrir því hversu langt maður er tilbúinn í að teygja sig niður á við. Yfirlýsing frá Pálma Haraldssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.