Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 20
tómstundir 20 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ J assskotin tónlist ómar út á Gullteig þegar komið er að Laugarnesskóla á mánu- dagseftirmiðdegi. Þótt tónlistarmennirnir sem fyrir músíkinni standa, séu ekki allir háir í loftinu er ekkert upp á tónlist- arflutninginn að klaga. Þetta eru hressir krakkar í skólahljómsveit Austurbæjar, nánar tiltekið í B- sveitinni sem æfir í skólanum tvisvar í viku undir stjórn Vilborgar Jóns- dóttur. Meðal þeirra eru þau Sigríður Arna Lund, 11 ára Fossvogs- skólamær sem spilar á klarínett, og Konráð Logi Bjartmarsson, 12 ára trommari úr Breiðagerðisskóla. Þrátt fyrir ungan aldur er tónlist- arferill þeirra þegar orðinn nokkuð langur. „Mamma frétti af manni sem kennir á klarínett og spurði mig hvort ég vildi byrja að æfa. Ég held að ég hafi verið sjö ára þegar ég fór,“ segir Sigríður. Leið Konráðs í tónlistina var svolítið önnur. „Ég byrjaði fyrst á blokkflautu þegar ég var í öðrum bekk og svo fór ég yfir á trompet í einn vetur áður en ég spurði mömmu hvort ekki væri laust á trommum. Hún talaði við stjórn- andann og það var eitt pláss laust svo ég ákvað að prófa og byrjaði síð- asta vetur.“ Vantar hita í bílskúrinn Hann segist alveg hættur að spila á hin hljóðfærin enda heilmikið fútt og útrás í trommunum. Aðspurður viðurkennir hann líka að rokk- hljómsveitardraumar séu handan við hornið. „Ef ég fæ trommusett frá mömmu og pabba getum við stofnað hljómsveit, ég og tveir aðrir vinir mínir. Núna er ég bara með sérstaka æfingarplatta sem ég æfi mig á.“ Hann segir æfingarplattana mun hljóðvænni fyrir foreldra og aðra að- standendur en hefðbundnar tromm- ur. „Þeir eru með þykku gúmmílagi svo það heyrist ekki eins mikið í þeim. Hins vegar er lítill kjallari í bílskúrnum heima og ef við náum að setja hita í hann er hægt að setja trommusett þangað niður og þá ætti nú ekki að heyrast mikið í því.“ Öllu minni viðbúnað þarf í kring- um klarínettið þótt sjaldnast sé það fyrsta hljóðfærið sem flestum dettur í hug þegar tónlistarnám stendur fyrir dyrum. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri til hljóðfæri sem héti klarínett,“ segir Sigríður hlæj- andi. „Ég hafði spilað á blokkflautu í fyrsta bekk en fékk svo að prófa klarínettið og ákvað að halda því áfram. Blokkflautunámið hjálpaði samt heilmikið því ég vissi alveg hvernig átti að spila þegar ég skipti yfir.“ Hún svarar þó játandi þegar hún er spurð hvort ekki sé strembn- ara að blása í klarínettið en blokk- flautuna. „Það var svolítið erfitt í byrjun en þegar maður er búinn að venjast þessu er það miklu léttara. Þá þarf eiginlega ekki að gera neitt nema einbeita sér að því að hitta á réttu nóturnar.“ Læra eftir skóla Það stendur ekki á svari þegar ungu tónlistarmennirnir eru spurðir að því hvað geri hljómsveitarstarfið skemmtilegt. „Þetta er góður fé- lagsskapur og maður kynnist mörg- um krökkum,“ segja þau og finnst ekkert vandamál þótt fáir úr þeirra skólum spili með þeim í hljómsveit- inni. Enda eru næg tækifæri að kynnast; í tímum og á hljómsveit- aræfingum, í æfingabúðum, á tón- leikum og tónfundum þar sem nokkrir krakkar koma saman og spila fyrir foreldrana. Þrátt fyrir þetta gefa þau sér tíma til að stunda íþróttir af kappi því Konráð stundar fótbolta og Sigríður handbolta, bæði með Víking. Og svo þurfa þau náttúrlega að vera rosa- lega dugleg að æfa sig, eða hvað? „Júúúú,“ svara þau með semingi og roðna pínulítið þegar gengið er á þau með hvort sú sé raunin. „Fótboltinn er sko svolítið tímafrekur líka, við erum með æfingar fjórum sinnum í viku,“ segir Konráð og Sigríður kinkar kolli. „Handboltinn er þrisvar í viku,“ segir hún og kveður þó lítil vandkvæði við að finna tíma fyrir heimalærdóm mitt í þessu öllu sam- an. „Maður gerir hann bara beint eftir skóla eða eftir kvöldmat.“ Boltinn svolítið tímafrekur líka Músíkölsk Konráð og Sigríður segja félagsskapinn í hljómsveitinni góðan. Morgunblaðið/Kristinn Samspil Einbeitingin skein úr andlitum ungu hljómlistarmannanna á æfingunni í Laugarnesskóla á dögunum. „Ef ég fæ trommusett frá mömmu og pabba getum við stofnað hljómsveit, ég og tveir aðrir vinir mínir. Núna er ég bara með sér- staka æfingarplatta …“ Trommur og klarínett reyndust draumahljóð- færi Sigríðar Örnu Lund og Konráðs Loga Bjart- marssonar sem bæði spila með Skólahljómsveit Austurbæjar. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir fékk að heyra þau spila. ben@mbl.is urra þúsundakalla í verktöku. Á því eyðu- blaði gafst kostur á að nefna starfsheiti og at- vinnugrein. Starfs- heitið var einfalt mál en málið varð snúnara er velja átti atvinnugrein. Nánast óendanlegur listi kom upp á skján- um, allt frá rekstri seðlabanka til geim- ferða! Já, þið lásuð rétt, geimferða. Hvaða snill- ingi hjá ríkisskattstjóra skyldi nú hafa dottið í hug að setja þessa línu inn? Víkverji veit ekki til þess að Íslendingar séu farnir að stunda geimferðir sem atvinnugrein, og það í verktöku, hvað þá að keppa við Seðlabankann á markaðnum, og það í verktöku. Ekki megum við gleyma Bjarna Tryggvasyni, sem einn Íslendinga hefur flogið út í geim. Hann hefur hins vegar ekki lögheimili á Íslandi og Víkverji stórefast um að hann hafi nokkurn tímann skilað inn framtali til hins ís- lenska skattmann. Nær væri fyrir höfunda fram- talseyðublaðanna að setja inn nýjar atvinnugreinar sem farið er að stunda af alvöru hér á landi, ef marka má fréttir. Atvinnugreinar eins og vændi og fjárhættuspil. Hve- nær birtast þær á rafræna framtal- inu sem valkostur? Víkverji hefur ný-lokið við að skila skattaskýrslunni á Netinu. Ekki þarf að fjölyrða hve léttirinn á heimilinu var mikill þegar þetta árlega skylduverk var að baki. Víkverji getur þó varla sagt lengur að um kvöð sé að ræða því rík- isskattstjóri og hans fólk hafa gert verkið auðveldara með hverju árinu. Þá er að sjálf- sögðu verið að tala um rafræn skil, Víkverji er fyrir löngu hættur að nenna að fylla út papp- írinn með gamla laginu og gera sér langa ferð niður í bæ með umslagið. Sífellt fleiri upplýsingar eru nú forskráðar á rafræna framtalið og hinn venjulegi skattgreiðandi, sem ekki er í daglegu braski með fast- eignir eða verðbréf, ætti að vera til- tölulega snöggur að afgreiða fram- talið. Í raun þýðir ekkert lengur að vera að spá í einhver undanskot, þau verða þá að vera vel falin með aðstoð sérfræðinga. Einhvers staðar hlýtur þjóðaríþróttin þó að vera stunduð áfram. Víkverji hefur bara lagt þá skó á hilluna – í bili. En við gerð síðasta framtals rakst Víkverji á eitt og annað skondið í tengslum við rekstraryfirlit, sem hann var að velta fyrir sér að fylla út fyrir betri helminginn vegna nokk-       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Um 80% forráðamanna barna í skólahljómsveitum eru ánægð með hljómsveitaræfingarnar. Níu af hverjum tíu eru ánægðir með einka- kennslu sem börnin fá og telja að þeim líði vel í tónlistarnáminu. Þetta er meðal niðurstaðna viðhorfskönn- unar sem gerð var meðal foreldra síðastliðið haust og menntasvið Reykjavíkur stóð fyrir. Reykjavíkurborg starfrækir fjór- ar skólahljómsveitir í jafnmörgum borgarhlutum; Austurbæ, Árbæ- Breiðholti, Grafarvogi og Vesturbæ. Um 400 nemendur eru í skóla- hljómsveitunum á yfirstandandi skólaári og fá einkakennslu á hljóð- færi einu sinni til tvisvar í viku auk þess að mæta á hljómsveitaræfingar. Samkvæmt könnuninni æfir rúm- lega helmingur nemenda sig í eina til tvær klukkustundir á viku á hljóð- færið og um 70% forráðamanna barna á aldrinum 7–10 ára aðstoða þau við æfingarnar. Vel á fjórða hundrað foreldra og forráðamanna svaraði könnuninni sem var gerð á tímabilinu 20. nóv- ember til 10. desember 2006. Mikil ánægja meðal foreldra PILLA sem kemur í veg fyrir vind- gang kúa er nýjasta tæki í barátt- unni gegn hlýnun loftslags. Talið er að metan sem losnar vegna vind- gangs kúa og annarra jórturdýra or- saki um 4% af gróðurhúsaáhrif- unum. Metanlosun vegna vindlosunar jórturdýra á að öllum líkindum eftir að aukast þegar fram líða stundir eftir því sem fólki fjölgar og kjöt- neysla eykst. Vísindamenn við Ho- henheim-háskólann í Stuttgart vinna nú að þróun pillu sem draga á úr metanframleiðslu kúa sem verður þegar þær melta gras. Hnefastórar töflur Loftslagsbreytingar voru aðal- ástæða þess að vísindamennirnir hófu rannsóknir sínar en þeim er einnig ætlað að auka næringarupp- töku kúnna þar sem pillan kemur í veg fyrir að hluti grassins breytist í metan og tapist þannig. „Við uppgötvuðum að hægt er að draga úr magni metans sem kýrnar láta frá sér með því að breyta fóður- gjöf þeirra og nota ákveðin fæðubót- arefni,“ segir prófessor Winfried Drohner, sem leiðir rannsóknina í samtali við evrópska umhverfis- vefritið edie.net. Dýrin sem taka þátt í tilraunum Drohner’s munu fá hnefastórar töflur sem sitja í vömb þeirra, en vömbin er fyrsti af fjórum magasekkjum jórturdýranna. Pillan mun draga úr metanframleiðslu sem orsakast af bakteríuflóru vambar- innar. Metan er meira en tuttugu sinn- um öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en þar sem minna af því er sleppt út í andrúmsloftið or- sakar það ekki nema einn fimmta þeirra gróðurhúsaáhrifa sem hafa verið kortlögð hingað til. Jórturdýr bera ábyrgð á tæplega 20% metan- losunar svo 4% gróðurhúsaáhrifa eru talin vera af þeirra völdum. Pilla sem dregur úr vindgangi kúa Morgunblaðið/Þorkell Jórtur Þegar blessuð tuggan breytist í metan er voði á ferð fyrir umhverfið. vistvænt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.