Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 33 Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jobsbók 36, 15.) Auglýstu atburði á þínum vegum hjá okkur Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1100 • Tónleika • Myndlistar- sýningar • Leiksýn- ingar • Fundi • Námskeið • Fyrirlestra • Félagsstarf • Aðra mann- fagnaði árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9. Jóga kl. 9. Postulínsmálun kl. 13. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8–16 handav. Kl. 9– 16.30 smíði/útskurður. Kl. 9 leikfimi. Kl. 9.45 boccia. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, vefnaður, leikfimi, almenn handavinna, fótaaðgerð, morg- unkaffi/dagblöð, hádegisverður, vefnaður, línudans, bossía, kaffi. Uppl. í síma 535-2760. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópurinn hittist kl. 10 við Litlakot. Gengið í u.þ.b. klst. á hraða sem hentar öll- um. Kaffi í Litlakoti á eftir. Nýtt fólk velkomið. S. 565-0952. Litlakot, ljósmyndaklúbbur kl. 15.30. Ný- ir félagar velkomnir. Heitt á könnunni. S. 863-4225. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák í dag kl. 13. Framsögn fellur niður, verður næst 10. apríl. Fé- lagsvist kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl. 9.55. Gler- og postulínsmálun kl. 9.30. Handavinna kl. 10, leiðbeinandi verður til kl. 17. Jóga kl. 10.50. Tréskurður kl. 13. Bossía kl. 13. Alkort kl. 13.30. Stólajóga kl. 17.15. Jóga á dýnum kl. 18. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl. 9.30 jóga, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 18.15 jóga, kl. 20 Baðstofukvöld leshóps FEBK. Eldri borgarar bera á borð „heimabrugg“ í bundnu og lausu máli. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Línudans fram- haldsh. kl. 12, byrjendur kl. 13, spilað í Kirkjuhvoli kl. 13, karlaleikfimi 13, bossía kl. 14, lokað í Garðabergi. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Páskahá- tíðarstund í dag kl. 14 í Þjónustumiðst. Hlaðhömr- um. Kaffiveitingar, kórsöngur og helgistund. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 létt ganga. Á morgun frá hádegi, fellur leiðsögn í vinnustofum niður vegna útfarar sr. Hreins Hjartarsonar. Uppl. á staðnum og s. 575- 7720. Hvassaleiti 56–58 | Bútasaumur kl. 9–13 hjá Sig- rúnu. Jóga kl. 9–12.15, Björg F. Helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Námskeið í mynd- list kl. 13.30–16.30 hjá Ágústu. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, miðvikudag, kl. 13.30 er bingó á Korpúlfsstöðum. Kvenfélag Garðabæjar | Félagsfundur í Garðaholti í kvöld kl. 20. Fróðlegur og páskalegur fundur auk hefðar. Kaffinefndir hverfi: 2, 5, 6 og 11. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hárgreiðsla, fótsnyrt- ing, handavinnustofur, og kaffiveitingar kl. 14.30. Uppl. í síma 552-4161. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu | Hátúni 12. Páskabingó í kvöld kl. 19.30. Allir vel- komnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Félagsvist fellur niður í dag. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Áskirkja | Kl. 10 föndur með kerti, íkona o.fl. Kl. 12 hádegisbæn í umsjá sóknarprests, súpa og brauð á eftir. Eftir hádegisverð syngur stúlknakórinn Hekla nokkur lög undir stjórn Nínu M. Morávek. Kl. 14 verður tekið í spil, og kaffi á eftir. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 18. Digraneskirkja | Starf KFUM & KFUK 10–12 ára kl. 17. Opið frá 16.30. www.digraneskirkja.is. Fella- og Hólakirkja | Í dag fellur niður kyrrð- arstund og eldri borgara starf kirkjunnar. Þriðjudag- inn eftir páska, 10. apríl verður kyrrðarstund kl. 12 og eldri borgara starf kirkjunnar kl. 13–16. „Börnin hennar Ragnhildar“ syngja og spila. Verið innilega velkomin. Grafarvogskirkja | „Opið hús“ fyrir eldri borgara, kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT fyrir 10–12 ára í Engjaskóla kl. 17–18, TTT fyrir 10–12 ára í Borgaskóla kl. 17–18. Lesið úr Pass- íusálmum séra Hallgríms Péturssonar. Í dag kl. 18 les Valgerður Sverrisdóttir. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK í kvöld kl. 20 á Holtavegi 28. „Ævintýri kristniboðanna“. Sýnt verður myndband frá starfi íslenskra kristniboða í Eþíópíu, Kenýa og Kína. Hugvekja: Kristniboðs- flokkur KFUK. Kaffi eftir fundinn. Allar konur vel- komnar. Laugarneskirkja | Kl. 20 kvöldsöngur. Umsjón Þor- valdur Halldórsson og Gunnar Gunnarsson. Sig- urbjörn Þorkelsson hefur stutta hugvekju og leiðir bæn. Allir velkomnir. Kl. 20.30 halda 12 spora hóp- arnir áfram sinni vinnu og sínu andlega ferðalagi. Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli kl. 13–16. Við púttum, spilum lomber, vist og bridds. Röbbum saman og njótum þess að eiga samfélag við aðra. Kaffi og meðlæti kl. 14.30. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, uppl. s. 895-0169. Allir velkomnir. 80ára afmæli. Í dag, 3.apríl, er áttræð Else Mia Einarsdóttir bókasafns- fræðingur. Hún er nú búsett í Noregi ásamt manni sínum Hjörleifi Sigurðssyni listmál- ara. Else Mia verður heima á afmælisdaginn á Kai Munks vei 41B, 0876 Osló. Sími: 47-958-21-651. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum. Hægt er að hringja í síma 569 1100, senda tilk. og mynd á rit- stjorn@mbl.is, eða senda tilk. og mynd í gegnum vefsíðu Mbl., www.mbl.is, og velja lið- inn „Senda inn efni“. Árnað heilla, Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. dagbók Í dag er þriðjudagur 3. apríl, 93. dagur ársins 2007 Lengi vel var talið að eingöngubörn og unglingar væru meðofvirkni og athyglisbrest.Hins vegar hefur nú komið í ljós að á bilinu 50–70% einstaklinga sýna enn einkenni ofvirkni og athygl- isbrests á fullorðinsárum,“ segir Ingi- björg Karlsdóttir, formaður ADHD- samtakanna, en hún flytur fyrirlestur á morgun, miðvikudag, kl. 19 í stofu 103 í Lögbergi. Fyrirlesturinn ber yf- irskriftina ADHD og áhrif þess á náms- og félagslega stöðu. „Ofvirkni og athyglisbrestur, eða ADHD, á sér líffræðilegar orsakir og tengist truflun boðefna í miðtaugakerf- inu, og er mikilvægt að leggja á það áherslu að ofvirkni og athyglisbrestur kemur ekki til vegna lélegs uppeldis eða agaleysis og krefst sérstakra úr- ræða.“ Eins og gefur að skilja valda ein- kenni ofvirkni og athyglisbrests iðu- lega erfiðleikum við nám, störf og í einkalífi: „Í fyrirlestrinum mun ég fjalla um áhrif ADHD á öllum aldurs- skeiðum, á öllum skólastigum,“ segir Ingibjörg. „Hvatvísi, erfiðleikar við skipulag og forgangsröðun, og erf- iðleikar við einbeitingu eru meðal þess sem hamlar börnum og fullorðnum með ofvirkni og athyglisbrest. Stjórn á til- finningum og úrvinnsla verkefna sem krefjast úthalds eða hraða geta líka reynst vandamál og svefntruflanir eru algengar.“ Auk þess að fjalla um einkenni of- virkni og athyglisbrests og hindranir í samfélagi og skóla ætlar Ingibjörg að ræða um þau úrræði sem eru í boði: „Ég minnist sérstaklega á nýtt úrræði sem á ensku kallast „ADHD coaching“, og má lýsa sem hagnýtri leiðsögn þar sem unnið er út frá áhugasviðum og styrkleika einstaklingsins og þannig fundnar leiðir til að sigrast á veik- leikum og hindrunum,“ segir Ingibjörg. Fyrirlesturinn á miðvikudag er öll- um opinn og aðgangur ókeypis. Að loknum fyrirlestri Ingibjargar verður haldinn fyrsti aðalfundur ný- stofnaðs sameinaðs félags námsmanna með lesblindu, ADHD, tourette og aðra sértæka námsörðugleika. Finna má frekari upplýsingar um of- virkni og athyglisbrest á heimasíðu ADHD-samtakanna á slóðinni www.adhd.is. Heilsa og nám | Fyrirlestur í Lögbergi um ofvirkni og athyglisbrest ADHD í námi og einkalífi  Ingibjörg Karls- dóttir fæddist í Reykjavík 1958. Hún lauk stúdents- prófi frá Versl- unarskóla Íslands 1979 og lauk námi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 1989. Ingibjörg starfaði hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík í 12 ár sem félagsráðgjafi. Hún hefur verið formaður ADHD- samtakanna frá árinu 2001. Ingibjörg á tvö börn en sambýlismaður hennar er Svanur Jónsson iðnaðarmaður. Tónlist Langholtskirkja | Þýsk róm- antík – Söngsveitin Fílharmónía í kvöld kl. 20. Flutt verða 3 kórverk frá 19. öld; mótettur eftir Brahms og Mendelssohn og Messa í As-dúr eftir Schu- bert. Einsöngvarar: Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna Maria Cortes, Jónas Guðmundsson og Alex Ashworth. Sif Tulinius leið- ir hljómsveit, Magnús Ragn- arsson stjórnar. Miðasala á midi.is og við innganginn. Uppl. í s. 824 0415. Fyrirlestrar og fundir Hugleiðslu og friðarmiðstöðin | Grensásvegi 8, suðurgafl. Fyr- irlestur um húmor og heilbrigði í kvöld kl. 20. Fyrirlesari verður Norbert Müller hjúkrunarfræð- ingur. Aðgangur ókeypis og öll- um opinn en tekið á móti fram- lögum. Almenn hugleiðsla er á sama stað alla miðvikud. kl. 20. Kraftur stuðningsfélag ungs fólks sem greinist með krabbamein og aðstandendur | Aðalfundur í kvöld kl. 20 í hús- næði Krabbameinsfélags Ís- lands í Skógarhlíð 8, 4. hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf samkvæmt lögum fé- lagsins. Önnur mál. Eftir fund- inn verða veitingar og almennt spjall. Allir velkomnir. Seðlabanki Íslands | Málstofa verður í dag í fundarsal bank- ans, Sölvhóli kl. 15. Málshefj- endur eru Guðrún Yrsa Richter og Daníel Svavarsson, sérfræð- ingar á hagfræðisviði Seðla- banka Íslands. Ber erindi þeirra heitið: „Nýjar gengisvísitölur“. Bækur Eymundsson | Skálda- spírukvöld kl. 20. Skáld kvölds- ins er Kristín Steinsdóttir. Hún les m.a. upp úr nýjustu skáld- sögu sinni: Á eigin vegum, en einnig upp úr fyrri verkum. Rætt verður við skáldið um verk þess. Aðgangur ókeypis. Taka má veitingar með sér frá Te og kaffi. NEIL Austin, vöruhönnuður og lektor við Buckingham- shire Chilterns-háskóla í Englandi, heldur fyrirlestur á vegum Opna listaháskólans í dag klukkan 12.15 í stofu 113. Mun hann fjalla um hús- gagnahönnun og -framleiðslu úr eigin smiðju og nemenda sinna frá síðustu 10 árum. Fyrirlestur Húsgagnahönnun í Opna listaháskólanum  ALEXANDER Schepsky líffræð- ingur varði nýlega doktorsritgerð sína við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Virkni Mitf stjórnpróteinsins og áhrif b-catenin, p66 og p300/CBP. Andmælendur voru dr. Lionel Larue, frá Institute Curie í Frakk- landi, og dr. Sigurður Ingvarsson, prófessor og forstöðumaður Til- raunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum. Leiðbeinandi verkefnisins var dr. Eiríkur Steingrímsson. Þroskun, viðhald og fjölgun lit- frumna (melanocytes), frumnanna sem mynda húð- og háralit, er alger- lega háð tjáningu og virkni stjórnpró- teinsins Mitf microphthalmia- associated transcription factor). Mitf gegnir einnig veigamiklu hlutverki í endurnýjun og viðhaldi litstofnfruma auk þess sem það gegnir hlutverki í myndun sortuæxla. Mitf hefur áhrif á ýmsa ólíka ferla í litfrumum, svo sem frumuskiptingu, far og sérhæfingu og starfar undir stjórn ýmissa frumu- boðleiða. Margt er þó óljóst um það hvernig hlutverki og virkni Mitf er stjórnað í frumunni. Markmið verk- efnisins var að greina hvaða áhrif b- catenin, p300/ CBP og p66 pró- teinin hafa á starf- semi Mitf í litfrumum. Í ljós kom að Mitf og b- catenin starfa saman í lit- frumum og að Mitf próteinið beinir b-catenin að Mitf sértæk- um stýrlum. Bæði Mitf og b-catenin koma við sögu í þroskun litfrumna og myndun lit- frumuæxla og því ljóst að samstarf þessara próteina er mikilvægt. Rann- sóknin sýndi einnig að samspil Mitf og p300/CBP leiðir til acetýleringar á Mitf en það hefur áhrif á DNA bin- dieiginleika þess. Verkefnið hefur leitt til nýrra hugmynda um það hvernig hafa má áhrif á starfsemi stjórnpróteina sem taka þátt í þrosk- un, viðhaldi og afkomu sérhæfðra fruma. Alexander Schepsky er fæddur 1970. Hann lauk mastersnámi í líf- fræði árið 1998 frá Christian Al- brechts háskólanum í Kiel. Hann starfaði við rannsóknir hjá Eiríki Steingrímsyni 1998-1999 en árið 2002 hóf hann vinnu við doktorsverkefni sitt. Eiginkona Alexanders er Birg- itta G. S. Ásgrímsdóttir, sölustjóri hjá A.Karlssyni og eiga þau þrjú börn. Doktor í sameindalíffræði Alexander Schepsky líffræðingur doktorsritgerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.