Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 36
TÖKUR hefjast í þessari viku á kvikmyndinni Stóra planið í leik- stjórn Ólafs Jóhannessonar. Myndin er að hluta byggð á bók eftir Þorvald Þorsteinsson, Við fótskör meist- arans, en fjölbreyttur hópur leikara tekur þátt í verkinu. Þeirra á meðal er kínverski leikarinn Robert Toshi Chan en einhverjir kannast við kauða úr kvikmyndinni Departed eftir hinn heimsfræga leikstjóra Martin Scorsese. Undirtitill mynd- arinnar er Næstum því kung fu- mynd og á ljósmyndinni hér til hlið- ar sést Pétur Jóhann Sigfússon í vígalegri bardagastellingu í ónefndu rjóðri hér í bæ. Ólafur segir að undirbúningur hafi gengið mjög vel þó að ýmislegt hafi komið upp á. „Við tökum að mestu upp í Reykjavík og okkur hefur hvarvetna verið mjög vel tekið.“ Queen Raquela Af öðrum verkefnum Ólafs er það að frétta að heimildarmynd hans Queen Raquela er svo gott sem tilbúin en þar er fylgst með taí- lenskum ladyboy og kvaðst Ólafur hafa setið í klippiherberginu lengur en nokkru sinni áður. Á meðal annarra leikara í Stóra planinu má nefna Eggert Þorleifs- son, Ilmi Kristjánsdóttur, Jóhann G. Jóhannsson, Halldóru Geirharðs- dóttur, Jón Gnarr, Sigurjón Kjart- ansson og Þorstein Guðmundsson, auk bandaríska leikarans Michaels Imperiolis, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum um Soprano-fjölskylduna. Stóra planið í tökur Ljósmynd/Rune Kippervik Kung Fu Pétur Jóhann með vasana fulla í vígalegri bardagastöðu.  „Alveg var ég viss um að viðtal við Magna með fyrirsögninni „Frægðin eyði- lagði líf mitt“ myndi koma einn daginn, kannski samt ekki alveg jafn snemma og má nú sjá í nýjustu Ísafold. Þá var einnig viðbúið að viðtal við Ágústu Evu um það hversu mikinn toll tók af henni að leika Silvíu Nótt myndi birtast fyrr eða síðar, en það gerðist sem sé í Kastljósi í gær enda þarf að tjalda öllu til ef einhver á að hafa áhuga á að kaupa þessa plötu.“ Dr. Gunni um kollega sína mánu- daginn 2. apríl. Meira: this.is/drgunni/ Um fyrirsjáanlega framtíð fræga fólksins  Í nýjasta hefti Economist er að finna myndarlega grein um líkams- ræktarfrömuðinn Magnús Scheving en tilefni viðtalsins er hinn ótrúlegi árangur sem Magnús hefur náð með barnaþáttunum um Latabæ. Greinarhöfundur fer mörgum orð- um um skrautlega fortíð Magnúsar og það leynir sér ekki að hann dáist að framtakssemi hans og áræði. Telur það m.a. upp að Magnús hafi orðið Evrópumeistari í þolfimi og silfurhafi á heimsmeistaramóti. Economist fjallar um Magnús Scheving „ÉG ER að endurgera lokaatriðið í gömlu Clint Eastwood-myndinni A Fistful of Dollars í þjóð- legum stíl og í hálfgerðri sviðsuppsetningu,“ segir bandaríski kvikmyndaneminn Benjamin Crotty um stuttmynd sem hann tók upp hér á landi á sunnudaginn undir berum himni í Árbæj- arsafninu með leikurum úr Stúdentaleikhúsinu, tveimur hestum og íslensku hljómsveitinni Ber- tel. „Þetta er verkefni fyrir kvikmyndaskóla sem ég sæki í París og myndin mun verða sýnd þar í sumar.“ Benjamín segir upprunalegu A Fistful of Doll- ars myndina vera spagettívestra tekinn upp á Spáni. „Allir leikararnir í myndinni fyrir utan Eastwood voru spænskir og léku á spænsku en það var talað inn á hana á ensku þegar hún kom út. Lokaatriðið er frægt og ég hafði áhuga á að endurgera það á sérstökum stað með tungumáli sem fáir tala og þá hentar Ísland vel. Ég vildi líka nota íslenska hestinn, hann er einstakur,“ segir Benjamín sem hefur þó aldrei stigið á bak einum slíkum, aðeins hrifist af þeim í kvikmynd- um. Leikararnir í myndinni verða klæddir upp í víkingastíl og tala á íslensku en hann mun síðan texta myndina. „Kvikmyndatakan er líka sér- stök, ég verð með tvo tökumenn og það er tekið upp eins og um tónleika í beinni útsendingu sé að ræða. Hljómsveitin Bertel er partur af myndinni, þeir verða að spila lifandi undir og kvikmynda- vélarnar flakka á milli þeirra og leikarana. Þeir og tónlist þeirra er hluti af myndinni,“ segir Benjamín sem gróf Bertel upp í gegnum Mys- pace-síðu hljómsveitarinnar. „Ég var að leita að ungu íslensku bandi og fann þá, fyrir mér standa þeir fyrir hugmyndina um unga skandinavíska hljómsveit í dag.“ Að slá í gegn? „Benjamín sendi okkur skilaboð í gegnum Myspace-síðuna okkar og spurði hvort við vær- um til í að útsetja tónlistina sem er í þessu atriði, en þetta eru tvö lög og aukahljóð inn á milli at- riða,“ segir Ragnar Árni Ágústsson, einn með- lima Bertel. En ásamt honum skipa hljómsveit- ina Gunnar Gunnsteinsson, Jason Egilsson og Kjartan Ottósson, allir ungir og efnilegir piltar á átjánda ári. „Við spilum rafrokk með miklu af tölvuhljóðum, fyrir stuttmyndina útsettum við titillagið úr upphaflegu myndinni í okkar stíl og síðan sömdum við eitt lag.“ Ágúst segir að þeir í Bertel hafi ekki tekið þátt í svona löguðu áður en þeir hafa verið saman í hljómsveit síðan í sjö- unda bekk. „Við erum nú að leggja lokahönd á okkar fyrstu plötu sem kemur vonandi út í sumar en á Myspace-síðunni er hægt að hlusta á tvö frum- samin lög.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir drengir fá óvænta en skemmtilega athygli í gegnum Myspace. „Á seinustu Airwaves-hátíð spiluðum við á Kaffi Hljómalind og þar sá okkur maður frá erlendri plötuútgáfu, eftir tónleikana hafði hann samband við okkur í gegnum síðuna og bað okkur að senda sér upptökur og við ætl- um að gera það þegar platan er tilbúin. Reyndar á þessum sömu tónleikum í Hljómalind kom til okkar gítarleikarinn í Kaiser Chiefs og hrósaði okkur í hástert, fannst við frábærir, svo þetta er vonandi allt á uppleið,“ segir Ágúst að vonum hress að lokum. ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þjóðlegur spagettívestri Hljómsveitin Bertel ráðin í gegnum Myspace-síðu sveitarinnar til að leika undir Leikstjórinn Benjamin Crotty leikstýrir endurgerð á gömlu Clint Eastwood-myndinni A Fistful of Dollars. Tökur fóru fram í Árbæjarsafni. www.myspace.com/bertel  Skemmtikvöld Grapevine og Smekkleysu sem ber yfirskriftina „Take Me Down To Reykjavík City“ fer fram á Amsterdam annað kvöld. Þá munu Mínus, Pétur Ben, Lay Low, FM Belfast og Skúli & Sökudólgarnir troða upp og er að- gangseyrir 500 krónur. Grapevine- kvöldin verða nú haldin aðra hverja viku á Amsterdam og má búast við frísklegum tónleikakvöldum á þess- um svo til eina tónleikastað bæj- arins, þ.e.a.s. þangað til Kiddi Bigfoot opnar Gaukinn aftur. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Rokk og ról á Amst- erdam annað kvöld Hún dýrkar David og vill heiðra hann með því að skrifa ævintýri fyrir drengi með boðskap … 41 » reykjavíkreykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.