Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TJALDURINN Styrmir heldur tryggð við gamla Morgunblaðs- húsið í Kringlunni í Reykjavík þó að Morgunblaðið hafi flust upp í Hádegismóa. Talsvert var fjallað um tjaldinn í Morgunblaðinu í fyrra en þau hjónin hófu hreið- urgerð á þaki 2. hæðar hússins um þetta leytið í fyrra. Starfsfólk Morgunblaðsins fylgdist með bú- skapnum dag hvern. Í lok júní komu þrír ungar úr eggjum. Flest bendir til þess að Styrmir og frú hafi gert sér hreiður á þaki Kringlunnar, handan götunnar, sumarið 2005. Ævar Petersen fuglafræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrra að sér sýnd- ist að Styrmir hefði verið merktur árið 2001 á Vatnsleysuströnd. Fólk sem nú starfar í Morg- unblaðshúsinu í Kringlunni hefur séð Styrmi og frú leika sér þar undanfarna daga. Hafa þau m.a. verið að gjóa augum inn um gluggann og taldi viðmælandi blaðsins hugsanlegt að þau væru að kanna hvort starfsfólk Mogg- ans væri ekki enn í húsinu. Það flutti sig hins vegar um set í fyrrasumar en Háskólinn í Reykjavík hefur m.a. komið sér fyrir í húsinu. Það virðist því vera ljóst að Styrmir og frú kunna vel við sig í Kringlunni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Styrmir enn á ferð við Morg- unblaðshúsið í Kringlunni ELLÝ Katrín Gunnarsdóttir hóf í gær störf sem forstjóri Umhverf- isstofnunar. Jónína Bjartmarz um- hverfisráðherra færði henni af því tilefni árnaðaróskir á morgunverð- arfundi starfsmanna. Þá minnti um- hverfisráðherra á mikilvægi Um- hverfisstofnunar og benti á að hlutverk hennar hefði enn aukist með nýjum lögum sem Alþingi sam- þykkti við þinglok, til að mynda með lögum um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda, að því er fram kemur á heimasíðu umhverf- isráðuneytisins. Ellý starfaði áður sem sviðsstýra Umhverfissviðs Reykjavík- urborgar. Þar áður gegndi hún starfi forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur og starfi hjá lagadeild Alþjóðabank- ans. Í tilefni af starfslokum hennar hjá borginni bauð Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri til kveðjuhófs í Höfða að viðstöddum fjölda gesta. Þar voru Ellý Katrínu færðar þakkir fyrir vel unnin störf. Næg verkefni Ellý Katrín Guð- mundsdóttir og Jónína Bjartmarz. Nýr forstjóri hefur störf ÓLÍKT öðrum vatnsaflsvirkjunum sem Landsvirkjun hefur byggt eru fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá í byggð. Af þessu leiðir að virkjunarframkvæmdir hafa meiri áhrif á fornleifar en vatnsaflsvirkjanir sem áð- ur hafa verið byggðar, segir á heimasíðu Landsvirkj- unar. Fornleifaskráning við Þjórsá var framkvæmd í tengslum við mat á umhverfisáhrifum sumrin 2001 og 2002 og í samræmi við úrskurð Fornleifaverndar ríkisins eru fornleifarannsóknir á hluta fornleifanna sem fundust nú hafnar. Byrjað var að rannsaka gamlar rústir við bæjarstæði Akbrautar, en engin mannvirki komu í ljós, aðeins vísbendingar um ung mannvistarlög frá 20. öld. Í sumar verða gamlar rústir í landi Þjótanda rannsakaðar. Fornleifafræðistofan annast rannsóknir á fornleifum í sumar fyrir Landsvirkjun í samráði við Fornleifavernd ríkisins. Rannsókn á rústum við Þjótanda Prufuhola grafin í tótt við Akbraut. TVEIR litháskir karlmenn voru handteknir á Akranesi um helgina eftir að hafa stolið fartölvu í versl- un BT í bænum. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu fundust menn- irnir á Kjalarnesi og voru eftir yfirheyrslur fluttir til Reykjavíkur þar sem lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu er með fleiri mál sem þeir tengjast til rannsóknar. Fyrir utan þjófnaðinn ferðuðust menn- irnir um á stolnum bíl. Fara um rænandi LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu þurfti að hafa afskipti af ung- mennum víða um Reykjavík seint á sunnudagskvöld. Ekki var um að ræða drykkjulæti eða óspektir en ungmenni höfðu hópast saman á spark- og leikvöllum til að njóta veðurblíðunnar. Íbúum í nærliggj- andi húsum þótti hávaðinn heldur mikill og kölluðu til lögreglu sem leysti upp leikinn. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var ungmennunum sýndur fullur skilningur enda páskaleyfi hafin í flestum skólum. Stöðva vorleiki FORSTJÓRI Lánasýslu ríkisins, Þórður Jónasson, hefur óskað eftir lausn frá embætti og hefur jafn- framt óskað eftir því að lausnin verði veitt hið fyrsta. Hefur fjár- málaráðherra fallist á að starfslok Þórðar verði hinn 10. apríl næst- komandi. Jafnframt hefur ráðherra sett Sigurð G. Thoroddsen, lögfræð- ing hjá Lánasýslu ríkisins, til þess að gegna starfi forstjóra stofnunar- innar til 11. ágúst næstkomandi. Hættir hjá Lánasýslunni Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ tel- ur ekki útilokað að það taki til at- hugunar síðar hvort stjórnunar- og eignatengsl milli Byrs sparisjóðs og Glitnis geti haft skaðleg áhrif á samkeppni í fjármálaþjónustu hér á landi. Þetta kemur fram í úrskurði sem stofnunin sendi frá sér í gær vegna samruna Sparisjóðs vél- stjóra (SPV) og Sparisjóðs Hafn- arfjarðar (SPH) í Byr sparisjóð. Telur Samkeppniseftirlitið hins vegar að þrátt fyrir stjórnunar- tengsl sé ekki ástæða til að aðhaf- ast sérstaklega vegna samruna sparisjóðanna. Í úrskurðinum er bent á að að- ilar tengdir FL Group séu meðal hluthafa Byrs. Þannig sé Magnús Ármann, einn stjórnarmanna Byrs, jafnframt stjórnarmaður í FL Group, ásamt því að vera hlut- hafi í félögunum. FL Group og tengdir aðilar ráði yfir töluverðum fjölda hlutabréfa í Glitni þar sem stjórnarformaður, forstjóri og að- stoðarforstjóri FL Group sitja í stjórn Glitnis. Þá sitji í stjórn Byrs framkvæmdastjóri MP Fjár- festingabanka; Styrmir Þór Bragason, og stjórnarmaður í bankanum; Jón Þorsteinn Jónsson. Skarast við Glitni en ekki MP Telur Samkeppniseftirlitið að starfsemi Byrs sparisjóðs skarist að verulegu leyti við starfsemi Glitnis í bankaþjónustu. Minni skörun sé við starfsemi MP Fjár- festingabanka. Eftirlitinu hafi ekki verið tilkynnt á grundvelli sam- keppnislaga um að FL Group eða tengdir aðilar hafi náð virkum yf- irráðum í Glitni. Á þessu stigi sé því ekki ástæða til að ætla að um- ræddur samruni SPV og SPH feli einnig í sér samruna við Glitni. Síðan segir í úrskurðinum: „Aftur á móti er það í verka- hring Samkeppniseftirlitsins að kanna stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja. Skal þetta gert m.a. í því skyni að meta hvort í ís- lensku viðskiptalífi sé að finna ein- kenni hringamyndunar og óæski- leg tengsl eða valdasamþjöppun sem takmarkað getur samkeppni.“ Getur haft skaðleg áhrif Á það er bent að stjórnunar- og eignatengsl milli keppinauta á fá- keppnismörkuðum geti haft mjög skaðleg áhrif á samkeppni og kall- að á sérstakar aðgerðir yfirvalda. Umrædd tengsl í Byr við önnur fjármálafyrirtæki geti gert það að verkum að ástæða sé til að hefja rannsókn á samkeppnislegum áhrifum þeirra. Til slíkra álitaefna hafi Sam- keppniseftirlitið þó ekki tekið af- stöðu að svo stöddu, heldur hafi einungis verið litið til samruna þessa máls á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga og fyrirliggjandi gagna. Eftirlitið segist því ekki geta útilokað að gripið verði til að- gerða vegna umræddra tengsla síðar, að frumkvæði stofnunarinn- ar. Rannsókn á tengslum Byrs og Glitnis ekki útilokuð Samkeppniseftirlitið aðhefst ekki vegna samruna Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í HNOTSKURN »Vegna frétta af samrunasjóðanna var óskað eftir gögnum þann 12. desember sl. »Bréf barst stofnuninni 15.desember en það uppfyllti ekki skilyrði samkeppnislaga. »Óskað var eftir undanþágufrá reglum eftirlitsins en því var hafnað. »Viðunandi samrunaskrábarst svo Samkeppniseft- irlitinu 2. febrúar sl. ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Marrakech er höfuðborg suður-Marokkó þar sem Afríka og Evrópa mætast. Gist er á fyrsta flokks lúxushótelum og gestir staðarins drekka í sig magnaða menningu borgarinnar. Golfið í Marrakech þykir eitt það besta á þessum slóðum og margir fallegir vellir eru í næsta nágrenni. Andrúmsloftið í Marrakech er afslappað og þér líður vel. Boðið er upp á forvitnilegar skoðunarferðir í þessu framandi landi. 17.–23. apríl Fararstjórar: Þóra Valsteinsdóttir o.fl. Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, flugvallarskattur og íslensk fararstjórn. Hálfsdags skoðunarferð um Marrakech. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. 89.970 kr. á mann m.v. 2 í herbergi m/morgun- verði á Ryad Mogador Agdal ferðir Marrakech www.uu.is Lúxusferð til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.