Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 93. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Gagnrýna kosninguna Samtök atvinnulífsins eru gagn- rýnin á framkvæmd kosninganna um stækkun álversins í Straumsvík og telja að niðurstaðan kunni að fæla erlenda fjárfesta frá. »2 Forstjóri Karólínska Dr. Birgir Jakobsson barnalækn- ir hefur verið ráðinn forstjóri eins stærsta háskólasjúkrahúss í Evr- ópu. Hann er tekinn við stjórn 15 þúsund manna starfsliðs Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi sem veltir sem svarar 120 millj- örðum íslenskra króna árlega. »2 KR og Grindvíkingar unnu KR mætir Snæfelli í oddaleik á heimavelli á fimmtudag á Íslands- meistaramótinu í körfuknattleik. KR vann Snæfell í gær, 104-80. Grindvíkingar knúðu fram oddaleik á útivelli með því að sigra Njarðvík- inga. »Íþróttir Seldu allt í TM Björgólfsfeðgar losuðu allar eign- ir sínar í Tryggingamiðstöðinni og FL Group hefur komið þar að í stað- inn eftir mikil viðskipti með bréf í fé- laginu í gær. Eignarhald félagsins hefur breyst umtalsvert. »4 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Hefðarf́rúr og dýr Staksteinar: Öfug áhrif Forystugreinar: Gegn plastpokum | Þjónusta við blinda UMRÆÐAN» Þjóðin eða útgerðin? Frelsi frá fátækt Stórbæta þarf kjör aldraðra Blekkingar fjármálaráðherra Heitast 13X °C | Kaldast 5 °C Suðvestan 5–13 m/s, hvassast nv-til. Skýjað og þurrt vestantil en bjart austantil. » Sögusagnir herma að hinir farsælu leik- arar Kate Hudson og Owen Wilson séu nýjasta parið í Hollywood. »43 FÓLK» Hudson og Wilson par BÍÓLISTINN» Mest sótta mynd helg- arinnar er í þrívídd. »38 Kvenþjóðin sat um Þorvald Davíð um helgina en hann komst inn í frægan leiklistarskóla á dög- unum. »38 FÓLK» Vinsæll leik- listarnemi BÍÓ» Tökulið var á Árbæj- arsafni um helgina. »36 TÓNLIST» Sigur Rós auglýsir eftir plötuumslagi. »38 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Bresk kona og meintur morðingi 2. Brook bjargvættur kvenna 3. Aprílgöbb stór og smá 4. Dísella í úrslit í Metropolitan Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is TRYGGVI Tryggvason, rúmlega fertugur Ak- ureyringur, sem var hætt kominn þegar hann lenti í stóru snjóflóði í Hlíðarfjalli í janúar, segist ekkert muna eftir sunnudeginum þegar slysið varð. Hann er í endurhæfingu og að hressast, að eigin sögn, en segir mikla vinnu framundan. Tryggvi var meðvitundarlaus í öndunarvél hálf- an mánuð eftir slysið og tengdur vélinni meira og minna í hálfan mánuð til viðbótar eftir það. Hópur vélsleðamanna var á ferð töluvert norð- an við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli þegar snjóflóð hreif Tryggva með sér. Hann barst 100 metra með flóðinu en fannst nokkrum mínútum síðar vegna snjóflóðaýlu sem hann og félagar hans höfðu meðferðis. Tryggvi fannst meðvitundarlaus á tveggja metra dýpi og lífgunartilraunir hófust strax eftir að hann var grafinn upp, en litlar líkur eru taldar á því að Tryggvi hefði lifað af, vegna súrefnisskorts, hefði hann fundist miklu síðar. Tryggvi segist hafa orðið undrandi þegar hann rankaði við sér á sjúkrahúsi og var sagt hvers kyns var. „Ég man ekkert eftir deginum sem slys- ið varð. Mér er sagt að það sé ekki óalgengt að fólk, sem lendir í svona dramatískum áföllum, missi minnið. Sumir sem muna eftir atvikunum verða fyrir því að vakna upp með martraðir en ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Það er því lík- lega bara best að muna ekki neitt,“ sagði Tryggvi við Morgunblaðið í gær. Hann segist muna vel eft- ir föstudeginum fyrir slysið, en þá keypti hann sér einmitt snjóflóðaýlu – sem hann segir ekki vafa á að hafi bjargað lífi sínu. Tryggvi er virka daga á Kristnesi í sjúkra- og iðjuþjálfun en fer heim um helgar. Hann er bygg- ingaverkfræðingur, kvæntur og tveggja barna faðir. Segist Tryggvi vissulega farinn að leiða hugann að því hvenær hann geti byrjað að vinna aftur, en erfitt sé að meta það. „Ég hef ekki mik- inn styrk og er ekki búinn að ná fínhreyfingunum; get ekki skrifað og ekki notað tölvumús. Þegar ég vaknaði gat ég hvorki lyft höndum né fótum og mér var dröslað um í göngugrind. Núna er ég að- eins farinn að labba um, en ég veit að það er heil- mikil vinna framundan. Þetta er dálítið bras.“ Tryggvi segist glíma við töluverðan skjálfta í höndum eftir slysið og ekki sé ljóst hversu mikið dragi úr skjálftanum eða hvort hann hverfi. „Það er víst ekkert hægt að fullyrða neitt um það. Tím- inn verður bara að leiða það í ljós,“ segir Tryggvi, sem bað að lokum fyrir innilegar kveðjur til allra sem komu að björgun hans á sínum tíma. Líklega best að muna ekkert Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Björgun Komið með Tryggva að Gæsluþyrlunni sem flutti hann úr Hlíðarfjalli á sjúkrahús. VÍSNASKÁLDIÐ Hörður Torfason hélt sína árlegu Kertaljósatónleika í stóra sal Borgarleikhússins í gærkvöldi, en sú hefð hans er orðin nær þriggja áratuga. Efnisskrá kvöldsins samanstóð af nýjum og gömlum lögum listamannsins og var mikið um að tónleikagestir bæðu um óskalög. Hörður sagði eftir tónleikana að stemningin hefði verið góð og heim- ilisleg eins og jafnan væri um Kertaljósatónleikana. „Það var rífandi stemning og skemmtilegheit,“ sagði tónskáldið sem leggur þessa dagana drög að ævisögu sinni í samvinnu við rithöfundinn Ævar Örn Jósepsson. ÁRLEGIR TÓNLEIKAR HARÐAR TORFA Morgunblaðið/Kristinn Rífandi stemning við kertaljós ÍSLENSKA sópransöngkonan Dís- ella Lárusdóttir keppti á sunnudag- inn í úrslitum árlegrar söngv- arakeppni sem haldin er á vegum Metropolitan- óperunnar í New York, The Met- ropolitan Opera National Council Audition. Þótt Dísella hafi ekki borið sigur úr býtum á sunnu- daginn þykir það eitt að ná svona langt eftirtekt- arvert afrek. Af keppendunum, sem voru á annað þúsund í upphafi, komust aðeins ellefu söngvarar í úrslitin. Söng á sviði Metropolitan Fyrirkomulag keppninnar er ekki með öllu ólíkt því sem þekkist í sjónvarpsþáttunum vinsælu „Am- erican Idol“, eins og Dísella bendir á. Öllum þeim sem eru á milli tví- tugs og þrítugs og búsettir í Banda- ríkjunum er heimil þátttaka í keppninni, sem miðar að því að hafa uppi á framúrskarandi óp- erusöngvurum. Til að komast í úr- slitin þurfti Dísella að fara í gegn- um tvær fjölmennar undankeppnir, þaðan sem leiðin lá í tuttugu og tveggja manna úrslit er fram fóru á sviði sjálfrar Metropolitan- óperunnar. Þar var keppendum síð- an fækkað niður í ellefu. Ólíkt „Am- erican Idol“ er það einungis dóm- nefnd skipuð fagaðilum, sem hefur örlög keppenda í hendi sér. Dísella hlaut 5.000 bandaríkja- dali í verðlaunafé. | 15 Söng til úrslita Dísella Lárusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.