Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AUSTURLAND
Egilsstaðir | Myndbanda- og kvik-
myndahátíðinni 700IS Hreindýra-
landi lauk á laugardag.
Á hátíðinni í ár voru sýnd 85 verk,
valin úr þeim 500 sem send voru frá
öllum heimshornum. Til dæmis
komu verk frá Taívan, Króatíu og
Rússlandi. Mikill fjöldi verka kom
frá Bretlandi, Bandaríkjunum og
Hollandi.
Tvö verk hlutu verðlaun á 700IS.
Angela Ellsworth frá Arizona í
Bandaríkjunum hlaut verðlaun fyrir
besta verk hátíðarinnar, Hot Air.
Verkið er að sögn dómnefndar mjög
persónulegt og sterkt og fjallar um
hvernig kona, sem misst hefur bæði
brjóstin vegna krabbameins, tekur
lífinu enn með gleði og gríni. Alcoa
veitti peningaverðlaun.
Verðlaun fyrir það íslenska verk
sem skaraði fram úr hlaut Helena
Stefánsdóttir fyrir mynd sína Önnu.
Um það sagði dómnefnd að myndin
væri ótrúlega flott tekin og sagan
jafnframt mjög persónuleg og sterk.
Glitnir veitti peningaverðlaun.
Dagskráin í ár var viðamikil og
enn fjölbreyttari en í fyrra. Til dæm-
is voru sýndar heimildarmyndir á
Skriðuklaustri, fyrirlestur fyrir börn
og unglinga var haldinn í Mennta-
skólanum á Egilsstöðum, boðið var
upp á námskeið í myndbandalist og
einnig komu Steina Vasulka, Rúrí og
Finnbogi Pétursson sérstaklega
austur til að taka þátt í listamanna-
spjalli á Eiðum með Sigurjóni Sig-
hvatssyni og gestum. 700IS lauk
formlega í hinu nýja galleríi Bláskjá
á Egilsstöðum á laugardag.
Ljósmynd/700is
Snilldartaktar Helena Stefánsdóttir leikstjóri átti besta íslenska verkið að mati dómnefndar og þótti það afar vel kvikmyndað og unnið.
Sterk verðlaunaverk 700IS
Ljósmynd/700is
Best Angela Ellsworth þótti eiga besta verkið á 700IS, mynd um konu sem
þrátt fyrir að missa bæði brjóst sín vegna krabbameins lifir með bros á vör.
Í HNOTSKURN
»Verðlaunaverk alþjóðlegumyndbanda- og kvik-
myndahátíðarinnar 700IS Hrein-
dýralands voru myndin Hot Air
bandaríska listamannsins An-
gelu Ellsworth, sem besta verk
hátíðarinnar og íslenska verkið
Anna eftir Helenu Stefánsdóttur.
»Af 500 verkum sem bárusthátíðinni voru 85 sýnd op-
inberlega.
Egilsstaðir | Nú
er að hefjast
vinna við fyrsta
aðalskipulag
Fljótsdalshéraðs.
Í gær voru undir-
ritaðir samningar
um verkefnið við
ráðgjafarfyrir-
tækið Alta, sem
mun hafa umsjón
með gerð skipu-
lagsins. Áætlað er að nýtt aðalskipu-
lag verði tilbúið undir lok næsta árs.
Á síðasta ári var samþykkt Stefna
Fljótsdalshéraðs sem byggist á
þremur meginstoðum; þekkingu,
þjónustu og velferð. Nú hefur verið
ákveðið að bæta við fjórðu stoðinni,
umhverfi og að endurskoða hinar
þrjár með hliðsjón af áherslum sjálf-
bærrar þróunar.
Lögð áhersla á þátt íbúanna
Umhverfis- og náttúruverndar-
nefnd hefur skipað starfshóp sem
vinna mun að þessu verkefni. Þegar
þeirri vinnu lýkur verður hin endur-
skoðaða stefna jafnframt Staðardag-
skrá 21 fyrir Fljótsdalshérað. Loks
er að hefjast á sama tíma vinna við
mótun atvinnustefnu á vegum at-
vinnumálanefndar.
Lögð verður áhersla á samstarf
við íbúa sveitarfélagsins í skipulags-
vinnunni og öðrum verkefnum henni
tengdum, meðal annars með íbúa-
fundum og segja bæjaryfirvöld það
von sína að þegar ný framtíðarsýn og
aðalskipulag fyrir Fljótsdalshérað
liggi fyrir verði hvort tveggja í góðu
samræmi við vilja, væntingar og
metnað íbúanna.
Sjálfbær
þróun
leiðarljós
Skipulagsmálin eru
til skoðunar.
Kampakátir Liðin sem urðu í þremur sætum Íslandsmótsins; Kústarnir
efstir, Eiríkur, Gunnar, Kristján, Ólafur og Pálmi. Þeir rauðu í miðjunni
eru Bragðarefir og fremstir eru Fálkarnir sem fengu bronsverðlaunin.
KÚSTARNIR frá Akureyri urðu
um helgina Íslandsmeistarar í
krullu. Liðið sigraði Bragðarefi í
úrslitaleiknum 7–3, en bæði eru
þessi lið frá Akureyri og úrslita-
keppnin fór fram í skautahöllinni í
höfuðstað Norðurlands.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Kústarnir verða Íslandsmeistarar
en áður hafði liðið hæst náð í 2.
sæti árið 2005. Liðsmenn Kúst-
anna eru nokkrir vinnufélagar hjá
Vegagerðinni á Akureyri sem tóku
upp á því að gamni sínu að stunda
þessa íþrótt, sem verður sífellt
vinsælli hér á landi.
Íslandsmeistararnir eru Eiríkur
Bóasson, Gunnar H. Jóhannesson,
Kristján Þorkelsson, Ólafur
Hreinsson og Pálmi Þorsteinsson.
Þeir vinnufélagarnir hófu allir að
iðka íþróttina í ársbyrjun 2003.
Fyrsti titillinn lét reyndar ekki
bíða lengi eftir sér því Kústarnir
sigruðu á Nýliðamótinu 2003.
Bragðarefir stóðu sig best allra
liða í undankeppni Íslandsmótsins
að þessu sinni en náðu ekki að
fylgja þeim árangri eftir í úrslita-
leiknum.
Allir liðsmenn Bragðarefa nema
einn eru aðeins á sínu öðru ári í
krullunni og voru að vinna í annað
sinn til verðlauna á Íslandsmóti. Í
liði Bragðarefa eru þeir Davíð
Valsson, Heimir Jónasson, Jóhann
Ingi Einarsson, Jón Einar Jó-
hannsson og Sveinn H. Stein-
grímsson.
Fálkar nældu sér í bronsið eftir
krókaleiðum en liðið kom inn í úr-
slitin vegna forfalla hjá liði úr
Reykjavík sem átti réttinn til að
leika í b-úrslitunum. Fálkar nýttu
sér þetta tækifæri, unnu b-úrslitin
og sigruðu síðan Fífurnar í úrslita-
leik um bronsið, 7–5. Í liði Fálka
eru þeir Árni Arason, Haraldur
Ingólfsson, Ómar Ólafsson, Sigfús
Sigfússon og Þorvaldur Gunnars-
son.
Undankeppni Íslandsmótsins fór
fram á tveimur stöðum nú eins og
í fyrra, annars vegar hjá krullu-
deild Skautafélags Akureyrar þar
sem tíu lið voru með og hins vegar
hjá krulludeild Þróttar í Reykjavík
þar sem fjögur lið kepptu. Þrjú lið
frá Akureyri og eitt úr Reykjavík
unnu sér rétt til að leika í a-
úrslitum. Vegna forfalla sunnan-
manna voru það síðan fjögur lið
frá Akureyri sem léku í b-úrslit-
um. Þetta er í sjötta sinn sem leik-
ið er um Íslandsmeistaratitilinn í
krullu og hefur alls 31 leikmaður
unnið titilinn. Sá sem oftast hefur
unnið er Sigurgeir Haraldsson en
hann hefur fjórum sinnum orðið
Íslandsmeistari.
Vinnufélagar í Vega-
gerðinni bestir í krullu
Í HNOTSKURN
»Liðsmenn Kústanna byrj-uðu að æfa krullu 2003.
»Krullan verður sífellt vin-sælli íþrótt. Töluverður
fjöldi liða tók þátt í nýliðamóti
vetrarins á Akureyri.
ENGU var líkara en snjór hefði safnast í skafla í skóglendinu innst við Að-
alstræti um helgina. Svo var þó ekki, en í hvassviðrinu hafði töluvert af
drasli fokið ofan úr Naustahverfi og stöðvast þarna.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Drasl í Innbænum á Akureyri eftir rokið um helgina.
Skaflar – eða ekki
AKUREYRI