Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar HannesBiering fæddist í Reykjavík 30. des- ember 1926. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut þriðjudaginn 27. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Henrik C.J. Bi- ering og kona hans Olga Astrid Hansen. Fyrri kona Gunn- ars var Kristjana Edda Ólafsdóttir hjúkrunarkona, d. 1957. Foreldrar hennar voru Ólaf- ur Tryggvason, bóndi og verk- stjóri frá Kirkjubóli við Skut- ulsfjörð, og Jensína Gunnlaugsdóttir. Dóttir Gunnars og Kristjönu Eddu er Hulda, kenn- ari, gift Margeiri Gissurarsyni matvælafræðingi. Þau eiga tvo syni, þeir eru Jón Gunnar tónlist- armaður, kvæntur Sigríði Ara- dóttir, dóttir þeirra er Hulda, og Bjarni tónlistarmaður. Seinni kona Gunnars var Herdís Jónsdóttir hjúkrunarkona, d. 1996. Foreldrar hennar voru Jón Hróbjartsson, kennari og listmál- ari á Ísafirði, og kona hans Rann- veig Samúelsdóttir frá Naustum við Skutulsfjörð. Dóttir Gunnars og Herdísar er Rannveig þroska- fljótlega yfirlæknir deildarinnar allt til starfsloka árið 1996. Gunn- ar var um 15 ára skeið dósent í barnalækningum við Háskóla Ís- lands. Einnig kenndi hann um langt árabil við hjúkrunarskólann og ljósmæðraskólann, sem báðir stóðu á lóð Landspítalans. Auk læknisstarfa tók Gunnar þátt í félagsstörfum innan stéttar sinnar, þ.m.t. margvísleg nefnd- arstörf. Var um skeið formaður bókasafnsnefndar Lsp., formaður vísindaráðs krabbameinsfélagsins við stofnun þess, formaður nefnd- ar á vegum felagsmálaráðuneytis sem mótaði tillögur að framtíð- arskipan á málefnum fjölfatlaðra á Íslandi, formaður til þriggja ára í AFÖD, norrænni nefnd, sem ann- aðist samskráningu og samræm- ingu alls er laut að málefnum fæð- andi kvenna og nýfæddra barna þeirra á Norðurlöndum. Stundaði jafnframt allviðamikil ritstörf sem fjölluðu fyrst og fremst um of- annefnd málefni. Árið sem starfi lauk við Landspítalann (1996) hóf Gunnar nám við Leiðsöguskóla Ís- lands og lauk prófi þaðan vorið 1997. Starfaði því næst sem leið- sögumaður og síðar einnig sem fararstjóri fram til ársins 2006. Útför Gunnars verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. þjálfi. Dætur hennar eru Herdís þjónn, hún á einn son með sambýlismanni sín- um Valdimari Valdi- marsyni, Kristín og Lára. Gunnar lauk stúd- entsprófi við Mennta- skólann í Reykjavík 1946 og hóf sama ár nám í læknisfræði við Háskóla Íslands. Út- skrifaðist frá háskól- anum vorið 1953. Starfaði um sumarið sem aðstoðarlæknir héraðslækn- isins í Stykkishólmi. Fór til fram- haldsnáms í Bandaríkjunum haustið 1953. Stundaði þar sérnám í barnalækningum við Háskólann í Minnesota og útskrifaðist þaðan sem sérfræðingur í barnalækn- ingum með blóðsjúkdóma barna sem hliðargrein vorið 1958. Hóf störf við barnadeild Hringsins á Landspítalanum sumarið 1958 og starfaði þar til ársins 1961 en varð þá barnalæknir fæðingardeildar (kvennadeildar) Lsp. Vann jafn- framt að uppbyggingu og skipu- lagningu vökudeildar Barnaspít- ala Hringsins, þ.e. deildar fyrir nýbura, sem þurftu á sérmeðferð að halda. Vökudeild hóf starfsemi sína árið 1976 og varð Gunnar Ég vil minnast tengdaföður míns og vinar Gunnars Biering. Gunnar hitti ég fyrst fyrir rúmum 30 árum þegar leiðir okkar dóttur hans Huldu mættust. Hann var virðulegur og vel metinn læknir og ég óharðnað ung- menni í leit að áttum í lífinu. Á þeirri stundu var það hálffjarlægt að hann myndi enda sem tengdafaðir minn og hvað þá sem einn af mínum bestu vinum. Gunnar var afar virkur maður og hafði þá lífssýn að betra væri að vera ofvirkur en óvirkur. Og því kynntist ég fljótt. Strax og ég steig innfyrir þröskuld fjölskyldunnar var mér tekið sem virkum þátttakanda sem þýddi að við hverja lausa stund okk- ar hjóna lá boð frá Gunnari og Her- dísi tengdamóður minni um eitthvert athæfi. Um vetrartímann varð að fara á gönguskíði upp á Hellisheiði, eða hvert sem hugur Gunnars reik- aði þá stundina, og um sumar, vor og haust gönguferðir með nesti í poka, bara eitthvað út í náttúruna. Og náttúran ein og sér var ekki nóg, heldur þurftu samferðamenn hans að vita nöfn á fjallahringjum, örnefn- um og helst öllu því sem fyrir augum bar. En göngur, náttúra, fjallahring- ir og örnefni voru ekki eini tilgangur útiverunnar því margt var rætt um lífið og tilveruna og þar var Gunnar góður leiðsögumaður út í lífið. Þegar barnabörn Gunnars fæddust var áfram haldið með útiveruna og regluleg matarboð þar sem þau hjónin héldu fjölskyldunni saman. Gunnar var lífskúnstner og þótti ekki nóg að fá skriflegar lýsingar á aðstæðum sinna nánustu. Hann þurfti að upplifa þær sjálfur. Þegar við Hulda fórum til Bandaríkjanna í nám urðu hann og Herdís tengda- móðir mín fyrst til að heimsækja okkur. Þegar við fluttum til Akur- eyrar vorum við varla komin þangað er þau hjónin voru komin á staðinn. Þegar við fluttum til Afríku eftir að Herdís lést varð Gunnar fyrstur til að heimsækja okkur og kom til Afr- íku í þrígang. Fékk Afríkubakter- íuna, eins og hann sagði. Þar kynnt- ist ég honum best, við áttum yndislegan tíma og þar fann ég að vinátta okkar var til að vera. Hann var ekki lengur bara tengdafaðir, heldur minn besti vinur. Ég mun sakna Gunnars og minn- ast alls hins góða, en ekki syrgja hann. Hvíl þú í friði, Gunnar minn. Margeir Gissurarson. Svona er bara lífið, Herdís mín. Þetta er eitt af því síðasta sem þú sagðir við mig. Ég er alveg rosalega þakklát að hafa fengið þig sem afa því yndis- legri afa er ekki hægt að hugsa sér. Það sem þú hefur haft mikil og góð áhrif á margt í mínu lífi. Ég veit ekki hvar ég á að byrja en mig langar að minnast þess þegar ég var að klára grunnskóla, taka sam- ræmd próf. Þá komst þú að því að mér fyndist danska bara leiðinlegt fag og kunni nú ekki mikið. Þú tókst þig til og kenndir mér dönsku alla fimmtudaga eftir vinnu í nokkrar vikur og viti menn, mér fannst danskan orðin skemmtileg og náði átta í einkunn. Svo kenndir þú mér að vera sniðug og „ákveðin“ hvernig maður „skvís- ar“ sér fremst í raðir og svoleiðis. Allar leikhúsferðirnar, „pikknikk- arnir“ sem við fórum saman í, ynd- islegt alveg. Og svo öll matarboðin hjá okkur fjölskyldunni. Þú eldaðir oft, alltaf að prufa eitthvað nýtt, svo sagðir þú oft: Þetta er bara mjög góður matur hjá mér, þótt ég segi sjálfur frá, – svo yndislega krúttlegt. Og þessi tungumálaáhugi hjá þér. Þegar þú varst búinn að læra leið- sögumanninn fórstu að læra þýsku, svo var það franskan, svo næst ítalskan … Þá hugsaði ég: Jæja, þetta er orðið fínt, orðinn 79 ára, en nei, nei; næst veit ég af afa mínum grafandi holur á Hólum í Hjaltadal, búinn að skrá sig í fornleifafræði. Þú varst náttúrlega bara flottastur. Og hvað þú studdir við bakið á mér og Valdimari mínum í gegnum brösulega meðgöngu og á ég þér svo mikið að þakka að ég skuli eiga þenn- an yndislega dreng, – ekki margir af- ar sem eru mættir inn á fæðingar- deild þegar langafabarnið þeirra fæðist. Og þú færðir mér rós alla föstudaga í tvo mánuði fram að fæð- ingu. Rósin táknaði von, þú hugsaðir alltaf svo vel um okkur. Það var svo sætt þegar þú sagðir við mömmu að hún væri orðin ætt- móðir, sem er alveg yndislegt. Jæja ég gæti eflaust dásamað þig endalaust. Elsku besti afi minn, ég þakka þér innilega fyrir allar yndislegu stund- irnar sem ég hef átt með þér. Ég á eftir að sakna þín mikið en ég veit að þú ert í góðum höndum, loksins fær amma Hedda Gunnar sinn aftur. „Love You.“ Herdís Biering. Kveðja frá Barnaspítala Hringsins Fyrir fáum mánuðum hélt Gunnar Biering upp á áttræðisafmælið sitt. Í stuttri ræðu við það tækifæri sagði hann meðal annars: „Ágæta fjöl- skylda og vinir, þið horfið hér á ham- ingjusaman mann.“ Þetta var örugg- lega rétt. En við horfðum líka á hlýjan og góðan mann, góðan pabba og ástríkan afa, ágætan samherja og barnalækni, góðan félaga og vin. Árið 1958 kom Gunnar til starfa við Barnaspítala Hringsins eftir sér- nám í barnalækningum í Bandaríkj- unum. Hann var vel menntaður og fullur áhuga á að vinna að bættum hag veikra barna á Íslandi. Nokkru síðar hóf Gunnar uppbyggingu vöku- deildar Barnaspítala Hringsins og var yfirlæknir þeirrar deildar til starfsloka árið 1996. Árangur vöku- deildar Barnaspítala Hringsins hef- ur verið mjög eftirtektarverður. Ástæðurnar eru margar; frábært starfsfólk, góður tækjabúnaður og öflugur stuðningur, meðal annars Hringskvenna. Mikilvægur þáttur í uppbyggingu og starfsemi vöku- deildar var forysta Gunnars Bier- ings barnalæknis. Vökudeildin var Gunnari afar hjartfólgin og ekkert tækifæri var látið ónotað til að bæta deildina. Gunnar var vinsæll kennari og var dósent við læknadeild Há- skóla Íslands um árabil. Gunnar var stoltur af ferli sínum á Barnaspítala Hringsins og var það að verðleikum. Gunnar var hlýr og notalegur maður, einlægur og góðum gáfum gæddur. Hann hreifst auðveldlega með ef nýjungar bar á góma, bætta meðferð, ný tæki eða nýja mögu- leika. Hann kættist auðveldlega, var fullur áhuga og eftirvæntingar og varð þá stundum sjálfur eins og fjör- mikill krakki. Hann átti auðvelt með að tileinka sér nýjungar og nýta þær í starfi sínu, sjúklingum deildarinnar til mikils gagns. Gunnar hafði áhuga á fjölmörgum hlutum, einnig utan Barnaspítalans. Kom það glöggt í ljós þegar hann, eftir farsælan feril á Barnaspítala Hringsins, lauk námi í Leiðsögu- mannaskólanum. Hann dvaldi um tíma í Þýskalandi til að rifja upp þýskukunnáttu, hafði hug á að bæta ítölskuþekkingu sína auk þess að nema fornleifafræði, sögu og nátt- úrufræði. Hann var eðlilega eftir- sóttur, skemmtilegur og fróður leið- sögumaður. Gunnar Biering var hamingjusam- ur maður. Þótt söknuðurinn sé mikill eru minningarnar góðar. Starfsfólk Barnaspítala Hringsins kveður Gunnar Biering barnalækni með virðingu og þakklæti. Ásgeir Haraldsson. Hann var sáttur, glaður og tein- réttur, þegar hann stóð fyrir framan vini sína á áttræðisafmælinu og fjallaði um lífshlaup sitt. Eflaust vissi hann að þessi yrði hans síðasta afmælisveisla. Hann var glaður og hlýr eins og venjulega. Umfram allt var hann sáttur við líf sitt. Það hafði þó ekki verið eingöngu dans á rósum. Gunnar hafði misst tvær eiginkonur, sem báðar höfðu verið honum tryggir förunautar. Með hvorri konunni hafði hann eignast dóttur. Dæturnar og fjölskyldur þeirra urðu honum kjöl- festan í lífinu síðustu árin eftir að hann hafði orðið ekkjumaður í annað sinn. Hann var stoltur af fjölskyldu sinni, enda má hann vera það. Maðurinn sem hélt okkur veislu í vetur var glaður og öruggur. Sagði okkur frá lífshlaupi sínu á svo eðlileg- an máta að hlustandanum fannst hann hafa tekið þátt í því. Gunnar Biering var líka maður, sem kunni að lifa lífinu og hafa gaman af því. Fáa menn var notalegra að heimsækja en Gunnar. Hann var gestrisinn með afbrigðum og kunni að láta gesti sína njóta sín á heimili hans. Ríkur þáttur í fari hans var yndi af ferðalögum og þá skipti ekki máli hvort ferðalögin voru hér innan- bæjar í Reykjavík, þar sem raktar voru söguslóðir og minningar úr bæj- arlífi Reykjavíkur frá upphafi, eða ferðalög út um heim til að kynnast framandi þjóðum og menningu. Því hefur verið haldið fram, að hollt sé hverjum manni að skipta um starf einu sinni á ævinni. Gunnar skipti um starfsvettvang að minnsta kosti tvisvar. Hann kom heim til Ís- lands eftir nám í Bandaríkjunum sem blóðmeinafræðingur barna. Eftir fá ár hér heima þar sem hann stundaði mestmegnis sérfræðistörf á stofu var hann farinn að skipuleggja og vinna að nýbura-lækningum hér við kvennadeild Landspítalans og tók þá starf hans alveg nýjan farveg. Þetta varð hans stærsta lífsverk. Hann reyndist góður talsmaður og áræðinn að ýta úr vör sínum hug- myndum um nýburagjörgæsludeild á Landspítalanum. Á þeim árum þótti síður en svo sjálfsagt að búa til sér- staka deild innan barnalækninga, eingöngu fyrir nýbura og fyrirbura. Segja má, að Gunnar hafi verið frum- kvöðullinn í því að koma þeirri hugs- un inn hjá samfélaginu að fyrirburar eru líka samfélagsþegnar með eigin þarfir og réttinn til þess að fá þörfum sínum fullnægt. Sem stjórnandi var hann ötull við að bæta hag deildar- innar, fá húsrýmið stækkað, tækja- búnað aukinn og endurnýjaðan og að- stöðu alla bætta fyrir þessa minnstu sjúklinga samfélagsins. Vökudeild Barnaspítala Hringsins var hans óskabarn frá því að hann stofnaði deildina og gaf henni nafn. Gunnar var fullur starfsorku, þegar hann á sjötugasta aldursári hætti störfum á vökudeildinni og lét okkur í hendur að halda merkinu uppi. Þá hafði deildin getið sér orðstír meðal nágrannaþjóða fyrir framúrskarandi árangur. Gunnar sneri sér að öðrum störf- um af sömu atorku og áhuga og hann hafði unnið á vökudeild. Það vakti að- dáun okkar, svo ég segi ekki öfund, að fylgjast með áhuganum og dugn- aðinum, þegar hann var að leita full- komnunar í leiðsögumannsstarfinu, ná tökum á fleiri tungumálum, kynna sér kosti framandi landa og menn- ingu þjóðanna, sem bjuggu þar. Ég hefi það fyrir satt, að Gunnar hafi verið eftirsóttur leiðsögumaður, að minnsta kosti var hann ótrúlega upp- tekinn öll þessi ár eftir verklokin á vökudeild Barnaspítala Hringsins. Nú er lífshlaupinu lokið, eftir situr árangur starfsins og minning um frá- bæran vinnufélaga og vin, sem kunni að lifa lífinu þannig að geta kvatt fjöl- skyldu og vini sáttur. Blessuð sé minning Gunnars Bier- ing. Atli Dagbjartsson, yfirlæknir vökudeildar, Barnaspítala Hringsins. Gunnar H. Biering lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1953 og stundaði síðan framhaldsnám í barnalækningum og blóðsjúkdóm- um barna við Háskólann í Minnesota, þaðan sem hann útskrifaðist 1958. Hann var dósent í barnalæknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands í nær 20 ár, eða frá 1977 til 1996. Á starfs- ævi hans urðu miklar breytingar í heilbrigðisþjónustunni. Það átti ekki hvað síst við á Landspítalanum, í barnalækningum þar sem stöðugt voru stigin markviss skref til fram- fara og við starfslok Gunnars hillti undir byggingu hins nýja og glæsi- lega Barnaspítala Hringsins. Slíkar framfarir gátu ekki gerst án sam- hents átaks þeirra sem þar voru í for- ystu fyrir þjónustu, kennslu og vís- indi. Árin þau sem Gunnar kenndi við læknadeild var læknanemahópurinn minni en nú er og aðstæður á ýmsan hátt öðruvísi. Á sama hátt og að ofan er lýst urðu á hans tíma miklar fram- farir í kennslu í barnalækningum í bættu umhverfi og með vaxandi skilningi á mikilvægi háskólastarf- semi fyrir spítalann. Gunnar var mikils metinn og vin- sæll kennari, fullur áhuga og lækna- nemar gátu alltaf treyst á aðstoð hans í námi og starfi. Hann var alltaf tilbúinn í breytingar og var í sveit þeirra sem hvöttu og mótuðu þær miklu breytingar sem barnalæknis- fræðin fór í gegnum á þessum árum, bæði sem þjónustugrein og sem há- skólagrein. Hann vann ötullega að framförum í málum hinna minnstu og veikustu og vann þannig að uppbygg- ingu vökudeildar á Landspítalanum. Læknanemar, sem nutu hand- leiðslu hans, minnast hans sem áhrifaríkrar og upplífgandi fyrir- myndar og eflaust hefur hann þannig átt drjúgan hlut að máli þegar ungir læknar völdu sér barnalækningar sem sína sérgrein, þeir sem það gerðu. Fyrir hönd Háskóla Íslands og læknadeildar sérstaklega þakka ég Gunnari fyrir farsæl störf í þágu skólans, votta aðstandendum hans innilega samúð og færi þeim okkar bestu kveðjur. Kristján Erlendsson læknir, varadeildarforseti lækna- deildar HÍ. Kveðja frá Félagi íslenskra barnalækna Gunnar Biering barnalæknir er látinn, 80 ára að aldri. Gunnar vann við barnalækningar á Landspítalan- um frá 1958 þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir 1996. Hann var yfirlæknir á vökudeildinni um árabil og mikill áhugamaður um að minnka nýburadauða og samræma skráningu á fæðingum á Norðurlöndunum. Gunnar var virkur í Félagi íslenskra barnalækna og formaður þess 1976– 78. Hann var traustur félagi sem tók virkan þátt í félagsstarfinu með sínu jákvæða og glaðværa viðmóti. Hann var sannur málsvari íslenskra nýbura og ötull baráttumaður fyrir auknu ör- yggi móður og barns. Þótt Gunnar hætti að stunda barnalækningar lét hann ekki deigan síga heldur sneri sér að leiðsögn ferðamanna þar sem hans ljúfa lund og þrá til að fræða aðra naut sín til fullnustu. Félag íslenskra barnalækna þakk- ar Gunnari fyrir góða og innihalds- ríka samfylgd og hans frábæra starf í þágu íslenskra barna. Við þökkum honum fyrir trausta vináttu og hans framlag til eflingar Félags íslenskra barnalækna. Félagið sendir ættingjum hans og vinum innilegar samúðarkveðjur. Megi minning hans lifa. Sigurveig Þ. Sigurðardóttir formaður. Enn einn skólabróðir, vinur og kollega er genginn á vit feðra sinna. Gunnar var mikill mannkostamaður, kurteis svo af bar, vandaður, sam- viskusamur og nákvæmur. Þessum eiginleikum kynntumst við skóla- systkin hans strax í menntaskóla og síðar í læknadeild Háskólans. Mann- kostir hans komu sér vel í því lækn- isstarfi sem hann valdi sér, barna- lækningum, þar sem samviskusemin og nákvæmnin skiptir öllu máli. Gunnar var brautryðjandi í nýbura- lækningum hér á landi, skipulagði starfsemina og stjórnaði henni af eðl- islægri mildi og myndarbrag þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var óþreytandi við að afla sér aukinnar þekkingar í sérgrein sinni og á öðrum sviðum eins og best kom í ljós eftir að hann lét af yfirlæknis- starfi á Landspítalanum. Þá fór hann í leiðsögunám og sneri sér að því að auka tungumálakunnáttu sína með háskólanámi í þýsku, frönsku og Gunnar Hannes Biering

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.