Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 TMNT kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 7 ára Scool for Scoundrels kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Scool for Scoundrels LÚXUS kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 The Hitcher kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Epic Movie kl. 2, 4, 6 og 8 B.i. 7 ára The Number 23 kl. 10 B.i. 16 ára Night at the Museum kl. 3.20 og 5.40 Anna & skapsveiflurnar STUTTMYND kl. 2 Hot Fuzz kl. 5:45, 8 og 10:20 B.i. 16 ára TMNT kl. 6 og 8 B.i. 7 ára The Hitcher kl. 10 B.i. 16 ára - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir Frábær gamanmynd frá leikstjóra Old School með Billy Bob Thornton og Jon Heder úr Napoleon Dynamite. PÁSKAGAMANMYNDIN 2007 Of góður? Of heiðarlegur? Of mikill nörd? Hjálp er á leiðinni. Skóli þar sem góðir strákar eru gerðir slæmir! Lífið er leikur. Lærðu að lifa því. PÁSKAMYNDIN Í ÁR Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur í flottustu ævintýrastórmynd ársins ÞAÐ ER mikið um nýmeti á íslenska bíólistanum þessa vikuna. Alls fjórar myndir sem frumsýndar voru um síðustu helgi eru á listanum sem nær yfir tíu aðsóknarmestu myndir helg- arinnar. Aðrar myndir á listanum eru einn- ig nýlegar, á sinni annarri eða þriðju sýningarviku, ef frá er talin grín- myndin Norbit sem á sæti á bíólist- anum fjórðu vikuna í röð og er nú í áttunda sæti. Þegar hafa um 18.000 manns séð Eddy Murphy bregða sér í hin ólíklegustu hlutverk í Norbit sem verður að teljast sérdeilis góður árangur. Ekki skákar hann þó ár- angri hasarmyndarinnar 300 sem hátt í 23.000 manns hafa lagt leið sína á. 300 er nú í fjórða sæti sem þýðir að hún hefur þurft að stíga nið- ur úr toppsætinu sem hún hefur vermt síðustu tvær vikur. Tímamótamynd Toppsætið hirðir hins vegar Rob- inson-fjölskyldan. Um þrívídd- armynd er að ræða og „tímamóta- mynd fyrir augað“, að mati gagnrýnanda Morgunblaðsins enda er notast við nýja og stórbætta þrí- víddartækni við gerð hennar. Gömlu kempurnar John Travolta, Tim Allen, Martin Lawrence og William Macy sjá svo til þess að grínmyndin Wild Hogs heldur öðru sætinu aðra vikuna í röð. Myndin hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum og virðist ekki síður höfða til Íslend- inga. Í þriðja, fimmta og sjötta sæti sitja svo nýjar myndir, Hot Fuzz, bardagaskjaldbökurnar stökk- breyttu í TMNT og nýjasta mynd Billy Bob Thortons, School for Sco- undrels. Epic Movie er í sjöunda sæti, Hitcher í því níunda og Ill- usionist í því tíunda. Vinsælustu kvikmyndirnar á Íslandi Robinson-fjölskyldan vermir efsta sætið!        * >-  (                        ! #$ % &#$ &  '($ ) &  $ &! *                Þrívídd Meet the Robinsons er sýnd með nýrri þrívíddartækni sem gerir það m.a. að verkum að myndin er skýrari og dýptin meiri en hingað til.  Blaðamannafundur verður haldinn í dag á Nordica hóteli þar sem til- högun úrslitaþáttar X-Factor verður kynnt en þátturinn fer fram næsta föstudag. Viðstaddir verða þeir keppendur sem eftir eru, Jógvan og dúett- inn Hara auk dómnefndar en þá verður einnig kynnt nýtt lag sem hefur verið samið fyrir úrslitaþáttinn. Þær raddir verða sífellt háværari sem segja Jógvan eiga sigurinn vísan en ekkert skal fullyrða um það. Nýtt lag samið fyrir X-Factor  Fyrsta breiðskífa útgáfufélags Barða Jóhannssonar og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar From Nowhere Records, kemur út í dag í Bandaríkjunum. Platan er að sjálf- sögðu Something Wrong með Bang Gang sem kom út hér á landi árið 2003. Sveitin lék nýlega á tónlist- arhátíðinni SXSW sem haldin er í Austin í Texas en hún er ein þekkt- asta tónlistarhátíðin þar vestra. Bang Gang í Bandaríkjunum  Hljómsveitin Sigur Rós hefur lokið við að hljóðblanda Hrafnagaldur Óðins og er reiknað með að verkið komi út næsta haust. Á heimasíðu sinni hvetja þeir sem vettlingi geta valdið til að senda inn tillögur að plötuumslagi Hrafna- galdurs. Einu skilyrðin sem sveitin setur er að listaverkið kallist á við inntak ljóðabálksins og að þar verði að finna a.m.k. eitt tröll og tvo dverga. Skilafrestur rennur út á morgun og áhugasamir sendi sínar tillögur á band@sigur-ros.co.uk Eitt tröll og tveir dvergar  Staðfest hefur verið að bassa- leikarinn Skúli Sverrisson muni leika með félögum sínum í Blonde Redhead þegar sveitin treður upp á tvennum tónleikum hér á landi á fimmtudag á NASA og á laugardag á Ísafirði. Skúli Sverris með Blonde Redhead  Ætla mætti að Þorvaldur Davíð hefði verið að út- skrifast úr Juilli- ard-listaháskól- anum ef marka má viðtökurnar sem leikarinn fékk á Oliver á laug- ardagskvöld. Kynbræðrum hans til mikillar gremju var skarinn á eftir leikaranum sem hyggur á heims- frægð eftir námið og höfðu sumir karlanna orð á því að ef mynd- arlegir leikarar hygðust gera Oli- ver að sínum um hverja helgi, væri kominn tími til að leita annað. Þó ekki á Sirkus. Samkeppnin of hörð á Oliver  Stórtónleikar verða haldnir á NASA á miðvikudaginn þegar hin óviðjafnanlega Silvía Nótt og electro-rokksveitin Trabant leiða saman hesta sína. Þá mun betri helmingur tvíeykisins Gullfoss og Geysis sjá um að magna upp stemn- ingu áður en stjörnur kvöldsins stíga á stokk. Bæði Silvía Nótt og Trabant hyggjast frumflytja nýtt efni á tónleikunum. Stórtónleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.