Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
TALSMAÐUR breska utanrík-
isráðuneytisins tók síðdegis í gær
undir þá ósk Ali Larijani, helsta
samningamanns Írana í kjarnorku-
málum, að fundin yrði friðsöm lausn
á þeirri deilu sem sprottið hefur upp
í kjölfar þess að 15 breskir sjóliðar
voru handteknir 23 mars sl.
Á sama tíma hvatti Ban Ki-moon,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, deiluaðila til að „lækka raust-
ina“ í málflutningi sínum, í því skyni
að greiða fyrir lausn deilunnar.
Áður hafði Larijani lýst því yfir í
viðtali við sjónvarpsstöðina Channel
Four að ekki væri þörf á að rétta yf-
ir sjóliðunum.
Til frekari tíðinda dró í deilunni í
gær þegar sjóliðarnir viðurkenndu
allir sem einn að hafa siglt ólöglega
inn í íranska landhelgi en myndbönd
af föngunum hafa valdið mikilli ólgu
í breska stjórnkerfinu.
Ummæli Larijanis, sem einnig
gagnrýndi ummæli talsmanna Evr-
ópusambandsins, ESB, í deilunni,
eru þvert á þá kröfu harðlínumanna
í Teheran að refsa sjóliðunum
grimmilega fyrir brot sitt, en fyrir
tveim dögum létu harðlínumenn
grjóti rigna yfir breska sendiráðið í
Teheran.
Þá skýrðu bandarísk stjórnvöld
frá því í gær að fyrrverandi starfs-
manns bandarísku alríkislögregl-
unnar, FBI, væri saknað eftir einka-
heimsókn hans til Írans.
Þau telja engin tengsl á milli
hvarfsins og deilunnar en fara fram
á aðstoð stjórnvalda í Teheran.
Reuters
Á skjánum Einn sjóliðanna við kort af Persaflóa í myndbandi sem var sýnt
í írönsku sjónvarpi. Íranar hafa nú hætt sýningu slíkra myndbanda í bili.
Báðir vilja diplómatíska lausn
AÐ minnsta kosti 16 týndu lífi og 25
særðust er sprengja sprakk í þétt-
setnum strætisvagni utan við bæinn
Ampara, um 350 km austur af höf-
uðborginni Colombo, á Srí Lanka í
gær. Sex óbreyttir borgarar voru
skotnir til bana í Batticaloa, norður
af Ampara, á sunnudag og fjórir
óbreyttir borgar voru skotnir til
bana í norðurhluta landsins.
Sprengjan sprakk í strætisvagn-
inum í sama mund og farþegarnir
fóru úr vagninum við vegatálma til
að gangast undir vopnaleit stjórn-
arhermanna en yfirvöld segja að
svo virðist sem sprengjan hafi verið
inni í vagninum.
Varnarmálaráðuneyti landsins
sakaði liðsmenn Tamíltígra um að
standa á bak við tilræðið en tals-
menn samtakanna vísuðu því á bug.
Tamíltígrar hafa barist fyrir
sjálfstæði í 35 ár og hefur upp-
reisnin kostað meira en 60.000
manns lífið. Meira en 4.000 manns
hafa fallið á Srí Lanka vegna átak-
anna síðan í desember 2005.
Reuters
Sprengjuárás Hermenn kanna
áhrif sprengjunnar í vagninum.
26 týndu lífi á
Srí Lanka STEFNT er að því að ný frönsk lest
setji hraðamet í dag og nái allt að
580 km hraða á milli Parísar og
Strassborgar. Metið á sambæri-
legum teinum er 515,3 km hraði á
klst.
Stefna að meti
VÍSINDAMENN við Suður-
Kaliforníuháskóla og læknadeild
Harvard-háskóla hafa einangrað
sjö gen sem talin eru auka líkurnar
á myndun blöðruhálskrabbameins.
Niðurstöðurnar voru birtar í net-
útgáfu tímaritsins Nature Genetics
fyrsta apríl sl. Tvær rannsóknir
sem fjallað er um í sama riti styðja
þessar niðurstöður og er önnur
unnin af vísindamönnum Íslenskrar
erfðagreiningar, hin af bandarísku
krabbameinsstofnuninni, NCI.
Fjallað um nýja
rannsókn hjá ÍE
ÞÚSUNDIR innflytjenda í Rúss-
landi eru nú atvinnulausar eftir að
stjórnin samþykkti ný lög sem
kveða á um að útlendingar megi
ekki sinna afgreiðslustörfum.
Banna útlendinga
HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna
mun ekki úrskurða um það hvort
fangar í Guantanamo-búðunum á
Kúbu hafi rétt til að áfrýja máli
sínu til alríkisdómara vestanhafs.
Úrskurðar ekki
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ÓÖLDIN í Sómalíu hefur vart farið
framhjá nokkrum manni en hún sló
öll met um helgina. Bardagarnir í Mo-
gadishu voru þeir mestu í 15 ár og um
10.000 manns flúðu höfuðborgina á
þremur dögum.
Hundruð eþíópskra hermanna
héldu inn í Mogadishu í gær, en eþí-
ópski herinn átti upptökin að átökum
helgarinnar við uppreisnarmenn ísl-
amista.
Tugir þúsunda á flótta
Tölur um mannfall síðan á fimmtu-
dag liggja ekki fyrir en Alþjóða Rauði
krossinn áætlar að margir óbreyttir
borgarar hafi týnt lífi. Talið er að um
10.000 manns hafi flúið Mogadishu
um helgina og sagt er að margir hafi
fylgt í kjölfar flóttafólksins í gær.
Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna segir að um 96.000 manns
hafi flúið heimili sín í febrúar og mars.
Þar af hafi um 56.000 manns flúið Mo-
gadishu í mars og flestir þeirra eða
um 47.000 manns síðan 21. mars.
Fréttaveitan AFP hafði eftir lækni
í gær að eþíópskar hersveitir hefðu
ráðist inn í spítalann í Ali Kamin,
brotið þar allt og bramlað, en tekið öll
lyf með sér.
Öryggi ábótavant
Hræðilegt ástand ríkir í Mogad-
ishu og íbúarnir eru óttaslegnir. Þús-
undir óbreyttra borgara eru peninga-
lausir á flótta með aleigu sína á
bakinu.
Af öryggisástæðum eiga hjálpar-
sveitir erfitt með að aðstoða flótta-
fólkið og víða er það nær vatns- og
matarlaust. Á mörgum stöðum eru
lyfjabirgðir einnig í lágmarki og
hreinlætisaðstaða ekki upp á marga
fiska.
Friðargæsluliðar frá Afríkusam-
bandinu hafa ekki getað komið í veg
fyrir bardagana. Um helgina varð
fyrsta mannfallið í þeirra röðum þeg-
ar hermaður frá Úganda týndi lífi, en
fimm aðrir særðust.
Erítrea hefur ráðlagt Úganda að
draga 1.500 manna friðarsveit sína til
baka frá Sómalíu. Forsetar Erítreu
og Úganda hittust í Massawa í gær og
varð niðurstaða fundarins að koma
yrði á friði í Mogadishu.
Hörðustu bardagarn-
ir í Mogadishu í 15 ár
AP
Á flótta Um 10.000 manns yfirgáfu
Mogadishu um helgina.
10.000 manns
flúðu borgina á
þremur dögum
VÍKTOR Jústsjenkó, forseti Úkra-
ínu, rauf í gær þing og boðaði til
nýrra þingkosninga. Sakar hann
Viktor Janúkovítsj forsætisráðherra
og menn hans um að reyna að auka
meirihluta sinn á þingi með því að
telja stjórnarandstöðuþingmenn á
að skipta um flokk. Þúsundir manna
hafa efnt til útifunda í Kíev gegn for-
setanum síðustu daga, hér sést kona
kyssa mynd af Júlíu Týmosjenkó,
fyrrverandi forsætisráðherra.
Reuters
Jústsjenkó leysir upp þingið
Honiara. AFP. | Vitað er að minnst 15
manns létu lífið í mikilli flóðbylgju,
tsunami, sem skall á Salómonseyjum
í Kyrrahafi í kjölfar jarðskjálfta í
fyrrinótt. Skjálftinn var átta stig á
Richterkvarða, upptökin voru um 40
km frá Gizo í vesturhluta eyríkisins
og náði bylgjan allt að fimm metra
hæð. Manasseh Sogavare, forsætis-
ráðherra Salómonseyja, sagði líklegt
að tala látinna myndi hækka þegar
fréttir bærust frá afskekktum eyjum
í klasanum.
Staðfest hefur verið að 15 manns
hafi látið lífið í nágrenni Gizo. Segj-
ast íbúar bæjarins ekki hafa fengið
neina viðvörun um að hætta væri á
flóðbylgju. Þá segir Alex Lokopio,
talsmaður yfirvalda á vesturhluta
eyjaklasans, að þúsundir manna hafi
leitað skjóls á hálendi í kjölfar flóð-
anna og að það vanti vatn, mat og
skjól. Salómonseyjar eru um 2.600
km austur af Ástralíu, íbúar eru um
500.000.
Mannskæð flóðbylgja
ríður yfir Salómonseyjar
Reuters
Hamfarir Bátur hefur þeyst upp á land og hafnað á götu í næst-stærstu
borg Salómonseyja, Gizo, sem er í vesturhluta eyríkisins.
BRESKUM vísindamönnum hefur tekist að rækta
hjartavef úr stofnfrumum, tímamót sem hafa glætt vonir
um að senn verði hægt að græða líffæri í sjúklinga með
þessum hætti. Hjartaskurðlæknirinn Sir Magdi Yacoub
fór fyrir rannsókninni en hann gerir sér vonir um að
innan skamms verði hægt að rækta heilt mannshjarta
með slíkum frumum. Spáir hann því að þetta verði
mögulegt eftir áratug en rannsóknarteymi hans á Hare-
field-sjúkrahúsinu sótti stofnfrumur í beinmerg og rækt-
aði úr þeim hjartalokufrumur.
Stofnfrumur hafa þann eiginleika að geta orðið að mörgum frumum
mannslíkamans sem ætti ekki að hafna slíku hjarta, séu þær á annað borð
úr sjúklingnum. Vísindamenn benda þó á að enn eigi eftir að gera tilraunir
með slíkan hjartavef í dýrum sem kunni að ryðja brautina fyrir almenna
notkun í mönnum. Búist er við að tilraunir með svín og kindur hefjist síðar
á árinu og er niðurstaðna þeirra beðið með óþreyju í vísindaheiminum.
Hjartaloka úr stofnfrumum