Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 17 SUÐURNES Við auglýsum eftir umsóknum um styrki á sviði menningarmála, íþrótta- og æskulýðsmála, umhverfis- og útivistarmála og mannúðarmála. Alls leggjum við fram 50 milljónir króna og skiptast þær þannig að 10 milljónum verður ráðstafað til menningarmála annars vegar og mannúðarmála hins vegar, 15 milljónir króna renna til íþrótta- og æskulýðsmála og 15 milljónir til umhverfis- og útivistarmála. Styrkur sam- félagsins Sækið um styrki fyrir 23. apríl næstkomandi. Eingöngu er hægtað sækja um á vef Orkuveitu Reykjavíkur: www.or.is or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 3 69 44 0 3/ 07 HITAVEITA Suðurnesja, Norðurál og Reykjanesbær standa saman að verkefni sem ætlað er að glæða áhuga nemenda og kennara á grunnskólastigi á raunvísindum. Nemendur munu meðal annars smíða farartæki úr létt- málmi sem knúið verður vetni. Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri Akurskóla og verkefn- isstjóri raungreinaverkefnisins, segir að eðlisfræði fari heldur halloka í grunnskólum landsins og þörf sé á að reyna að efla kennsluna. Við undirbúning verkefnisins sem staðið hefur í um eins árs skeið hafi komið fram að eðlisfræðikennarar á unglingastiginu í grunnskólum í Reykjanesbæ og nágrenni hafi talið þörf á að auka þekk- ingu þeirra á faginu og jafnframt hafi komið upp hug- myndir um að tengja slíka fræðslu orkunýtingu og vetni sérstaklega. Fenginn var sérfræðingur í vetni til að halda námskeið fyrir kennarana og hafi það komið kennurun- um mjög til góða. Nú sé hugmyndin að taka álið inn í verkefnið, sérstaklega eðlisfræðina á bak við málminn. Hönnunarkeppni unglinga Nú er verið að undirbúa hönnunarkeppni meðal nem- enda unglingastigsins þar sem reynir á hugvit og frum- kvæði. Þeir nemendur sem vilja fá það verkefni að hanna farartæki úr léttmálmi sem nýtir vetnið sem orkugjafa. Jónína segir að slíkar keppnir séu spennandi í huga nem- enda og líklegar til að vekja athygli þeirra á þessum hlut- um. Fyrirhugað er að keppnin fari fram í maí. Að henni lokinni verður efnt til sýningar á gripunum sem til verða og veitt verðlaun fyrir hugvitssamlegustu lausnirnar. Verkefnið tekur í upphafi til unglingastigs allra grunn- skólanna í Reykjanesbæ og skólanna í Garði og Sand- gerði. Síðar er hugmyndin að útvíkka verkefnið þannig að allir skólar á veitusvæði Hitaveitu Suðurnesja geti orðið þátttakendur. Norðurál og Hitaveita Suðurnesja leggja til eina og hálfa milljón kr. til verkefnisins, hvort fyrirtæki, og gildir samþykktin til eins árs. Auk þess skipuleggur Norðurál heimsóknir kennara í álverið á Grundartanga og Hita- veitan skipuleggur ferðir kennara í auðlindagarðana í Svartsengi og á Reykjanesi. Ellert Eiríksson, fráfarandi stjórnarformaður HS, sagði frá þátttöku fyrirtækisins í verkefninu á aðalfundi HS. Hann sagði að það væri skylda fyrirtækisins að styðja þróun samfélagsins á starfssvæði sínu. Sagði hann einnig frá öðru slíku verkefni sem félagið tekur þátt í en það lagði eina milljón kr. í kaup og þjálfun á fíkniefna- hundi fyrir Tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli. HS og Norðurál styðja raungreinakennslu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þorbjörn Ester Pálmadóttir tollvörður á Keflavík- urflugvelli vinnur að þjálfun fíkniefnahundsins Þor- björns. Hún sýndi hann á aðalfundi HS. Eftir Jón Gunnlaugsson Akranes | Framkvæmdastjórn sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Akraness héldu á dögunum sam- kvæmi til heiðurs Páli Gíslasyni, fyrrverandi sjúkrahúslækni, þar sem honum voru þökkuð frábær störf hans við sjúkrahúsið á ár- unum 1955 til 1970. Jafnframt var á þessum tíma- mótum minnst frumkvöðlastarfs Páls varðandi æðaskurðlækningar á Íslandi, en fyrstu aðgerðirnar voru gerðar á Akranesi 1961. Sýnd var kvikmynd sem tekin var árið 1967 af aðgerð sem Páll framkvæmdi og hafði kvikmyndin verið endurgerð og síðan talsett af Páli sjálfum. Fritz Berndsen, yfirlæknir handlæknisdeildar, bauð gesti vel- komna og Þórir Bergmundsson lækningaforstjóri rakti feril Páls og störf hans á Akranesi og minntist sérstaklega á þá miklu uppbyggingu sjúkrahússins sem átti sér stað þau ár sem Páll starf- aði þar. Að lokinni sýningu kvikmyndar- innar sem áður er getið ávarpaði Páll viðstadda og sagði frá störf- um sínum og þeim aðstæðum sem ríktu á Akranesi, bæði innan stofnunarinnar og í bæjarfélaginu í heild. Í upphafi starfsferils Páls á Akranesi bjó hann ásamt fjöl- skyldu sinni á sjúkrahúsinu og eins og nærri má geta hefur álag- ið í starfi hans verið enn meira en ella af þeim sökum. Vinnutíminn var langur en þrátt fyrir það sinnti hann fé- lagsmálum af krafti. Hann var fé- lagsforingi í Skátafélagi Akra- ness, en mikill kraftur var í starfsemi þess þau ár sem hann var á Akranesi. Páll varð síðar Skátahöfðingi Íslands um árabil. Í átta ár frá 1962 sat Páll í bæj- arstjórn Akraness, en á þeim tíma var mikið tekist á um stækkun sjúkrahússins og margir áfangar unnir. Páll minntist margra samferða- manna sinna frá þessum árum og fór hlýjum orðum um þá. Þarna voru framsýnir menn á ferð, sagði hann, en glíman við embætt- ismennina og ríkisvaldið var oft erfið. Það sem Páli var þó efst í huga var hinn mikli samhugur og áhugi sem ríkti um sjúkrahúsið, uppbyggingu þess og starfsemi og þegar þannig er, þá er gaman að vinna og ekkert verður ómögu- legt, sagði hann. Að lokinni dagskrá voru veit- ingar bornar fram og slegið á létta strengi í vina- og kunn- ingjahópi. Fjöldi gesta var við- staddur þessa samkomu, Páll ásamt Soffíu eiginkonu sinni og tveimur dætrum, gamlir sam- starfsmenn hans og stjórn- málamenn ásamt nokkrum núver- andi og fyrrverandi starfsmönn- um SHA. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Í góðum hópi Páll Gíslason með þremur gömlum samstarfsmönnum, f.v. Guðjón Guðmundsson, Bragi Níelsson, Páll og Jón Jóhannesson. Frumkvöðlastarfs minnst á Akranesi Borgarfjörður | Björgunarsveitin Ok í Borgarfirði hélt upp á 40 ára afmæli sitt síðastliðinn laugardag. Stofnfundurinn var haldinn í Logalandi 18. febrúar 1967. Að- alhvatamaður að stofnun sveit- arinnar og fyrsti formaður var Jón Þórisson, kennari í Reykholti, og voru stofnfélagar 49. Af þeim eru nú 18 látnir og 20 fluttir burt af fé- lagssvæðinu. Öllum stofnfélögum ásamt mökum var boðið í afmæl- isveisluna og mættu þrettán þeirra. Veislustjóri var Þorvaldur Jóns- son í Brekkukoti. Bjartmar Hann- esson á Norður-Reykjum flutti gamanmál. Núverandi stjórn Björg- unarsveitarinnar Oks er þannig skipuð: Formaður er Snorri Jó- hannesson, Augastöðum, gjaldkeri er Jóhann Pétur Jónsson, Hæli, og ritari Björn Björnsson, Ásbrún 6. Meðstjórnendur eru Bjarni Guð- mundsson, Skálpastöðum, og Davíð Ólafsson, Hvítárvöllum. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Heiðrun Þrettán stofnfélagar í björgunarsveitinni Ok voru á afmælishátíð. Stofnfélagar í björgun- arsveitinni Ok heiðraðir GERT er ráð fyrir því að raforka til áformaðs álvers Norðuráls við Helguvík fari um jarðstreng. Eftir að Sandgerðisbær hafnaði hugmyndum Landsnets um lagn- ingu háspennulínu varð að sam- komulagi að ganga út frá því að ork- an yrði flutt um jarðstreng sem liggja mun frá Fitjum, ofan við byggðina í Njarðvík og Keflavík, til Helguvíkur. Jarðstrengurinn fer mun styttri leið en loftlínur um- hverfis Keflavíkurflugvöll. Það er hins vegar dýrari kostur auk þess sem lengri tíma tekur að gera við bilanir. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar- og framkvæmdasviðs Norðuráls, segir að reynt verið að tryggja afhending- aröryggi með því að leggja fleiri strengi svo álverið geti fengið raf- magn sem dugi til reksturs þótt bil- un verði í einum streng. Miðað við að leggja jarð- streng til Helguvíkur  "&   "+ ! (/ - ( #3 !  5  !  8M )& % 6 & $ 8 +$ 0./6 N D 8M  "& 09 $"& 5 "& 3 5&#-/ ! :! : $  5 "& LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.