Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 23
bókmenntum. Hvernig telur þú að hægt sé að taka á þeirri skekkju? „Barnabókmenntir verða útundan í fjöl- miðlum í bókavertíðinni og sérstaklega fyrir síðustu jól. Barnabækur eru alltaf settar í einn flokk. Mér finnst hins vegar að það ætti að vera hægt að flokka þær eins og aðrar bókmenntir; í skáldsögur, fræðirit og annað. Það mætti til dæmis oft- ar nota orðin: skáldsaga fyrir börn, og leyfa þeim að flokkast með öðrum skáld- sögum. Ég held að það gæti orðið einn lið- ur í því að hífa barnabókmenntirnar upp á hærra plan í umfjöllun.“ Síðasta haust kom út Eyja gullormsins, fyrsta saga Sigrúnar í nýrri í þrílógíu. Önnur bókin er nú í smíðum og komin vel á veg. Í vor kemur svo út í einu bindi end- urútgáfa á sögunum tveimur um langafa. legir að lesa fyrir börnin sín. Það nda fyrir því að þau haldi áfram að ð er mjög mikilvægt í heimi bók- nna að börn lesi, því þeir sem lesa m börn, lesa líklega ekki mikið á nsaldri.“ hefur það að segja fyrir þig að Sögusteinsverðlaunin? hefur heilmikið að segja. Það er ppörvandi þegar maður er í þannig ð maður situr einn úti í horni við að eitthvað eða skrifa, að vita að það lk sem kann að meta það sem mað- ð gera og fá þá viðurkenningu að vit í því. Mér finnst það skipta heil- máli og það hjálpar mér að halda r mikið talað um að barnabók- r séu ekki metnar til jafns öðrum rýtnar verur verðlauna IBBY og Glitnis Morgunblaðið/Kristinn Sögusteininn. Hér er hún ásamt i sínum Hjörleifi Stefánssyni og a. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 23 Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is UNNIÐ er að tillögum um mögu- legt eftirlit með lofthelgi Íslands innan hermálanefndar Atlantshafs- bandalagins (NATO). Tillögurnar verða væntanlega afgreiddar það- an í þessari viku, að því er fram kom í máli Reymond Henault, for- manns hermálanefndar Atlants- hafsbandalagsins, á blaðamanna- fundi í utanríkisráðuneytinu í gær. Henault átti í gær viðræður í ráðu- neytinu við Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Valgerður sagði eftir fundinn að hann hefði verið góður. Þau Hen- ault hefðu rætt almennt um sam- skipti Íslands og NATO og fram- lag Íslands til aðgerða á vegum bandalagsins, einkum í Afganistan. „Við ræddum þá stöðu sem upp er komin eftir að Bandaríkjamenn fóru með herliðið frá Keflavík og ég gerði formanninum grein fyrir þeim ábyrgðum og hlutverkum sem Ísland hefur þegar tekið að sér, ekki síst innan NATO,“ sagði Valgerður. Hún benti meðal ann- ars á að Íslendingar væru orðnir aðilar að mannvirkjasjóði NATO og unnið væri að því að fullgilda hinn svokallaða Sofa-samning, en hann kveður á um réttindi og skyldur liðsmanna Atlantshafs- bandalagsins á erlendri grundu. Rætt um loftvarnakerfið Valgerður sagðist hafa lagt áherslu á það á fundinum að Ís- land væri reiðubúið að reka ís- lenska loftvarnakerfið. „Við eigum núna í viðræðum við Bandaríkja- menn og NATO um nánari út- færslu á því. Valgerður sagðist ennfremur hafa lýst þeirri aðstöðu sem bandalagsþjóðum væri boðið upp á á öryggissvæðinu á Kefla- víkurflugvelli og gerði grein fyrir þeim viðræðum sem Íslendingar hafa átt við grannþjóðir sínar um þau efni. Þá hefðu þau Henault rætt um mögulegt lofthelgiseftirlit við Ísland innan ramma NATO. Um eftirlit í lofthelgi við Íslands sagði Henault að innan Atlants- hafsbandalagsins væri verið að skoða nokkra mögulega kosti. Hermálanefndin væri að fara yfir þá möguleika sem kæmu til greina en ekki væri hægt að skýra náið frá þeim að svo stöddu. Þó væri ljóst að þeir uppfylltu þær kröfur sem íslensk stjórnvöld gerðu og NATO væri ánægt með kostina. Umræður um þá innan hermála- nefndarinnar væru þó á lokastigi og samkomulag þar næðist von- andi fyrir páska. Þeir yrðu þá lagðir fyrir Norður-Atlantshafs- ráðið (NAC). Gera mætti ráð fyrir að málið yrði til umfjöllunar þar í allnokkurn tíma áður en ákvörðun um hvaða leið yrði farin yrði tekin. Aðstæður aðrar hér en í Eystrasaltsríkjunum Henault var spurður hvort sam- komulagið yrði í anda þess sem gilti um eftirlit með lofthelgi á vegum NATO í Eystrasaltsríkjun- um. Hann sagði að ekki væri víst að sömu leiðir yrðu farnar hér og í Eystrasaltsríkjunum, enda væru aðstæður á Íslandi aðrar en þar. „En við munum sannarlega nýta okkur þá reynslu sem skapast hef- ur í verkefnum sem tengjast eft- irliti með lofthelgi í Eystrasalts- ríkjunum og í Slóveníu,“ sagði Henault. Byggt yrði á reynslu undanfarinna ára þegar kæmi að Íslandi. Hann sagði enn ekki ljóst hver kostnaður af slíku eftirliti í lofti yrði eða hvernig hann myndi skiptast. Slíkt yrði væntanlega ákveðið í viðræðum NATO og Ís- lands, þegar ákveðið hefði verið hvernig staðið yrði að eftirlitinu. NATO væri ánægt með framlag Íslendinga til bandalagsins. Ljóst væri af þeim viðræðum sem hann hefði átt við utanríkisráðherra að Íslendingar stefndu á að standa áfram við sínar skuldbindingar gagnvart Atlantshafsbandalaginu og fyrir það vildi hann þakka. Þá hefðu Íslendingar gert það ljóst að þeir hefðu í hyggju að auka fram- lag sitt til NATO og það væri jafn- framt ánægjulegt. Ánægðir með framlag Íslands Henault var spurður um álit sitt á breytingu utanríkisráðherra í verkefnavali í Afganistan. Ráð- herra hefði í fyrrahaust tilkynnt að hér eftir yrði sjónum fremur beint að borgaralegum verkefnum en hernaðarlegum. Henault sagð- ist telja framlag Íslands til verk- efna á vegum Atlantshafsbanda- lagsins vera viðunandi. „Framlag Íslands er í takt við stærð landsins og fjölda landsmanna,“ sagði hann. Íslendingar hefðu ekki yfir her að ráða en þátttaka þeirra í verk- efnum af borgaralegum toga væri jafn mikilvæg að mati bandalags- ins. NATO legði áherslu á að vinna heildstætt og beina sjónum bæði að hernaðarlegum og borgaraleg- um verkefnum, til dæmis í Afgan- istan. Henault benti m.a. á að þar hefðu íslenskir sérfræðingar unnið mikilvægt starf þegar þeir voru við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl. Atlantshafsbandalagið gerði sér grein fyrir því að hern- aður einn og sér dygði ekki til þess að ná árangri í Afganistan. Borgaraleg verkefni við uppbygg- ingu væru jafn mikilvæg og hin hernaðarlegu. Afgreiða tillögur um eftirlit í lofthelginni Hermálanefnd Atlants- hafsbandalagsins mun að líkindum afgreiða í vik- unni tillögur að áætlun um lofthelgiseftirlit við Ísland, en þær munu svo fara til frekari umfjöll- unar í Norður-Atlants- hafsráðinu. Heimsótti Alþingi Henault heimsótti Alþingi í gær og ræddi þar við Sól- veigu Pétursdóttur, forseta þingsins. » „En við munum sannarlega nýta okkur þá reynslu sem skapast hefur í verkefnum sem tengjast eftirliti með lofthelgi í Eystrasaltsríkj- unum og í Slóveníu“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundur Henault átti í gærdag fund með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra. í flokki ógleymanlegar ljóðabækur rófskver Þórarins Eldjárn. Hún kapað sér einstakan stíl en samt llið í sama farið – stíllinn er ávallt egur. ún Eldjárn er fyndin og frumleg og mbandi við hugarheim barna án ngu skiptiborðs þar sem fullorðnir ð stjórnvölinn. Samt eru foreldrar r uppalendur hugfangnir af verk- rúnar, því í þeim felst hrifning, ug, húmor, kjarkur og frumleiki. í verkum hennar búa yfir hug- g sjálfstæðum skoðunum, þau taka anir og axla ábyrgð án þess að arninu í sér. essum ástæðum, ásamt mörgum eljum við Sigrúnu Eldjárn verð- ðtakanda heiðursverðlauna IBBY di og vonum að þau verði henni g til fleiri tilrauna og stærri þágu íslenskra barnabókmennta. ndar  2007 – Sögusteinninn, heiðursverðlaun IBBY og Glitnis  1998 – Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur: Halastjarna (ásamt Þór- arni Eldjárn)  1996 – Rithöfundasjóður Ríkisútvarps- ins  1994 – Heiðurslaun Brunabótafélags Ís- lands  1992 – Barnabókaverðlaun Skóla- málaráðs Reykjavíkur: Óðfluga (ásamt Þórarni Eldjárn)  1987 – Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur: Bétveir, bétveir  1988 – Viðurkenning Barnabókaráðs IBBY Tilnefningar:  2005 – Vestnorrænu barnabókaverð- launin: Frosnu tærnar  1997 – Tilnefning til H.C. Andersen- verðlaunanna sem rithöfundur og myndlistarmaður Verðlaun og viðurkenningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.