Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 15 MENNING SÍÐASTLIÐINN laugardag opnaði Hlynur Hallson vegg- verkið Drulla – Scheisse – Mud á vegg á mótum Strandgötu og Glerárgötu á Akureyri. Verk Hlyns var gert í tilefni af kosningu í Hafnarfirði um stækkun álvers Alcoa. Hann klæddi vegginn með áli og úð- aði setningunni „Takk fyrir allt álið“ á mismunandi tungu- málum á vegginn. Sýning Hlyns á Drullu – Scheisse – Mud stend- ur yfir til 25. maí og er öllum opin. VeggVerk er einnig hægt að sjá á slóðinni www.veggverk.org. Myndlist Takk fyrir allt álið úðað á vegg Hlynur Hallsson SÝNINGIN Sjömílnaskór, samsýning sjö listamanna í Listasal Mosfellsbæjar var opnuð um helgina. Í hópnum eru ungir listamenn sem vinna með fjölbreytta miðla og spanna vítt róf myndlistar, til dæmis ljósmyndir, innsetn- ingar, málverk, skúlptúr og fleira. Listamennirnir eiga allir sameiginlegt að eiga rætur að rekja til Mosfellsbæjar, og eru þau Berglind Jóna Hlynsdóttir, Eyþór Árnason, Heiða Harðardóttir, Ingibjörg Birgisdóttir, Oddv- ar Örn Hjartarson, Unnar Örn Jónasson Auð- arson og Þórdís Aðalsteinsdóttir. Samsýning Sjömílnaskór í Mosfellsbæ Þórdís Aðalsteinsdóttir 83. Skáldaspírukvöldið verður haldið á efstu hæðinni í Ey- mundsson í Austurstræti klukkan 20.00 í kvöld. Að þessu sinni er kvöldið til- einkað Kristínu Steinsdóttur sem les meðal annars úr nýj- ustu skáldsögu sinni, Á eigin vegum. Þá mun Kristín einnig lesa úr fyrri verkum sínum. Undir lok kvöldsins eiga gest- ir svo kost á að kynnast betur höfundinum og ræða um verk hennar. Eins og áður mega gestir taka með sér veit- ingar frá Te og Kaffi eða hlýða á upplesturinn frá veitingahúsinu. Aðgangur er ókeypis. Bókmenntir Skáldaspírukvöld númer 83 Kristín Steinsdóttir Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is „ÉG HEF lengi vitað af þessari keppni. Aldurstakmarkið er þrjátíu ár og þar sem ég varð þrítug á þessu ári ákvað ég að prófa áður en það yrði of seint. Þannig að ég bara próf- aði … og það virkaði,“ segir sópr- ansöngkonan Dísella Lárusdóttir hógvær um þátttöku sína í árlegri söngvarakeppni Metropolitan- óperunnar, The Metropolitan Opera National Council Auditions. Það er ekki ofmælt hjá Dísellu að tilraun hennar hafi „virkað“: Á sunnudag- inn var hin íslenska söngkona ein ellefu keppenda sem fengu að láta ljós sitt skína á sviði hins virta óp- eruhúss í úrslitum keppninnar. Að komast í ellefu manna úrslit er frábær árangur. Um 1.500 til 2.000 manns skráðu sig til leiks í upphafi og því þurfti Dísella að hrista af sér margan söngvarann á leiðinni í úr- slitin. Þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að skáka keppninautum sínum þar er ljóst að framganga hennar er mikill stökkpallur til frekari frama. Það er enda svo að óperuheimurinn allur fylgist með keppninni af mikl- um áhuga en tilgangur hennar er fyrst og fremst að uppgötva ungt hæfileikafók sem Metropolitan- óperan vonast til að geta einn dag- inn boðið að syngja undir sínum merkjum. Sigurinn skiptir ekki öllu „Þetta er svolítið eins og „Americ- an Idol“ óperuheimsins,“ útskýrir Dísella aðspurð um fyrirkomulag keppninnar. „Ég byrjaði í stórri keppni í Fíladelfíu, sem er reyndar ferlega erfitt svæði því þar eru tveir stórir og góðir söngskólar. Eftir að hafa komist áfram í þeirri keppni þurfti ég að fara til Washington- borgar þar sem ég söng í Kennedy Center. Þar var bara einn sigurveg- ari, þ.e. ég, og því lá leið mín í tutt- ugu og tveggja manna undanúrslit.“ Í undanúrslitunum söng Dísella á sviði Metropolitan-óperunnar við pí- anóundirleik frammi fyrir listræn- um stjórnendum óperuhússins og ráðgjöfum. Í sjálfum úrslitunum fékk hún hins vegar að spreyta sig með hljómsveit og segir hún þá reynslu ógleymanlega. Hún leggur áherslu á að það að hafa ekki sigrað skipti ekki öllu máli. Það sem skipti mestu sé hvernig spilað er úr árangrinum. Til marks um það nefnir hún að sig- urvegurum undangenginna ára hafi ekki endilega vegnað betur en öðr- um söngvurum sem náðu í úr- slitakeppnina. „Það að ná svona langt er ótrúleg- ur heiður út af fyrir sig,“ segir Dís- ella glaðbeitt og bætir því við að fjöl- margir hafi sett sig í samband við sig í kjölfar keppninnar með sam- starf í huga. „Ég er að reyna að ákveða núna hvernig ég á að snúa mér í þessu öllu saman.“ Dísella Lárusdóttir söng í úrslitum söngvarakeppni Metropolitan-óperunnar „Idol“ óperuheimsins ÞAÐ er draumur sérhvers óperusöngvara að syngja á sviði Metropolitan- óperunnar. Hér sést Dísella Lárusdóttir fyrir framan hið fræga óperuhús en hún söng þar í úrslitum árlegrar söngvarakeppni óperuhússins. Á sviði Metropolitan BERGLJÓT Jónsdóttir, fyrr- um fram- kvæmdastjóri Menningarhátíð- arinnar í Berg- en, hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri nýs norræns menningar- samstarfs, sem heyrir undir Nor- rænu ráðherranefndina og nefn- ist Norræna menningargáttin. Skipuð hefur verið stjórn stofn- unarinnar og hópar sérfræðinga settir á laggirnar. Norræna menningargáttin mun sjá um umsóknarferli, upplýs- ingagjöf og ráðgjöf til menning- arstofnana á Norðurlöndunum og á sjálfstjórnarsvæðunum. Hún verður einnig þjónustustofnun fyrir rammaáætlanir norrænu menningarmálaráðherranna. Bergljót er 53 ára gömul og var í nær 10 ár stjórnandi Menn- ingarhátíðarinnar í Bergen. Hún hefur meðal annars meistarapróf frá háskólanum í Illinois og próf í menningarstjórnun frá Brussel. Norræna menningargáttin var opnuð á sunnudaginn var, 1. apr- íl. Fyrsti fram- kvæmda- stjórinn Bergljót Jónsdóttir í norrænt samstarf Bergljót Jónsdóttir HÆTT var við sýninguna My Sweet Lord sem átti að opna um helgina í miðbæ Manhattan og standa fram yfir páska. Kristinn trúarhópur fór í herferð gegn sýningunni sem þótti sýna kristinni trú óvirðingu. En á sýn- ingunni má sjá tæplega tveggja metra styttu af Jesú úr súkkulaði. Þótti verkið vera móðgun við kristni, sérstaklega þar sem það er úr súkkulaði og Jesús er með sjáan- leg kynfæri. Listamaðurinn sem gerði súkku- laðiskúlpturinn heitir Cosimo Ca- vallaro og er þekktur fyrir ýmis uppátæki. Talsmaður trúarhópsins, sem fór fyrir mótmælunum, sagði fólk mega þakka fyrir að reiðir kristnir menn brygðust ekki eins harkalega við og reiðir múslimar. Jesús úr súkkulaði Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG er að sýna heimild um vinnu- stofuna mína, og það sem þar fer fram,“ segir Snorri Ásmundsson myndlistarmaður um sýningu sína „Ég og vinnustofan mín“ sem opnuð var í Suðsuðvestur í Reykjanesbæ um helgina. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvað myndlistarmenn gera. Við erum yfirleitt hálgerðir iðjuleys- ingjar með athyglisbrest,“ segir Snorri sem vildi svara þeirri spurn- ingu hvað myndlistarmenn gera á bak við tjöldin. „Maður sér upp- skeruna oft svo takmarkaða þannig að ég vildi leyfa fólki að fá innsýn í vinnuna á bak við verkið.“ Lífið hluti af listinni Snorri tók upp nokkra daga í lífi sínu á vinnustofunni, en hann fékkst við eitt og annað á þeim tíma eins og sést á myndbandinu. „Ég er að drekka kaffi, í tölvuleik, að raka mig, bursta tennur, að mála og teikna, og bara að gera allt sem ég geri á vinnu- stofunni minni,“ segir hann, og bætir við að hversdagslegir hlutir séu mik- ilvægir í sköpuninni. „Lífið sjálft er hluti af listinni hjá listamanninum því þetta er allt hluti af innblæstrinum.“ Auk myndbandsins sýnir Snorri teikningar og málverk á sýningunni. „Þetta eru teikningar af týpískum listunnendum, ekki af neinum sér- stökum. Ég fer mikið á sýningar og hef gaman af fólki og er oft að stúd- era það,“ segir listamaðurinn. „Þeg- ar ég var barn var ég að teikna skop- myndir og þegar ég fór í fornámið vildu menn senda mig í að læra skop- teikningu í Bandaríkjunum því það átti við mig. En ég hef ekkert verið að teikna í áraraðir og er bara að taka blýantinn upp aftur núna eftir tíu til fimmtán ára hlé,“ segir Snorri. Aðspurður segir hann töluverðan húmor í verkunum. „Já alveg örugg- lega því mér finnst lífið svolítið skop- legt, ég á mjög auðvelt með að sjá skoplegu hliðina á lífinu. En svo er ég með málverk sem er svona smá sýnishorn af því sem koma skal hjá mér,“ segir Snorri, en um er að ræða sjálfsmynd. „Það er eitthvað að ger- ast í þessu málverki og ég upplifi það svo sterkt í gegnum sjálfan mig, og þá sem hafa séð þetta,“ segir Snorri sem er búinn að mála fleiri myndir í sama stíl sem sýndar verða á stórri sýningu síðar á þessu ári. En er ekki hrokafullt að sýna sjálfsmynd og myndband um sjálfan sig á einni og sömu sýningunni? „Ég er sjálfhverfur listamaður og lista- menn eru það almennt. Ég hef alltaf verið meðvitaður um það, en maður sér oft sjálfhverfuna í listinni og í öðrum listamönnum. En ég held að það viti allir að ég er sjálfhverfur, það er ekkert nýtt. Maður er búinn að vera að setja sjálfan sig á háan hest í gegnum tíðina,“ segir Snorri í léttum dúr. Snorri Ásmundsson opnaði sýningu í Reykjanesbæ um helgina Sjálfhverfur listamaður í Suðsuðvestur Sjálfsmynd Snorri segir um frekar sjálfhverfa sýningu að ræða. this.is/snorri Í HNOTSKURN » Dísella hóf að læra söng tutt-ugu og tveggja ára gömul. » Hún er dóttir Sigríðar Þor-valdsdóttur leikkonu og Lár- usar Sveinssonar heitins, fyrr- verandi trompetleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands og kórstjóra. » Dísella söng lagið „Útópíu“eftir Svein Rúnar Sigurðsson í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2006. » Hún fékk mikla athygliblaðamanns The New York Times en á vefsíðu dagblaðsins er stór umfjöllun um undanúrslit keppninnar. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.