Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Áslaugu, vinkonu minni, kynntist ég í Reykjavík á 7. áratug síðustu aldar í Vinahjálp, sem stofnuð var til styrktar veikum börn- um. Einnig höfum við verið nágrann- ar um áratugaskeið. Við hittumst á þessum árum vikulega í handavinnu og takmarkið var jólabasar, sem haldinn var í nóvemberlok ár hvert. Áslaug og eiginmaður hennar, prófessor Alan Boucher, voru einkar samrýnd hjón, gestrisin og vinmörg. Við, vinkonur hennar, áttum margar ánægjustundir á heimili hennar við Tjarnargötuna, en það bar myndar- skap húsmóðurinnar fagurt vitni. Hún helgaði alla tíð heimilinu starfs- krafta sína í þágu eiginmanns og barna. Lát beggja sona þeirra í blóma lífsins, einnig eiginmannsins, á fárra ára tímabili höfðu sett mark sitt á hana. Áslaug nýtti tímann vel, eftir að hún var orðin ein. Hún bjó ýmist á heimili sínu í Reykjavík eða í íbúð sinni á Englandi í nágrenni Krist- ínar, dóttur sinnar, sem þar er bú- sett, og þær mæðgurnar ferðuðust alloft saman innan Englands og til annarra landa. Segja má, að efri ár Áslaugar hafi verið henni ánægjuleg, því að hún var jafnan heilsuhraust. Hún var Áslaug Þórarinsdóttir Boucher ✝ Áslaug Þór-arinsdóttir Bo- ucher fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1917. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. mars síðastliðinn og var henni sungin sálu- messa frá Krists- kirkju í Landakoti mánudaginn 2. apr- íl. fimleikastúlka á yngri árum, tók ökupróf ung og átti að baki 65 ára langan ökumannsferil, er hún hætti að fara ferða sinna á eigin bíl. Heilsu henna fór hnignandi á síðasta ári og síðustu mánuðir voru Áslaugu allerfið- ir. Hún talaði lítið um veikindi sín og sjaldan eða aldrei að fyrra bragði. En í þau fáu skipti, sem hún ræddi þau, veitti ég því at- hygli yfir hvílíku sálarþreki hún bjó. Nú hefur Áslaug, vinkona mín, kvatt þetta jarðneska líf á kyrrlátan hátt. Ég votta Kristínu, dóttur henn- ar, og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Megi hún vera á Guðs vegum. Guðfinna Guðmundsdóttir. Elskuleg vinkona. Við kynntumst fyrir nær 50 árum. Þú skilaðir langri og góðri ævi, nær 90 ár. Þú sagðir okkur frá: Sigldir nýgift kona með þínum yndislega enska prinsi á herskipi yfir hafið til Englands. Þetta var í seinni heims- styrjöldinni. Það var vetur, kafbátar um allt og þú varst ein kvenna um borð fyrir utan hjúkrunarkonur. Hetjan. Þú eignaðist Stínu 1944, sprengjur um allt, bombað húsið ykkar, en … Þið eignuðust svo tvo drengi, Robin og Antony, og þurftir þú að sjá á eftir eiginmanni og son- unum tveimur á fimm árum. Þú barst þinn harm í hljóði. Stína, dóttirin sem fæddist í stríðslok, hef- ur verið stoð og stytta og býr hún í Linton í Englandi. Ása var lánsöm að fá góða heilsu í vöggugjöf. Var svo hraust, enda af sjómannsfólki frá Ánanaustum kom- in. Hún var manni sínum góður föru- nautur, jafnt í Háskólanum sem ann- ars staðar. Ása var í bridgeklúbbi með góðum vinkonum, starfaði fyrir Krists- kirkju, var í Vinahjálp, horfði á golf og boltann. Þau hjón áttu ætíð annað heimili í Bretlandi eftir flutninginn til Íslands þar sem þau nutu að vera og hún síð- ar ein eftir andlát Alans og var þá ætíð í nálægð við Stínu. Ég kveð yndislega vinkonu og kem til með að sakna samveru- stunda okkar, bæði í Englandi og á Íslandi. Mér eru sérstaklega minn- isstæðir útitónleikar BBC í Audly End, með Stínu, Beth og Kela mín- um og piknikdótinu og kertaljósum, svo og tónleikar í Albert Hall í Lond- on. Ég votta Stínu og barnabörnunum þremur, Peter Alan, Kristofer og Kathy, okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín kæra vin- kona. Þorbjörg Jónsdóttir. Mig langar að skrifa nokkur orð um frænku barnanna minna Áslaugu Boucher, eða Ásu frænku eins og við kölluðum hana alltaf. Ása var afa- systir míns fyrrverandi eiginmanns, Jóns Þórarinssonar, en hann er einnig alnafni þessa afa síns og bróð- ur hennar. Þar sem afar hans og ömmur féllu öll frá fyrir aldur fram gegndi Ása mikilvægu hlutverki í lífi hans og barna okkar sem einn af fulltrúum eldri kynslóðarinnar. Rob- in heitinn, sonur Ásu, og maðurinn minn fv. voru kollegar í fluginu og kærleikar með þeim, en báðir synir Ásu og Alans létust fyrir aldur fram í blóma lífsins. Það var þó nokkur samgangur við þau hjón hér fyrr á árum og síðar við Ásu eftir að Alan féll frá. Við fórum í fín kaffi- og teboð til Ásu og Alans á Tjarnargötuna og það var yndi að hlusta á þau hjónin segja frá róm- antískum kynnum þeirra og einnig ýmsu frá stríðsárunum. Eitt af því sem Ása hafði gaman af því að segja frá var að hún hefði keyrt stóra hert- rukka og haft lítið fyrir því! Ása var létt á sér og ótrúlega fim. Ég minn- ist þess sérstaklega þegar við vorum einu sinni í heimsókn og hún þurfti að sýna okkur eitthvað merkilegt, þá komin hátt á áttræðisaldur – að hún skellti sér á hnén við sófaborðið eins og smástelpa og grúfði sig yfir bæk- ur með okkur. Kynni mín af Ásu voru öll góð og bar ég mikla virðingu fyrir þessari sterku konu. Ég missti að mestu sjónar á henni síðustu árin eftir að við maðurinn minn skildum, en heyrði að heilsu hennar hefði hrak- að. Ég get þó ekki sett punkt eftir þessa grein, án þess að minnast á ræktarsemi fyrrverandi tengdamóð- ur minnar, Þorbjargar Jónsdóttur, við Ásu frænku. Þorbjörg eða Tobbý eins og hún er kölluð var vakin og sofin yfir Ásu og þvældist með henni í búðir og sinnti erindum þegar Ása kallaði. Þær áttu einnig margar góð- ar stundir saman í Englandi. Þegar Stína, dóttir Ásu, var stödd á Íslandi var alltaf kallað á hana í mat eða kaffi og haldnar minni eða meiri veislur, enda skemmtileg kona á ferð þar sem Stína er. Ása hefur nú sameinast Alan sín- um og sonunum á ný í vistarverum Guðs. Hjartanlegar samúðarkveðjur vil ég, fyrir mína hönd og barna minna, færa Stínu og fjölskyldunni allri. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér. (23. Davíðssálmur) Jóhanna Magnúsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞRÁINN GUÐMUNDSSON fyrrverandi skólastjóri, Sóleyjarima 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 4. apríl kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hins látna vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Margrét Guðmundsdóttir, Ingibjörg Þráinsdóttir, Guðmundur Ómar Þráinsson, Bergþóra Haraldsdóttir, Hulda Þráinsdóttir, Helgi Kristinn Hannesson, Margrét Þráinsdóttir, Héðinn Kjartansson, Lúðvík Þráinsson og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR ÞORBJÖRN GUNNARSSON fyrrv. forstjóri, sem lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík miðviku- daginn 28. mars verður jarðsettur frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 11. apríl kl. 13.00. Gunnar Ingi Gunnarsson, Erna Matthíasdóttir, Hjördís G. Thors, Ólafur Thors, Ólafur Þór Gunnarsson, A. Linda Róberts, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Grétar Örvarsson og afabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, LÁRUS ZOPHONÍASSON, Hjallalundi 20, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 4. apríl kl. 13.30. Júlía Garðarsdóttir, Garðar Lárusson, Guðrún Ragna Aðalsteinsdóttir, Karl Óli Lárusson, Þórdís Þorkelsdóttir, Þráinn Lárusson, Þurý Bára Birgisdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför sonar okkar, sonarsonar og bróður, UNNARS RAFNS JÓHANNSSONAR. Margrét Þórdís Jónsdóttir, Kristinn Pétur Njálsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Sólveig Hildur Halldórsdóttir, Þórdís Loftsdóttir og systkini hins látna. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför INGÓLFS ALBERTS GUÐNASONAR, Laugateigi 7, Reykjavík. Anna Guðmundsdóttir og fjölskylda. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR NIKULÁSSON, Hjaltabakka 20, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 30. mars. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 10. apríl kl. 13.00. Katrín Ragnarsdóttir, Svava Guðmundsdóttir, Friðrik Bridde, Anna M. Bridde, Elvar M. Birgisson, Katrín D. Bridde, Kristján M. Sivarsson og langafabörn. ✝ Okkar ástkæri WALTER ENGLARO RODRIGUEZ frá Venezuela lést á heimili sínu í Barcelona þriðjudaginn 27. mars. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Margrét O. Magnúsdóttir og Stefán Hreiðarsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÚN BRUUN, Efstahjalla 11, Kópavogi, lést laugardaginn 24. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd annarra aðstandenda, William R. Jóhannsson, Jóhannes G. Snorrason, Sheilah S. Snorrason, Hrafnhildur Margrét Jóhannesdóttir, Snorri Esekíel Jóhannesson, Kristján N. Bruun. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs bróður, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR ÁGÚSTS JENSEN, Grensásvegi 54, Reykjavík. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem hjúkruðu Guðmundi í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Eiríkur Jensen, Kristjana Margrét Guðmundsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Kristján Helgi Bjartmarsson, barnabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.