Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Var Valinn Besta mynd ársins í Frakklandi Skráðu þig á SAMbio.is / kEflaVÍk meet the robinsons kl. 5:50 LEYFÐ school for scoundrels kl. 8 - 10:10 LEYFÐ epic movie kl. 6 LEYFÐ wild hogs kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára / akurEYri robinson fjölskyldan m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ wild hogs kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára 300 kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is „FYNDNASTA SPENNUMYND ÁRSINS“ - GQ eeee VJV, topp5.is Audrey TAuTou eee - S.V., Mbl eee - K.H.H., Fbl sýnd í háskólaBíó GAd elmAleh sýnd í háskólaBíósýnd í háskólaBíó sýnd í háskólaBíó eee ó.h.t. rás2 miss potter kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ robinson fjölskyldan m/ísl. tali kl. 7 LEYFÐ the good german kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára 300 kl. 9 B.i. 16 ára lady chatterley kl. 5:40 - 9 (Frönsk mynd) tell no one (ne le dis à personne) kl. 8 (Frönsk mynd) hors de prix kl. 10:20 (Frönsk mynd) paris, je t'aime kl. 5:40 (Frönsk mynd) 31.03.2007 9 11 29 37 38 9 9 7 6 1 6 7 4 3 3 6 28.03.2007 3 6 15 21 41 47 1412 32 REYNDAR er nokkuð um liðið síð- an ég sá óskarsverðlaunamyndina All the King’s Men (Robert Rossen, 1949), en hún á afmarkaðan bás í minningunni sem sígild ádeila á stjórnmálaspillingu og mannlega bresti. Segir einfalda sögu af góðum dreng sem uppgötvar hvers hann er megnugur en fellur smám saman fyrir valdi, auð, græðgi, öllum freistingunum sem fylgja áhrifa- stöðum og hann fór fram til að berj- ast á móti. Vel má vera að útgáfa Zaillians (Óskar fyrir handrit Schindler’s List), sé trúrra Pulitzer-verðlauna- sögu Roberts Penn Warren (sem byggði bókina á raunverulegum stjórnmálaferli Hueys Long, rík- isstjóra í Lousiana), en frum- myndin. Í öllu falli er verkið hans of langt og ofhlaðið hliðarsögum og -persónum til að það hitti þann beitta ádeilutón sem því er ætlað. Hinn pólitískt sinnaði og hæfi- leikaríki Penn, hefur séð feitan bita í Stark en umskiptin úr heið- arlegum manni í skúrk eru los- araleg útskýrð og ganga átakalaust fyrir sig. Fyrir vikið er persónan gagnsæ, ótrúverðug og hvergi nærri jafn dramatísk og í meðförum Bro- dricks Crawford í mynd Rossens. Penn er ábúðarmikill en bætir ekki handritsgallana. Law leikur blaða- manninn, hægri hönd Starks. Hann er einnig með ólíkindum fyrirferð- armikill sögumaður sem slítur sam- hengið í sundur ásamt allt of tíðum afturhvörfum. Clarkson er sú eina í frábærum leikhópi, sem kemur sannfærandi út úr vandaðri en furðu máttlítilli mynd. Einhvers staðar stendur að Zaillian hafi sleppt því að sjá frummyndina áður en hann hóf endurgerðina. Hann hefði betur sparað öllum erfiðið. Lýðræði og lýðskrum MYNDDISKAR Drama Bandaríkin 2006. Sena. DVD. 128 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri: Steve Zaillian. Aðalleikarar: Sean Penn, Jude Law, Kate Winslet, James Gandolfini, Mark Ruffalo, Patricia Clarkson, Ant- hony Hopkins. Kóngsins menn/All the King’s Men Sæbjörn Valdimarsson Kóngsins menn Einföld saga af góðum dreng. TILTÖLULEGA stutt er síðan bylting varð á myndleigumark- aðnum, gamla VHS-myndbandinu, sem boðaði enn merkari tímamót á sínum tíma, var endanlega ýtt út fyrir mynddiska (DVD). Fyrir skömmu voru svokallaðir 48DVD- diskar kynntir hér í blaðinu, mynddiskar sem endast í 48 tíma eftir að þeir eru teknir í notkun og eru þægileg viðbót við valkost- ina og himnasending fyrir trass- ana. Nú hyllir undir nýja kynslóð mynddiska, svokallaða háskerpu- diska (HD DVD), markaðssetning þeirra hefur reyndar dregist von úr viti. Ekki bætir úr skák að kerfin eru tvö, enn og aftur slást hátæknitröllin um markaðinn. Hver man ekki slaginn á milli VHS og Betamax? Að þessu sinni heita þau HDVD og Blu-ray. Toshiba stendur á bak við það fyrrnefnda og hefur fengið til liðs við sig Microsoft, Universal o.fl. Sony á einkaréttinn á Blu-ray og hefur þar með tryggt sér viðskipti Col- umbia Pictures (sem er í þeirra eigu); 20th Century Fox, Disney o.fl. og virðist sigurstranglegt. Þeir sem mest tapa á risaslagn- um eru vitaskuld neytendurnir. Til að byrja með verðum við tvístíg- andi yfir því hvorn kostinn á að velja; T.d. Toshiba HDVD-spilara sem kostar um 500 dali í dag, eða helmingi dýrari Blu-ray-diskaspil- ara frá Samsung. Þá hefur Time- Warner-samsteypan kynnt til sög- unnar þriðja kerfið, HD-Total, sem verður ekki til þess að hjálpa neyt- endum. Myndleigur framtíðar Ný tækni Nú hyllir undir nýja kyn- slóð mynddiska, svokallaða hásker- pudiska (HD DVD). HÁÐSKARI framtíðarsýn á móður jörð hefur ekki birst á tjaldinu en í nýjustu mynd Judge, þ.e. á köflum. Þess á milli flatmagar hún í því ráða- leysi sem höfundur skopast að og einkennir persónurnar og umfjöll- unarefnið. Maður beið Idiocrazy með eft- irvæntingu, Judge gerði költmynd- ina sígildu Office Space, og því full ástæða til að vera vongóður. Myndin á að gerast eftir 500 ár, þegar sögu- hetjan, Joe (Wilson), rankar við sér eftir dásvefn vísindamanna sem not- uðu hann sem tilraunadýr á því herr- ans ári 2005. Með honum í ferð er stelpugægsni (Rudolph), að öðru leyti eru Bandaríki Norður-Ameríku honum gjörsamlega framandi og íbúarnir orðnir slíkir aular að hann er manna klárastur. Heimurinn er á kafi í skít, við er- um að drekkja okkur í eigin úrgangi og háðfuglinn Judge er ekki trúaður á að mannkynið eigi eftir að stika þroskabrautina til langframa fram á við. Nokkur atriði eru meinfýsin og hitta í mark en þess á milli gengur sagan stirðlega og er svo gloppótt að ljóst má vera að framleiðendurnir hafa tekið á honum stóra sínum með garðklippunum. Ómissandi mynd Judge-aðdáendum, aðrir ættu að halda sig fjarri og það er dagljóst að Judge þarf betri tíma og hugmyndir áður en hann leggur út í næstu kvik- myndagerð. Forheimsk framtíðarsýn MYNDDISKAR Gamanmynd Bandaríkin 2006. Sena. DVD 81 mín. Öll- um leyfð. Leikstjóri: Mike Judge. Aðal- leikarar: Luke Wilson, Maya Rudolph, Dax Shepard, Mitch Baker. Idiocrazy Sæbjörn Valdimarsson Í mark „Nokkur atriði eru meinfýsin og hitta í mark.“ BONDLEIKARINN Daniel Craig þykir bera af öðrum frægum körl- um í klæðnaði að því er GQ tíma- ritið segir, en tímaritið hefur birt lista yfir best og verst klæddu stjörnurnar. Sjónvarpskynn- irinn Russell Brand þykir aft- ur á móti vera sá verst klæddi. David Came- ron, leiðtogi breska íhalds- flokksins, varð í öðru sæti á listan- um yfir best klæddu mennina og leikarinn Clive Owen í því þriðja. Harry Bretaprins er sá fyrsti úr konungsfjölskyldunni sem kemst á listann. Listinn yfir 10 best klæddu ein- staklingana er eftirfarandi: 1. Daniel Craig 2. David Cameron 3. Clive Owen 4. David Walliams 5. Jude Law 6. David Beckham 7. Pete Doherty 8. Russell Brand 9. Tom Ford 10. Harry Bretaprins Craig flottastur Daniel Craig MYNDDISKAR»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.