Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur og Steinþór Guðbjartsson ÞAÐ vantar 582 hjúkrunarfræð- inga í 445 stöðugildi til að leysa úr skorti á hjúkrunarfræðingum á ís- lenskum stofnunum. Manneklan er mest á stærsta vinnustaðnum, Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Hjúkrunarfræðingar á vinnualdri á Íslandi eru 3.102. Af þeim starfa 2.689 á stofnunum. Hjúkrunarfor- stjórar meta þörf fyrir árlega fjölgun stöðugilda stéttarinnar vera 2,2%. Fjölgun námsplássa í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri í samtals 153 nægir ekki til að mæta þessum vexti. Að teknu tilliti til þeirra er fara á líf- eyri, atvinnuþátttöku og meðal- starfshlutfalls hjúkrunarfræðinga, mun árleg nýliðun í stéttinni ein- ungis nema 40 stöðugildum að jafnaði. Áætluð árleg þörf fyrir vöxt stéttarinnar er hins vegar metin 47,6 stöðugildi. Fyrirsjáan- legt er að skortur á hjúkrunar- fræðingum mun aukast fram til ársins 2015 um 12,8 stöðugildi ár- lega. Það ár mun að óbreyttu vanta 749 hjúkrunarfræðinga til starfa í alls 543 stöðugildi. Þetta er niðurstaða könnunar sem Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga (FÍS) gerði á síðasta ári um manneklu í hjúkrun. Náði könnunin til hjúkrunarfræðinga sem starfa á íslenskum stofnunum samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Könnunin var send til hjúkrunar- forstjóra heilbrigðisstofnana, sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og öldrunarstofnana, alls 71 stofnun- ar. Svör bárust frá 70 stofnunum og var svarhlutfallið 99%. Skýrsla um efnið kom út í gær. Höfundar hennar eru Aðalbjörg Finnboga- dóttir og Jón Aðalbjörn Jónsson. Sambærileg könnun var síðast gerð árið 1999. Fjölga þarf nemum frekar „Okkar niðurstöður sýna að skortur á hjúkrunarfræðingum heldur áfram að vaxa verði ekkert frekar að gert,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍS. Fjölgun nema í hjúkrun frá síð- ustu áramótum nægi ekki til að tryggja nauðsynlega fjölgun í stéttinni. „Stjórnvöld hafa ekki tekið spá okkar [um manneklu í hjúkrun frá árinu 1999] nógu al- varlega þannig að ráðstafanirnar eru að koma býsna seint og hafa ekki haft þann tilætlaða árangur að sporna við þessum vaxandi vanda, hvað þá heldur að snúa dæminu við,“ segir Elsa Á þessu ári var 153 nemum í hjúkrunar- fræðinámi í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akrueyri hleypt í gegnum samkeppnispróf. Sú fjölg- un námsmanna mun ekki fjölga út- skrifuðum hjúkrunarfræðingum fyrr en á árinu 2010. FÍS telur að hleypa þurfi 190 nemum í gegnum samkeppnispróf árlega til að „snúa þessu til betri vegar,“ segir Elsa. Á síðasta ári kom út skýrsla um mönnun í hjúkrun sem hagfræði- stofnun HÍ vann fyrir heilbrigð- isráðuneytið. Úr þeirri skýrslu mátti lesa að sögn Elsu að með fjölgun nema sem tók gildi um áramót væri þörfinni fullnægt. „En okkar niðurstöður sýna allt annað,“ segir Elsa. „Við erum allt- af að koma út í mínus. Skorturinn samkvæmt upplýsingum okkar og að mati hjúkrunarforstjóra kemur bara til með að aukast.“ Elsa segir þrenns konar aðgerð- ir nauðsynlegar. Í fyrsta lagi að laga laun hjúkrunarfræðinga. Það skipti sköpum til að halda hjúkr- unarfræðingum í vinnu á stofn- unum. Það helst í hendur við annan þátt sem hún nefnir, að fjölga nemum enn frekar. Í þriðja lagi þurfi að kanna hvort einhverjir í þeim stóra hópi hjúkrunarfræð- inga sem á næstu árum eigi rétt á að fara á eftirlaun, séu tilbúnir að vinna í nokkur ár í viðbót. Til þess þurfi að skoða starfsumhverfi þessa hóps og kanna hvort breyt- ingar megi gera þar á til að hann sé fáanlegur til að starfa áfram. „Þetta er ekki eingöngu baráttu- mál stéttarinnar,“ segir Elsa, „heldur niðurstaða rannsókna sem sýna að það skipti máli fyrir gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu að hjúkrunarfræðingar séu nægilega margir.“ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gefur út skýrslu um manneklu í hjúkrun á íslenskum stofnunum 582 hjúkrunarfræðinga vantar Morgunblaðið/ÞÖK Mikið álag Nærri 600 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa og líklegt, að ástandið muni versna. Skorturinn veldur því síðan, að álagið er mikið. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt lögmann til að greiða hluta af málskostnaði í máli sem skjólstæðingur hans höfðaði gegn fyrrverandi starfsmönnum Búnaðar- banka Íslands. Ástæðan er sú að lög- manninum hefði átt að vera ljóst að málatilbúnaðurinn sem viðhafður var í málinu væri haldlaus. Málavextir eru þeir að vaktmanni hjá Búnaðarbankanum var sagt upp störfum eftir að grunur vaknaði um að hann hefði komið trúnaðarupplýs- ingum úr bankanum til fjölmiðla. Þegar starfsmönnum Búnaðar- bankans varð ljóst að skjöl höfðu borist úr bankanum var gerð óform- leg rannsókn á málinu innan bank- ans. Jafnframt var óskað eftir rann- sókn lögreglu. Í september 2002 komu starfsmenn bankans fyrir myndavél á skrifstofu bankastjóra og bjuggu þeir til skjal sem merkt var trúnaðarmál. Tók myndavélin upp myndskeið þar sem vaktmaður- inn sést fara inn á skrifstofuna, blaða í skjölum og skrifa hjá sér. Eftir að vaktmanninum var sagt upp, höfðaði hann mál á hendur Bún- aðarbankanum fyrir ólögmæta upp- sögn. Héraðsdómur sýknaði bank- ann og var dómurinn staðfestur í Hæstarétti. Í framhaldi af því höfð- aði maðurinn nýtt mál gegn þremur starfsmönnum Búnaðarbankans sem sett höfðu upp myndavélina og útbúið skjalið sem merkt var trún- aðarmál. Taldi maðurinn að starfs- menn bankans hefðu „með athæfi sínu skapað aðstæður til að fyrirgera rétti stefnanda til greiðslu við riftun ráðningarsamnings hans.“ Í dómi héraðsdóms er málatilbún- aði mannsins hafnað. Meint tjón hans verði ekki rakið til starfsmanna bankans, heldur þess hvernig hann sjálfur brást við. Lögmaður starfsmanna bankans gerði kröfu um að lögmanni vakt- mannsins fyrrverandi og honum sjálfum yrði sameiginlega gert að greiða málskostnað þar sem lög- manninum hefði átt að vera ljóst að málatilbúnaður skjólstæðings hans væri „gersamlega haldlaus“. Dómar- inn féllst á þetta og gerði stefnanda og lögmanni hans að greiða samtals 510 þúsund krónur í málskostnað. Málshöfðun tilefnislaus Lögmanni var gert að greiða hluta málskostnaðar Í HNOTSKURN »Mjög óvenjulegt er að lög-manni sé gert að greiða málskostnað, en heimild er í einkamálalögum til að gera það ef málshöfðun er sýnilega haldlaus. »Upplýsingar sem starfs-maðurinn var grunaður um að taka úr bankanum urðu síðar tilefni til þess að lögð var fram kæra til Fjármálaeft- irlitsins. MIKIL viðskipti voru með bréf í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) í gær og breyttist eignarhald félags- ins talsvert. Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson og félög þeim tengd losuðu um alla eign sína í Trygginga- miðstöðinni og má segja að FL Gro- up hafi komið þar að í staðinn. Viðskiptin snúast öll um Fjárfest- ingarfélagið Gretti ehf, en fyrir við- skiptin var Grettir annar stærsti hluthafinn í TM með um 26,9% hlut, en Landsbanki átti 8,47% í félaginu. Hluthafar í Gretti voru Sund ehf, með 49,05%, Hansa ehf. með 28,51% og Opera fjárfestingar með 20,6%. Sund eru eign Gunnþórunnar Jóns- dóttur, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, Hansa er eign Björgólfs Guðmundssonar og Opera er eign Björgólfsfeðga að jöfnu. Innkoma FL Group Það sem gerist er að nýtt félag, Kjarrhólmi ehf, kaupir hluti Grettis og Landsbanka í TM. Hlutur Grettis er greiddur með hlutabréfum Sunda í Gretti, en greitt er fyrir hluti Landsbankans með peningum. Mið- að við lokagengi á bréfum TM í gær er söluandvirði hlutar Landsbank- ans 3,5 milljarðar króna. Eftir kaupin er Grettir ehf. því stærsti eigandinn í sjálfum sér og er að stærstum hluta undir stjórn Björgólfs Guðmundssonar. Með þessu styrkist staða Björgólfs í þeim félögum sem Grettir á hluti í, en helst ber þar að nefna Hf. Eimskipa- félag Íslands, þar sem eignarhlutur Grettis er 33,25% og Icelandic, þar sem Grettir á 4,4%. Stærstu eigendur Kjarrhólma eru Sund með 45% og FL Group með 45%, þannig að segja má að Kjarr- hólmi taki með þessu við hlutverki Grettis í eigendahópi TM og að FL Group hafi tekið við hlutverki Björg- ólfsfeðga sem samstarfsaðili Sunda. Segja má að tengsl Sundamanna við Fjárfestingafélagið Gretti, og þar með Landsbankann og Björg- ólfsfeðga, hafi hafist fyrir rúmum tveimur árum er Sund seldu allan sinn hlut í Keri til Grettis, um það leyti sem sameining Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sjóvíkur (nú Icelandic Group) gekk í gegn. Á þeim tíma var því haldið fram að Jón Kristjánsson og félagar í Sundum hefðu sagt skilið við Ólaf Ólafsson í Samskipum, einn aðaleiganda Kers og forsprakka S-hópsins, og hallað sér að Björgólfsfeðgum. Eftir söluna á hlut Sunda í Gretti í gær má líta svo á að fyrrnefnda fé- lagið hafi sagt skilið við Björgólfs- feðga og hallað sér að Hannesi Smárasyni og félögum í FL Group. Það er ef til vill til marks um nánara samstarf Sunda og FL Group að Sund hafa keypt 5% hlut í FL Gro- up. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið nokkur tog- streita innan eigendahóps TM og ekki verið fullkomin samstaða um stefnu fyrirtækisins. Það, ásamt vilja til að skerpa stefnu Grettis, hafi ráðið þeirri ákvörðun Björgólfsfeðga og Landsbankans að fara út úr TM. Markmið Björgólfs Guðmundssonar sé að festa fé sitt í hefðbundnum ís- lenskum atvinnugreinum, skipa- flutningum og útgerð. Staða Guðbjargar Matthíasdóttur og Kristins ehf. innan TM hefur, a.m.k. við fyrstu sýn, lítið breyst. Kristinn er enn stærsti hluthafinn í TM og hlutur Kjarrhólma er ekki stærri en samanlagðir hlutir Grettis og Landsbanka voru fyrir viðskiptin. Þá vakna spurningar um stöðu Sigurðar G. Guðjónssonar, fram- kvæmdastjóra Grettis, en hann hef- ur starfað mikið fyrir Sund, meðal annars sem lögmaður, og er almennt litið svo á að hann hafi verið fulltrúi Sunda í félaginu. Hvorki náðist í Sigurð G. Guðjóns- son, né Pál Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóra Sunda. Umtalsverðar breyt- ingar á eignarhaldi TM Björgólfsfeðgar losa allar eignir sínar í Tryggingamiðstöð- inni og FL Group kemur inn sem samstarfsaðili Sunda ehf. Morgunblaðið/Kristinn Eignarhlutur Með 45% eignarhluti sínum í Kjarrhólma ehf. er FL Group komið í hóp stærstu hluthafa Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Fréttaskýring Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.