Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hringdu í 530 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift! www.oryggi.is Hver vaktar þitt heimili um páskana? Hi m in n og h af / SÍ A Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Guðna Einarsson og Baldur Arnarson SAMTÖK atvinnulífsins, SA, sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem framkvæmd kosninganna um stækkun álversins í Straumsvík á laugardag var gagnrýnd og rök færð fyrir því að niðurstaðan kynni að hafa fælandi áhrif á erlenda fjár- festa. Óljósar leikreglur geti ekki verið til góðs. „Þetta er ekki til þess að vekja áhuga manna á að fjárfesta í sveit- arfélögunum og við teljum reyndar að þessi kosning í Hafnarfirði sé einsdæmi,“ sagði Pétur Reimarsson, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá samtökunum. „Við þekkjum engin dæmi um að slík kosning um fyrirtæki hafi farið fram nokkurs staðar. Það benti ekk- ert til annars en að þetta myndi sigla sína leið en síðan á lokastigum, eftir að menn voru búnir að kaupa lóðina frá Hafnarfjarðarbæ, þá er sett á þessi atkvæðagreiðsla.“ Spurður um afstöðu sína til þess að leggja slíka framkvæmd í dóm kjósenda í kosningum segist Pétur ekki vera þeim andvígur, málið snú- ist um sjálfan aðdragandann. „Það sem við erum raunverulega að segja er að það sé mjög erfitt fyr- ir fyrirtækin að standa í því að leggja út verulegar fjárhæðir í und- irbúning […] án þess að vera örugg um að niðurstaðan verði eins og að er stefnt. Það er ekki vitað hvort bæjarstjórnin eða viðkomandi sveit- arstjórn muni samþykkja verkefnið. Þá er ekki nægjanlegt að uppfylla öll skilyrði laga og reglugerða sem um reksturinn gilda heldur verður líka að uppfylla ánægjustuðul hjá kjós- endunum. Þetta er alveg óháð því hvort þetta er álver í Hafnarfirði eða svínabú á Kjalarnesi.“ Kostaði 800 til 900 milljónir Kostnaður Alcan vegna undirbún- ings fyrirhugaðrar stækkunar ál- versins í Straumsvík er orðinn 800 til 900 milljónir króna, að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsinga- fulltrúa fyrirtækisins. Til þessa útlagða kostnaðar hefur verið stofnað á undanförnum sjö ár- um, en fyrrgreind kostnaðartala hef- ur ekki verið uppfærð til núvirðis og sagði Hrannar mörg mannár liggja að baki undirbúningsvinnunni. Kostnaður Alcan vegna undirbúnings stækkunar áætlaður 800 til 900 milljónir SA telja kosninguna í Hafnarfirði „einsdæmi“ Morgunblaðið/Ómar Umdeilt Kosningin er um garð gengin en skoðanir eru enn skiptar. „ÞAÐ hefur ekki verið til nein vara- áætlun,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, um þann möguleika að auka framleiðsluna í álverinu í Straumsvík með ein- hverjum öðrum hætti en þeim sem kosið var um á laugardaginn. Raun- hæft er talið að auka framleiðsluna á núverandi athafnasvæði álversins með því, einfaldlega, að skipta á tveimur gömlum kerskálum og nýj- um með meiri framleiðslugetu. „Gildandi starfsleyfi heimilar framleiðslu á allt að 460.000 tonnum á ári en við höfum í allri okkar vinnu miðað við þá deiliskipulagstillögu sem kosið var um. Við munum auð- vitað rýna í þá möguleika sem við höfum í stöðunni en það mun taka tíma.“ Alcan mun einnig meta hvaða áhrif niðurstaðan kann að hafa á framtíð álversins, að því er sagði í tilkynningu móðurfélagsins í gær. Vitnað var í Michel Jacques, for- stjóra Alcan Primary Metal Group, sem sagði m.a. að Alcan myndi meta gaumgæfilega alla þá kosti sem í boði væru. Hann benti á að stór hluti íbúa Hafnarfjarðar hefði stutt stækkunina og færði þeim þakkir og eins starfsmönnum Ísal fyrir fram- lag þeirra í þágu áformanna. Geta aukið framleiðsluna í Straumsvík Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is DR. BIRGIR Jakobsson barnalækn- ir hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Karolínska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi en um er að ræða eitt stærsta háskólasjúkrahús Evrópu með 15 þúsund manna starfsliði og fjármunaveltu upp á um 120 millj- arða íslenskra króna árlega. Birgir á að baki 30 ára læknisferil í Svíþjóð og gegndi síðast starfi for- stjóra St. Görans-sjúkrahússins. Að sögn Birgis átti stöðuveitingin sér nokkurra vikna aðdraganda en Karolínska hefur verið sameinað öðru stóru sjúkrahúsi, Huddinge, þar sem Birgir var áður sviðs- stjóri. Segir Birg- ir það hafa verið mat Landsþings- ins, eiganda sjúkrahússins, að tímabært væri að skipta um for- stjóra. Þar var m.a. horft til þeirra verka sem Birgir vann á St. Görans, en þar stóð hann fyrir aukinni samvinnu og betri nýtingu á hæfni starfsfólks um leið og deildarmúrar voru brotnir niður. „Ég mun styðjast við þessa sömu stefnu með það að markmiði að bæta þjónustu við sjúklinga,“ segir Birgir. „Nú þegar sameiningarferlinu er að mestu lokið, er komið að því að leggja höfuðáherslu á að bæta þjón- ustu, starfshætti og annað.“ Að mati Birgis hefur erfiðasta verkefni sjúkrahússins á liðnum ár- um falist í að halda sig innan fjár- heimilda og segir hann mikilvægt að koma rekstrinum í jafnvægi. „Það verkefni þarf að vinna með áherslu á að gera starfsemina skilvirkari, fremur en að skera niður þjón- ustuna. Ég sest ekki í forstjórastól til að segja upp starfsfólki í fjöldavís eða eitthvað slíkt. Það er gífurleg þörf á starfsfólki í því góðæri sem nú ríkir og mikilvægt að halda í það.“ Stjórnar einu stærsta sjúkrahúsi Evrópu Birgir Jakobsson ráðinn forstjóri Karolínska-sjúkrahússins Dr. Birgir Jakobsson GÖNGUTÚRAR um miðbæinn eru heilsusamlegir á meðan svifrykið held- ur sig á mottunni, en það er gjarnan gamalkunnur suðvestansuddi sem leysir fólk úr viðjum mengunar um stund. Gott höfuðfat og traust tak á regnhlífinni fleytir fólki oft furðulangt á gönguför. Morgunblaðið/G.Rúnar Svifrykið víðsfjarri í vorlegri vætutíðinni LÁTINN er Þorvald- ur Lúðvíksson, hæsta- réttarlögmaður og fyrrverandi forstöðu- maður Gjaldheimt- unnar í Reykjavík, á 79. aldursári. Þorvaldur fæddist 23. september 1928 á Eyrarbakka og lauk lögfræðiprófi frá Há- skóla Íslands árið 1956. Eftir fulltrúa- störf hjá Magnúsi Thorlacius hrl. og rekstur lögmanns- stofu í félagi við Sigurð Ólafsson hrl. rak hann eigin lögmannsstofu frá 1961 uns hann varð fram- kvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur árið 1987. Árið 1992 varð hann gjald- heimtustjóri í Reykjavík og starf- aði hjá stofnuninni til sjötugs. Eft- ir að hann lét af störfum sinnti hann lögfræðistörfum fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík. Þorvaldur sat í stjórn Lögmanna- félags Íslands 1958– 1961 og starfaði einn- ig á vettvangi íþrótta- hreyfingarinnar. Hann sat í aganefnd Knattspyrnusam- bands Íslands og í lyfjaeftirlitsnefnd Íþróttasambands Ís- lands. Hann var sæmdur gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín. Eiginkona Þorvalds hét Ásdís Ólafsdóttir. Hún lést 3. febrúar 2006. Eignuðust þau fimm börn og eru barnabörnin átján og barna- barnabörnin þrjú. Þrjú barna Þor- valds eru í lögfræðingastétt, þar af tvö í dómarastétt, Hervör Þor- valdsdóttir héraðsdómari og Ólaf- ur Börkur Þorvaldsson hæstarétt- ardómari. Andlát Þorvaldur Lúðvíksson BÓKFÆRÐ viðskiptavild í reikn- ingum allra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands nam samtals um 500 milljörðum króna um síðustu áramót og dæmi eru um að við- skiptavild einstakra fyrirtækja og aðrar óefnislegar eignir séu meira en helmingur bókfærðra eigna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á ársfundi bankans á föstudaginn var. Davíð sagði þetta umhugsunarefni. Benti hann á að nú þyrftu fyrirtæki að gera svokallað virðisrýrnunarpróf á viðskiptavild sem eignfærð væri í efnahagsreikningi og gengju upp- haflegar áætlanir ekki eftir þyrfti að afskrifa viðskiptavild í samræmi við það. „Sú hætta er því fyrir hendi, ef harðnar á dalnum, að þessi regla geti magnað upp neikvæða afkomu fyr- irtækja þegar síst skyldi,“ sagði Davíð ennfremur. Viðskipta- vildin 500 milljarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.