Morgunblaðið - 08.04.2007, Side 12

Morgunblaðið - 08.04.2007, Side 12
12 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ voru báðir gripnir og myrtir á landamærunum. „Þegar ég kom að landamærunum um viku síðar var mér ekki kunnugt um örlög bræðra minna en síðar kom í ljós að maður sem var frændi okkar hafði myrt þá en hann hafði sett sér það markmið að útrýma minni fjölskyldu ef hún kæmi þarna í gegn svo hún myndi ekki hefna bræðranna. Eigi að síður gekk ég óáreittur í gegn. Ástæðan var sú að maðurinn hafði brugðið sér í hádegismat. Þarna þyrmdi Guð lífi mínu. Það er ekki nokkur vafi.“ Matthew bjó við þröngan kost í flóttamannabúðum á Fílabeins- ströndinni. Í fyrstu átti hann bara von á því að vera þar í nokkra mán- uði en borgarastyrjöldin í Líberíu dróst á langinn og þegar upp var staðið hafði hann verið í sjö ár í búðunum. „Aðstæður í flótta- mannabúðunum voru ömurlegar. Það var ekkert rennandi vatn og ekkert náðhús. Fólk brá sér bara út í móa. Það voru um nítján þúsund manns í búðunum en þar af létust um 20% úr malaríu og öðrum smit- sjúkdómum.“ Menn gerðu þó eins gott úr að- stæðum og unnt var og ástin lét sig ekki vanta. Matthew gekk að eiga unnustu sína í flóttamannabúðunum 1993. Þau höfðu kynnst í Monróvíu en ekki fellt hugi saman fyrr en í búðunum. Í dag eiga þau fimm börn, fjórar stúlkur og einn dreng, og eru þrjú þau elstu fædd í búð- unum. Matthew sat ekki auðum hönd- um. Hann tók til við að sækja um skólavist í Bandaríkjunum og fékk á endanum inni í skóla í Minnesota. „Það var trúboðanám en margir Afríkubúar hafa hlotið þar þjálfun til að snúa aftur til heimalands síns. Ég sagði við Guð: Ef þú greiðir götu mína inn í þennan skóla mun ég fara aftur heim til Líberíu og flytja löndum mínum boðskap þinn. Ég var bænheyrður.“ Loksins á leið til Bandaríkjanna En það var ekki nóg að fá inn- göngu í skólann, Matthew þurfti eins og aðrir að greiða skólagjaldið, 3.950 Bandaríkjadali, ríflega 260.000 íslenskar krónur. „Þá pen- inga átti ég ekki til og því var ekki um annað að ræða en leggjast á bæn. En árin liðu og ekkert gerðist. Það var ekki fyrr en ég aðstoðaði kristin viðskiptajöfur sem átti leið í gegnum búðirnar að hjólin fóru að snúast. Hann var frönskumælandi og þar sem ég tala frönsku var ég fenginn til að aðstoða hann. Skömmu áður en hann fór tjáði hann mér að Guð hefði vakið athygli sína á því að ég þyrfti á hjálp að halda. „Hvað get ég gert fyrir þig?“ spurði hann. Ég sagði honum frá löngun minni til að setjast á skóla- bekk í Bandaríkjunum en það væri til of mikils mælst að hann hjálpaði mér með það. Hann hélt nú ekki og borgaði skólagjaldið fyrir mig. Enn var Guð á mínu bandi.“ Aðeins fáeinum dögum eftir að Matthew og fjölskylda komu til Minnesota varð elsta dóttir hans, þriggja ára, fyrir alvarlegu slysi. „Hún var á leikskóla og fóstran setti hana í rólu og ýtti henni af stað. Dóttir mín hafði aldrei séð rólu fyrr á ævinni og fylltist hræðslu. Það skipti engum togum að hún datt á höfuðið og hálsbrotn- aði. Fóstran sótti okkur skelfingu lostin og við sáum strax að þetta var alvarlegt. Hálsinn lét ekki að stjórn.“ Matthew brunaði beint á næsta sjúkrahús. „Þegar ég kom inn með barnið stórslasað var ég strax spurður um tryggingaskírteini. Ég sýndi lækninum Biblíuna mína. „Ég er ekki að tala um þetta,“ sagði hann þá. Ég sýndi honum Biblíuna aftur. „Hver er tryggingasalinn þinn eiginlega,“ spurði þá lækn- irinn. Hann heitir Guð. Læknirinn hélt að ég væri að grínast og til- kynnti mér að aðgerðin myndi kosta 22.000 dali. Ég svaraði því þá til að Guði væru allir vegir færir. Hann lét mig skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að ég myndi endurgreiða sjúkrahúsinu kostnaðinn að aðgerð- inni lokinni. Ég tók við pennanum og sagði: Guð ég skrifa undir þessa yfirlýsingu í þínu nafni enda veist þú að ég á ekki 22.000 dali. Þú veist að ég er hérna í Bandaríkjunum til að læra að vera trúboði á þínum vegum.“ Ókunnugur maður greiddi reikninginn Aðgerðin tók sex klukkustundir og heppnaðist vel. Um kvöldið komst dóttir Matthews til meðvit- undar og hann segir það hafa verið ólýsanlega tilfinningu. „Hún horfði á mig, sá tárin streyma niður vanga mér og sagði: „Pabbi minn, þetta verður allt í lagi!“ Síðar um kvöldið hringdi síminn heima hjá Matthew og ókunnugur maður spurði hvernig dóttir hans hefði það eftir aðgerðina. „Ágætt, sagði ég undrandi. Því næst bað hann um fullt nafn hjá mér, nafnið á sjúkrahúsinu og spurði hvað að- gerðin hefði kostað. 22.000 dali, svaraði ég. Hvers vegna spyrðu um það? „Vegna þess að ég ætla að borga þennan reikning,“ sagði mað- urinn í símanum. Hver ert þú með leyfi? spurði ég undrandi. „Það þarft þú ekki að vita en hafðu ekki frekari áhyggjur af reikningnum og vertu sæll,“ sagði hann að síðustu og lagði á. Vegir Guðs eru svo sann- arlega órannsakanlegir.“ Dóttir Matthews er þrettán ára í dag og hefur fyrir löngu náð sér að fullu. Fjölskyldan hefur nú verið í ára- tug í Bandaríkjunum og á þeim tíma hefur Matthew lokið tveimur mastersgráðum og doktorsgráðu í guðfræði. Ári eftir að seinni borgarastyrj- öldinni lauk í Líberíu, 2003, sneri Matthew heim í fyrsta sinn frá árinu 1990. „Landið er í rúst eftir styrjaldirnar. Það er ekkert raf- magn í Líberíu og ekkert rennandi vatn. Menn vonast til að koma því á að hluta í sumar. Það eru yfir tvö hundruð þúsund munaðarlaus börn á götunni og skólastarf í molum. Aðeins 20% fullorðinna eru læs. Ástandið er skelfilegt. Þegar ég sá þetta hugsaði ég með mér: Það verður að gera eitthvað. Ég verð að gera eitthvað.“ Óvænt samstarf á Íslandi Þegar Matthew kom aftur til Bandaríkjanna var hann staðráðinn í að láta til sín taka. Þar kemur Ís- land inn í myndina. Matthew milli- lenti hér á landi í tvo daga í október síðastliðnum á leið sinni til Svíþjóð- ar og komst fyrir tilviljun í kynni við Guðrúnu Margréti Pálsdóttur, formann ABC barnahjálpar. Nið- urstaða fundar þeirra var að kanna möguleika á samstarfi. „Þetta var einmitt tækifærið sem ég var að bíða eftir og þegar Guð- rún Margrét spurði mig í nóvember hvort ég gæti farið til Líberíu og skráð ABC barnahjálp lét ég ekki segja mér það tvisvar. Nú höfum við fengið öll tilskilin leyfi til að starfa í landinu. Íslensk stjórnvöld lögðu á síðasta ári fjórar milljónir króna í þetta verkefni og voru þær notaðar til að kaupa rúmlega 52 ekru landskika í Líberíu.“ Stefnt er að því að hefja fram- kvæmdir við skóla og heimavist á næstu mánuðum og mun Matthew fara fyrir starfinu. Færeyingar koma líka að verkefninu. „Ég mun flytja heim til Líberíu síðar á þessu ári ásamt fjölskyldu minni og get ekki beðið eftir að hefjast handa.“ Í byrjun þessa árs hitti Matthew forseta Líberíu, Ellen Johnson- Sirleaf, en hún varð árið 2005 fyrsta konan til að gegna því embætti í Afríku, og gerði henni grein fyrir áformum ABC barnahjálpar. „Hún tók mér opnum örmum og hét okk- ur fullum stuðningi, m.a. tollaaf- slætti. Hún lofaði meira að segja að vera viðstödd þegar fyrsta skóflu- stungan verður tekin að hinum nýju skólamannvirkjum.“ Rétti leiðtoginn Matthew segir að það verði ekki létt verk að reisa Líberíu úr ösku- stónni en frú Johnson-Sirleaf sé rétta manneskjan til að stýra upp- byggingunni. „Hún er hagfræðingur frá Harvard og hefur þegar samið um niðurfellingu skulda við alla helstu lánardrottna, Bandaríkin, Bretland, Þýskaland og fleiri, þann- ig að Líbería er svo til skuldlaust land í dag. Uppbyggingin verður fyrir vikið auðveldari. En þetta er óvinnandi verk án utanaðkomandi aðstoðar.“ Eins og margir muna bauð George Weah, sem á sinni tíð var einn besti knattspyrnumaður heims, sig fram gegn Johnson-Sirleaf í for- setakjörinu en hafði ekki erindi sem erfiði. „Með fullri virðingu fyrir George Weah þá valdi líberíska þjóðin rétt. Hann var frábær knatt- spyrnumaður – goðumlík vera á þeim vettvangi – en ég tel að hann hafi ekki verið í stakk búinn að fara fyrir þjóðinni á þessum erfiðu tím- um. Frú Johnson-Sirleaf hefur margfalt meiri þekkingu og reynslu. Hún er rétta manneskjan til að leiða líberísku þjóðina út úr þessum miklu ógöngum.“ Reuters Leiðtoginn Ellen Johnson-Sirleaf veifar til stuðningsmanna sinna eftir kosningarnar 2005. Hún er fyrsta konan til að gegna starfi forseta í Afríku. Í HNOTSKURN »Líbería er elsta lýðveldiAfríku, stofnað árið 1847 af bandarísku félagi sem vildi gefa svörtum leysingjum í Bandaríkjunum kost á að setj- ast að í Afríku. »Líbería merkir „Landhinna frjálsu“. » Íbúafjöldi landsins er um3,3 milljónir. »Líbería er á vesturströndAfríku og á landamæri að Síerra Leóne, Gíneu og Fíla- beinsströndinni. »Samuel Doe hershöfðingihrifsaði til sín völdin árið 1980 og afnam lýðveldið. »Tvær borgarastyrjaldir(1989–1996 og 1999–2003) hafa lagt landið í rúst en í þeim týndu 250.000 manns lífi. »Núverandi forseti Líberíuer Ellen Johnson-Sirleaf, fyrsta konan til að gegna slíku embætti í Afríku. AP Hermaður Moses Watson, fjórtán ára fyrrverandi hermaður (fyrir miðju), leikur við vini sína á heimili fyrir börn sem börðust í stríðinu í Líberíu. Skólastarf hefur verið í molum í landinu frá því borgarastríð braust út 1989. Reuters Hörmung Ástandið í Monróvíu og öðrum borgum Líberíu er bágt eftir langvarandi borgarastyrjöld og fjölskyldur búa við afar kröpp kjör. HJÁLPARSTARF Í LÍBERÍU Þegar langt er liðið á samtal okkar Matthews T. Sakeuhs í húsakynn- um ABC barnahjálpar stingur Kristinn Ingvarsson ljósmyndari við stafni til að mynda viðmæland- ann. Hann hefur því ekki forsöguna þegar ég spyr Matthew í lokin um afdrif systkina hans, hvort þau hafi öll snúið heim eftir borgarastyrj- öldina. Hann svarar því játandi. „Þannig að þú misstir bara tvo bræður,“ segi ég og vísa til upplýs- inga sem Matthew gaf mér fyrr í samtalinu um víg tveggja elstu bræðra sinna. Kristni ljósmyndara þykir þessi spurning undarlega orðuð, „bara“ tvo bræður, og spyr mig kurt- eislega um þetta óvenjulega orða- val á leiðinni út. Ég upplýsi hann um þá staðreynd, að Matthew eigi um sextíu systkini, sem Kristinn gat vitaskuld ekki gert ráð fyrir, og þá áttar hann sig betur á samhenginu. Það verður nefnilega að teljast ágætlega sloppið að „bara“ tvö af yfir sextíu systkinum skyldu týna lífi í þessu skelfilega stríði. Missti „bara“ tvo bræður                

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.