Morgunblaðið - 08.04.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.04.2007, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Hvernig á að gera fataskáp-inn grænan? Þá er ekkiverið að meina að öll föt-in í honum þurfi að vera græn á litinn (sem betur fer) heldur umhverfisvæn. Treehugger.com er áhugaverður vefur sem fjallar um ýmislegt tengt umhverfismálum og birtir nú leiðbeiningar undir nafninu „Hvernig verður maður grænn?“ um ýmis mál. Einn kaflinn fjallar um föt- in okkar og eru góð ráð gefin. Í fyrsta lagi þarf að versla mark- visst. Fatakaupum er líkt við að ætt- leiða kettling. Kjóllinn eða peysan verður að hafa pláss í skápnum til framtíðar. Best er að reyna að sleppa að kaupa óþarfa hluti því óskipulagður skápur af fötum sem eru óhentug er ekki mjög spennandi. Til lengri tíma litið er gott að komast að því hvaða litir og snið henta, það sparar tíma og pláss. Einnig er mikilvægt að fara vel með fötin. Til dæmis að elda ekki eða skipta um dekk í sparifötunum. Til að auka endingu fatnaðarins er líka gott að læra að gera við föt eða bara senda þau í viðgerð eða breytingar. Ekki er mælt með því að senda föt í hreinsun nema kynna sér fyrst hvaða efni eru notuð í hreinsuninni. Líka má athuga að stundum er í lagi að þvo í höndunum, þótt það standi á fötunum að það eigi að senda þau í hreinsun. Mælt með notuðum fötum Treehugger bendir einnig á að kaupa notuð föt. Það er nokkuð sem er vel hægt að mæla með. Það getur verið hin besta skemmtun að leita að flottum fötum í verslunum með not- uð föt. Ef fötin eru keypt í góðgerð- arverslun á borð við búð Rauða- krossins eða í Hjálpræðishernum fær gömul flík nýtt líf og gott málefni er styrkt um leið. Hérlendis er kannski ekki stærsta áhyggjuefnið raforku- og vatns- eyðsla þvottavéla. Erlendis er þetta stórmál og algjör óþarfi að líta framhjá þessu hér þótt nóg sé af vatni og raforkan tiltölulega ódýr. Gott er að hafa í huga að þvo fötin ekki á óþarflega háum hita, velja um- hverfisvænt þvottaefni, þvo einungis fullar vélar, þvo á röngunni, nota ekki þurrkara heldur snúruþurrka og velja sparneytna þvottavél. Einn- ig eru sumir blettaeyðar, sbr. sjón- varpsauglýsingar, úr mjög sterkum efnum og hægt að velja umhverfis- vænni kosti. Bókin Clean and Green: The Complete Guide to Non-Toxic and Environmentally Safe House- keeping er með mörg góð ráð varð- andi þetta eins og að nota edik og saltvatn í blettahreinsun. Bókina er hægt að fá á um 700 kr. á Amazon- .com en líka er hægt að leita uppi gömul íslensk húsráð af þessu tagi. Annað sem er sífellt að komast meira í tísku er að vera í fötum úr líf- rænt ræktuðum efnum. Mikið magn af tilbúnum áburði og skordýraeitri þarf til að rækta bómull og því fer mun betur á því að hún sé lífrænt ræktuð. Eftirspurnin eftir fötum úr lífrænt ræktuðu efni eykst stöðugt og það þýðir að stærri verslanir eru farnar að bjóða upp á þessa vöru á hagstæðara verði en áður þekktist. Til dæmis er H&M, uppáhaldsbúð margra Íslendinga, komin með línu sem er einvörðungu tileinkuð vörum úr lífrænni bómull og reynast fötin vel. Finna nýtt hlutverk Sama hvort fötin eru úr lífrænu efni eða pólýester er mikilvægt að henda þeim ekki í ruslið þegar þau hafa glatað sínum fasta stað í fata- skápnum. Það þarf að finna nýtt hlutverk fyrir flíkurnar. Föt og klæði sem skilað er á endurvinnslu- stöðvar Sorpu nýtast til hjálpar- starfs á vegum Rauða kross Íslands. Fötin eru flokkuð af sjálfboðaliðum og gefin á meðferðarstofnanir, til flóttamanna, í fangelsi, í neyðarmót- töku og þeim sem minna hafa á milli handanna. Þau eru líka seld í L12 og fara að hluta til til útlanda. Slitin klæði eru hins vegar endurunnin og úr því framleiddar tuskur og teppi svo eitthvað sé nefnt. Allur ágóði af sölunni rennur í hjálparsjóð sem not- aður er til alþjóðlegs hjálparstarfs. Hvað með ný efni? Treehugger mælir með því að nýj- um efnum sem eiga að vera miklu betri en þessi gömlu sé tekið með fyrirvara. Til dæmis hvað varðar sojaefni og efni úr bambus. Bambus hljómar vel, plantan vex hratt og það þarf ekki að nota sterk efni í ræktun. Vandamálið er hins vegar að stund- um hefur skógi verið fórnað til að koma fyrir bambusrækt. Hvað soja- efni varðar er framleiðslan frá plöntu í efni orkurík. Eins og þeir vita sem horfðu á dönsku heimildamyndina Banvæn tilboð í Sjónvarpinu nýverið er líka mikilvægt hvaða aðstæður fólkið býr við sem framleiðir fötin. Þáttur Bono Mannvinurinn Bono rekur ásamt konu sinni Ali Hewson, sem jafn- framt er hönnuður, og fatahönnuðin- um Rogan Gregory fatamerkið Ed- un (nude, eða nakinn, skrifað afturábak). Takmarkið hjá þeim er að selja falleg föt sem framleidd eru á samfélagslega ábyrgan hátt í sam- ræmi við sanngjarna viðskiptahætti. Stór hluti starfseminnar fer fram í Afríku og hefur veitt mörgum at- vinnu frá því að Edun hóf rekstur vorið 2005. Sem stendur er um 30% af bómullarvörum Edun úr lífrænni bómull. Notast er við afríska bómull og efni þegar mögulegt er. Sannköll- uð tíska með samvisku. Nýi tískuliturinn er grænn Reuters Ábyrg tíska Bono kynnir Edun-vörur ásamt konu sinni og hönnuðinum Ali Hewson og fatahönnuðinum Rogan Gregory á tískuviku í New York í september í fyrra. Áherslan hjá Edun er á lífræn efni og siðlega starfsemi. Í HNOTSKURN »10% allra efna í landbún-aði og 25% af skor- dýraeitri í Bandaríkjunum eru notuð til að rækta bómull. »Það þarf 150 grömm afskordýraeitri og tilbúnum áburði til að rækta næga bóm- ull í aðeins einn stuttermabol. » Við lífræna ræktun er not-að minna eldsneyti en við venjulega ræktun, sem hjálpar til í baráttunni við loftslags- breytingar. »Benda má á vefina www.-sweatshopwatch.org og www.behindthelabel.org fyrir þá sem vilja kynna sér vinnu- aðstæður í fataverksmiðjum. » Hægt er að kynna sérfatalínu Bono og félaga nánar á www.edun.ie. » Treehugger.com erskemmtilegur umhverfis- vefur. LÍFSSTÍLL» Mögulegt er að grípa til ýmissa góðra ráða til að gera fataskápinn grænan og umhverfisvænan og um leið vera siðferðislega og samfélagslega ábyrgur í fatavali og meðferð fatnaðar Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Jean Pierre Meersseman er kí-rópraktor og meðal þeirrasem lagst hafa á magann fyrirframan hann til að láta hann hnykkja á bakinu á sér eru Silvio Ber- lusconi og vopnasalinn Adnan Kas- hoggi. Frá árinu 2002 hefur hann hins vegar staðið fyrir byltingu hjá knatt- spyrnuliðinu AC Mílanó og í her- búðum þess er hann víst aldrei kall- aður annað en professore. Meersseman er maðurinn á bak við hina leyndardómsfullu rannsókn- arstofu ítalska knattspyrnuliðsins þar sem bæði er átt við kropp og koll. Það kann að vera þjálfara liðsins, Carlo Ancelotti, þvert um geð að afsala sér heiðrinum af gengi sinna manna, en rannsóknastofan spillir ekki fyrir. Hvergi í Evrópu mun vera nútíma- legri aðstaða til að hugsa um leikmenn í samræmi við nýjustu kenningar og uppgötvanir íþróttavísindanna. Rannsóknastofan er í Milanello, um 50 kílómetra fyrir utan Mílanó. Til- gangurinn er að fylgjast með heilsu- fari leikmanna til að koma í veg fyrir álagsmeiðsli. Það var ekki að ástæðu- lausu að ákveðið var að ráðast í þetta nákvæma eftirlit með leikmönnum. Árið 2000 keypti AC Mílanó argent- ínska leikmanninn Fernando Redondo af Real Madrid fyrir 18 milljónir evra. Hann var ekki fyrr kominn til síns nýja liðs en hann meiddist á æfingu og var úr leik í tvö ár. Eftirtektarverður árangur Árangurinn af rannsóknarstofunni er eftirtektarverður. Frá því að starf- semi hófst þar 2002 hefur tíðni álags- meiðsla minnkað um 92%. „Áður […] var svo mikið um meiðsl að við þurft- um að hafa 35 leikmenn í hópnum. Nú þurfum við ekki nema 22,“ sagði Meersseman í samtali við The Chi- ropractic Journal í nóvember. „Sú var tíðin að álagsmeiðsli gerðu að verkum að við þurftum að sprauta leikmenn sjö sinnum á viku. Á síðasta ári þurft- um við að sprauta leikmenn fjórum sinnum allt árið.“ Ekki eru allir sam- mála um ágæti rannsóknarstofu AC Mílanó. Tim Meyer, læknir þýska landsliðsins, segir að þetta hljómi vel, en vill sjá meira. Hann er þeirrar hyggju að öll umönnun leikmanna skili sér og gildi þá einu hvað gert er. Úrtölur breyta hins vegar ekki því að mikil forvitni ríkir um starfið bak- við hinar luktu dyr rannsóknarstöðv- arinnar í Milanello. AC Mílanó er með hæsta meðalaldur leikmanna fé- lagsliða í fremstu víglínu í Evrópu. Þegar Alessandro Costacurta lék gegn AEK Aþenu í nóvember varð hann elsti leikmaður til að hafa leikið í Meistaradeild Evrópu. Hann er fer- tugur. Paolo Maldini er 38 ára og Brasilíumaðurinn Cafu 36 ára. Báðir eru þeir fastamenn í liðinu. Árið eftir að rannsóknarstofan var opnuð sigraði AC Mílanó erkifjend- urna frá Juventus í úrslitum Meist- aradeildar Evrópu. Árangurinn var meðal annars þakkaður rannsókna- stofunni. Árið 2005 tapaði liðið hins vegar gegn Liverpool í úrslitum eftir að hafa náð þriggja marka forustu. Ósigurinn var áfall og vakti spurn- ingar um ágæti rannsóknastofunnar. AC Mílanó verður ekki ítalskur meistari í ár, en það leikur í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og gæti eftir fjóra leiki staðið á tindinum sem besta félagslið í Evrópu. Lík- urnar á því minnkuðu reyndar í vik- unni þegar AC Mílanó náði aðeins að gera 2–2-jafntefli við Bayern Münc- hen á heimavelli. En getur ekki allt gerst í fótbolta, hvað sem líður öllum fræðum og vísindum? Vísindi fótboltans Reuters Æskubrunnur Paolo Maldini, fyrirliði AC Mílanó, er 38 ára gamall og enn í fremstu röð í atvinnumennsku. Munu aðferðir AC Mílanó gera leikmönnum kleift að leika lengur meðal þeirra bestu en áður var talið mögulegt? KNATTSPYRNA» Á fullkominni rannsóknastofu AC Mílanó er leikmönnum haldið við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.