Morgunblaðið - 08.04.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 08.04.2007, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 19 BETRI ER EINN SENTER Í FORMI EN TVEIR Á SJÚKRALISTA Mánudagur 9. apríl 11.45 Watford-Portsmouth 14.00 Newcastle-Arsenal 14.00 Bolton-Everton S2 14.00 Fulham-Man City S3 14.00 Aston Villa-Wigan S4 19.00 Charlton-Reading GÓMSÆTT PÁSKAPRÓGRAMM Útlit er fyrir að Fram tapi stigumsínum gegn KR í deildabik- arkeppninni í knattspyrnu, Lengju- bikarnum, en Fram vann leik lið- anna á dögunum, 5:3. Igor Pesic lék með Fram í leiknum en hann hafði áður fengið þrjú gul spjöld í keppn- inni og samkvæmt reglum hennar eiga leikmenn þá að fara sjálfkrafa í leikbann. KR verður því væntanlega úrskurðaður sigur í leiknum, 3:0.    Sigurður Jónsson varð að sættasig við tap í fyrsta deildaleik sínum sem þjálfari sænska knatt- spyrnuliðsins Djurgården á föstu- daginn langa. Lið hans sótti nýliða Brommapojkarna heim í nágran- naslag í fyrstu umferð úrvalsdeild- arinnar og tapaði, 1:0. Sölvi Geir Ottesen var meðal varamanna Djurgården en kom ekki við sögu. Hjálmar Jónsson og Ragnar Sig- urðsson léku allan tímann með IFK Gautaborg sem gerði jafntefli, 1:1, við Trelleborg á útivelli.    Hermann Hreiðarsson og félagarí Charlton komust úr fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu, allavega um stundarsakir, þegar þeir gerðu markalaust jafn- tefli við Manchester City á útivelli á föstudaginn. Hermann lék allan leik- inn með Charlton. Heiðar Helguson lék síðustu 20 mínúturnar með Ful- ham sem tapaði, 4:1, fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni á föstudag.    Grétar Rafn Steinsson, landsliðs-maður í knattspyrnu, getur ekki leikið með Alkmaar gegn Wer- der Bremen í síðari viðureign lið- anna í UEFA-bikarnum í Þýska- landi í næstu viku. Grétar Rafn, sem lék allan leikinn á skírdag þegar lið- in gerðu 0:0 jafntefli í Hollandi, fékk gula spjaldið seint í leiknum og fer í eins leiks bann þar sem þetta var annað spjaldið hjá honum í keppn- inni.    Hólmar Örn Rúnarsson ogBjarni Ólafur Eiríksson léku allan leikinn með Silkeborg þegar lið þeirra tapaði, 3:1, fyrir FC Kö- benhavn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á skírdag. Hörður Sveinsson lék hinsvegar með vara- liði Silkeborg sama dag og skoraði mark þess í 1:1 jafntefli gegn Varde í 2. deild. Kári Árnason lék allan leikinn með AGF sem gerði jafntefli, 1:1, við Brabrand í dönsku 1. deild- inni á skírdag.    Harpa Þorsteinsdóttir lék síð-ustu 10 mínúturnar með Charlton sem steinlá gegn Arsenal, 2:9, í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu á skírdag. Charlton komst í 2:0 í leiknum. Fólk sport@mbl.isKÖRFUKNATTLEIKURNjarðvík – Grindavík 93:70 Njarðvík, úrvalsdeild karla, Iceland Ex- press-deildin, undanúrslit, oddaleikur, fimmtudagur 5. apríl 2007. Gangur leiksins: 2:3, 12:5, 16:9, 26:15, 28:19, 37:30, 45:36, 49:39, 55:49, 64:57, 73:58, 83:63, 93:70. Stigahæstir Njarðvík: Friðrik Stefánsson 20, Jeb Ivey 20, Igor Beljanski 18. Stigahæstir Grindavík: Adam Darboe 20, Jonathan Griffin 19, Þorleifur Ólafsson 16. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson.  Njarðvík sigraði, 3:2. KR – Snæfell 76:74 DHL-höllin: Gangur leiksins: 5:0, 7:9, 15:17, 17:21, 20:27, 24:37, 34:43, 37:46, 42:51, 49:51, 51:56, 54:59, 56:66, 65:66, 65:68, 68:68, 70:72, 74:72, 74:74, 76:74. Stigahæstir KR: Tyson Patterson 23, Jere- miah Sola 19. Stigahæstir Snæfelli: Justin Shouse 22, Hlynur Bæringsson 19. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Einar Þór Skarphéðinsson.  KR sigraði, 3:2. KNATTSPYRNA Lengjubikar karla B-deild, 1. riðill: Víkingur Ó. – Afturelding...................... 0:1 Þórarinn Máni Borgþórsson 61. Rautt spjald: Arnar Gauti Óskarsson (Aftureld- ingu) 73. Staðan: Afturelding 3 3 0 0 7:3 9 Sindri 2 1 0 1 4:4 3 Kári 2 1 0 1 4:5 3 Reynir S. 2 0 1 1 4:5 1 Víkingur Ó 3 0 1 2 3:5 1 C-deild, 1. riðill: Ýmir – Hvöt .............................................. 0:2 Staðan: Álftanes 3 2 1 0 11:5 7 Hvöt 2 2 0 0 7:3 6 Ýmir 3 1 0 2 5:5 3 Ægir 2 1 0 1 5:6 3 Árborg 2 0 1 1 2:6 1 GG 2 0 0 2 4:9 0 Lengjubikar kvenna A-deild: KR – Valur................................................ 1:4 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir 33. – Margrét Lára Viðarsdóttir 12., 56., 87., Vanja Stef- anovic 2. Staðan: Valur 3 3 0 0 16:3 9 KR 3 2 0 1 8:5 6 Breiðablik 3 2 0 1 8:6 6 Keflavík 3 1 0 2 3:7 3 Fylkir 2 0 1 1 4:11 1 Stjarnan 4 0 1 3 4:11 1 B-deild: Þór/KA – ÍR.............................................. 6:1 Staðan: Þór/KA 2 2 0 0 8:1 6 Fjölnir 2 2 0 0 5:1 6 FH 2 1 0 1 4:4 3 Þróttur R. 2 1 0 1 3:3 3 Haukar 2 0 0 2 2:7 0 ÍR 2 0 0 2 2:8 0 England Úrvalsdeild: Manchester City – Charlton................... 0:0 41.424. Everton – Fulham.................................... 4:1 Lee Carsley 25., Alan Stubbs 34., James Vaughan 45., Victor Anichebe 80. – Carlos Bocanegra 22. – 35.612. 1. deild: Hull – Norwich ......................................... 1:2 Leicester – Derby .................................... 1:1 Southend – Colchester............................. 0:3 2. deild: Scunthorpe – Yeovil ................................. 1:0 UEFA-bikarinn 8-liða úrslit, fyrri leikir: AZ Alkmaar – Werder Bremen ............. 0:0 Bayer Leverkusen – Osasuna ................ 0:3 Cuellar 1., Lopez 71., Webo 73. Espanyol – Benfica.................................. 3:2 Tamudo 15., Riera 33., Pandiani 59. – Nuno Gomes 64., Simao 66. Sevilla – Tottenham ................................ 2:1 Freddy Kanouté 19. (víti), Alexander Kerzhakov 36. – Robbie Keane 2. Svíþjóð Brommapojkarna – Djurgården............. 1:0 Trelleborg – IFK Gautaborg .................. 1:1 Danmörk AaB – Midtjylland .................................... 0:2 Randers – Nordsjælland ......................... 1:6 Vejle – Horsens ........................................ 0:0 Viborg – OB .............................................. 0:2 FC Köbenhavn – Silkeborg..................... 3:1 Esbjerg – Bröndby................................... 1:1 HANDKNATTLEIKUR Parísarmót, Tournoi de Paris Ísland – Pólland ................................... 32:36 Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Ólafur Stefánsson 8/4, Bjarni Fritzson 3, Vignir Svavarsson 3, Ragnar Óskarsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Snorri Steinn Guð- jónsson 2, Andri Stefan 2, Ásgeir Örn Hall- grímsson 1. Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 9 (þar af 4 aftur til mótherja), Björgvin Páll Gúst- avsson 1. Frakkland – Túnis............................... 30:29 Nikola Karabatic 7, Jeróme Fernandéz 6 – Wissem Hmam 9. Mót í Tékklandi Fjögurra liða mót karla í Prag: Tékkland – Sviss................................... 19:31 Serbía – Rússland................................. 34:34  Serbía leikur tvo leiki í júní við Ísland um sæti á EM í Noregi 2008. HM 21 árs liða Undankeppni á Spáni: Ísland – Austurríki............................... 38:26 Spánn – Sviss ........................................ 36:33 Spánn – Ísland ...................................... 31:27 Sviss – Austurríki ................................. 28:27 ÍSHOKKÍ Heimsmeistaramót karla, 2. deild, í Suð- ur-Kóreu: Suður-Kórea – Ísland............................ 17:2 Daði Örn Heimisson, Þorsteinn Björnsson. Ástralía – Ísland ...................................... 5:3 Gauti Þormóðsson, Rúnar Rúnarsson, Jón Gíslason. Staðan: Suður-Kórea 4 4 0 0 33:9 12 Ástralía 3 2 0 1 13:9 6 Ísrael 3 1 0 2 6:10 3 Ísland 3 1 0 2 8:24 3 Mexíkó 3 0 0 3 4:12 0  Ísland mætir Ísrael í síðasta leik sínum í dag, sunnudag. um helgina KÖRFUKNATTLEIKUR Mánudagur: Úrvalsdeild karla, Iceland Express-deild- in, úrslitarimma, fyrsti leikur: Njarðvík: Njarðvík – KR...........................20 SKÍÐI Icelandair-mótaröðin hefst á mánudag, annan páskadag, með svigmóti í Eldborg- argili í Bláfjöllum. Á þriðjudag fer svo fram annað svigmót á sama stað. ÍSLAND beið lægri hlut gegn Spáni í gær, 27:31, í undankeppni heims- meistaramóts 21-árs landsliða karla í handknattleik, en þetta var nánast hreinn úrslitaleikur liðanna um sæti í lokakeppni HM í Makedóníu síðar á þessu ári. Riðillinn er leikinn í Col- indres á Spáni og Ísland mætir þar Sviss í lokaleik sínum í dag. Ernir Hrafn Arnarson skoraði 9 mörk gegn Spánverjum í gær, Arnór Þór Gunnarsson 5, Sigfús Páll Sig- fússon 4 og Andri Snær Stefánsson 3 mörk. Á föstudag vann Ísland stórsigur gegn Austurríki, 38:26. Arnór skor- aði 10 mörk í þeim leik og Fannar Friðgeirsson gerði 7. Tap gegn Pólverjum í París A-landslið Íslands tapaði fyrir Póllandi, 32:36, í fyrsta leik sínum á Parísarmótinu á föstudaginn. Pól- verjar voru yfir allan tímann og náðu mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik. Ólafur Stefánsson og Guð- jón Valur Sigurðsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir Ísland. Íslenska liðið lék við Frakka í gær og sjá má umfjöllun um þann leik á mbl.is. Lokaleikurinn er gegn Túnis í dag klukkan 11 að íslenskum tíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Markahæstur Ernir Hrafn Arnarson skoraði níu mörk fyrir 21-árs lands- lið Íslands í leiknum gegn Spánverjum í Colindres í gær. Spánverjar höfðu betur NJARÐVÍK og KR mætast í fyrsta úrslitaleik sínum um Íslandsmeist- aratitil karla í körfuknattleik ann- að kvöld, mánudagskvöld. Leikið er í Njarðvík og viðureignin hefst klukkan 20.00. Þessi lið höfnuðu í tveimur efstu sætum úrvalsdeild- arinnar í vetur, Njarðvík fékk 40 stig af 44 mögulegum en KR var með 34 stig í öðru sætinu. Annar tveggja tapleikja Njarð- víkinga á tímabilinu var gegn KR í Vesturbænum, 75:69, en meist- ararnir unnu síðan sinn heimaleik gegn KR-ingum, 83:73 í Njarðvík. KR-ingar sigruðu Snæfell á dramatískan hátt í framlengdum oddaleik liðanna á fimmtudags- kvöldið, 76:74, eftir að Snæfellingar höfðu verið yfir nánast allan tím- ann. Brynjar Björnsson jafnaði fyr- ir KR í lok venjulegs leiktíma með 3ja stiga körfu, 68:68, og Darri Hilmarsson skoraði sigurkörfuna hálfri mínútu fyrir leikslok. Njarðvík vann Grindavík örugg- lega, 93:70, í oddaleik Suð- urnesjaliðanna. Fyrsti úrslitaleikurinn úrslit íþróttir BERGUR Ingi Pétursson úr FH bætti eigið Íslandsmet í sleggju- kasti á móti í Clemson í Suður- Karólínuríki í Bandaríkjunum á föstudaginn. Hann kastaði sleggj- unni 66,94 metra og bætti eigið met um 18 sentímetra, en það setti hann fyrir skömmu á heimavelli í Kapla- krika í Hafnarfirði. Þá sló hann nærri tveggja áratuga gamalt Ís- landsmet Guðmundar Karlssonar, samherja síns úr FH. Bergur bætti Íslandsmetið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.