Morgunblaðið - 08.04.2007, Side 20

Morgunblaðið - 08.04.2007, Side 20
|sunnudagur|8. 4. 2007| mbl.is Einfalt Ralph Lauren heldur sig við einfaldan stíl í vorlínunni. Allt í sama stíl Einfalt og allt í stíl í væntanlegri vetrarlínu Giorgio Armani. Samkvæmt trúarhefð er fólk ofar í virðingarröðinni eftir því sem meira efni er notað í túrbaninn. Hér eru ekki notaðir margir sentimetrar af efni en útkoman er engu að síður sérlega glæsileg og skorar hátt á tískuskalanum. TÚRBANAR eru í tísku, sáust á sýningarpöllunum í vor- og haust- tískunni og eru líka hluti af glænýrri línu Madonnu fyrir H&M. Djúpir litir Prada-silkitúrbana hafa sést á tískuglöðum síðustu vik- ur, m.a. Ashley Olsen, og eru þeir þá helst notaðir við fínni tæki- færi, líkt og hjá Hollywood-leikkonum fyrri ára. Túrban er ekki auðveldur fylgihlutur og óráðlegt að skarta slíku höfuðfati og búast við að falla í fjöldann. Sjálf á ég þrjá (úr Hatta- búðinni, Rauðakrossbúðinni og frá Harlem) keypta á síðustu árum og hefur satt að segja aldrei gengið vel að nota þá. Ef túrban er valinn er allavega mikilvægt að hafa hárið slétt. Það minnir heldur á trúð en fágaða dömu að láta krullað hár stingast í allar áttir und- an túrban. Annað vandamál er að ef maður er búinn að setja túrb- aninn upp er erfitt að taka hann niður sama dag án þess að vera með klesst hár. Nauðsynlegt er því að nota hann einnig innandyra. Líka þarf að velja einföld en fáguð föt við túrbaninn. Helst eitt- hvað nútímalegt svo útkoman sé ekki eins og maður sé á leiðinni í grímuball í anda fimmta áratugarins. Takmarkið er auðvitað að verða meira eins og nútíma Grace Kelly frekar en gömul kona. ingarun@mbl.is Töff Nútímaleg og töff sam- setning í flott- um litum í vor- línu Miucciu Prada. Reuters Grænt Þessi smaragðsgræni túrban heldur kannski hita á fyrirsætunni. Nútímalegt Blanda af túrban og derhúfu í vorlínu Marc Jacobs. Algjör höfuðverkur Fyrirsætur Miucciu Prada voru með túrbana á höfði á vortískusýningu hennar í Mílanó. Inga Rún Sigurð- ardóttir veltir fyrir sér hvort höfuðfatið virki utan sýning- arpallanna á venju- legum konum. Með slaufu Jennifer Lopez skart- aði einhvers konar túrban á MTV verðlaunahátíð í New York í fyrra. Sætt og sumarlegt Guli liturinn er sumarlegur og fer dönsku fyrirsætunni Freju Beha vel. daglegtlíf Einstakt er fylgjast með páska- haldi í Jerúsalem. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson upplifði há- tíðina í borginni helgu. » 34 jerúsalem Í Benín er helmingur íbúa vúdú- trúar. Eliza Reid var viðstödd krýningu Tomadljehoukpons II Metogbokandjis. » 28 galdur í afríku Kaþólski presturinn séra Hub- ert Oremus kom til Íslands fyrir 29 árum. Maó kom í veg fyrir að hann yrði trúboði í Kína. » 30 lífshlaup Hólmur er Sverri Valdimarssyni allt. Þar hefur hann búið mest alla sína ævi og gætir merkra minja um horfna tíð. » 22 svipmynd Ef túrban er valinn er allavega mikilvægt að hafa hárið slétt. Það minnir heldur á trúð en fágaða dömu að láta krullað hár stingast í allar áttir undan túrban.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.