Morgunblaðið - 08.04.2007, Page 24

Morgunblaðið - 08.04.2007, Page 24
stofa og herbergi. Taflan hangir enn uppi í kennslustofunni og þar inn af eitt herbergi og þrjú á ganginum. Tveir skólasveinar voru um hvert herbergi og segir Sverrir, að nemendur hafi komið alls staðar að af landinu, en alls munu þeir hafa orðið um 50. Einu sinni fór Sverrir hringveginn og heimsótti þá Hólms- skólamenn, sem á vegi hans urðu. Honum er gleði að því að rifja upp þetta ferðalag og þær minningar frá Hólmi, sem það framkallaði. Kirkjugarður fólks og farartækja Skammt frá bænum liggur Scania Vabis-vörubíll fram á lappir sín- ar; grár á brettin, en húsið rautt. Sverrir segir að það sé nú orðið svo- lítið síðan hann setti hann í gang, en það ætti samt að ganga fljótt fyrir sig, ef hann vildi. Sverrir hefur átt þá nokkra, vörubílana, en þennan flutti hann inn frá Svíþjóð, tíuhjóla til að takast á við sandana og með veltisturtum. Hann var í vörubílstjórafélaginu í 34 ár, hætti þegar fé- lagið í sveitinni var lagt niður og flutt á Hvolsvöll, og vann við vega- gerð og varnargarða á Skeiðarársandi. Ragnar Axelsson, ljósmynd- ari, var í sveit í Kvískerjum, þar sem hann komst í kynni við grænan trukk, og það lifnar yfir Sverri þegar Raxi fer að tala um Kvískerja- trukkinn. „Var hann grænn?“ „Já. hann var grænn.“ „Og tíuhjóla?“ „Nei. Það held ég ekki. Mig minnir að hann hafi verið sexhjóla.“ „Þetta voru tíuhjólatrukkar, sem við vorum á.“ „Ég verð að skoða þetta þegar ég kem í Kvísker.“ „Já. Ætli hann verði ekki orðinn tíuhjóla, þegar þú sérð hann næst!“ Grafreiturinn er á hól í austur frá bænum. Þar hvíla þau; foreldrar Sverris, amma og afi; Rannveig Bjarnadóttir og Runólfur Bjarnason, og föðurbróðir og frænka. Á bautasteinunum eru lágmyndir af þessu fólki, helmingurinn gerður af Ríkharði Jónssyni, en myndina af Val- gerði Helgadóttur gerði ömmubarn hennar og nafna. Þetta eru mann- vænar myndir og horfa heim að bænum. Eftir Freystein Jóhannsson | freysteinn@mbl.is Ljósmyndir Ragnar Axelsson | rax@mbl.is Þ að stendur bíll í heimreiðinni svo við ökum ekki í hlað, en verðum að stanza neðar. Bíllinn í heimreið- inni er vel ferðafær, en á og við hlaðið eru fleiri bílar; flestir lasnir og sumir mjög og gamall trak- tor, sem er að gróa ofan í jörðina. Norðan við eru þeir ennþá fleiri, þar á meðal jeppi, sem okkur er sagt, að hafi verið í eigu Tómasar Guðmundssonar skálds. Það má svo sem segja að bílafloti sé við hæfi á bæ, þar sem fyrsti bíllinn kom í Vestur-Skaftafellssýslu 1926, þótt flestir séu þeir ekki ferðafærir í augnablikinu. Reisuleg húsakynnin höfðu komið okkur á óvart, þegar upp á hallann kom og við sáum heim að bænum, en nær sjáum við að þau eru anzi lúin. Samt dylst ekki stórhugurinn yfir staðnum. Hann kemur austan túnið og ég afræð að bíða milli tveggja Lödu- jeppa á hlaðinu; annar er hvítur, hinn rauður. Þeim rauða sýnist mér mega aka í burtu, en hann er númerslaus. Sverrir Valdimarsson í Hólmi í Landbroti er meðalmaður, grannur og léttur á fæti, hárprúður undir húfunni, með mikið skegg, sem Raxi tekur strax ástfóstri við; andlit norðursins. Þetta er bjartur dagur með kuldabola. Kveðjan er vinsamleg og þegar við kynnum okkur er augnsvipurinn varkár, en íhugull. Hann er lítið fyrir að flíka sjálfum sér, en er stoltur af staðnum. Smiðja með öllu óbreyttu frá 1938 Við tölum fyrst um smiðjuna. Hann segir marga koma til að skoða hana að sumrinu, en það sé jafnsjálfsagt að sýna okkur hana, þótt há- vetur sé. Hann annast smiðjuna fyrir sjálfan sig og orð þjóðminja- varðar. Það var föðurbróðir hans, Bjarni Runólfsson, sem reisti smiðj- una 1930. Hann byggði líka frystihús. Það er búið að taka innan úr því, en smiðjan er óbreytt eins og hann gekk út úr henni síðast 1938, nema hvað hún er eilítið eldri fyrir augað. Bjarni var fremstur í þeim ein- stæða veraldarhópi, sem var sjálfmenntaðir skaftfellskir bændur, frægir af hagleik sínum og heimarafstöðvum. Þegar Bjarni Runólfs- son féll frá 47 ára hafði hann sett upp 116 vatnsaflsstöðvar víða um land og smíðað túrbínur í þær flestar; uppsett afl samtals 886 kW. Í smiðjunni sýnir Sverrir okkur rennibekkinn, sem Bjarni keypti nýjan, verkfæri á veggjum og steðja; megnið af smíðaefninu kom úr strönd- um. Þegar Bjarni átti þrjá daga ólifaða var nýjasta túrbínan hans sett niður norðan við Hólmsbæinn. Hún var sú þriðja á þeim stað, en þang- að fór líka fyrsta túrbína Bjarna 1921. Sú síðasta segir Sverrir að hafi bilað eins lítið og hugsazt getur, hún gengur enn og sér Hólmi fyrir því rafurmagni sem Sverrir notar. Þegar við göngum þangað uppeftir spyr ég hvort hann smíði eitthvað sjálfur. Hann anzar mér öngvu, en þegar ég ítreka spurninguna fæ ég svar: „Það er sáralítið. Kannski eitthvað til heimabrúks.“ Svo blasir Systrastapi við augum og undan stöðvarhúsinu; á mótum Rásarinnar og Skaftár, er Eldmessutangi, þar sem hraunið stöðvaðist 20. júlí 1783 meðan Jón Steingrímsson söng eldmessuna heima á Klaustri. Þá var Hólmsbærinn brunninn. Grenndin og tíminn hafa gert Sverri svo samgróinn Hólmi, að hann er ekki uppnuminn yfir löngu liðnum dögum. Hann tekur okkar tíma afdráttarlaust fram yfir. Sá Hólmur, sem hann situr, er honum allt og væri honum jafn án Eldmessutanga. Samt jánkar hann því, að forn- sögufrægðin skemmi ekkert fyrir! Hún freistar fólks, en gerir honum engan dagamun. Öðru máli gegnir um orðstír þeirra bræðra; föður hans og Bjarna. Kerfið sagði 58,9 en Sverrir fór í 60 Sverrir Valdimarsson er 68 ára. Foreldrar hans; Valdimar Runólfs- son, trésmíðameistari, og Rannveig Helgadóttir fluttu frá Reykjavík til skólahalds að Hólmi 1942. Síðan hefur Hólmur verið hans heimili og vettvangur utan þess að hann tók eitt vélskólanámskeið í Reykja- vík og vann á vörubíl í nágrenninu. Þegar skólahald lagðist af í Hólmi keyptu þau Valdimar og Rannveig jörðina og bjuggu þar allan sinn búskap. Þau létust 1991 eftir nokkra dvöl á Ljósheimum á Selfossi. Síðan þau fóru hefur Sverrir búið einn í Hólmi. Aleinn. Frá heimarafstöðinni til bæjar aftur liggur leiðin framhjá fjárhús- unum. Þar hafði Sverrir síðast 60 ær; kerfið sagði hann búa við 58,9 ærgildi, en hann bendir réttilega á að svo nákvæm tala sé erfið við að eiga í lifandi fé, einkum hvað snertir síðasttöldu kindina! Í raunveru- leikanum verða að vera fullgild atkvæði og Sverri fannst þénugast að fylla tuginn. Það er ekkert nema mannlegt, þegar maður býr með lif- andi búpening. Sverrir kímir bara að kerfinu. Það munar ekki meira um að reikna einum bónda 0,9 kind en að setja 2,5 börn í fjölskyldu. Síðustu kindurnar lét Sverrir frá sér í nóvember 2005 og býr nú með engri skepnu. Ég spyr hvort hann sakni fjárins, en hann neitar og við næstu spurningu segist hann svo sem ekki hafa neitt fyrir stafni eftir að þær fóru. „Ég bara er hérna,“ segir hann. Sjónvarp notar hann ekkert, en útvarp mikið og hefur tvö viðtæki við höndina; annað stillt á ríkisútvarpið og hitt á Bylgjuna. Þannig getur hann fyrirhafn- arlaust lagt hlustir við báðum stöðvum. Fyrsti verknámsskólinn í landinu Þegar skólahald hófst í Hólmi var reist nýtt íbúðarhús, áfast því eldra. Menn hafa leitt getum að því, að Hólmsskóli; smíðaskólinn, sem Valdimar Runólfsson veitti forstöðu og Búnaðarfélag Íslands rak 1945–1963, hafi verið fyrsti verknámsskóli á Íslandi. Hann kom þann- ig til, að þegar Bjarni Runólfsson var genginn gaf ekkjan, Valgerður Helgadóttir, Búnaðarfélagi Íslands jörðina, en félagið keypti húsin og kom síðan á fót smíðaskóla á staðnum, sem bróðir Bjarna, Valdimar, stýrði. Sverrir man skólahaldið vel, enda var það svo samofið heimilishald- inu að ekki varð hjá því komizt. Sverrir nam þó aldrei við skólann, til þess hafði hann ekki aldur, en gekk þau árin í barnaskóla í Þykkvabæ og á Klaustri. Mötuneyti skólans var á neðri hæð íbúðarhússins, sem Sverrir býr í; „ég er út um allt hús“, segir hann. Herbergi nemenda og verkstæði voru í eldra húsinu. „Það var orðið þröngt hér inni, þegar komnir voru sex bekkir,“ segir Sverrir, þegar við litumst um á verkstæðinu. Enn eru þarna hefilbekkur, stólar og borð af efri hæðinni og einn skápur og bíður þess allt að skólahúsinu verði gert til góða. Sverrir segir að skyldustykki nemanna hafi verið annaðhvort hefilbekkur eða stofu- skápur, en margir smíðuðu báða. Utan skólatíma fengu menn svo að smíða fyrir sjálfa sig. „Þeir smíðuðu framúr öllu,“ segir Sverrir, „nema ekki á sunnudögum.“ Og bætir við að margur góður gripurinn sé runninn frá Hólmsskóla. „Þetta voru ágætis drengir,“ segir Sverr- ir. „Þeir voru ungir og lífsglaðir menn, námfúsir og staðráðnir í að gera sér sem mestan mat úr skólavistinni. Og flestir ef ekki allir urðu vel búhagir.“ Milli hæða er stigagangurinn klæddur heflaðri eik og uppi kennslu- Grafreiturinn Þar hvíla foreldrar Sverris, amma hans og afi, föðurbróðir og frænka og horfa öll heim á staðinn úr gróðursæld garðsins. Garðurinn er Sverri kær og hann segist vilja ganga þar til moldar, þegar kallið kemur. »Ég spyr hvort hann saknifjárins, en hann neitar og við næstu spurningu segist hann svo sem ekki hafa neitt fyrir stafni eftir að þær fóru. „Ég bara er hérna,“ segir hann. Sjónvarp notar hann ekkert, en útvarp mikið og hefur tvö viðtæki við höndina; annað stillt á ríkisútvarpið og hitt á Bylgjuna. Þannig getur hann fyrirhafnarlaust lagt hlustir við báðum stöðvum. Hólmur Svipmikill staður Hólmur og stoltur, þótt hús séu orðin lúin. Íbúðarhúsið er lengst til vinstri, sambyggt því skólahúsið og hægra megin er smiðja Bjarna Runólfssonar, en bak við hana reisti hann frystihús, sem nú er farið. svipmynd 24 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.