Morgunblaðið - 08.04.2007, Page 25

Morgunblaðið - 08.04.2007, Page 25
Síðasta túrbínan Bjarni Runólfsson setti upp 116 vatnsaflsstöðvar og smíð- aði sjálfur túrbínur í þær flestar. Þremur dögum fyrir andlát hans var sú nýj- asta sett niður norðan við Hólmsbæinn og þar þjónar hún bænum enn. – Það er fallegt hérna í Hólmi, segi ég. „Já. Það er fallegt um að litast hérna af hólnum,“ segir Sverrir. Ég hef orð á því að hann haldi hvorki hund né kött og spyr hvort hann kunni því bezt að vera einn. Hann svarar ekki alveg strax en seg- ir svo: „Þetta æxlaðist bara svona.“ – Langaði þig aldrei í burtu? „Það voru skepnurnar.“ – En nú eru þær ekki lengur? „Nei. En ég fer nú ekki að rífa mig héðan úr þessu.“ Hann lítur yfir landið, hvarflar augum heim að húsunum og ég held hann sé að telja farartækin á hlaðinu. Svo horfir hann á mig og kveður: „Ég vil hafa þetta óbreytt meðan ég er hér.“ Smiðjan Hér er allt eins og þegar Bjarni Runólfsson gekk þar síðast út 1938; þarna er rennibekkurinn, sem Bjarni keypti nýjan, verkfæri á veggjum og steðji, en megnið af smíðaefninu kom úr ströndum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 25 mbl.is ókeypis smáauglýsingar Auris - Nýtt upphaf. www.toyota.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.