Morgunblaðið - 08.04.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.04.2007, Qupperneq 28
ferðalög 28 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Klukkan eitt um nótt, eðaum 18 tímum á eftir áætl-un, renndi rútan fráOuagadougou í Búrkína Faso í hlað á umferðarmiðstöðinni í Lomé, höfuðborg Tógó. Við farþeg- arnir vorum heilir á húfi þrátt fyrir þref við málaliða á leiðinni og hrika- lega krappar beygjur víða á veginum svo ekki sé minnst á vansvefta bíl- stjóra sem var hvíldinni afar feginn á áfangastað. Ég gekk út úr rútunni, slæpt og þreytt, og í sama vetfangi þyrptust leigubílstjórarnir um mig; þeir voru ekki lengi að koma auga á eina Vest- urlandabúann í hópnum. Ég samdi um fargjald við mjósleginn náunga sem bauð af sér góðan þokka og fylgdi honum að bílnum hans. Sá reyndist alveg ómerktur. Annar mað- ur, „vinur“ bílstjórans, smeygði sér svo líka inn með okkur – „til öryggis“, var mér sagt. Ég sýndi þeim spjald af hótelinu sem ég ætlaði að gista á. Þeir sögðu mér að þangað væri um fimmtán kílómetra leið, út fyrir bæ- inn. Viðvörunarbjöllur tóku nú að klingja í kollinum á mér. Þótt þessir kumpánar væru enn vinalegir að sjá var ég í þann mund að brjóta allar ör- yggisreglur sem ég hafði sett mér. En ég var þreytt og í fljótu bragði sá ég ekki hvaða kosta annarra ég átti völ þarna um miðja nóttina. Ég greip því til minnar sérstöku „varaáætlunar fyrir viðsjárverðar að- stæður“: að tala og tala. Ég spurði fé- lagana um fjölskylduhagi þeirra og skáldaði á staðnum sögu af því að ég þekkti hótelstjórann og vildi komast sem fyrst á leiðarenda því hann hefði ætlað að bíða mín og væri örugglega orðinn áhyggjufullur fyrst rútan hefði verið svona sein fyrir. Rétt utan borgarmarkanna bar það til að lögregluþjónn skipaði bíl- stjóranum að nema staðar. Ég var beðin að sýna vegabréfið mitt og ég notaði tækifærið til að fullvissa mig um að við værum á réttri leið að hót- elinu mínu. Lögregluþjónninn var af- ar blíður í viðmóti og staðfesti að það væri aðeins nokkra kílómetra í burtu. Mér létti mjög og hafði ekki eins mik- inn vara á mér. Laust fyrir klukkan tvö komum við svo að Hotel Alizé. En ekki var sopið kálið þótt í ausuna væri komið; bílstjórinn minn lenti strax í miklu stappi við næturvörðinn. Þeir þrefuðu á fon, einu tungumála heima- manna, og að því kom að bílstjórinn þýddi fyrir mig á frönsku í hverju vandinn lægi: „Vörðurinn segir mér að hótelstjórinn sé í fastasvefni. Ég er að reyna að segja honum að hann verði að vekja hann og segja honum að þú sért komin og ekkert ami að þér.“ Sagan mín hafði greinilega verið tekin trúanleg. Í fyrsta sinn á ævinni borgaði ég meira en umsamið verð fyrir leigubíl og lagðist í uppbúið rúm, hvíldinni fegin. Stefnumót við æðstaprest Ég kom að morgni til Ouidah í Benín, eftir tvo hvíldardaga í Tógó. Pálmatré skreyta sendnar strendur borgarinnar en þar eru einnig mörg minnismerki um þá sem týndu lífinu í þrælaflutningunum miklu þegar milljónir Afríkumanna voru fluttar nauðugar til nýlendna Vestur- landabúa í Karíbahafi og á meg- inlandi Ameríku. Ouidah var ein margra þrælahafna á strönd Vestur- Afríku og þeir, sem var siglt með það- an, lentu flestir í ánauð í Brasilíu og eyjum Karíbahafs, einkum á Haítí. En Ouidah er einnig þekkt út af þeim átrúnaði sem íbúar þaðan tóku með sér til nýja heimsins – vúdú. Um helmingur Benínbúa játar vúdútrú og margir þeirra, sem kalla sig kaþólska eða múslima, blanda vúdúsiðum við þá trú sína. Vúdútrúin er víða sýnileg. Skurð- goð standa á götuhornum og skipa heiðurssess á heimilum. Í heilögum skógi má finna styttur hinna ýmsu guða og sérstaka athygli vekur þar hornótt fyrirbæri með gríðarlegan getnaðarlim sem stendur fyrir styrk og frjósemi. Gestir á þessum slóðum halda líka gjarnan að slöngu- musterinu sem var reist þeim helgu skepnum til lofsemdar og þar er hægt að láta mynda sig með lifandi kyrkislöngu – að vísu meinlausa – um háls sér. Þar fyrir utan komst ég senn að því að von væri á vúdúhöfðingja í bæinn. Þegar ég var búin að skrá mig á Hot- el Oasis í miðbænum, ein gesta, greip ég nokkrar föggur mínar og hugðist fá mér hádegissnarl einhvers staðar í nágrenninu. Dálítill hópur fólks var á gangi við veitingastað hótelsins, sæmilega uppáklæddur sýndist mér. „Içi, madame!“ var kallað til mín. Þessa leið! Þau bentu í átt að mat- salnum þar sem eitthvert einka- samkvæmi var greinilega í gangi. Ég tvísté en gekk svo nær inn- ganginum. Þar stóðu tveir fílefldir lögreglumenn, vopnaðir í þokkabót. Þarna var engin venjuleg uppákoma hins vegar. „Oui, madame, c’est içi,“ sagði annar þeirra og benti mér að ganga inn um dyrnar. Og þannig gekk það nú til að ég gerðist boðflenna í hátíðarhádeg- isverðinum sem útvöldum gestum hafði verið boðið í til að fagna krýn- ingu ellefta æðstaprests vúdúista, Daagbo (hans hátignar) Tom- adjlehoukpon II Metogbokandji. Boðsgestirnir buðu mig velkomna og ég settist við langborð þar sem ég gæddi mér á hefðbundnum þrírétt- uðum málsverði og bjór með. Einn sessunauta minna, verkfræðingurinn Rodrigue, bauðst til að fara með mér daginn eftir til æðstaprestsins sjálfs (hann var ekki viðstaddur hátíðar- verðinn því honum var óheimilt að yf- Minnismerki Heljarhliðið í Ouidah stendur þar sem band- ingjar snertu afríska jörð í síðasta sinn áður en þeim var troðið í skip sem sigldu með þá í þrældóm í Nýja heiminum. Minn- ismerkið er skreytt myndum sem sýna þolraun þrælanna. Alltaf í boltanum Fótbolti nýtur vinsælda í Vestur-Afríku. Þessir krakkar gerðu hlé á sparkinu svo þeir gætu sinnt öðr- um uppáhaldsleik - að stilla sér upp fyrir myndatöku. Mun- aðarleysingjahælið Peuple du Monde er í bakgrunni. Feneyjar Bærinn Ganvié í nágrenni Cotonou er stundum nefndur Feneyjar Vestur-Afríku því húsin eru öll á stöplum við Nakouévatn. Maður getur siglt um bæinn á pirogue (eintrján- ingi) og farið fram hjá fjölda vatnalilja á leiðinni. Vúdúkóngurinn sem vildi verða pennavinur Gleðskapur Dansarar við krýningu hins nýja æðstaprests vúdúsiðarins máluðu sig gula og hreyfðu sig í takt við trommurnar. Í þessum næstsíðasta hluta frásagnar Elizu Reid af tveggja mánaða ferðalagi um Vestur- Afríku segir frá dvöl hennar í Tógó og Benín – og óvæntum kynnum af hinum nýja vúdúleiðtoga heimamanna. » Gestir á þessum slóðum halda líka gjarnan að slöngumusterinu sem var reist þeim helgu skepnum til lofsemdar og þar er hægt að láta mynda sig með lifandi kyrkislöngu – að vísu meinlausa – um háls sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.