Morgunblaðið - 08.04.2007, Side 31

Morgunblaðið - 08.04.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 31 lokapróf fóru hinir til Kína. Ég varð að bíða eftir að ljúka prófi í kín- versku máli og bókmenntum. En þegar ég náði þeim áfanga hafði Mao Tse Tung lokað landinu. Þá varð ég prófessor í kínversku og kínverskum bókmenntum við tvo háskóla. Eftir fimm ár við kennslu varð ég sóknarprestur í þorpinu Schalkhaar hjá Deventer í Hollandi. Þar var ég önnur fimm ár. Þá var ég spurður hvort ég vildi fara til Istanbúl í Tyrklandi. Ég sagði: „Úr því ég er spurður þá segi ég nei.“ En svarið var að ég ætti eigi að síður að fara, þar vantaði prófess- or í ensku og latínu. Ég fór því til Istanbúl og var þar ein fimm árin enn. Eftir það var ég sendur til Alex- andríu í Egyptalandi. Þangað fór ég með rússnesku skipi og hafði með- ferðis allt sem ég átti í tveimur köss- um. Í Alexandríu var ég tíu og hálft ár. Þá fékk ég boð um að koma til Hollands og vildi gjarnan starfa þar. En þá kom símskeyti um að íslensk- ur prestur sem Hákon hét og lengi starfaði á Akureyri, hefði dáið í New York og það vantaði prest strax á Ís- landi. Ég hugsaði með mér: „Hol- land liggur mitt á milli miðbaugs og norðurpóls – hvers vegna ekki að fara til Íslands?“ Svo ég fór hingað. Fyrstu tíu árin var ég prestur í Hafnarfirði, á Jófríðarstöðum. Svo kom ég hingað og fékk herbergi séra Hjalta, sem aftur fór til Hafn- arfjarðar. Ég messa sem fyrr sagði enn í klaustrinu í Hafnarfirði og predika líka á íslensku og ensku hér í Landa- kotskirkju vissa daga í viku. Það koma margir útlendingar til messu hér í Landakoti og sumir þeirra gifta sig hér, t.d. konur frá Filippseyjum sem ganga að eiga ís- lenska menn. Mér skilst að þær séu ágætar eiginkonur; góðar mæður, góðir kokkar. Mér finnst ástandið á vissan hátt slæmt á Íslandi hvað fjölskyldulífið snertir. Fólk vinnur alltof mikið og er ekki nógu mikið saman. Þetta er meðal annars af því hve fólk sækist mikið eftir ytri gæðum. Mér finnst konur hér leggja of mikið upp úr að líta vel út en of lítið upp úr því að sinna manni, börnum og heimili. Ís- lendingar vilja ekki vera eftirbátar annarra Evrópubúa og ganga jafn- vel feti framar. Áður átti fólk guð- rækni innra með sér og fjöl- skylduböndin voru sterk, nú er gamalt fólk sent á elliheimili og börnin fara á mis við að kynnast reynslu þess, nýtur ekki áhrifa frá þeim eldri og lífsviðhorfi þeirra. Fjölskylda nútímans er því bara ungt fólk og börn þess. Ég segi stundum að nú sé þörf fyrir krafta- verk á borð við þegar Íslendingar tóku kristna trú á Þingvöllum. Glæpatíðnin og annað slæmt sýnir að við erum að komast á botninn. Annað hvort verður að fjölga fang- elsum og stofufangelsum eða taka upp betri siði. Trúin er leið til þess. Helst þyrfti þetta að gerast áður en allt fer á hinn versta veg. Mannleg lög koma ekki í staðinn fyrir kristið siðferði.“ Þrátt fyrir þessi orð er séra Hu- bert á því að lífskjör á Íslandi séu góð. „Mér finnst mjög gott að vera hér. Stundum spyr fólk mig af hverju ég fari ekki í frí til Hollands. Ég svara: Skynsamir Hollendingar fara í frí til Íslands – og ég er þegar hér,“ segir hann. Uppgrafni Rósakransinn Fáir eru nú eftir af fjölskyldu séra Huberts Oremus í Hollandi. Hún fór ekki varhluta af hörmungum stríðs- ins fremur en margir aðrir á þessu svæði. „Bróðir minn, sem var einu ári yngri en ég, var skotinn ásamt 18 ungum mönnum af Þjóðverjum rétt áður en Bandamenn komu. Þjóð- verjar grófu þá í sandi þar sem sjór flæðir yfir. Grafir þeirra fundust síð- ar. Í vasa Joseps bróður míns fannst Rósakrans, þegar hann var grafinn upp.“ Nú stendur séra Hubert upp og nær í fallegan og stóran Rósa- krans sem hann geymir í vasa á jakka sem hangir á stól í herberginu. Hann handleikur Rósakransinn með hlýju meðan hann segir mér frá systrum sínum tveimur og yngsta bróður þeirra í Kaliforníu, hann ætl- ar að koma í heimsókn til séra Hu- berts í sumar. „Annar bróðir minn dó fyrir tveimur árum, hann var banka- stjóri,“ bætir hann við og setur Rósakransinn aftur í jakkavasann. Ég spyr hvort hann hafi nokkurn tíma séð eftir að hafa orðið prestur. „Nei, nei,“ svarar hann og svipur hans ber vott um hve honum finnst spurning mín heldur barnaleg. „Það er ómögulegt fyrir kaþólska presta að eiga eiginkonur. Fólk skriftar fyrir prestum og þeir verða að þegja yfir því sem þeim er sagt. Það gengi illa ef þeir ættu eigin- konur. Og þótt þeim tækist að þegja í vöku gætu þeir talað í svefni.“ Og nú brosir séra Hubert. Hann álítur lúterska prestar eiga erfitt vegna þess skipulags sem þeir búa við. „Sumir þeirra hika kannski við að predika eins og samviskan býður þeim af ótta við að tapa brauði sínu,“ segir hann og lyftir brúnum sem í spurn. „Kaþólskir prestar eiga hvorki eiginkonur né brauð og hafa því engu að tapa,“ bætir hann við. Það fer að hans mati illa saman að vera bæði fjölskyldufaðir og sóknar- prestur. „Þetta eru tveir ólíkir en kröfu- harðir heimar sem erfitt er að sam- ræma. Ég tel því að kaþólskir prest- ar eigi ekki að giftast.“ Aðspurður segist séra Hubert tvisvar hafa komið til Rómar. „Í fyrra skiptið með Austurlanda- hraðlestinni á leið heim frá Istanbúl og svo fór ég í pílagrímsferð þangað frá Hollandi á árum áður.“ Loðhúfan Gjöf lútersks prests. kraftaverk gudrung@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg » „Það er ómögulegt fyrir presta að eiga eiginkonur. Fólk skrift- ar fyrir kaþólskum prestum og þeir verða að þegja yfir því sem þeim er sagt www.leikhusid.is sími 551 1200 Þjóðleikhúsið fyrir alla! LEG MJALLHVÍT Heillandi brúðuleiksýning! Sýningar hefjast 14. apríl Sýningum fer fækkandi SITJI GUÐS ENGLAR Frábær fjölskyldusýning! HJÓNABANDSGLÆPIR HÁLSFESTI HELENU Matseðill í anda Austurlanda nær á Café Cultura á sýningarkvöldum Frumsýning 14. apríl „Þetta er Borat leikhúsanna“. Addi, hugi.is „Þetta leikrit er algjör snilld“. blog.central.is/hunangskoddi „Yndislega geggjaður og "morbid" húmor“. Lísa Páls, Rás 2 „Tónlistin sem Flís sá um var æðisleg... ég hlakka sjúklega til að komast yfir diskinn“. Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Leg er eiginlega skylduáhorf... drepfyndin og góð sýning“. Ingimar B, Blaðið „Leg er skemmti-legasta leikrit sem ég hef séð“. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Fréttablaðið Kristrún Heiða, Fréttablaðið Geisladiskurinn kominn í verslanir / 12 tónar TURAK Gestasýning 16. apríl Frumsýning 18. apríl Gersemar gærdagsins öðlast nýtt líf í „brúðuleikhúsi hlutanna“ Snilldarlega vel skrifað verk um hjónabandið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.