Morgunblaðið - 08.04.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 08.04.2007, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ 7. apríl 1977: „Páskarnir eru upprisuhátíð. Þeir eiga að minna okkur á, að líkaminn og veraldleg gæði eru ekki allt, heldur hefur höfundur kristinnar trúar, Kristur sjálfur, gefið okkur fyrirheit um það, að andinn sé efninu æðri; að sál mannsins muni lifa af líkamsdauðann, enda þótt hún þurfi að sjálfsögðu á þessum umbúðum að halda, meðan við dveljumst í efn- isheiminum og staðreyndir og veruleiki eru fyrst og síð- ast það, sem við sjáum í kringum okkur, getum þreif- að á, erum vön. En boð- skapur kristninnar – og raun- ar fleiri trúarbragða – er sá að það sé aðeins brot af stað- reyndum og veruleika tilver- unnar, sem við þekkjum í raun og veru; jarðlífið sé ein- ungis undirbúningur fyrir æðri þroska – og þá ekki sízt eins og hann birtist í fyr- irheiti Krists: að allir menn, karlar og konur, jafnvel allt líf, eigi sér eilífa köllun og af jarðnesku lífi hugsunina lík- amanum yfirsterkari og sál sína að þeirri guðlegu veröld, sem Kristur boðaði.“ . . . . . . . . . . 5. apríl 1987: „Frá því að lýð- veldi var stofnað á Íslandi, hefur engin ríkisstjórn, sem skipuð hefur verið fulltrúum fleiri en tveggja flokka, setið út kjörtímabilið. Það er fyllsta ástæða til þess að kjósendur, hvar í flokki, sem þeir standa, hugi að þessum varnaðarorðum forystu- manna Sjálfstæðisflokksins. Þjóðin hefur búið við batn- andi hag síðustu misseri. Það er ekki hægt að treysta því, að svo verði áfram, jafnvel þótt góðæri ríki, ef upplausn- arástand skapast á Alþingi að kosningum loknum. . . . . . . . . . . 13. apríl 1997: „Veðurfarsleg gróðurskilyrði eru góð, en þrátt fyrir það er gróð- urþekjan talin enn á und- anhaldi nema á friðuðum svæðum, þar sem gróður er í framför. Áætlað er, að um 20 milljónir trjáplantna hafi ver- ið gróðursettar á síðustu ára- tugum, en það er hvergi nærri nóg til að bæta upp eyðinguna. Forvígismenn samtakanna munu nú leita leiða til að nýta þau 50–70 þúsund tonn af mómold, grasi og húsdýra- áburði, sem talin eru falla til árlega á höfuðborgarsvæð- inu, til þess að bæta frjósemi jarðvegs. Fjár verður aflað til að kosta dreifinguna og síðar til gróðursetningar á allt að 5 milljónum trjáplantna ár- lega.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FALSKUR HLJÓMUR Það er falskur hljómur í heim-inum. Sennilega hefur mann-kynið aldrei búið við jafnmikla efnislega velmegun, en engu að síður búa tugir og hundruð milljóna manna við hungur og skort. Milljónir barna búa við aðstæður, sem hæglega væri hægt að bæta úr ef þeir, sem auðsins njóta, hvort sem það eru einstakling- ar eða ríki, gætu deilt honum með þeim sem á þurfa að halda. Maðurinn hefur aldrei staðið jafn framarlega í tækni og vísindum, en engu að síður á hann erfitt með að grípa til aðgerða þegar hann ógnar eigin tilveru með athafnasemi. Hann þráast við þótt við blasi að hann hafi sett umhverfi sitt úr skorðum með mengun og það geti orðið afdrifaríkt verði ekkert að gert. Reyndar er ekki hægt að halda því fram að mannkynið standi fullkom- lega aðgerðarlaust gagnvart þeim vandamálum, sem að steðja. Á und- anförnum árum hefur dregið úr fá- tækt í heiminum. Styrjöldum hefur fækkað. Það er friðvænlegra en áður. En einnig hafa dunið yfir hörm- ungar sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, áföll sem hefði mátt af- stýra. Í Írak geisar nú borgarastyrj- öld og öryggi saklausra borgara er stefnt í hættu vegna rangra og ábyrgðarlausra ákvarðana valda- mesta ríkis heims, sem fer fram í nafni lýðræðis og mannréttinda. Í Líbanon hefur verið búin til ný stríðskynslóð með því að leggja í rúst innviði samfélags sem var að ná sér á strik eftir áratugalangar hörmungar. Í Darfur eru framdir stríðsglæpir án þess að alþjóðasamfélagið fái rönd við reist. Í Palestínu býr samfélag bak við múr og lepur dauðann úr skel. Í Vestur-Sahara hefur verið reistur annar múr og samfélag þjóð- anna lítur ekki einu sinni upp til að athuga hvað sé að gerast. Íslendingar leysa ekki öll heimsins vandamál, en það er ekki afsökun fyr- ir því að vera aðgerðalaus. Íslending- ar geta lagt meira af mörkum til þró- unarstarfs og eru miklir eftirbátar annarra Norðurlanda í þeim efnum. Velmegunin á Íslandi fer ekki fram hjá neinum, en það er feilnóta í sin- fóníunni. Í Morgunblaðinu í dag er viðtal Guðrúnar Guðlaugsdóttur við kaþólska prestinn séra Hubert Ore- mus, sem fyrir 29 árum kom til starfa á Íslandi. Hann segir: „Íslendingar vilja ekki vera eftir- bátar annarra Evrópubúa og ganga jafnvel feti framar. Áður átti fólk guðrækni innra með sér og fjöl- skylduböndin voru sterk, nú er gam- alt fólk sent á elliheimili og börnin fara á mis við að kynnast reynslu þess, njóta ekki áhrifa frá þeim eldri og lífsviðhorfi þeirra. Fjölskylda nú- tímans er því bara ungt fólk og börn þess. Ég segi stundum að nú sé þörf fyrir kraftaverk á borð við þegar Ís- lendingar tóku kristna trú á Þingvöll- um. Glæpatíðnin og annað slæmt sýn- ir að við erum að komast á botninn. Annað hvort verður að fjölga fang- elsum og stofufangelsum eða taka upp betri siði. Trúin er leið til þess. Helst þyrfti þetta að gerast áður en allt fer á hinn versta veg. Mannleg lög koma ekki í staðinn fyrir kristið siðferði.“ Séra Hubert Oremus kemst beint að kjarna málsins þegar hann segir að annað hvort verðum við að fjölga fangelsum og stofufangelsum eða taka upp betri siði. Þjóðfélag sem þarf að halda villimennskunni í sér í skefjum með hótunum um þungar refsingar og langa fangelsisvist er á villigötum. En það er ekki hlaupið að því að bæta hugarfar. Siðferði verður ekki breytt með lögboði. Siðferði verður til hjá hverjum og einum. Það verður til með breytni hvers og eins. Það byggist á því, sem fyrir börn- unum er haft. Á páskum er við hæfi að líta í kringum sig og velta fyrir sér gildi hlutanna, þakka fyrir það góða í líf- inu, taka á því, sem betur má fara, finna leiðir til að losna við hinn falska hljóm úr sinfóníu lífsins. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þ að er fróðlegt að sjá þær niðurstöður í skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarp- ið, að meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur því að setja stopp á stór- iðjuframkvæmdir um skeið, og ekki síður að íhuga hvað valdi þeirri afstöðu. Þeir, sem börðust fyrir byggingu álversins í Straumsvík fyrir rúmlega fjórum áratugum, gerðu það af hugsjónaástæðum og veifuðu Einari Benediktssyni og hugmyndum hans málstað sín- um til stuðnings. Þeir sem börðust gegn álverinu í Straumsvík á þeim tíma gerðu það á þeirri forsendu, að þeir vildu ekki erlenda fjárfestingu inn í landið, töldu hana hættulega og voru þar að auki á móti því, sem þá var kallað stórvirkjun við Búrfell. Í grundvallaratriðum snerist sú barátta um það að skjóta fleiri stoðum undir afkomu þjóðarinnar. Eftir stríðsgróðann á árum heimsstyrjaldarinnar síðari komu erfið ár og þjóðin var fátæk alveg fram undir 1960. Þegar vinstri stjórnin tók við völdum 1971 tók Magnús heitinn Kjartansson við embætti iðnaðar- ráðherra en hann hafði verið einn af helztu and- stæðingum álversins í Straumsvík sem ritstjóri Þjóðviljans. Magnús Kjartansson beitti sér fyrir byggingu járnblendiverksmiðjunnar í Hvalfirði og lagði áherzlu á, að Íslendingar væru stórir eignaraðilar að því fyrirtæki. Hann vildi vera samkvæmur sjálfum sér. Það varð og líklega hafa þeir reikn- ingar aldrei verið gerðir að fullu upp gagnvart al- menningi. Á meðan við áttum stóran hlut í því fyr- irtæki var mikið tap á rekstri þess. Að fenginni þeirri reynslu var takmarkaður áhugi á því, að ís- lenzka ríkið yrði hluthafi í stóriðjufyrirtæki. Næsta einn og hálfan áratuginn var leitað að nýjum samstarfsaðilum um byggingu stóriðju hér en allt mistókst. Hugmyndir um byggingu stór- iðjufyrirtækis á Austurlandi á níunda áratugnum gengu ekki upp og heldur ekki hugmyndir um byggingu álvers á Keilisnesi. Loks kom Ken Peterson fram á sjónarsviðið og byggði lítið álver á Grundartanga, sem síðan hefur stækkað jafnt og þétt. Þá hafði ein mesta lægð á 20. öldinni gengið yfir íslenzkt atvinnu- og efna- hagslíf og nokkuð almennur stuðningur við það framtak. Í kjölfar hinna miklu framkvæmda á Austur- landi, Kárahnjúkavirkjunar og byggingu álvers á Reyðarfirði, hafa aftur skiptzt veður í lofti og nú er meirihluti þjóðarinnar andvígur frekari stór- iðjuframkvæmdum, alla vega að sinni. Nú er hins vegar margt sem bendir til að ný og athyglisverð ástæða fyrir andstöðu við frekari stórðiðju sé komin til sögunnar. Um tveggja áratuga skeið frá 1971 til 1990 stóð yfir linnulaus barátta við óðaverðbólgu. Unga kynslóðin á Íslandi nú þekkir veruleika óðaverð- bólgunnar ekki. Svo dæmi sé tekið mældist óða- verðbólgan um 130% á ársgrundvelli í maímánuði 1983. Nokkru áður hafði verðtrygging verið sett á, sem þýddi að öll lánasumma þjóðarinnar marg- faldaðist á skömmum tíma. Til viðbótar voru vext- ir gefnir frjálsir. Þetta hafði auðvitað hrikalegar afleiðingar í för með sér og þá ekki sízt fyrir hús- byggjendur. Það tókst með sameiginlegu átaki vinnuveit- enda og verkalýðshreyfingar að kveða óðaverð- bólguna í kútinn. Þrír menn áttu mestan þátt í því: Einar Oddur Kristjánsson, sem þá var formaður Vinnuveitendasambands Íslands, Ásmundur Stef- ánsson, sem þá var forseti ASÍ, og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. Eftir samninga, sem þeir gerðu 1990, hrundi óðaverðbólgan og við tók nýtt tímabil Íslandssög- unnar, þar sem verðbólga var ekki lengur vanda- málið. Nýjar kynslóðir húsbyggjenda kynntust stöðugleika í efnahagsmálum sem áður hafði verið óþekktur á Íslandi. Þegar ákvarðanir höfðu verið teknar um stór- virkjun og stóriðju á Austurlandi, sem byggðust á því að sá landshluti var að leggjast í eyði, var öll- um ljóst, að þær ákvarðanir gætu leitt til nýrrar þenslu í efnahagsmálum, sem gæti raskað hinum efnahagslega stöðugleika og aukið verðbólguna á ný. Það gerðist. Kynslóðin, sem þekkti ekkert ann- að en efnahagslegan stöðugleika, uppgötvaði allt í einu áhrif verðtryggingar á lánaskuldbindingar og samhengið á milli framkvæmdanna á Austur- landi og þess að höfuðstóll lánanna hækkaði alveg sama hvað mikið var borgað af þeim. Þess vegna hefur heyrzt á undanförnum mán- uðum og misserum, að kynslóð ungra Íslendinga væri ekki hrifin af framkvæmdum, sem augljós- lega hefði þessi áhrif. Ganga má út frá því sem vísu, að margir þeirra, sem nú eru hlynntir því, að hægja á ferðinni varðandi stóriðju, taki þá afstöðu af framangreindum ástæðum. Þegar við bætist að allir hafa nóg að bíta og brenna um þessar mundir er þetta rökrétt niðurstaða. Borga heimilin brúsann? G ylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands, skrifar athyglisverða grein um þetta mál í Morgunblaðið á skír- dag, sl. fimmtudag. Hann víkur að aukinni verðbólgu og miklum við- skiptahalla og segir síðan: „Þrátt fyrir þetta hefur ríkisstjórnin sýnt af sér ótrúlegt aðgerðarleysi við stjórn efnahagsmála. Hún hefur ekki aðeins látið Seðlabankann einan um að sporna gegn ofþenslunni heldur unnið kerf- isbundið gegn stefnu bankans með þensluhvetj- andi aðgerðum og ögrandi breytingum á lánaskil- málum Íbúðalánasjóðs. Eina aðgerðin við að draga úr verðbólguþrýstingi var að stuðla að auknum innflutningi erlends vinnuafls, jafnvel við aðstæður, þegar sýnt var að vinnumarkaðurinn var ekki undir það búinn að taka við fjölda er- lendra starfsmanna. Ójafnvægi og óstöðugleiki í efnahags- og atvinnulífi hefur þannig einnig leitt til vaxandi ójafnvægis og misskiptingar í fé- lagslegum skilningi.“ Þegar þetta er lesið verður að hafa í huga að þarna talar einn helzti pólitíski ráðgjafi Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingar- innar. Engu að síður er ekki hægt að horfa fram hjá þeim rökum, sem hann færir fram fyrir þess- um fullyrðingum. Gylfi segir: „Heimilin í landinu skulduðu í lok síðasta árs ríflega 1.325 milljarða króna. Það er forvitnilegt að kanna hvað agaleysi í stjórn ríkisfjármála hef- ur kostað heimilin í landinu. Þetta má t.d. gera með því að leggja mat á fjárhagsleg áhrif þeirrar verðbólgu, sem hér hefur verið umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Til við- miðunar er ágætt að nota árið 2003. Stýrivextir Seðlabankans þá voru 5,3%, verðbólga 2,7% og raunvextir stýrivaxtanna því 2,5%. Á sama tíma voru meðalútlánavextir banka 11,8% á óverð- tryggðum skuldabréfum og 8,6% á verðtryggðum. Í janúar 2007 voru stýrivextir Seðlabankans hins vegar komnir upp í 14,25%, verðbólgan 7,4% og raunvextir stýrivaxtanna höfðu því hækkað um næstum fjögur prósentustig. Meðalvextir banka voru 19,6% á óverðtryggðum skuldabréfum og 9,1% á verðtryggðum.“ Síðan segir Gylfi Arnbjörnsson: „Ef litið er á verðtryggðar skuldir heimilanna, sem voru 1.132 milljarðar króna í árslok 2006, hafa þær hækkað um 118 milljarða króna und- anfarin ár vegna verðtryggingar lána umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Þar sem meðallánstími verðtryggðra skulda heimilanna er 20 ár þurfa þau nú að borga um sex milljörðum króna hærri afborganir á ári næstu 20 árin eða sem svarar til jafngildis 1% hækkunar á tekju- skatti! Ef litið er á hærri vaxtagjöld heimilanna vegna aukinnar verðbólgu og aukins aðhalds Seðlabank- ans þá þurfa þau að greiða 22,5 milljarða króna á árinu 2007 vegna hærri raunvaxta af verðtryggð- um lánum og 10,3 milljarða króna vegna hærri vaxta af óverðtryggðum lánum (að mestu yfir- dráttarlán).“ Þetta eru óneitanlega röksemdir, sem ekki er hægt að horfa fram hjá og hljóta að verða ræddar í kosningabaráttunni á næstu vikum. Þarna setur Gylfi Arnbjörnsson fram heildartölur um áhrif þenslunnar á undanförnum árum, sem hver og einn landsmaður og þá ekki sízta yngra fólkið hef- ur fundið á eigin buddu síðustu árin. Hvaða ályktanir er hægt að draga af þessari röksemdafærslu? Austurland og Austur-Þýzkaland Þ jóðverjar hafa átt í miklum erfiðleik- um í efnahagsmálum allmörg und- anfarin ár og raunar alveg frá sam- einingu þýzku ríkjanna í eitt ríki. Nú eru þeir að rétta úr kútnum og sérfræðingar í efnahagsmálum eru meira og minna sammála um að nýtt þýzkt efna- hagsundur sé í farvatninu. Meginástæðan fyrir erfiðleikum Þjóðverja síð- asta áratuginn og rúmlega það er kostnaður við uppbyggingu austurhluta Þýzkalands, sem varð margfalt meiri en þeir höfðu gert ráð fyrir. Þann kostnað hugsuðu Þjóðverjar ekki um, þegar tæki- færi gafst til sameiningar. Þeir sameinuðu ríki sitt á nýjan leik og tóku svo til við að takast á við efna- hagslegar afleiðingar þeirrar ákvörðunar. Þótt ólíku sé saman að jafna Austurlandi og Austur-Þýzkalandi er líka hægt að líta svo á, að sá Laugardagur 7. apríl Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.