Morgunblaðið - 08.04.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 37
HÖRPUGATA – 101 REYKJAVÍK
Húsið er klætt timburhús, sem er
samtals skráð 131,6 fm, skiptist í
hæð, ris og kjallara en þar er
2ja herb. Íbúð/útleigumöguleik-
ar. Húsið stendur á 317,0 fm
eignarlóð. Verð 39,9 millj.
NORÐURBRÚN – 104 REYKJAVÍK
5-6 herb. efri sérhæð ásamt bíl-
skúr í Laugarneshverfi. Íbúðin er
130 fm, bílskúr 24,1 fm og
geymsla 12 fm. samtals 166,1
fm. Verð 36,8 millj.
DALSEL – 109 REYKJAVÍK
5 herb. raðhús, 2 hæðir og kjall-
ari, ásamt stæði í lokaðri bíla-
geymslu, samtals 242,5 fm. 2ja
herb. íbúð í kjallara/útleigu-
möguleiki. Stæði í bílageymslu
er 31,3 fm. Verð 40,9 millj.
LÆKJASMÁRI – 200 KÓPAVOGUR
2ja-3ja herb. 94,5 fm íbúð
ásamt stæði í bílageymslu, sam-
tals birt stærð 121,8 fm. Íbúðin
er á 8. hæð (efsta hæð) í mjög
snyrtilegu lyftuhúsi. Útsýni. Verð
26,9 millj.
HRAUNBÆR – 110 REYKJAVÍK
4ra herb. íbúð, samtals 103,2
fm. Íbúð á 3. hæð. Íbúðin er
vel skipulögð og smekklega inn-
réttuð. Þvottahús og geymsla inn-
af eldhúsi. Eldhús með nýlegri
innréttingu. Verð 22,8 millj.
Vantar allar gerðir eigna í sölumeðferð - fagleg og traust þjónusta
Virk kaupendaskrá - Frí söluskoðun - www.nyttheimili.is/skodun
NÝTT HEIMILI - FYRIR ÞIG
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. faste ignasal i
Starfsfólk Húsavíkur fasteignasölu
óskar viðskiptavinum sínum og
landsmönnum
öllum gleðilegra páska.
Í FRAMHALDI af tilkynningu
um stofnun Íslandshreyfing-
arinnar lét formaður bráða-
birgðastjórnar flokksins, Ómar
Ragnarsson, hafa eftir sér að
betra væri að fara leið Finna við
atvinnuuppbyggingu en þá leið
sem Íslendingar hefðu fetað á síð-
ustu árum. Voru orðin „finnska
undrið“ nefnd í þessu sambandi.
Rétt er að Finnar hafa með ár-
angursríkum hætti byggt upp at-
vinnu í kringum hátækni á síð-
ustu árum. Sú
atvinnuuppbygging krefst hins
vegar raforku með nákvæmlega
sama hætti og önnur atvinnu-
uppbygging.
Í ljósi þeirrar umræðu sem hér
hefur verið uppi á síðustu miss-
erum um stöðvun framkvæmda
bæði við stóriðju og virkjanir er
áhugavert að velta fyrir sér hvaða
leið Finnar hafa farið við öflun
þeirrar orku sem nauðsynleg er
til atvinnuuppbyggingar.
Til að knýja áfram „finnska
undrið“ byggja Finnar nú 1600
MW kjarnorkuver sem tekið
verður í notkun árið 2009. Enn
fremur huga þeir að frekari upp-
byggingu kjarnorkuvera og gas-
drifinna raforkuvera til að full-
nægja raforkuþörf sinni.
Er það sú umhverfisvæna leið
sem forsvarsmenn Íslandshreyf-
ingarinnar vilja fara? Ef svo er –
er óskað eftir tillögum frá þeim
sömu aðilum um staðsetningu
slíkra kjarnorkuvera.
Árni M. Mathiesen
Finnska undrið –
umhverfisvæn leið?
Höfundur er fjármálaráðherra.
VILDARKORT frá
Hafnarfjarðarbæ hafa
nú borist til íbúa bæj-
arins sem fæddir eru
árið 1940 og fyrr.
Mánudaginn 5. mars
sl. bauð bæjarstjórn
Hafnarfjaðar Öldung-
aráði ásamt Félagi
eldri borgara til fundar
í Byggðasafni Hafn-
arfjarðar, Pakkhúsinu við Vest-
urgötu. Efni fundarins var að kynna
vildarkort til Hafnfirðinga 67 ára og
eldri. Tilgangur kortsins er að
hvetja þennan aldurshóp og gera
honum frekar kleift að taka þátt í
íþrótta-, félags- og forvarnarstarfi
óháð efnahag. Þannig er hreysti og
heilbrigði, bæði líkamlega og fé-
lagslega, aukið meðal eldri bæj-
arbúa. Bæjarstjórinn, Lúðvík Geirs-
son, skrifaði undir samninga við
eftirfarandi aðila:
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar
sem hefur 16 félög í
sínum hópi.
Tómstunda-
bandalagið með 6 fé-
lög.
Heilsuræktarstöðv-
arnar Hress og
Techno-sport.
Sjúkraþjálfarann
Strandgötu og Nau-
tilus Suðurbæjarlaug.
Á ofantöldum stöð-
um er niðurgreiðsla
Vildarkortsins tvö þús-
und krónur á mánuði.
Gegn framvísun Vildarkortsins fá
eldri borgarar afhenta strætómiða í
Þjónustuveri bæjarins að Strand-
götu 6. Eftir sem áður verður
ókeypis í söfn bæjarins, sundlaug-
arnar og bókasafnið þar sem gott er
að setjast niður og lesa nýjustu
blöðin yfir kaffibolla og velja af-
þreyingarefni til að fara með heim.
Á stjórnarfundi Öldungaráðs
Hafnarfjarðar sem haldinn var í
Hafnarborg 21. mars sl. var eft-
irfarandi bókun samþykkt sam-
hljóða:
„Stjórnin þakkar það frumkvæði
sem Hafnarfjarðarbær hefur sýnt
eldra fólki í Hafnarfirði með því að
koma til móts við það með þeim
hætti sem Vildarkortið býður upp á.
Vildarkortið mun auðvelda fólki
67 ára og eldra að taka þátt í heilsu-
eflingu og menningarviðburðum,
auk þess sem ókeypis í strætó mun
auðvelda mörgum að ferðast milli
staða.
Stjórnin lýsir ánægju sinni með
að Hafnarfjörður skuli fyrst sveitar-
félaga gefa út Vildarkort til eldra
fólks og sýna því í verki bæði velvild
og virðingu.“
Hvet ég fólk til að vera duglegt
að nýta Vildarkortin til heilsuefl-
ingar og ánægju.
Erna Fríða Berg
fjallar um Vildar-
kort í Hafnarfirði
Erna Fríða Berg
»Hvet ég fólk til aðvera duglegt að nýta
Vildarkortin til heilsu-
eflingar og ánægju.
Höfundur er formaður Öldungaráðs
Hafnarfjarðar.
Vildarkort fyrir 67 ára
og eldri í Hafnarfirði
Í MÍNU sveitarfélagi eru tæplega
7% íbúanna með erlent ríkisfang, þ.e.
aðeins yfir landsmeðaltali. Þangað
hefur líka flutt fólk að vestan og aust-
an, jafnvel að sunnan. Flestir eiga
líka ættingja og vini
annars staðar, bæði í
öðrum héruðum og í
öðrum löndum. Unga
fólkið fer til útlanda til
lengri eða skemmri
dvalar, til náms eða
vinnu, og margir inn-
fæddir hafa í gegnum
tíðina flutt á önnur
landshorn til að freista
gæfunnar. Þessi blönd-
un er að mestu vand-
ræðalaus. Við erum öll
fólk sem vill fá að lifa í
friði við guð og menn.
Stofnanir í sveitarfélögunum, í sam-
vinnu við atvinnurekendur, leysa þau
mál sem þarf að leysa hvort sem fólk-
ið er komið lengra að eða skemmra.
Blóraböggullinn fundinn
Það sagði mér skólastjóri sem
stýrir stórum skóla þar sem hátt
hlutfall nemenda er af erlendum
uppruna að hann hefði aldrei orðið
var við kynþáttafordóma í sínum
skóla fyrr en sl. haust, eftir að Jón
Magnússon birti grein sína ,,Ísland
fyrir Íslendinga“. Í kjölfar þess var
farið að abbast uppá nemendur sem
annað hvort höfðu dekkri litarhátt
eða hétu nýstárlegum nöfnum. Einu
gilti þótt viðkomandi barn hefði verið
ættleitt til Íslands ungt að árum.
Gerendur voru í flestum tilfellum
börn sem komu frá brotnum heim-
ilum. Allt í einu var komin skýring á
því fyrir þau af hverju pabbi eða
mamma voru ekki í vinnu eða gátu
ekki uppfyllt væntingar. Blórabögg-
ullinn var fundinn.
Flest þau sem vinna við það að
leysa mál, hvort sem eru Íslendingar
eða útlendingar, ræða um fólk af
virðingu og skilningi á þeim marg-
breytileika sem gerir lífið skemmti-
legt. Það hefur líka komið fram hjá
þeim sem vinna að aðlögun þess fólks
sem lengst er að komið í okkar sam-
félag að fram undir þetta hafi sú að-
lögun gengið vel. Nú sé þetta hins-
vegar að breytast. Nú kveði við
nýjan tón.
Talsmenn Frjálslynda flokksins
segjast vilja ræða málefni útlend-
inga. Sú umræða sem verið hefur er
þeim ekki þóknanleg. Þeir vilja
tengja aðkomufólkið við sjúkdóma og
glæpi og eyðileggingu velferð-
arkerfis og kjarasamninga. Allt hef-
ur þetta heyrst áður, bæði hér og
annars staðar, bæði fyrr og nú.
Tengingar af þessu tagi hafa hrundið
af stað skelfilegum styrjöldum og
,,þjóðernishreins-
unum“. Þessar teng-
ingar eru á öllum tím-
um notaðar af
ófyrirleitnum og
ábyrgðarlausum stjórn-
málamönnum. Það er
umræða af þessu tagi
sem skapar vandamálin
en leysir engin.
Að spila á ótta við
,,hina“
Ef til vill finnst ein-
hverjum ástæðulaust
að taka orðræðu Frjáls-
lyndra alvarlega. Og sjálfsagt finnst
líka einhverjum samlíking við nas-
isma eða þjóðernishreinsanir óþörf.
Þetta er jú Ísland. Staðreyndin er
hins vegar sú að hjörtunum svipar
saman og það sem veldur ugg á ein-
um stað virkar líka annars staðar.
Óttinn við hið óþekkta er sammann-
legur og allir vilja vernda samfélag
sitt og afkomendur. Það vita a.m.k.
þeir sem notfæra sér það í stjórn-
málabaráttu að kalla fram ótta við
,,hina“, og ná allt of oft árangri eins
og blóði drifin sagan af átökum fólks
af mismunandi uppruna, jafnvel bara
síns úr hvoru héraðinu, jafnvel meðal
menntaðra Evrópubúa á síðari árum,
sýnir og sannar.
Sá árangur sem Frjálslyndir ná
með sínum málflutningi hér á Íslandi
ræðst ekki síst af viðbrögðum ann-
arra stjórnmálaflokka og fjölmiðla.
Þótt við skömmumst okkar fyrir mál-
flutning þeirra skulum við ekki
þegja. Það á sagan líka að hafa kennt
okkur.
Frjálslyndi flokkurinn á
ískyggilegum slóðum
Svanfríður Jónasdóttir skrifar
um málflutning Frjálslyndra » Þessar tengingar eruá öllum tímum not-
aðar af ófyrirleitnum og
ábyrgðarlausum stjórn-
málamönnum
Svanfríður Jónasdóttir
Höfundur er bæjarstjóri í
Dalvíkurbyggð.