Morgunblaðið - 08.04.2007, Page 38

Morgunblaðið - 08.04.2007, Page 38
38 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Erum að leita fyrir ákveðna kaupendur að eftirtöldum eignum Kópavogi – Sérbýli með bílskúr. 4 svefnh. Reykjavík – Vesturbær 5 herb. Íbúð – göngufæriv/Hagaskóla Reykjavík - Seljahverfi Raðhús eða Parhús Óskum landsmönnum Gleðilegra páska Fasteignamiðlun Vesturlands ehf. Sími 431 4144 • Fax 431 4244 www.fastvest.is fastvest@fastvest.is Soffía S. Magnúsdóttir, lögg.fasteign.- og skipasali brekka.is Eignalóðir í Hvalfirði • 66 km - greið leið Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar FRÁ upphafi verkalýðsbaráttu á Íslandi, á fyrri hluta síðustu aldar, hef- ur krafan um fulla atvinnu verið ein helsta krafa verkalýðshreyfing- arinnar. Sú krafa ásamt kröfunni um lífvænleg laun fyrir átta stunda vinnudag er enn í gildi. Öllum nýjum atvinnurekstri sem stofnað var til fagnaði verkalýðurinn þótt deilt væri um kaup og kjör. Næg atvinna var grundvallaratriði. Verkalýðshreyfingin var róttæk til vinstri. Foringjar hennar voru jafnframt forystumenn í þeim stjórn- málaflokkum sem voru lengst til vinstri í þjóðmálum. Þing- menn þeirra flokka beittu sér ávallt fyrir hvers konar at- vinnuuppbyggingu og bættum efnahag þjóðarinnar. Nú er öldin önnur. Vinstri grænir, sem þykist vera lengst til vinstri ís- lenskra stjórnmálaflokka, berjast af hörku gegn atvinnuuppbyggingu nú- tímans. Lykilorð í stefnu Vg er „stóriðjustopp“ samkvæmt einum fram- bjóðanda þeirra í Reykjavík. Þeir krefjast þess að öllum virkjunar- og stóriðjuáformum verði hætt. Öllum rannsóknum í þágu orkuöflunar fyrir stóriðju verði hætt. Útgefin rannsóknarleyfi verði fryst. Aðeins verði leyft að ljúka rannsóknarverkefnum sem þegar eru í gangi. Í þessari „stóriðjustopp“-stefnu Vg felst meira afturhald í atvinnumálum en áður hefur sést hjá íslenskum stjórnmálaflokki. Í þessari stefnu er falin krafa um stórfelldan samdrátt atvinnu í landinu og þar með verulega skerðingu lífskjara alþýðu manna, einkum almenns verkafólks. Þessi stefna Vg er ekki studd neinum efnahagslegum rökum sem stand- ast skoðun. Aðeins er rætt um eyðileggingu lands og náttúru, sem er ekki rétt. Því er auk þess haldið fram að með álframleiðslunni sé verið að menga andrúmsloftið í þágu útlendinga. Það alrangt að framleiðsla áls á Íslandi auki mengun andrúmsloftsins. Álframleiðsla með vatnsorku eða jarðhita á Íslandi dregur úr álframleiðslu með mengandi orkugjöfum í öðrum löndum. Þörf fyrir ál í heiminum er vaxandi og aukin notkun þess, t.d. í bíla, er orkusparandi og dregur þar með úr mengun. Ál verður því framleitt í heiminum meðan þörf er á því og markaður er fyrir það. Það er því hagkvæmt, vegna minni mengunar, að framleiða ál á Íslandi. Undarlegast er hve margir hafa fallið fyrir þessum rakalausa áróðri Vg og annarra svokallaðra náttúruverndarsinna. Það er einsog margir skilji ekki að peningarnir verði til í atvinnulífinu og það góðæri sem nú stendur yfir er vegna stóriðjuframkvæmda í landinu. Efnahagur Íslendinga byggist á viðskiptum við útlönd og hefur alltaf gert það. Íslendingar efnuðust á því að veiða fisk fyrir útlendinga. Þannig verður það með orkulindirnar. Afurðir framleiddar með tilstyrk þeirra munu viðhalda góðum efnahag Íslendinga nái afturhaldsöflin ekki að hindra það. Frambjóðendur Vinstri grænna kynna nú stefnu sína fyrir komandi kosningar, sem er í raun fyrirheit um að skapa kreppu og atvinnuleysi, komist þeir til valda eftir kosningar. Lykilorð stefnu þeirra er „stór- iðjustopp“, sem „hafi fjölþætta merkingu í pólitískri orðræðu dagsins,“ segir frambjóðandi Vg í Reykjavík. Sú fjölþætta merking, sem í lykilorðinu „stóriðjustopp“ felst, eru þau fjölþættu efnahags- og atvinnuvandamál sem verða í landinu nái sú stefna, sem lykilorðið Vg stendur fyrir, ná fram að ganga. Framganga Vg í því að hindra nýtingu íslenskra náttúruauðlinda til hagsbóta fyrir þjóðina í heild er öllum sem vilja framþróun íslensks at- vinnu- og efnahagslífs áhyggjuefni. Það að heill stjórnmálaflokkur geti að verulegu leyti snúist um slíka niðurrifsstarfsemi hjá jafn upplýstri þjóð og Íslendingar eru, er mjög undarlegt. Náttúruvernd er hjá Vg orðin að öfga- trúarbrögðum sem vilja hindra alla skynsamlega nýtingu náttúrunnar. Engin rök duga gegn öfgunum. Slíkum flokki þurfa Íslendingar að hafna. Lykilorðið Eftir Árna Þormóðsson: Höfundur er öryggis- og næturvörður. NÚ styttist í að þjóðin gangi til kosninga. Á vordögum gerist þetta og eftir það kemur í ljós hvort Ís- lendingar fái nýja stjórn með aðrar áherslur eða sömu flokkar halda sam- starfi áfram. Fátítt er að stjórnarsam- starf haldi velli jafn lengi og gerst hefur í tíð Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokks. Framundan eru hefðbundin kosningaslagorð sem flokkarnir eru í óðaönn að búa sér til að slá um sig með. Ef veiða má út á þau atkvæði. Þó að ekki væri nema eitt atkvæði. En hvað vilja menn sjá næstu fjög- ur ár? Hvaða breytingar vilja menn að ný stjórnvöld geri? Það er mat hvers og eins og einstaklingsbundið. Þarfirnar eru misjafnar og áherslur sömuleiðis. Flokk sem vill efla kristnina í land- inu og hlúa að kristilegu starfi mun ég kjósa. Hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki kúvent í málinu mun ég greiða honum atkvæði mitt og styðja um leið kirkjuna. Kristnin hefur átt svolítið undir högg að sækja á síðustu vikum og mánuðum vegna mikils og neikvæðs umtals sem upp kom í kringum ákveðið félag sem að sumra áliti stóð sig ekki sem skyldi. Enginn tekur undir ranglætið, hafi það verið fram- ið. Í hita leiksins hafa menn samt val- ið að gleyma öllu hinu góða sem þetta sama félag vann í þágu húsnæð- islausra alkóhól- og vímuefnaneyt- enda í þau tíu ár sem þessi starfsemi stóð yfir. Lögreglan merkir greini- legan mun á götunum. En mistök manna breyta ekki þeirri staðreynd að Kristur á erindi við þessa þjóð hér eftir sem hingað til. Undirritaður er einn þeirra fjölmörgu manna sem á sínum tíma átti við vanda af áfeng- isneyslu að stríða en losnaði full- komlega undan helsi áfengisins með hjálp frelsarans án þess að nokkur maður kæmi þar að. Nóg um það. Kosningarnar í vor gætu breytt af- stöðu stjórnvalda til kirkjunnar og kristninnar almennt ef hér kæmist til valda afl sem væri andkirkjulegt afl. Slíkir hlutir hafa gerst. Að vísu ekki hér á landi. Á mörgum stöðum úti í hinum stóra heimi hefur slíkt gerst með vondum afleiðingum fyrir land og þjóð. Margt er gott og margt hefur farið í góðan farveg í tíð núverandi stjórn- arsamstarfs og er að mörgu leiti áhugavert að fylgjast með hvernig fjármálafyrirtækjunum hefur vaxið fiskur um hrygg og útþenslu þeirra í öðrum löndum. reyndar er þetta stórmerkileg hjá svo fámennri þjóð þessi útþensla. Drottinn hefur bless- að landið stórkostlega og mun halda áfram á sama vegi. Sem fyrr er kirkjan á hjarta und- irritaðs og er einnig áhugavert að fylgjast með þróun mála á þeim bæ og hvernig margt hefur vaxið á þeim vettvangi og menn að ganga til liðs við frelsarann sinn og losna undan ýmsum bindingum og fjötrum sem áður voru á. Framtíð íslenskrar þjóðar er björt. Atvinnuleysi er lítið og almenn bjartsýni ríkir í landinu. Niðurfelling ríkisstjórnarinnar á vörugjöldum þjappaði hinum almenna neytanda saman og gerðist hann vakandi mjög og lagði inn athugasemdir til Neyt- endasamtakanna fyndist honum vöruverðið vera í óeðlilegum farvegi eftir niðurfellinguna. Álumræðan er hávær og hefur verið það nú allmörg ár. Gamalt og gróið fyrirtæki sem lengi hefur stað- ið við bæjardyr Hafnfirðinga hyggur á stækkun og sýnist sitt hverjum í bænum um stækkun þá. Þetta er orðið að miklu hitamáli í Hafnarfirði, án þess þó að menn hafi farið offari í sínum hita. Eru Hafnfirðingar enda upp til hópa mestu prúðmenni en með ákveðna skoðun á málum þegar bærinn þeirra á í hlut. Og þannig skal það líka vera. Undirritaður gekk í rann Alcoa- manna í Firðinum í Hafnarfirði hinn 15. mars sl. og átti prýðilegt spjall við þá sem þar voru og fékk að gjöf spilastokk og merki samtakanna er hann gekk út. Að vísu neitaði hann að setja merkið í barm sér. Enda óþarfi að gefa upp eigin afstöðu strax. 31. mars ganga bæjarbúar svo til atkvæða og þá skerst úr um það hvort Alcoa í Straumsvík fær að bæta við tveimur kerskálum eða ekki. Fyrr geta framkvæmdir ekki hafist. Hvorki við álverið sjálft né heldur virkjanirnar sem nauðsyn- legar eru til að mæta aukinni raf- orkuþörf firmans. Árið 2007 er því árið sem menn á Íslandi gengu til kosninga í fleiri en einni merkingu orðsins. En hvernig sem menn líta á gang mála er brýnt að taka hlutina alvar- lega og gera sér grein fyrir að valið stendur um að hafa óbreytt ástand með sömu valdhöfum eða fá yfir sig valdhafa sem í raun eru óskrifað blað. Og það verður að segjast eins og er að Íslendingar hafa ekki góða reynslu af þeim vinstristjórnum sem hér hafa tekið um valdataumanna. Verðbólgan hoppar hins vegar hæð sína af gleði. Fær hún enda yfirleitt ágæta næringu þegar slíkar stjórnir hafa verið hér á valdastóli. Budda manna stynur í annan stað og allir útreikningar og plön sem gerð eru gilda út vikuna og svo ekki meira. Þannig hegðar verðbólga úr öllu hófi sér. Hún snertir enda hvert manns- barn og er ekki góður vinur íslenskr- ar þjóðar og vonandi að hún komist ekki aftur á skrið og að takist að vinna bug á þeirri sem fyrir er. En flokkurinn sem styður kirkj- una og kristnina í landinu hlýtur mitt atkvæði í vor. Sjálfstæðisflokkurinn er því enn inni. Kosningar framundan – Heldur stjórnin velli? Konráð Rúnar Friðfinnsson skrifar í tilefni alþingiskosninga Höfundur er kristniboði. ÞAÐ vakti athygli mína helgina 24.–25. febrúar að á forsíðu Moggans var fálkinn orðinn grænn. Ekki vegna þess að farið væri að slá í hann, heldur vegna meints áhuga þeirra sem fylkja sér undir merkjum hans á umhverfismálum. Þar væri vaxandi meðvitund í mála- flokknum og áhugi. Gott ef satt væri. Það vakti raunar einnig athygli mína að „móðir allra „hægri grænna““ á Ís- landi, Katrín Fjeldsted, var hvergi nefnd í greininni á forsíðu, en hún er að mati allra óvilhallra sá þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem lengst hefur staðið vaktina í umhverfismálum í þeim flokki, oft við litla hrifningu samflokksmanna sinna. VG vill frítt í strætó í Kópavogi En nóg um það, eftir að hafa lesið greinina um þessa vakningu innan Sjálfstæðisflokksins taldi ég að nú hlyti að vera lag til að fá sjálfstæð- ismenn í Kópavogi í lið með mér til að bæta ástandið í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu. Ég flutti því þriðjudaginn 27. febrúar sl. eftirfar- andi tillögu í bæjarstjórn Kópavogs: „Bæjarstjórn Kópavogs sam- þykkir að beina því til stjórnar Strætó bs. að gerð verði tilraun til að hafa gjaldfrítt í strætó fyrstu 3 mán- uði ársins 2008, og metið hvaða áhrif þessi breyting hafi á notkun vagn- anna. Skoðuð verði farþegasamsetn- ing og fjöldi farþega 3 mánuði fyrir breytinguna, meðan á henni stendur, og auk þess næstu 3 mánuði eftir að tilrauninni lýkur.“ Reynsla Akureyringa jákvæð Tillöguna rökstuddi ég m.a. með því að það væri skylda sveitarfélag- anna að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að bæta ástandið í umferð- ar-, umhverfis- og þjónustumálum á svæðinu. Einnig að ánægjulegar vís- bendingar frá Akureyri bentu til að notkun vagnanna myndi aukast við slíka breytingu. Því væri ekki gefið að til lengri tíma litið yrði þetta bara til kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin, heldur að með minnkandi einkabí- laumferð kæmi minni mengun, minna slit á samgöngumannvirkjum og færri umferðarslys og því hagur allra. Eins benti ég á að þar sem gera mætti ráð fyrir að svifryksmengun væri mikil á þessum árstíma (janúar– mars) væri þetta góður tími í um- hverfislegu tilliti til að prófa. Auk þess að með því að flytja tillöguna tímanlega gæfist stjórn Strætó góður tími til að vega hana og meta, gera ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun og kanna vilja hinna sveitarfélaganna. Sjálfstæðismenn og Framsókn á móti Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn greiddu hinsvegar atkvæði gegn til- lögunni og því var henni hafnað 5–6, Samfylkingin studdi þessa tillögu VG. Helstu rök þeirra voru að með tillög- unni væri gert ráð fyrir, eins og í mörgu öðru sem VG kæmi að, að allt væri frítt, svo vísað sé til ummæla for- ystumanna flokkanna í bæjarstjórn Kópavogs. Sérkennileg ummæli frá forsvarsmönnum flokkanna sem stóðu fyrir því að gefa nokkrum ein- staklingum ríkisbankanna fjölmörg ríkisfyrirtæki og hafa staðið vörð um helmingaskiptaregluna í íslensku samfélagi, m.ö.o. helstu merkisberar einkavinavæðingarinnar á Íslandi. Auðvitað kom þessi afstaða flokkanna til þjónustu sveitarfélagsins ekki á óvart. Það kom heldur ekki á óvart að þetta væri hin raunverulega afstaða þeirra til umhverfismála. Framsókn og sjálfstæðismenn eru þrátt fyrir fagurgalann og græna slikju á fálk- anum enn sömu flokkarnir, jafn skeytingarlausir í umhverfismálum og fyrr. VG mun hins vegar áfram standa umhverfisvaktina í Kópavogi sem annars staðar. Frítt í strætó ? – ekki í Kópavogi! Ólafur Þór Gunnarsson skrifar um stefnu VG í Kópavogi Höfundur er bæjarfulltrúi VG í Kópavogi. AUGLÝSINGASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.