Morgunblaðið - 08.04.2007, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
U
pp er runninn páska-
dagur, sigurhátíð
Guðs og alls lýðs
hans, fyrr og síðar.
Hann er einn
þriggja máttarstólpa kirkjuársins.
Hinir eru jól og hvítasunna. Og um
veröld alla er glaðst og fagnað, eins
og á hverju ári um þetta leyti.
Athygli vekur að það hefur verið
undarlega hljótt um fréttina miklu
sem dembt var yfir heimsbyggðina
í febrúar síðastliðnum. Hún var á
þá leið að í Talpiot-hverfinu í Jerú-
salem hefði árið 1980 fundist graf-
hýsi, þar sem í voru tíu steinkistur
og þar á meðal ein, sem átti að
geyma jarðneskar leifar meist-
arans, og tvær aðrar bein ástkonu
hans og sonar. Ísraelski fornleifa-
fræðingurinn, Amos Kloner pró-
fessor, sem upphaflega hafði rann-
sakað málið, kvað þetta aftur á
móti vera hvílustað efnaðrar gyð-
ingafjölskyldu. Nöfnin, sem um
ræddi, hefðu verið afar vinsæl og
því algeng á 1. öld e.Kr. og ekkert
á þeim að byggja. Í 900 grafhvelf-
ingum sem fundist hefðu þar í
grennd frá sama tímabili hefði
nafnið Jesús, eða Yeshu, fundist 71
sinni, og einnig meira að segja
„Jesús, sonur Jósefs“. Kenningin
haldi því ekki vatni. Aðrir fræði-
menn hafa aukinheldur bent á að
ekki sé einu sinni öruggt að um-
rædd nöfn séu á kistunum, heldur
gætu þau verið allt önnur.
Annars skiptir það engu máli, út
af fyrir sig.
En það sem upp úr stendur er
að þetta var ekkert annað en árás
á kristindóminn, dulbúin eða
grímulaus. Það er sosum ekkert
nýtt, kristin trú hefur frá upphafi
þurft að sæta barsmíðum og öðr-
um meiðingum af þessu taginu,
verið skotspónn „gáfumenna“ ald-
anna, sem alltaf hafa talið sig vita
betur, og svo verður eflaust um
komandi framtíð. Hitt er öllu verra
að undir það ofbeldi sé tekið af öðr-
um, á þann hátt sem gert var, þótt
með óbeinum hætti væri. Hér á ég
við ljósvakamiðlana, erlenda og ís-
lenska. Og sum fréttablöðin. Þeim
er svo gjarnt að rjúka upp til
handa og fóta í æsingu yfir ein-
hverju sem talið er að geti selt,
fangað athyglina, þó að ekki sé
nema um stundarsakir. Slík er
baráttan orðin í þeim geiranum og
hefur verið um allnokkurt skeið.
Þess vegna gripu hrægammar þar
á bæjum fegins hendi þessi merku
tíðindi og ekki laust við að hlakkaði
í sumum.
Þeir hefðu betur staldrað við,
andað dýpra og talið upp í hundr-
að, skoðað baklandið. Þarna er
nefnilega á ferðinni vafasamur
þáttagerðarmaður, Simcha Ja-
cobovici, ásamt með þekktum
Hollywood-leikstjóra, James
Cameron. Og allir vita fyrir hverju
maskína þeirrar borgar gengur.
Heimildarmynd um téð efni var
frumsýnd 4. mars á Discovery
Channel og víðar. Síðan er eins og
jörðin hafi gleypt allt saman. Það
er ekki einu sinni hósti eða stuna.
A.m.k. ekki hér á landi. Bara vand-
ræðaleg þögnin. Óneitanlega
minnir þetta á írafárið í kringum
Da Vinci-lykilinn, Júdasarguð-
spjallið og annað þvíumlíkt, sem
upp hefur komið, átt að gera stóra
hluti, en dáið og orðið að engu í
einu vetfangi. Eins og sápukúla.
Eflaust hafa menn áttað sig á
hvað þetta var fáránlegt, út úr öllu
korti, og að annað hafi ráðið ferð-
inni, þ.e.a.s. auravonin, ásamt hinu í
og með að reyna að skekja hina
gömlu trúarstofnun og ef til vill eitt-
hvað meira, leggja hana að velli
kannski, brjóta til grunna í eitt
skipti fyrir öll. Aumingjarnir ráðast
gjarnan á þann sem ólíklegastur er
til að verja sig. Þeir hefðu aldrei lagt
í gyðingdóm eða íslam. Það segir
allt um manndóm þessa hyskis.
En atlagan núna mistókst
sumsé, líkt og allar hinar fyrri.
Kirkjan stendur enn og verður
aldrei felld. Það slekkur enginn
heilagt ljós.
Og hið rétta er að guðspjöllin
fjögur eru skráð í algjörum trúnaði
við efnið eins og það festist í minni
ólíkra einstaklinga á sínum tíma.
Og þar kemur fram, eins og Sig-
urbjörn Einarsson biskup orðaði
það svo listavel í ræðu annan
páskadag 1975, að „Jesús, hinn
krossfesti, dæmdi, dáni, var ekki í
gröfinni sinni. Þar var ekkert
nema líkblæjurnar. Og orð
páskanna: Jesús er upp risinn,
hann hefur sigrað ríki dauðans,
hann er farinn á vit vina sinna, far-
inn til að starfa áfram á jörð. Það
duft, sem hann tók á sig, þegar
hann fæddist, það hold, sem hann
bar, þegar hann leið og dó, er horf-
ið sýnum, umbreytt í himneska
dýrð. Dauðinn fær það ekki …“
Gleðilega hátíð!
Orð
páskanna
,,Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að
Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann
er upp risinn … Komið og sjáið staðinn, þar sem
hann lá,“ sagði engillinn. Sigurður Ægisson er
með þennan boðskap til umfjöllunar í dag.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
✝ Friðgeir Ingi-björn Jóhanns-
son fæddist á Ósi í
Kálfshamarsvík í
A-Hún. 27. júní
1920. Hann lést á
heimili sínu á Dal-
vík 31. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Jóhann
Jósefsson bóndi á
Ósi, f. 21. janúar
1892, d. 29. apríl
1980 og Rebekka
Guðmundsdóttir
húsmóðir, f. 21.
ágúst 1895, d. 29. september
1959. Þau eignuðust níu börn,
tveir drengir dóu ungir og
óskírðir en þau sem upp komust
eru: Kristinn Ágúst, f. 13. júní
1922, Sigurjón Edvard, f. 22. júlí
1923, Jósef Ófeigur, f. 29. des-
ember 1924, Ragnheiður Magða-
geir Ingi og Silja Ösp. Fyrir átti
Jóhann soninn Sveinbjörn. 3) Re-
bekka Sigríður. 4) Ragnheiður
Rut, gift Sævari Frey Ingasyni,
þau eiga fjögur börn, Ómar
Frey, Elíngunni Rut, Arnar Inga
og Rebekku Rún. Barna-
barnabörnin eru þrettán.
Friðgeir og Elíngunnur fluttu
í Tungufell í Svarfaðardal 1953
og bjuggu þar til 1967, þá fluttu
þau í Hellu á Árskógsströnd, þar
sem þau bjuggu til 1970, en þá
fluttu þau til Dalvíkur þar sem
þau bjuggu til æviloka. Áður en
Friðgeir flutti í Tungufell var
hann sjómaður og eftir að hann
flutti aftur til Dalvíkur vann
hann byggingavinnu og síðustu
starfsárin við fiskverkun.
Útför Friðgeirs verður gerð
frá Dalvíkurkirkju á morgun, 9.
apríl, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
lena, f. 17. júlí
1927, Valdimar
Rósinkrans, f. 1.
júlí 1929, og Hólm-
fríður Margrét, f. 5.
maí 1933. Ragn-
heiður Magðalena
lifir systkini sín.
Friðgeir flutti til
Dalvíkur 1946 og
27. júní 1947
kvæntist hann El-
íngunni Þorvalds-
dóttur, f. 30. des-
ember 1921, d. 15.
ágúst 1995. Börn
þeirra eru: 1) Stefán Ragnar,
kvæntur Önnu Margréti Hall-
dórsdóttur, dætur þeirra eru
Guðbjörg og Hólmfríður. Fyrir
átti Stefán tvö börn, Ragnar og
Ingu Maríu. 2) Jóhann Þór,
kvæntur Elsu Stefánsdóttur,
börn þeirra eru Sonja Sif, Frið-
Elsku hjartans pabbi minn.
Þá er okkar samferð lokið í bili en
ég kýs að sjá þig fyrir mér á fal-
legum fáki þar sem þú situr þráð-
beinn í baki á þeysireið því þú ert að
flýta þér til mömmu. Með þessum
línum úr kvæðinu Fákar kveð ég og
óska þér góðrar ferðar.
Maður og hestur, þeir eru eitt
fyrir utan hinn skammsýna, markaða
baug.
Þar finnst, hvernig æðum alls fjörs er
veitt
úr farvegi einum, frá sömu taug.
Þeir eru báðir með eilífum sálum,
þó andann þeir lofi á tveimur málum,
– og saman þeir teyga loftsins laug
lífdrykk af morgunsins gullroðnu skálum.
Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest
og hleyptu á burt undir loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm. Það er best.
Að heiman, út, ef þú berst í vök.
Það finnst ekki mein, sem ei breytist og
bætist,
ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei
kætist
við fjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þíns
hjarta rætist.
(Einar Benediktsson.)
Þín dóttir.
Ragnheiður Rut.
Elsku afi, nú er komið að kveðju-
stund. Ég hef aldrei verið góð í því
að kveðja og í þetta sinn reynist það
mér mjög erfitt. Kökkurinn í háls-
inum er fastur og það er alveg sama
hvað ég geri, hann vill ekki fara. Þó
svo að ég hafi gert mér grein fyrir
að tími þinn hér hjá okkur væri
langt kominn var höggið þungt þeg-
ar stundin rann upp.
Það sem kemur fyrst upp í hug-
ann, elsku afi, þegar ég hugsa um
þig er hvað ég er innilega þakklát
fyrir öll árin sem við áttum saman,
þú reyndist mér góður afi og ég á
yndislegar minningar frá Mímisveg-
inum sem tengjast þér og ömmu. Ég
var ekki há í loftinu þegar ég hljóp
fyrst upp Mímisveginn og hlýr og
mjúkur faðmur ömmu tók á móti
mér og styrk hönd þín leiddi mig um
leyndardóma Dalvíkur. Alltaf leið
mér vel hjá ykkur og þegar ég var
yngri vildi ég helst hvergi annars
staðar vera. Með þér var mikið
brallað, þú kenndir mér að borða
hræring, kenndir mér fyrstu hand-
tökin í veiðimennsku á Hrísarvatn-
inu, þú leyfðir mér að prufa að
keyra bíl í fyrsta skipti ásamt
mörgu fleiru. Flestar minningar
sem tengjast þér snúast um hesta
því þeir voru þitt líf og yndi, það eru
minningar á hestbaki, í hestaferð-
um, hestaréttum eða á hestamótum.
Nú síðast frá Landsmótinu 2006 þar
sem þú tókst þátt í hópreiðinni 86
ára gamall, geri aðrir betur!
Þó svo að fjarlægðin gerði það að
verkum að ég heimsótti þig ekki oft
á menntskólaárunum vorum við allt-
af dugleg að tala saman í síma og
alltaf sýndir þú því sem ég var að
gera mikinn áhuga og varst dugleg-
ur að hvetja mig áfram, það skipti
mig miklu máli. Áhugi þinn beindist
líka að ættfræði og þú varst dugleg-
ur að fræða mig um uppruna minn
og kenna mér að vera stolt af hon-
um, sem og ég er. Ég man ávallt
þegar ég skrifaði ritgerð um Sölva
Helgason í menntaskóla og bekkjar-
félagar spurðu: „Hver er Sölvi
Helgason eiginlega?“ Þá svarði ég
frekar drjúg með mig ,,hann er
langa-, langa-, langafi minn og mikill
listamaður“.
Ég var alltaf svo stolt af þér afi,
að verða 87 ára en samt ennþá á
rúntinum, að fara fram í hesthús á
hverjum degi, þú gerðir listaverk úr
tré, tókst þátt í starfi eldri borgara
og ég gat hringt í þig, afi minn, til að
rifja upp gömludansana þegar ég
byrjaði að kenna við MA. Ég hugs-
aði alltaf að svona ætlaði ég að verða
þegar ég yrði gömul. Ég er svo
þakklát fyrir samverustundirnar
okkar sem við áttum fyrir ári þegar
þú lást hér á sjúkrahúsinu og ég var
að heimsækja þig. Þú varst að segja
mér frá uppvaxtarárum þínum og
svo skáluðum við í malti. Þú hlýddir
mér líka yfir ættfræðina því þú vild-
ir ekki að vitneskja færi með þér.
Ég er líka ótrúlega þakklát fyrir að
börnin mín fengu að kynnast þér,
það eru ekki allir svo lánsamir að
eiga afa langa.
Elsku afi, eins mikið og ég sakna
þín er ég glöð að þú hafir fengið
hvíldina þína. Nú ertu kominn til
ömmu sem hefur tekið á móti þér
með hlýja og mjúka faðminn sinn.
Ég trúi því að þarna líði þér vel, ríð-
andi um grænar grundir á góðum
gæðingi.
Með kærri þökk fyrir allt, elsku
afi minn,
þín,
Sonja Sif.
Elsku afi minn, Ég á víst að vera
komin á fullorðinsárin og þá gerir
fólk ósjálfrátt ráð fyrir auknum
þroska og skilningi. Ég verð þó að
játa það að þrátt fyrir að vera komin
á tvítugsaldurinn átti ég ekki von á
að afi Geiri myndi deyja, ég reiknaði
alltaf með að þú yrðir hinum megin í
„skúrnum“, þú hafðir jú lifað annað
eins af og varst alltaf eldhress.
Samt sem áður er viss rödd innra
með mér sem ég geri ráð fyrir að sé
„þroskinn“ sem hvíslar að mér að
þetta hafi verið best, að þér líði vel
núna og ég er sammála röddinni. Ég
veit að þú ert hjá Ellu ömmu núna.
Nú eru að koma páskar og enginn
afi til að vorkenna yfir litlu páska-
eggi. Það hefur verið mér lífsins
ómögulegt að skilja hvernig þú gast
sætt þig við páskaegg númer eitt
eða tvö, svo hverja páska vorkenndi
ég þér og bauð þér bita af mínu.
Manstu, afi, þegar ég rukkaði þig
um tíkall fyrir hvert blótsyrði sem
þú lést út úr þér? Ég hef svo sann-
arlega fengið það borgað til baka, og
miklu meira en það.
Ég man, afi, núna um jólin þegar
við sátum öll systkinin hjá þér og
hlustuðum á þig segja sögur af
hvernig jólin voru hjá þér í gamla
daga, hvað allt væri búið að breytast
og af öllu því ótrúlega sem kom fyrir
þig á ævinni. Þetta voru án efa
bestu jólin mín.
Afi, það verður svo tómlegt án þín
hér heima, sérstaklega við matar-
borðið þar sem við gerðum óspart
grín að þér, það verður svo óvenju-
legt að þurfa ekki að sækja þig í
mat.
Ég sakna þín, afi, og mun halda
áfram að gera þig stoltan af mér,
svo þú getir nú haldið áfram að
monta þig, þarna hinum megin.
Elíngunn Rut.
Minning um afa.
Ég man eins og það hafi gerst í
gær þegar við afi fórum niður á
bryggju að veiða. Ég fékk fisk í
fyrsta kasti og þá heyrðist í afa:
,,Dragðu rólega inn, Ómar minn, þú
verður að þreyta fiskinn.“ Löndunin
gekk vel og veiðin tók huga minn
allan. Alltaf sat afi og leiðbeindi
mér, og annað slagið heyrðist í hon-
um stoltum: ,,Ómar minn, þú verður
að fara að fá þér kvóta, þú mokar al-
veg inn aflanum.“
Hestar voru stór þáttur í lífi afa,
og áður en ég vissi af var ég orðinn
heltekinn af íslenska hestinum. Ég
man sérstaklega eftir fyrsta reið-
túrnum. Afi stakk þá upp á því að
ríða heim til mömmu og pabba, og
ég man vel hvað ég var glaður og
uppveðraðist allur af spenningi. Alla
leiðina sagði afi: ,,Ómar minn, vertu
beinn í baki og haltu vel um taum-
inn.“ og ég spurði: ,,Afi, afi, hvernig
er þetta?“ ,,Þetta er mjög gott, Óm-
ar minn, sittu bara beinn.“
Afi var sú manneskja sem lét sig
aldrei vanta þegar ég var að fara að
keppa. Hann var mættur vel fyrir
keppni og engu skipti hvar á landinu
keppnin var haldin, alltaf gat ég
treyst á vin minn hann afa. 82 ára
keyrði hann aleinn til Egilsstaða til
að fylgjast með mér keppa og þegar
ég hafði lokið keppni tilkynnti hann
fjölskyldunni að fyrst hann væri
kominn þetta langt væri best að
gera úr þessu hringferð um landið
og það gerði hann. Það skipti hann
heldur ekki máli hvort hann hafði
heilsu eða ekki, ef hann var ekki
upptekinn við eitthvað annað þá var
pottþétt að afi myndi mæta til að sjá
strákinn sinn keppa. Í brekkunni
sat afi sem fastast með myndavélina
meðferðis því taka átti myndir af
stráknum. Myndirnar voru yfirleitt
ekki í færri kantinum en hann átti
það til að taka þrjár til fjórar mynd-
ir af mér í sömu stellingunni. ,,Þetta
er besti afi og vinur sem hægt er að
finna,“ hugsaði ég þegar hann
myndaði mig í bak og fyrir.
Þegar ég lít til baka var afi minn
mín stoð og stytta og minn allra
besti vinur. Flestum mínum stund-
um eyddi ég með afa. Það var í raun
og veru alveg sama hvað ég var að
fara að gera ég vildi helst alltaf hafa
hann afa minn með hvert sem ég fór
því hann var einfaldlega bestur. Eitt
það besta við afa var að hann skildi
mig alltaf, alveg sama hvað gekk á
þá gat ég alltaf leitað til hans. Þá
hljóp ég eins og fætur toguðu til afa
og ömmu og átti þar gott spjall við
afa og alltaf sagði afi: ,,Ómar minn,
þetta er allt í lagi núna, afi er hjá
þér.“ Og þar með var vandamálið
horfið, enginn grátur, ekki neitt, allt
orðið eins og það átti að vera. Í dag
Friðgeir Ingibjörn Jóhannsson
MINNINGAR