Morgunblaðið - 08.04.2007, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 08.04.2007, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 41 er ég 22 ára og þegar ég lít til baka þá hefði ég ekki getað fundið betri vin en afa. Hann var tilbúinn að gera allt til að mér liði sem best. Í mínum huga er afi það allra besta sem hefur hent mig. Elsku afi minn, takk fyrir allt og ég kveð eins og ég hef alltaf gert, við sjáumst, afi. Ómar Freyr. Elsku afi minn, frá því ég man eftir mér höfum við alltaf brallað eitthvað saman í hestunum, það varst þú sem kveikt- ir þennan áhuga hjá mér, það varst þú sem komst mér af stað og það varst þú sem að hélst mér gangandi í hestunum. Þú keyrðir mér á reið- námskeið annan hvern dag inn á Akureyri því þú vildir jú að ég fengi almennilega kennslu, og seinna keyptir þú á mig keppnisreiðbuxur og stígvél í stíl því ég varð að vera vel útlítandi á baki og sitja beinn. Það var nokkuð sem þú minntir mig reglulega á, því það var að þínu mati mjög mikið atriði að ásetan væri fal- leg og ég átti alls ekki að vera eins og einhver moðpoki á baki, enda hafðir þú efni á því, jafn teinréttur og þú alltaf varst á hestbaki, jafnvel í síðasta reiðtúrnum fyrir tveim mánuðum. Það varst líka þú, elsku afi minn, sem gafst mér fyrsta hestinn minn, hann Ófeig. Ég kemst ekki hjá því að hugsa til þess hversu skrítið það verður að fara einn í hesthúsið og hlusta ekki á þig segja mér til, þó að ég væri nú ekki alltaf sammála því sem þú sagðir. Elsku afi minn, ég er óend- anlega þakklátur fyrir að hafa feng- ið að vera hjá þér síðustu mínúturn- ar þínar í þessu langa lífi þínu og líka fyrir það að þú fékkst að deyja heima alveg eins og þú vildir. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú kenndir mér og allar stundirnar okkar sam- an, ég veit að þú verður alltaf hjá mér og ég veit að þú munt hjálpa mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur, þannig varstu bara. Ég kveð þig, afi minn, þess full- viss að ég hitti þig aftur, á baki. Arnar Ingi. Elsku besti afi minn, nú á ég voðalega bágt, ég vildi hafa þig svo miklu, miklu lengur, þú áttir að sjá mig fermast eftir nokkra daga og þú ætlaðir að sjá mig fara í útreiðartúr á Ófeig í sumar, en mamma segir að þú sjáir mig, það er bara ég sem ekki sé þig. Nú reyni ég bara að hugsa um stundirnar okkar saman eins og þegar þú varst alltaf að segja mér að ég væri svo búkonuleg og ég yrði alveg örugg- lega góð húsmóðir þegar ég var að gefa þér kaffi og brauð sem ég bak- aði. Hvað ég var rosalega stolt þeg- ar þú varst að keyra fram í hesthús í sumar til að sjá mig á hestbaki og þegar þú varst að tala um það við mömmu hvað ég hefði fína ásetu og hvað mér gengi vel með Ófeig. Hvað mér fannst það flott að eiga afa sem var 86 ára, fór á hestbak og keyrði eins og herforingi út um allt á rauð- um Chrysler, skar út óendanlega fallega hluti og var alltaf tilbúinn að reyna nýja hluti, meira að segja gemsa sem þú notaðir til að hringja í okkur ef þú fórst eitthvað. Elsku afi minn, takk fyrir allt og takk fyrir að klára að skera út gestabókina handa mér og ég skal passa Bubba voða vel fyrir þig. Litla húsmóðirin þín, Rebekka Rún. ✝ Svala KristinÓskarsdóttir fæddist í Loðmund- arfirði 2. júní 1947. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Eg- ilsstöðum 29. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Óskar Valdórsson og Xenia Eyjólfs- dóttir sjúkra- húsráðskona, f. 2.7. 1922, d. 5.6. 1982. Systkini Svölu eru Vilborg Ásthildur Andersen, f. 17.11. 1950 og Rúnar Smári Fjal- ar, f. 18.2. 1957. Svala giftist hinn 28. júlí 1968 Jóni Sigfússyni bifvélavirkja, f. 9.1. 1943. Svala og Jón eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Sigfús Jónsson, f. 16.2. 1967, maki Dagný Sylvía Sæv- arsdóttir, f. 2.8. 1975, dætur þeirra eru Aldís Anna, f. 19.8. 1995 og Ásrún Svala, f. 4.6. 1997. 2) Guðný Ásthildur, f. 8.12. 1972, maki Vignir Guðmunds- son, f. 15.8. 1970, dóttir þeirra er Helena Mist, f. 9.2. 2005. 3) Eygló Þórstína, f. 30.6. 1974, maki Ben Shields, f. 5.8. 1978. Útför Svölu Kristinar var gerð frá Egilsstaðakirkju 4. apríl. Elsku Svala mín. Þegar við stigum upp í lestina í Sønderborg skein sólin svo sterkt. Vorið komið fyrir alvöru og blómin á trjánum byrjuð að springa út. Á leiðinni í lestinni sá ég nýbornu lömbin baða sig í sólskininu áhyggjulaus og sæl, bambinn stóð grafkyrr á meðan við þutum áfram og Stórabeltisbrúin skartaði sínu fegursta. Allt var svo friðsælt og fal- legt. En líka dapurlegt, sorglegt og óskiljanlegt. Ég ætlaði jú að hitta þig um páskana á lífi en gerði mér samt grein fyrir að það yrði í síðasta sinn. Nú hugga ég mig við að síðast þegar við hittumst (sumarið 2005) fórum þú, Aldís, Svala og ég í bíltúr á jeppanum ykkar upp að Kára- hnjúkum. Veðrið var bjart og fallegt og við nutum náttúrunnar, samver- unnar og nestisins okkar. Við keyrðum svo niður í Hrafnkelsdal- inn og Jökuldalinn heim. Við vorum innilega sammála um að Jökuldal- urinn væri endalaus og grínuðumst með að það myndi seint breytast. Þetta er mín síðasta minning með þér og þessi minning er góð. Síðustu dagana áður en þú kvadd- ir, flettum við mæðgur myndaal- búmunum fram og tilbaka og rifj- uðum upp. Oftast heyrðist setningin „þetta prjónaði amma“. Já þú bjarg- aðir mér alveg, kornungri mömmu- nni sem ekki fæddist með fínprjóna- hæfileikana. En ég gat nú aldeilis státað af heimaprjónuðu á prins- essurnar mínar. Elsku Svala, að vera á leið til Ís- lands í jarðarförina þína er svo óraunverulegt, allt gerðist þetta svo hratt og mig langaði svo að faðma þig, halda í höndina á þér og segja falleg orð við þig. Elsku Svala, ég trúi eftir að þú eigir eftir að vaka yf- ir okkur og fylgjast með okkur. Guð blessi þig og hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir, Dagný Sylvía. Elsku amma. Það var svo gaman að hitta þig í febrúar. Ég vonaði að ég gæti séð þig um páskana, en nei, nú ertu far- in. Ég sakna þín svo mikið núna. Ég man þegar ég kom í heimsókn á sumrin og það stóð alltaf nammiskál á stofuborðinu og þú leyfðir okkur alltaf að klára úr henni. Amma, ég mun alltaf muna eftir þér, sama hvað. Þitt barnabarn Ásrún Svala Sigfúsardóttir. Elsku amma. Ég man þegar þið höfðuð grind í stofuhurðinni á Lagarfellinu og ég var alltaf að hanga og sveifla mér í henni. Það fannst mér svo gaman. Ég ætla líka alltaf að geyma öll fötin sem þú prjónaðir handa mér. Þau eru svo falleg. Ég man líka eftir bangsanáttfötunum sem þú keyptir handa mér, þótt ég passi ekki í þau lengur ætla ég alltaf að geyma þau og þegar ég fæ sjálf börn eiga þau að eiga þau. Ég á alltaf eftir að sakna þín, elsku amma. Þúsund knús og kossar. Þín Aldís Anna Sigfúsardóttir. Elsku Svala mín. Það er ekki hægt að skilja hvers- vegna þú ert ekki hjá okkur lengur. Örlögin hafa leikið þig grátt, þú barðist hetjulega á meðan þú hafðir krafta og þrek til. Ég kynntist þér og fjölskyldu þinni þegar Dagný dóttir mín og Sigfús sonur þinn fóru að vera sam- an. Mér finnst ég heppin að eiga Fúsa fyrir tengdason. Við eigum sameiginlega yndislegar ömmu- stelpur sem við höfum fylgst með vaxa og dafna, þó að fjölskyldan búi í Danmörku. Alltaf töluðum við mik- ið um þær þegar við hittumst eða áttum símtöl saman. Ég dáðist að því hvað þú varst myndarleg í hönd- unum, þú varst svo dugleg að prjóna á þær áður en þær fæddust og þegar þær voru litlar. Við töl- uðum eitt sinn um hvort við fengum strák eða stelpu en það skipti ekki máli, þú hafðir litina bara gula og græna. Þú málaðir mjög fallega á postulín, þú gafst mér nokkra muni sem ég varðveiti vel. Eftir að þú veiktist alvarlega um jólin 1999, en náðir að komast aftur til okkar, varðst þú að sætta þig við miklar breytingar í lífi þínu sem ekki var auðvelt. Þú varst alltaf ró- leg og kvartaðir ekki. Og nú aftur 15. febrúar síðastlið- inn, dundi reiðarslagið stóra yfir er við fengum að vita að þú værir al- varlega veik. Ég hitti þig á Land- spítalanum í Reykjarvík, þá varstu orðin svo veik. Ég átti mörg símtöl við þig þann tíma sem þú varst fyrir sunnan, það var ýmislegt sem við sögðum hvor annarri, sem ég geymi nú í hjarta mínu. Hér á sjúkrahúsinu á Egilsstöð- um kom ég til þín eins oft og ég gat, þú barst þig vel, við þurftum ekki að segja svo mikið, við skildum hvor aðra. Þú spurðir mig hvenær Fúsi og fjölskylda kæmu að utan, þú reyndir að bíða til 1. apríl, þá ætl- uðu þau að koma, en þú fékkst það ekki. Þú sagðir mér frá yndislegri ferð sem þið Jón fóruð í til Loðmund- arfjarðar síðasta sumar, þar sem þú varst fædd á Bárðarstöðum. Þið keyrðuð inn sveitina og það var glampandi sól og hiti en þoka út við sjóinn. Þennan dag sýndi fjörðurinn ykkur Jóni hversu mikilfenglegur hann er. Þennan dag sást þú þínar æskuslóðir. Svala mín, við eigum það sameiginlegt að eiga ræturnar þarna í firðinum. Það var einstakt hversu mikinn hlýhug þú sýndir Magga syni mín- um þegar þið unnuð saman í nokkur ár. Þú varst honum eins og góð móðir og kenndir honum margt. Alltaf spurðir þú hvernig gengi hjá honum. Þú baðst Magga að koma með litla strákinn sinn þegar hann heimsótti þig á Landspítalann, þig langaði svo að sjá hann, auðvitað gerði hann það fyrir þig. Heimsókn- in gladdi þig mikið og talaðir þú um það við mig hvað Viktor Nói væri líkur pabba sínum. Svala mín, þú átt yndisleg börn og einstakan eiginmann, sem ég veit að þú fylgist með, og litlu ömmu- börnunum vísar þú veginn í framtíð- inni. Elsku Jón, börn, tengdabörn, barnabörn, systkini og fjölskyldur ykkar, innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Svala mín, takk fyrir allt, minn- inguna um þig geymi ég í hjarta mínu. Vinir þínir kveðja þig með sárum sting í hjarta en eiga hjá þér hver um sig góða minningu bjarta. Þín Anna Kristín. Svala Kristin Óskarsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, TORFHILDUR HANNESDÓTTIR, áður Lindargötu 57, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 3. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Hrefna Guðmundsdóttir, Anna Ágústsdóttir, Svava Ágústsdóttir. ✝ Okkar ástkæri bróðir, mágur og frændi, HAFSTEINN KARLSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 1. apríl. Útförin verður gerð frá Víðistaðakirkju fimmtu- daginn 12. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Heilaverndar, sem fæst í síma 588 9220. Soffía Karlsdóttir, Grétar Garðarsson, Halldór Ingi Karlsson, Lára Jóhannsdóttir, Hilmar Karlsson, Dórothea Sigurjónsdóttir og frændsystkini hins látna. ✝ Ættfaðir okkar, GRÍMUR GÍSLASON, Garðabyggð 8, Blönduósi, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi laug- ardaginn 31. mars. Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju þriðjudaginn 10. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Blönduóskirkju, reikn. nr. 0307-18-930129, kt. 190334-2369. Sigrún, Katrín, Sæunn, Gísli og fjölskyldur. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, stjúpfaðir, afi, langafi og bróðir, ÞÓRIR ÞORLÁKSSON frá Veiðileysu, Frostafold 57, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 31. mars. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 12. apríl kl. 13.00. Þórunn Þorgeirsdóttir, Bogi Eggertsson, Guðmundur Eggertsson, Hólmfríður Eggertsdóttir, Helgi Helgason, Stefanía Eggertsdóttir, Garry Hurst, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Eystri-Skógum, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, laugardaginn 31. mars. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. apríl kl. 11.00. Sólveig Guðmundsdóttir, Sigþór Sigurðsson, Ólafur Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Jóhanna Hannesdóttir, Pétur Guðmundsson, Alda Guðmundsson, Gunnar Guðmundsson, Sigurjóna Björgvinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.