Morgunblaðið - 08.04.2007, Side 43

Morgunblaðið - 08.04.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 43 ur fyrir ferðamenn, bæði innanlands og utan, ásamt því að stunda háskóla- nám. Hann var fullur atorku, með brennandi áhuga á umhverfi sínu og samferðafólki. Eitt af því síðasta sem hann tók sér fyrir hendur var að taka þátt í fornleifauppgreftri sem segir mikið til um hans andlega atgervi; hann var að takast á við ný viðfangs- efni meðan honum entist heilsa til. Gunnar undi sér vel í miðbænum og fór flestra sinna ferða fótgangandi. Hann tók að sér að sjá um hússjóð okkar og þegar staðið var frammi fyr- ir því að hreinsa veggjakrot af húsinu, hafði hann samband við Listaháskóla Íslands og bauð nemendum að nota veggina. Best að láta gera þetta vel úr því sem komið var. Þetta sýndi ein- staka víðsýni og frumlega aðferð við að leysa marghliða vandamál. Síðast þegar við komum við hjá Gunnari var greinilegt að hann átti við veikindi að stríða. Hann segir okk- ur að hann sé í strangri lyfjameðferð, skólagangan og frekari ferðalög hafi verið lögð á hilluna, í bili að minnsta kosti. Óneitanlega var okkur brugðið við þessa fregn. Gunnar lét hins vegar fylgja með að hann ætti að baki langa og góða ævi, ætli að leita sér lækninga innan skynsamlegra marka en muni taka því sem koma skal. Farið var af þessum fundi með blendnar tilfinn- ingar í hjarta, sorg yfir því að góður drengur þurfi að takast á við erfið veikindi, en um leið létti yfir því hvað hann sýnir mikið æðruleysi, ætli að kveðja með reisn og í sátt, ef að svo ber undir. Afstaða Gunnars bæði til lífsins og dauðans er til fyrirmyndar og vonandi huggun fyrir vini og að- standendur við fráfall hans. Við munum sakna góðs vinar og ná- granna. Um leið og við kveðjum Gunnar, vottum við ástvinum dýpstu samúð. Sigurveig Víðisdóttir og J óhann Jónsson, Bandaríkjunum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Helgi, Anna, Þórdís og fjölskyldur. Látinn er góður vinur okkar, Gunn- ar H. Biering, eftir hetjulega baráttu við illkynja sjúkdóm. Þrátt fyrir veik- indin bar hann sig alltaf vel, sinnti áhugamálum sínum, sótti leikhús, tónleika, fyrirlestra og síðast en ekki síst sinnti hann fjölskyldu sinni og vinum af einstakri alúð. Fyrstu kynni okkar voru af áhuga- sömum og samviskusömum lækna- nema og lækni sem gegndi ábyrgð- arstöðum á Landspítala og við Háskóla Íslands. Var Gunnar traust- ur í öllum störfum sínum eins og sam- starfsmenn hans bera vitni um. Nýkvæntur fyrri konu sinni, Eddu Ólafsdóttur hjúkrunarfræðingi, hélt hann til sérnáms í Bandaríkjunum 1953 og þar eignuðust þau dótturina Huldu. Þar varð hann fyrir þeirri sorg að Edda lést af slysförum. Seinni kona Gunnars var Herdís Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem gekk Huldu í móðurstað. Dóttir þeirra er Rannveig. Þær Hulda og Rannveig hafa verið stoð og stytta föður síns í veikindunum og vildu allt fyrir hann gera. Gunnar var um- hyggjusamur faðir og afi og mjög stoltur af tveimur langafabörnunum, Huldu og Kormáki. Minningar okkar um Gunnar og Heddu eru margar úr Hvassaleitinu þar sem við byggðum og bjuggum hlið við hlið í fjölda ára, ásamt göml- um félögum. Þarna varð hið besta vin- áttusamneyti og áttu Gunnar og Hedda stóran hlut í því. Oft var farið í styttri og lengri ferðir um landið með börn og tjöld um byggðir og óbyggðir. Seinni árin lá leiðin í vinahópi til Dan- merkur, Frakklands og Hornstranda, þó kannski oftast í Biskupstungur þar sem stunduð var kartöflurækt, þökk sé Gunnari og Lísu, landeigendunum að Eyrum. Gunnar naut þess mjög að fara með vinahópnum þangað austur vetur sem sumar. Ótal voru veislurnar sem við sátum hjá Heddu og Gunnari í Hvassaleiti og Goðheimum og seinna í Miðleiti. Þar bjuggu þau þegar Hedda lést eft- ir nokkur veikindi og er hennar sárt saknað. Þrátt fyrir fráfall Heddu hélt Gunnar sínu striki sem hann hafði ætlað sér við starfslok og hóf leið- sögumannsnám. Tók hann í framhaldi af því til við tungumálanám, þýsku, frönsku og ítölsku og lagði sig sér- staklega fram um að ná talmálinu með því að dvelja í viðkomandi lönd- um og tala við fólk. Prófin skiptu minna máli. Síðasta ferð hans var með hóp eldri lækna til Slóveníu í maí í fyrra. Honum var unun að halda fámenn matarboð fyrir vini sína og var ekki í vandræðum með að reiða fram veislu- mat. Hann fylgdist með börnum og barnabörnum okkar vina sinna hér á landi, einnig í Danmörku en þau börn hafa komið til Íslands og Gunnar ver- ið í miklu uppáhaldi hjá þeim. Hann naut lífsins, stóð meðan stætt var, gafst ekki upp fyrr en í seinustu viku er hann kallaði okkur á sinn fund til að kveðja daginn áður en hann dó og sáttur við að fara. Gunnar var okkur og öðrum jafn- öldrum í vinahópnum mikill gleðigjafi og tryggur vinur. Hann hvíli í friði. Anna og Tómas Árni. Fallinn er frá öðlingurinn Gunnar Biering, barnalæknir, leiðsögumaður og lífskúnstner. Fyrstu kynni okkar hjóna af þeim Heddu og Gunnari má rekja 45 ár aft- ur í tímann, er þau buðust til að kynna okkur í máli og myndum væntanlegan verustað okkar til næstu fimm ára. Tilviljun hafði hagað því þannig að ég nánast fetaði í fótspor Gunnars varð- andi sérnám í barnalæknisfræði í Bandaríkjunum, en hann hafði klárað sérnám sitt í Minneapolis 5 árum fyrr. Það var því ekki ónýtt að þiggja heil- ræði, uppörvun og leiðsögn í tengslum við framtíðarstaðinn. Fyrir það erum við ávallt þakklát. Og þegar á leiðarenda var komið var nokkuð ljóst að ég fékk notið þess sem Íslend- ingur hversu gott orð hann hafði getið sér hjá starfsfólki spítalanna tveggja. Ekki spilltu fyrir náin fjölskyldubönd Gunnars við Valdemar Björnsson, hinn mikla Íslandsvin, en þeir voru svilar. Valdemar og Gulla voru fljót að taka litlu fjölskylduna undir sinn verndarvæng sem og raunar alla landa sem voru við nám og störf í Minneapolis á þeim tíma. Vináttuböndin styrktust enn frek- ar er við fórum fjögur saman í eins konar pílagrímsferð til okkar gömlu Alma Mater, University of Minnesota Hosp. og þaðan á Stanford University í náms- og kynnisferð, sem endaði með því að við leigðum okkur bíl í San Francisco, þar sem vinahjón bættust í hópinn. Síðan var þeyst um þvera og endilanga Kaliforníu í 2 vikur. Þá var strax kominn fram leiðsögu- mannshneigðin hjá mínum manni, allt varð að vera þrautskipulagt fram í tímann og nauðsyn að lesa sér vel til um alla staðhætti og aðstæður. Sex manns í þröngum bíl, í hita og svækju, getur svo sannarlega reynt á þolrifin, en hvaða kringumstæður gefa betra tækifæri til að kynnast eðl- iskostum og göllum hvert annars? Skemmst er frá að segja að allir voru góðir vinir í ferðalok og þar var þáttur Gunnars ekki minnstur. Hann var mannasættir. Svo áttum við 20 ára samleið við kennslu 5. árs læknanema í barna- læknisfræði og þá ekki síst við yfir- ferð skriflegra prófverkefna nokkr- um sinnum á vetri. Samstarf okkar þar var með eindæmum gott og þá kynntist ég betur nákvæmnismann- inum og diplómatanum, Gunnari. Gunnar hafði yndi af skíðamennsku og upp í hugann koma eftirminnilegar skíðaferðir okkar til Ítalíu. Þar kynnt- ist ég skíðamanninum og lífsnautna- manninum. Við starfslok á Barnaspítala Hringsins fyrir 10 árum, þá orðinn sjötugur og búinn að missa sína elsk- uðu Heddu, var eins og flóðgáttir brystu. Nú hellti hann sér út í leiðsög- unám í Leiðsöguskóla Ísl., sem auð- vitað lauk með glæstu prófi. Starfaði síðan sem mikils metinn leiðsögumað- ur allan 8. áratug ævi sinnar. Geri aðrir betur! En það var ekki nóg, hann bætti við sig námi í hverju tungumálinu á fætur öðru, forvitnað- ist um fornleifafræði og trúlega sitt- hvað fleira. Þar var kominn eljumaðurinn og sí- leitandi áhugamaðurinn um land, þjóð, sögu og tungumál. Gunnar var vinsæll með afbrigðum. „Lítillátur, ljúfur, kátur“ með per- sónutöfra. Dönsku genin ekki langt undan, kurteis, kunni sig vel og stutt í húmorinn. Kunni að njóta. Gunnar var mikill fjölskyldumaður. Þau Hedda voru afar samrýnd og margir sem minnast veglegra boða og glaðra samvista á heimili þeirra. Fyr- ir vináttu þeirra skal nú þakkað. Við Edda sendum innilegar samúð- arkveðjur til dætranna tveggja, sem og annars skylduliðs. Guð blessi minningu Gunnars Bier- ing. Þröstur Laxdal. Mikill eldhugi er genginn. Gunnar Biering var hrífandi persónuleiki og litríkur. Hann sökkti sér niður í við- fangsefni sín hverju sinni af slíkum eldmóði að undrum sætti. ,,Ég hef bara svo gaman af þessu,“ var við- kvæðið þegar dáðst var að dugnaði hans og ákefð. Gunnar settist á skólabekk í Leið- söguskóla Íslands haustið 1997 þar sem nemendur komu hver úr sinni áttinni. Þar kynntist ég honum fyrsta kvöldið og með okkur tókst góð vin- átta. Sameiginlegur áhugi á efninu tengdi okkur nemendurna saman, við vildum fræðast og stefna að því að verða góðir leiðsögumenn. Þarna naut Gunnar sín vel. Hann ákvað samkvæmt lífstóni konu sinnar, sem hann missti fáum dögum áður, að lifa lífinu lifandi, að njóta þeirra tækifæra sem lífið hefði upp á að bjóða til að þroska og auðga andann. Hann leit fram á við og sagði að við ættum ekki að gefa okkur sorg- inni á vald, það væri fullkomin sjálfs- vorkunn. Við ættum að gleðjast yfir því sem var og flytja góðar stundir og minningar með okkur inn í framtíð- ina, okkur sjálfum og öðrum til góðs. Hann galopnaði faðminn, tók á móti nýjum viðfangsefnum, nýjum áskorunum með leiftrandi áhuga og svo miklum ákafa að hann hló að sjálf- um sér og sagði að stundum sæist hann ekki fyrir. Þá átti hann við að hugurinn bæri hann lengra en aldur og úthald leyfðu. Læknisstörfum hans var lokið á þessum tíma og hann kvaddi þann kafla lífs síns í sátt og þakklæti, þakk- læti fyrir farsælan starfsferil og nú fönguðu ný tækifæri hug hans. Hann sagði að hann ætlaði sér að verða námsmaður til hinsta dags og við það stóð hann. Hann tók leiðsöguprófið á ensku með glæsibrag, þá á dönsku og að lok- inni nokkurra vikna dvöl í Þýskalandi með sína menntaskólaþýsku og há- skólanám hér fyrir nokkrum árum að grunni, tók hann einnig leiðsögu- mannapróf á því máli. Næsta vígi voru meðal annars franska og ítalska og nú síðast fornleifafræði. Minningabrot geymi ég og gleðst yfir. Samvera í þýskudeild Háskóla Íslands. Ferð sem við fórum þrjú í Reykjanesbæ til að hlusta á Ara Trausta flytja fyrirlestur um eld- virkni. Gönguferð um miðbæ Reykja- víkur með leiðsögumanninum Gunn- ari þar sem hann var borinn og barnfæddur. Hús og stígar bernsku- stöðva hans fengu þar líf, nýja ásýnd. Í rútuferð þar sem amerískir ferða- menn nutu leiðsagnar hans um Reykjanesskaga og Suðurland varð mér ljóst hvað hann átti við þegar hann sagði að sér liði best með hljóð- nemann í hendi. Með elsku sinni til landsins og starfans hreif hann alla með. Ein stúlkan í nemendahópnum okkar minnist þeirra orða hans að áð- ur hefði hann ferðast mikið og skoðað náttúruna en leiðsögunámið hefði kennt sér að sjá inn í fjöllin, inn í nátt- úruna! Gunnar var mætur maður og okkur þótti vænt um hann. Hann var æðrulaus og hreykti sér ekki, fram- koma hans látlaus og einlæg. Hann sagði að sinn besti eiginleiki væri að sér hefði tekist að varðveita barnið í sjálfum sér. Hann var okkur því á margan hátt fyrirmynd og skildi eftir sig mögnuð spor. Far heill, Gunnar. Við þökkum samfylgdina þessi tíu ár. Aldís Aðalbjarnardóttir. Þegar Gunnar Biering kom heim frá námi í Bandaríkjunum fyrir nærri hálfri öld voru nýburalækningar ung sérgrein sem enn átti víðast hvar eftir að vinna sér sess. Störf hans við Landspítalann spönnuðu nær fjóra áratugi, bæði á fæðingar- og barna- deildunum, og urðu einstaklega far- sæl og framsýn. Lífslíkur fyrirbura voru þá miklu verri en nú, forburð- arskimanir í meðgöngu litlar, Rhe- sus-varnir ekki til, blóðskipti og með- ferð nýburagulu á frumstigum, öndunarvélar og önnur sérhæfð að- stoð við nýbura mun ófullkomnari en í dag. Með glaðsinna skapferli sínu, stefnufestu og þeim eiginleika að ná því besta fram í öllum sem með hon- um unnu tókst Gunnari Biering að leggja grunn að umbótum sem und- anfarna tvo áratugi hafa endurspegl- ast í hvað bestri lifun nýfæddra barna sem fyrirfinnst í heiminum. Með ný- byggingu kvennadeildar 1975 kom vökudeild Barnaspítala Hringsins og þar stýrði Gunnar frábærri vinnu, sem jafnan einkenndist af mikilli sam- vinnu við fæðingarlækna og ljósmæð- ur kvennadeildar. Rhesus-vörnum var komið í gott lag með ferðum hans og Gunnlaugs Snædal allt umhverfis landið þar sem hver einasti fæðinga- staður og allt starfsfólk var heimsótt á árunum 1967–68. Skráning fæðinga á landsvísu hófst 1972 og Gunnar vann ötullega að þeim málum í 20 ár. Greinaflokkur um fæðingar á Íslandi varð til ásamt stöðlum um íslenska nýbura sem enn eru notaðir. Hann hvatti yngri samstarfsmenn sína til dáða og var þeim hlýr og ráðagóður. Allir litu upp til hans en áttu hann jafnframt að félaga. Þegar Gunnar hafði lokið dags- verkinu í lækningum tóku við fjöl- mörg önnur áhugamál, sem við fyrr- um samstarfsfólkið fylgdumst með á stundum. Leiðsögustörf, málanám, jafnvel fornleifafræði á síðasta ári, voru meðal þess sem hann tók sér fyr- ir hendur, með sama áhuganum og gleðinni og áður. Nú, þegar fyrr en við áttum von á er komið að kveðju- stund, þá er minningin um Gunnar Biering sveipuð birtu og þakklæti í huga samstarfsfólksins á kvennadeild Landspítalans. Þannig verður það líka áfram, eins og jafnan er um góða menn og mikla frumkvöðla. Við vott- um dætrum hans og öllum aðstand- endum dýpstu samúð okkar. Reynir Tómas Geirsson.                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR KRISTMANNSDÓTTUR, Hólagötu 4, Vogum. Bestu þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun og þakkir til allra þeirra sem heimsóttu hana og sýndu henni vináttu og tryggð. Sæmundur Kr. Klemensson, Soffía G. Ólafsdóttir, Þórður Klemensson, Kristmann Klemensson, Þóranna Þórarinsdóttir, Elís Björn Klemensson, Valgerður A. Bergsdóttir, Egill H. Klemensson, Brynjar Klemensson og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.