Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is LÖGÐ hefur verið fram að nýju tillaga VA- arkitekta að deiliskipulagi Slippa- og Elling- senreits. Skipulagi fyrir Grandagarð tvö er þó frestað þar sem skipulagsráð vill skoða leiðir til að hið svokallaða Alliance-hús geti staðið áfram við Mýrargötuna. Viðræður um þann möguleika eru á lokastigi. Talið er að ef hægt er að sameina uppbyggingu á lóðinni og end- urnýjun Alliance-hússins verði tryggt betra skipulag og umhverfi á þessu svæði. Deiliskipulagi á lóðinni Grandagarður 2 er því frestað á meðan fullkannaðir verða mögu- leikar á að Alliance-húsið standi áfram og að Daníelsslippur verði áfram þar sem hann er. „Skipulagið var samþykkt í morgun [í gær], fyrir Mýrargötu – Slippareit, að undanskild- um tveimur svæðum. Þar er um að ræða Alli- ance-húsið og Daníelsslipp,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulags- ráðs. „Unnið er að því að halda hluta af Daní- elsslipp og leyfa skipi að standa þar,“ bætir hún við. Að því hefur verið unnið í samráði við Sjóminjasafnið sem þar er með aðstöðu. Gert er ráð fyrir torgi þar við hliðina. „Með þessari afgreiðslu skipulagsráðs í morgun [í gær] kemur fram sá vilji ráðsins að halda Alliance-húsinu og vinna skipulagið þannig að það fái að standa,“ segir Hanna Birna. Borgin hefur verið í viðræðum við eig- anda lóðarinnar og að sögn Hönnu Birnu eru samningaviðræður á lokastigi. Þær hafa það að markmiði að leyfa Alliance-húsinu að standa og önnur uppbygging af reitnum taki mið af því. Niðurstöðurnar geta annaðhvort falið í sér samkomulag við eiganda um breytt skipulag eða uppkaup borgarinnar á lóðinni til endursölu. „Niðurstöður um málið fást á allra næstu dögum,“ segir Hanna Birna. Hún segir það ekki óvanalegt að taka eina lóð út úr skipulagi. „Það hefur áður verið gert og ef haldbær rök eru fyrir því er það gert til að tefja ekki skipulag á svæðinu.“ Skipulagið fer fyrir borgarráð í dag. Hörður Einarsson er eigandi lóðarinnar á Grandagarði 2. „Ég get lítið sagt um þetta annað en að mér finnst þetta nú ekki góð stjórnsýsla,“ svaraði hann þegar leitað var eftir viðbrögðum hans við bókun skipulags- ráðs. Alliance-húsið standi áfram við Mýrargötu Morgunblaðið/Júlíus Samkomulag Viðræður um lóðina við Grandagarð 2 eru sagðar á lokastigi. ORKUVEITA Reykjavíkur hefur í samstarfi við Sjóvá – forvarnahús og Landspítala – há- skólasjúkrahús hleypt af stokkunum herferð til að fækka brunaslysum af völdum heita vatnsins. Á síðustu fimm árum má rekja um sextánda hvert brunaslys til heits neysluvatns. Guðlaugur Þór Þórð- arson, stjórnarformaður OR, lenti, eins og kunnugt er, í brunaslysi á sl. ári. „Áhugi minn er nú ekki eingöngu til kominn af því að ég brennd- ist,“ segir Guðlaugur Þór. „Eitt af því fyrsta sem Guð- mundur Þóroddsson ræddi við mig þegar ég tók við stjórnarformennsku var ein- mitt þetta verkefni,“ bætir hann við. Guðlaugur Þór segir þó ýmislegt broslegt við þetta mál. „Herdís Storgaard kom til mín í þeim tilgangi að telja mig á að fara í þetta af krafti síðasta sumar og hún lagði mikið upp úr því að ég ætti bara að vita hversu vont það væri að brenna sig!“ segir hann og hlær. „Ég var síðan svo lánsamur að Jens Kjartansson, yfirlæknir lýtalækninga- og brunadeildar LSH, hélt utan um mitt mál þegar ég brenndist og hann sagði við mig stuttu eftir að hann byrj- aði að annast mig að þegar ég yrði betri ætlaði hann að fá að tala við mig.“ Guðlaugur játti umleitan Jens og þegar hann var orðinn skárri settust þeir Jens niður til að ræða málin. „Jens sagði við mig að það væri algjör himnasending að fá stjórnarformann Orkuveitunnar til sín,“ segir Guðlaugur Þór og skellihlær. Jens hafði nefnilega lengi haft brennandi áhuga á því að setja í gang forvarnaverkefni gegn brunaslys- um. „Við getum þannig sagt að sú lífsreynsla sem ég varð fyrir minnkaði ekki áhuga minn og varð til þess að ég komst í beint samband við Jens,“ klykkir Guðlaugur Þór út með. Hann leggur þó áherslu á að málið sé graf- alvarlegt. Tvíþætt markmið „Stillum hitann“ er herferðin kölluð en markmið hennar er tvíþætt. Annars vegar gengst fyrirtækið fyrir ráðstefnu fyrir fag- menn varðandi útfærslur neysluvatnskerfa. Hins vegar er markmiðið að benda almenn- ingi á að það þarf að sýna varúð í umgengni við heita vatnið og hvaða lausnir eru til að lækka hitann á krana- og baðvatni í eldri hús- um. Ýmsan fróðleik um heita vatnið er að finna á vefslóðinni www.stillumhitann.is. Ný rannsókn, sem unnin var á Landspít- alanum, leiðir í ljós að komur á LSH vegna brunaáverka voru 2.179 á árunum 2002 til og með 2006. Þar af brenndu 132 sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum. Á þessum fimm árum voru 25 lagðir inn á brunadeild vegna sára sinna. Sérstaka athygli vekur að börnum undir fimm ára aldri er hættast við bruna og hljóta þau alvarlegustu áverkana, samkvæmt rann- sókninni. Himnasending fyrir lækninn Guðlaugur Þór Þórðarson JÓHANNES Geir Sigurgeirsson staðfesti í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að hann færi úr stjórn Landsvirkjunar (LV) í dag, en vildi ekki tjá sig nánar um mál- ið á þessu stigi. Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, kvaðst ekki hafa umboð til að skýra frá því hvernig ný stjórn LV yrði skipuð. Það umboð hefði fjármálaráðuneytið og fjár- málaráðherra færi með það vald. Heimildir Morgunblaðsins herma að Páll Magnússon, bæj- nýja stjórn til næsta árs. Ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald og öðrum ráðherrum er að sjálfsögðu frjálst og lýðræð- islega eðlilegt að geta haft mis- munandi skoðanir á tilnefningum fagráðherra í þessu atviki eins og öðrum,“ sagði Jón. „Viðkomandi aðilum hefur verið kunnugt um þetta frá því fyrir áramót.“ Aðspurður sagði Jón að sér væri ekki kunnugt um neina ólgu í Framsóknarflokknum vegna skipunar nýrrar stjórnar Lands- virkjunar. ið „kandídat“ Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, fyrir þetta embætti og jafnframt að Siv Friðleifsdóttir, sem er efst á lista framsóknarmanna í Suð- vesturkjördæmi, hafi talið valið á Páli Magnússyni aðför að sínum pólitíska ferli. „Landsvirkjun er eftir laga- breytingu í vetur á stjórnsýslu- sviði fjármálaráðuneytisins og það er fjármálaráðherra sem skipar stjórnina. Það verður skýrt frá því á fundi Landsvirkjunar á morgun [í dag] hvernig skipað er í arritari í Kópavogi og fyrrverandi aðstoðarmaður Valgerðar Sverr- isdóttur, þáverandi iðnaðarráð- herra, hafi um alllangan tíma ver- Stjórnarformannsskipti hjá Landsvirkjun í dag Tveir ráðherrar Framsóknar, Siv og Guðni, komnir í hár saman Jóhannes Geir Sigurgeirsson Páll Magnússon FRAMBOÐ til stjórnar Glitnis hafa verið send til kauphallar en hluthafa- fundur fer fram mánudaginn 30. apríl næstkomandi. Framboðsfrestur rann út kl. 15 í gær. Er því sjálfkjörið í stjórn. Miklar sviptingar hafa verið í eig- endahópi bankans og verða miklar breytingar á stjórn í kjölfar þess. Þeir sem hafa boðið sig fram til setu í stjórn eru: Björn Ingi Sveinsson, Haukur Guðjónsson, Jón Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Pétur Guðmund- arson, Skarphéðinn Berg Steinarsson og Þorsteinn M. Jónsson. Aðeins þeir tveir síðastnefndu sitja í núverandi stjórn bankans og eru því fimm nýir í framboði. Bæði Fjármálaeftirlitið (FME) og yfirtökunefnd kauphallarinnar tóku til skoðunar viðskipti og miklar breyt- ingar sem urðu í eigendahópi Glitnis um páskana. Yfirtökunefnd mun hugsanlega ljúka skoðun sinni fyrir hluthafafundinn 30. apríl, en það er þó ekki víst, að sögn Viðars Más Matt- híassonar, formanns nefndarinnar. Hann sagði að nefndin væri að skoða málið en það þyrfti að gera vandlega, enda miklir hagsmunir í húfi. Niður- stöður yfirtökunefndar birtast annað- hvort í fundargerðum eða sérstökum álitum sem birt eru opinberlega. Stefnt er að því að ljúka skoðun Fjármálaeftirlitsins fyrir hluthafa- fundinn í Glitni, samkvæmt upplýs- ingum frá Fjármálaeftirlitinu. Unnið hefur verið að gagnaöflun og hefur Fjármálaeftirlitið fengið þau gögn sem leitað hefur verið eftir. Fjármála- eftirlitið mun ekki gefa út sérstaka skýrslu um skoðunina, heldur koma niðurstöðum sínum á framfæri við þá aðila sem hlut eiga að máli. Fimm nýir bjóða sig fram í stjórn Glitnis Aðeins tveir úr núverandi stjórn bankans sitja áfram Í HNOTSKURN »Miklum átökum millitveggja fylkinga í eig- endahópi Glitnis lauk með því að Einar Sveinsson, Karl Wer- nersson og aðilar þeim tengdir seldu sína hluti. »Meðal þeirra sem keyptuvoru Saxbygg Invest, Sax- steinn og Jötunn Holding. Ætla má að hlutur FL Group og tengdra félaga sé um 30%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.