Morgunblaðið - 26.04.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.04.2007, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ er ekki víst að allir geri sér grein fyrir hversu gríðarlegt afl leysist úr læðingi þegar bíll sem ekið er á 150 km hraða lendir í árekstri. Þessi orka kom glöggt í ljós í gær þegar menn á vegum Umferðarstofu líktu eftir áhrifum slíks áreksturs með því að sprengja fimm kíló af TNT-sprengiefni við stuðarann á gömlum Volvo. Þessi tilraun, að líkja eftir árekstri bíls sem ekið er á ofsahraða með því að framkalla sprengingu, er hluti af alþjóðlegri umferðarörygg- isviku á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Sá sem stjórnaði tilrauninni og reiknaði út sprengikraftinn var Magnús Þór Jónsson, prófessor í vélaverkfræði við Háskóla Íslands, en hann hefur m.a. aðstoðað lög- reglu og rannsóknarnefnd umferð- arslysa við að áætla þann hraða sem ökutæki eru á þegar þau lenda í árekstri. Sprengiefnið var sett á milli stuð- ara Volvosins og veggjar á sprengju- byrgi við gamla Keflavíkurflugvöll- inn. Við sprenginguna brotnaði veggurinn en við það varð högg- bylgjan sem lenti á bílnum minni en ella og telur Magnús að skemmd- irnar á bílnum jafngildi því að hon- um hafi verið ekið á 110–130 km hraða. Skemmdirnar eru engu að síður verulegar eins og meðfylgjandi mynd ber með sér og verður að hafa í huga að Volvo er sterkbyggður bíll. Þegar japanskur bíll var sprengdur í fyrrakvöld í æfingaskyni sprakk hann í tætlur en veggurinn var óskemmdur. „Menn sem keyra á þessum hraða eru eins og hryðjuverkamenn og eru eins og tifandi tímasprengjur sem geta sprungið hvenær sem er, þetta er það sem Umferðarstofa er að reyna að benda á með þessari til- raun,“ sagði Magnús og kvaðst sam- mála Umferðarstofu að þessu leyti. Hann hefði við störf sín séð mörg dæmi um hörmulegar afleiðingar ofsaaksturs. Ljósmynd/Einar Magnús Ofsakraftur Líklega dytti engum í hug að sprengja 5 kíló af TNT-sprengiefni við stuðarann á bílnum sínum. Ljósmynd/Einar Magnús Braut vegginn Þar sem húsveggurinn brotnaði jafngilti krafturinn í högg- bylgjunni sem lenti á bílnum árekstri á 110–130 km hraða. Í HNOTSKURN » Orkan sem leysist úr læðingiþegar bíll sem ekið er á 150 km hraða lendir í árekstri jafn- gildir sprengju sem gerð er úr fimm kílóum af sprengiefninu TNT. » Ef bíllinn er á 90 km hraðajafngildir orkan tæplega tveimur kílóum af TNT. » Með sprengingunni var veriðað sýna fram á afleiðingar ofsaaksturs en mönnum sem stunda slíkt hefur bæði verið líkt við hryðjuverkamenn og tifandi tímasprengjur í umferðinni. GRÍÐARLEG HÖGGBYLGJA MYNDAÐIST Jafngildir fimm kílóum af TNT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is INNAN skamms þurfa sveitarfélög- in á höfuðborgarsvæðinu að draga úr urðun lífræns úrgangs vegna tilskip- ana frá Evrópusambandinu, ESB, og telur Björn Guðbrandur Jónsson, framkvæmdastjóri Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs, nú rétta tækifærið runnið upp til að hefja framleiðslu á jarðvegsbætinum moltu í stórum stíl og nýta til skóg- ræktar og uppgræðslu á svæðinu. Landnám Ingólfs er alls um 3.000 ferkílómetrar og henta þar af að sögn Björns um 500 til uppgræðslu, minni hluti til eiginlegrar skógrækt- ar. Í ljósi alls þess lífræna úrgangs sem nýta má til moltugerðar á höf- uðborgarsvæðinu, og er þá fyrst og fremst átt við lífrænan heimilisúr- gang, leggur hann til að úrganginum verði safnað saman í Breiðdal, norð- an við Kleifarvatn, og moltan, sem þykir einstaklega góð jarðvegshula, nýtt til uppgræðslu á svæðinu. Björn segist aðspurður ekki geta gefið upp hversu mikið kolefni úr koltvísýringi í andrúmsloftinu væri hægt að binda með slíku landbótará- taki en segir að til greina komi að skoða þá nálgun Kolviðarverkefnis- ins að setja stuðning einstaklinga við landgræðslu í samhengi við mengun frá bílum. Það skal tekið fram að Landnám Ingólfs er mis- jafnlega heppi- legt fyrir skóg- rækt og bendir Björn á að jarð- vegsmyndun bindi ekki síður kolefni en trjá- gróðurinn. Helstu svæðin sem hægt væri að græða upp eru í nágrenni Þorlákshafnar, á Hafnasandi, á Miðnesheiði, við Kleif- arvatn, Krýsuvík og á Mosfellsheiði. Gagnrýnir R-listann Spurður um þá skoðun sumra skógræktarmanna að moltan sé næringarsnauð miðað við tilbúinn áburð segir Björn að hún feli í sér margháttaðan ávinning, urðun minnki, örfoka svæði grói og komið sé í veg fyrir metangasmengun frá urðunarstað, svo dæmi séu tekin. Hann er jafnframt gagnrýninn á skort á skýrri stefnumótun í sorp- hirðumálum í borgarstjórnartíð R- listans og segir flokkana ekki hafa unnið heimavinnuna sína í mála- flokknum. Hægt hefði verið að hefja flokkun lífræns úrgangs mun fyrr, tilraunaverkefni sem hann kom ná- lægt árið 1995 í Hafnarfirði hafi sýnt fram á virkan áhuga almennings. Vill hagnýta lífrænan úr- gang í landgræðsluátaki  Framkvæmdastjóri Gróðurs fyrir fólk segir rétta tímann runninn upp Björn G. Jónsson REYKJAVÍKURBORG hefur ákveðið að gera átak í merkinga- málum og fjölga umhverfis-, nátt- úru- og menningarmerkingum í borginni. Menningar- og ferða- málaráð Reykjavíkurborgar skip- aði í febrúar sérstakan starfshóp sem mun fara yfir merkingarmál. Einnig hefur fengist styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að gera úttekt á þeim merkingum sem fyrir eru og vinna að greiningu á þörfum fyrir merkingar og koma með drög að forgangsröðun. Almenningi hefur verið gefinn kostur á að koma með ábendingar til Reykjavíkurborgar um atriði sem fólk telur að þurfi að merkja betur í borgarlandinu. Stefnt er að því að fyrstu merk- ingarnar í þessu átaki verði settar upp strax í sumar og þeim svo fjölg- að með markvissum hætti á næstu árum. Átak í merk- ingum í höf- uðborginni HERRÉTTARHÖLD yfir banda- rískum hermanni, sem ákærður er fyrir að myrða samlöndu sína í her- stöðinni á Keflavíkurflugvelli árið 2005, hefur tafist af ýmsum ástæð- um. Embættismenn kanna nú hvort ástæða sé til að flytja hluta rétt- arhaldanna til Íslands svo kviðdóm- ur geti hlýtt á framburð vitnis sem neitar að fara til Bandaríkjanna. Hermaðurinn, sem heitir Calvin Hill, er ákærður fyrir að myrða As- hley Turner í ágúst árið 2005. Rétt- að er yfir Hill í Bolling-herstöðinni í Washington. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauða- dóm. AP-fréttastofan hefur eftir sak- sóknara að gert sé ráð fyrir því að sækjandi og verjandi flytji upphafs- ræður sínar eftir að Íslandsmálið sé komið á hreint. Kviðdómur á leið til Íslands? ICELANDAIR hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort stuðla eigi að notkun þotu- hreyfla sem gangi fyrir líf- rænu eldsneyti, líkt og Virgin Atlantic hefur gert. Þetta segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair, sem bendir á að útblástur gróðurhúsalofttegunda frá flug- vélum hafi minnkað um 70% á síð- ustu 30 árum. Þá hafi „vængendar“ minnkað eldsneytisnotkun véla fé- lagsins um 5% og með fjórum nýj- um Boeing-787 vélum muni svo notkunin minnka enn. | 14 Ekki sömu leið og Virgin í bili Guðjón Arngrímsson NEYTENDUM mun senn bjóðast sú þjónusta á vegum Orkusetursins að losun gróðurhúsalofttegunda frá bílum verði flokkuð líkt og orku- nýtni raftækja nú, þar sem þeir sem mengi minnst fái einkunnina A. Þetta segir Sigurður Ingi Friðleifs- son, framkvæmdastjóri setursins, sem segir tossana munu fá G. Bílar fái einkunn miðað við mengun VELFERÐARRÁÐ borgarinnar samþykkti á fundi sínum í gær fyrir hönd Reykjavíkurborgar að verða við beiðni félagsmálaráðuneytisins um að taka við nýjum hópi flótta- manna á árinu 2007. Tekið verður á móti allt að 30 flóttamönnum frá Kól- umbíu. Reynslan sýnir að Reykjavík er sérstakalega vel í stakk búin til að taka á móti flóttafólki, en þeim fjöl- skyldum sem komu til borgarinnar frá Kólumbíu og Kósóvo árið 2005 hefur vegnað vel, segir í frétt fá vel- ferðarráði. Borgin tekur við flótta- fólki frá Kólumbíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.