Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 55 Vorferð á varnarsvæðið Keflavíkurflugvelli Allir velkomnir. Á fyrrum varnarsvæðinu eru ótal möguleikar sem nýst geta okkur Íslendingum til atvinnuuppbyggingar og sóknar. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, tekur á móti hópnum. Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar sýnir okkur fyrrum varnarsvæðið. Fararstjórar eru Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og Guðfinna S. Bjarnadóttir frambjóðandi í Reykjavík ásamt fleiri frambjóðendum. Skráning í ferðina er í Valhöll í síma 515-1700 eða á kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Boðið verður upp á ilmandi Knorr-súpu og brauð á öllum kosningaskrifstofum fyrir ferðina frá kl 11:00. Í ferðinni verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Lagt verður af stað með rútum kl. 13.00 frá eftirtöldum kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. // Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7 Sími: 569-8133 // JL Húsinu, Hringbraut 119 Sími: 569-8181 // Grafarvogi, Hverafold 5 Sími: 569-8171 // Langholtsvegi 43 (f.v. hús Landsbankans) Sími: 569-8141 // Breiðholti, Álfabakka 14a (Mjódd) Sími: 569-8161 // Árbæ og Grafarholti, Hraunbæ 102B Sími: 567-4011 Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík bjóða til vorferðar næsta laugardag 28. apríl á varnarsvæðið Keflavíkurflugvelli. Frambjóðendur á staðnum Hraunhamar fasteignasala hefur í sölu glæsilega hannað ein- býli, teiknað af Albínu Thordarson arkitekt. Eignin er 229,4 fm á tveimur hæðum, þar af er innbyggður tvöfaldur 43,1 fm bíl- skúr með aukinni lofthæð, einnig fylgir eigninni ca. 30 fm her- bergi með snytingu á neðri hæð. Eignin er mjög vel staðsett á frábærum útsýnisstað innst í botnlanga í Ásahverfi í Garða- bæ. Eignin skiptist í forstofu,hol, gestasnyrtingu,herbergi, þvottahús,og bílskúr. Á efri hæð er stofa, borðstofa, eldhús, gangur, þrjú herbergi, baðherbergi, hjónaherbergi með bað- herbergi og fataherbergi inn af. Innréttingar eru allar glæsileg- ar sérsmíðaðar úr Hlyn og gólfefni eru flísar. Gólfhiti er í stærstum hluta húss- ins. Lýsing er hönnuð af Lúmex. Falleg- ur garður. Glæsileg vönduð eign í sér- flokki. Eignin getur verið laus fljótlega. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi , gsm 896 0058. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hraunás - Garðabær - Einbýli EINS og fram kom í Morg- unblaðinu í gær verður verk eftir bandaríska listamanninn Andy Warhol boðið upp á listmunaupp- boði Gallerís Foldar á sunnudaginn, en það mun vera í fyrsta skipti sem verk eftir hann er boðið upp hér á landi. Í fréttinni var haft eftir Jó- hanni Hansen hjá Galleríi Fold að verk eftir Warhol hefðu einungis einu sinni verið sýnd hér á landi, á sýningu í Galleríi Fold árið 2003. Það mun ekki vera alls kostar rétt því verk eftir listamanninn voru einnig sýnd í Norræna húsinu dag- ana 17. janúar til 15. febrúar árið 1987. Þar voru sýnd 24 stór sáld- þrykk af sænsku leikkonunni Ing- rid Bergman. Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins keyptu að minnsta kosti tveir Íslendingar verk á sýningunni. Að sögn Jóhanns Hansen höfðu fjölmargir samband við Gallerí Fold í kjölfar greinarinnar í gær og pöntuðu nokkrir þeirra borð á upp- boðinu, sem fer fram á Hótel Sögu á sunnudagskvöldið. Bergman Verkið „Ingrid Bergman with Hat“ eftir Andy Warhol var meðal þeirra mynda sem sýndar voru hér á landi árið 1987. Verk Warhols áður sýnd hér á landi OFURFYRIRSÆTAN Kate Moss mun stilla sér upp sem lifandi gína þegar hún kynnir nýja fata- línu sína. Kate mun klæðast föt- unum í búðarglugga Topshop við Oxfordstræti í London 1. maí, daginn sem línan kemur í búðir. „Kate óttast mest að springa úr hlátri í glugganum,“ segir heim- ildarmaður um uppátæki fyr- irsætunnar. Kate viðurkenndi nýlega að það væri ekki auðvelt að vinna með henni þar sem hún væri svo mikill fullkomnunarsinni en Tops- hop hefði samt ekki sagt nei við neinni uppástungu hennar. Kate samþykkti að vinna með fatakeðjunni því hún var orðin þreytt á því að allir voru að reyna að apa eftir henni og ákvað því að aðstoða við eftiröp- unina og hanna föt fyrir Tops- hop. „Ég get ekki beðið eftir að sjá fólk klætt í fötin mín,“ sagði hún. Moss sem lifandi gína Kate Moss er alltaf töff í tauinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.