Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 55

Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 55 Vorferð á varnarsvæðið Keflavíkurflugvelli Allir velkomnir. Á fyrrum varnarsvæðinu eru ótal möguleikar sem nýst geta okkur Íslendingum til atvinnuuppbyggingar og sóknar. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, tekur á móti hópnum. Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar sýnir okkur fyrrum varnarsvæðið. Fararstjórar eru Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og Guðfinna S. Bjarnadóttir frambjóðandi í Reykjavík ásamt fleiri frambjóðendum. Skráning í ferðina er í Valhöll í síma 515-1700 eða á kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Boðið verður upp á ilmandi Knorr-súpu og brauð á öllum kosningaskrifstofum fyrir ferðina frá kl 11:00. Í ferðinni verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Lagt verður af stað með rútum kl. 13.00 frá eftirtöldum kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. // Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7 Sími: 569-8133 // JL Húsinu, Hringbraut 119 Sími: 569-8181 // Grafarvogi, Hverafold 5 Sími: 569-8171 // Langholtsvegi 43 (f.v. hús Landsbankans) Sími: 569-8141 // Breiðholti, Álfabakka 14a (Mjódd) Sími: 569-8161 // Árbæ og Grafarholti, Hraunbæ 102B Sími: 567-4011 Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík bjóða til vorferðar næsta laugardag 28. apríl á varnarsvæðið Keflavíkurflugvelli. Frambjóðendur á staðnum Hraunhamar fasteignasala hefur í sölu glæsilega hannað ein- býli, teiknað af Albínu Thordarson arkitekt. Eignin er 229,4 fm á tveimur hæðum, þar af er innbyggður tvöfaldur 43,1 fm bíl- skúr með aukinni lofthæð, einnig fylgir eigninni ca. 30 fm her- bergi með snytingu á neðri hæð. Eignin er mjög vel staðsett á frábærum útsýnisstað innst í botnlanga í Ásahverfi í Garða- bæ. Eignin skiptist í forstofu,hol, gestasnyrtingu,herbergi, þvottahús,og bílskúr. Á efri hæð er stofa, borðstofa, eldhús, gangur, þrjú herbergi, baðherbergi, hjónaherbergi með bað- herbergi og fataherbergi inn af. Innréttingar eru allar glæsileg- ar sérsmíðaðar úr Hlyn og gólfefni eru flísar. Gólfhiti er í stærstum hluta húss- ins. Lýsing er hönnuð af Lúmex. Falleg- ur garður. Glæsileg vönduð eign í sér- flokki. Eignin getur verið laus fljótlega. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi , gsm 896 0058. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hraunás - Garðabær - Einbýli EINS og fram kom í Morg- unblaðinu í gær verður verk eftir bandaríska listamanninn Andy Warhol boðið upp á listmunaupp- boði Gallerís Foldar á sunnudaginn, en það mun vera í fyrsta skipti sem verk eftir hann er boðið upp hér á landi. Í fréttinni var haft eftir Jó- hanni Hansen hjá Galleríi Fold að verk eftir Warhol hefðu einungis einu sinni verið sýnd hér á landi, á sýningu í Galleríi Fold árið 2003. Það mun ekki vera alls kostar rétt því verk eftir listamanninn voru einnig sýnd í Norræna húsinu dag- ana 17. janúar til 15. febrúar árið 1987. Þar voru sýnd 24 stór sáld- þrykk af sænsku leikkonunni Ing- rid Bergman. Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins keyptu að minnsta kosti tveir Íslendingar verk á sýningunni. Að sögn Jóhanns Hansen höfðu fjölmargir samband við Gallerí Fold í kjölfar greinarinnar í gær og pöntuðu nokkrir þeirra borð á upp- boðinu, sem fer fram á Hótel Sögu á sunnudagskvöldið. Bergman Verkið „Ingrid Bergman with Hat“ eftir Andy Warhol var meðal þeirra mynda sem sýndar voru hér á landi árið 1987. Verk Warhols áður sýnd hér á landi OFURFYRIRSÆTAN Kate Moss mun stilla sér upp sem lifandi gína þegar hún kynnir nýja fata- línu sína. Kate mun klæðast föt- unum í búðarglugga Topshop við Oxfordstræti í London 1. maí, daginn sem línan kemur í búðir. „Kate óttast mest að springa úr hlátri í glugganum,“ segir heim- ildarmaður um uppátæki fyr- irsætunnar. Kate viðurkenndi nýlega að það væri ekki auðvelt að vinna með henni þar sem hún væri svo mikill fullkomnunarsinni en Tops- hop hefði samt ekki sagt nei við neinni uppástungu hennar. Kate samþykkti að vinna með fatakeðjunni því hún var orðin þreytt á því að allir voru að reyna að apa eftir henni og ákvað því að aðstoða við eftiröp- unina og hanna föt fyrir Tops- hop. „Ég get ekki beðið eftir að sjá fólk klætt í fötin mín,“ sagði hún. Moss sem lifandi gína Kate Moss er alltaf töff í tauinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.